NT - 15.03.1985, Blaðsíða 3
Föstudagur 15. mars 1985
Flutti
hassi
inn 2,5 kíló af
fyrir kaupmanninn
■ Rúmlega tvítugur skip-
verji af Urriðafossi og versl-
unareigandi um fertugt hafa
nú játað að hafa flutt inn tvö
og hálft kíló af hassi, að
andvirði um 1,2 milljónir ísl.
króna.
Skipverjinn ungi var hand-
tekinn í Hafnarfirði síðast-
liðinn mánudag, á leið heim
úr skipinu að tilskipun fíkni-
efnalögreglunnar. Fundust í
fórum hans tæp þrjúhundruð
grömm af hassi og í kjölfar
handtökunnar var verslunar-
eigandinn handtekinn og
leitað á heimili hans. Þar
fundust rúm tvö kíló til við-
bótar.
Skipverjinn hefur verið
látinn laus úr gæsluvarð-
haldi, enda mun hlutdeild
hans í málinu Ijós. Hefur
hann játað að hafa flutt inn
tilgreint hass fyrir verslunar-
eigandann. Eitthvað á lög-
reglan enn vantalað við þann
síðarnefnda , þótt játning
liggi fyrir, því liann heíur
ekki verið látinn laus, og
gæsluvarðhaldsúrskurður
yfir honum rennur ekki út
fyrr en eftir hálfan mánuð.
Rafalar og hverflar Blöndu til Sumitomo:
Stefnt að undirrit-
un á miðvikudaginn
—
Húsavík:
Skákogmát
■ Stórmeistararnir
Lombardy, Lcin. Helgi
Ólafsson og Guðmundur
Sigurjónsson eru meðal
keppenda á þriðja alþjóð-
lega stigamóti Skákar á
Húsavík dagana 15.-27.
mars.
Aðrir keppendur eru,
Jón L. Arnason, Bernard
Zuckerman, Knut J.
Helmers, Jonatan D.
Tisdall, Karl Þorsteins,
Pálmi Pétursson, Sævar
Bjarnason og Áskell Örn
Kárason.
Mótið er í áttunda
styrkleikadokki FIDE og
þarf því átta vinninga. af
ellefu mögulegum, til að
ná áfanga til stórmeistara-
titils.
Mótsstjóri er Jóhann
Þórir Jónsson. en yfir-
dómarar eru Guðmundur
Arnlaugsson og Jóhann.
Skákstjórar eru Jóhannes
Haukur Hauksson og
Sigurður Gizurason.
■ Fulltrúar japanska stór-
fyrirtækisins Sumitomo eru
væntanlegir til landsins um
helgina til að ganga formlega
frá samningi við Landsvirkj-
un um rafala og túrbínur í
Blönduvirkjun og stefnt er
að undirritun miðvikudaginn
20. mars næstkomandi. Jap-
anirnir munu þá einnig af-
henda framkvæmdatrygg-
ingu í samræmi við útboðs-
gögnin, og á hún að vera 3.3
milljónir dollara, eða 25% af
samningsupphæðinni.
Þessar upplýsingar fengust
hjá Halldóri Jónatanssyni
forstjóra Landsvirkjunar í
gær, og sagði hann, að ekki
væri ástæða til að ætla annað
en að Sumitomo stæði við
tilboð sitt. í síðustu viku
þótti hins vegar fullljóst, að
þeir myndu hreppa samning-
■ „Hvað er afbrigðilegt
kynlíf."
Þessu munu framsögumenn
á árlegu málþingi þriðja árs
sálarfræðinema við Háskóla fs-
lands leitast við að svara á
laugardag kl. 14.00 í hátíðarsal
Háskólans.
Dr. Gísli Guðjónsson, sál-
fræðingur, flytur framsögu-
ræðu, en honum var boðið
sérstaklega hingað til lands
vegna þessa, frá Englandi þar
inn. Tilboð japanska fyrir-
tækisins var talið hagstæðast
einkum vegna lánakjaranna,
sem þeir buðu Landsvirkjun
upp á.
sem hann starfar við Institute
of Psychiatry við University of
London.
Aðrir framsögumenn cru
Pétur Guðgeirsson, lög-
fræðingur, séra Sigfinnur Þor-
leifsson, dr. Högni Óskarsson,
geðlæknir, og Jenný Baldurs-
dóttir, frá samtökum um
kvannaathvarf. Fundarstjóri
verður Sigrún Júlíusdóttir fé-
lagsráðgjafi.
Aðgangur kostar 100 kr. og
er þá kaffi og kökur innifalið.
Hvað er afbrigðilegt kynlíf?
HOTEL
HEILLAIMDI HEIMUR
Starfsfólk Hótels Loftleiða býður þig velkominn.
Takmark okkar er að gera þér dvölina ógleymanlega.
Við bjóðum þér flest það sem hvíllr, hressfr og léttir lund.
Þæglleg herbergi, sundlaug, gufubað, Ijúffengan mat,
góða skemmtun og iðandi mannlíf.
Síðast en ekki síst munum við leitast við að greiða
götu þína í höfuðborginni. Við getum til að mynda bókað
fyrir þig miða í leikhúsið eða óperuna og vitaskuld
sjáum við til þess að bílaleigubíllinn bíði þín
við hóteldyrnar sé þess óskað.
Strætisvagnaferðir eru frá hóteldyrum á 30 mín. fresti.
HÓTEL
LOFTLEIÐIR
FLUGLEIDA fm* HÓTEL
HÚSGAGNAÚTSALA
Seljum nœstu daga ýmsar gerðir húsgagna
norsk - sœnsk - þýsk - ítölsk - og jafnvel íslensk
sófasett - borðstofuhúsgögn
svefnherbergishúsgögn - stóla o.fl.
- einnig margar gerðir áklæða
- lampa og málverk
Húsgögnin sem eru öll ný og ógölluö verða seld með
30-50% afslætti
Geymið þessa auglýsingu - þetta verður ekki auglýst
aftur í dagblöðunum.
Húsgagnaútsalan Síðumúla 30 - Sími 686822