NT - 17.03.1985, Page 5
kX ATH! X
fírska pundíð er 18%\
ódýrara en það enska
l og verðlag á írlandi ,
Ler mjög hagstætt/
.
■ Sigurjon Júhannsson
samdi „libcttúiiV' eúa dans-
söguna með Nönnu.
Tryggyascm, fimleikameistari
Islands. Já, það kennir margra grasa
hjá okkur."
En nánar um það
hvers vegna varð
„Dafnis og Klói4<
fyrir valinu?
„Jú, það er fyrst og fremst vegna
þess að í vor stóðum við frammi fyrir
því að finna einhverja sögu sem
músikin var til með og þá var ekki um
svo margt að velja. Við höfðum þegar
sýnt það úr klassískum ballettum sem
flokkurinn ntögulega gat fengist við,
vegna þess hve fáliðuð við erum. Þá
datt mér í hug að hugsanlegt væri að
gera ballett upp úr Dafnis og Klói
með okkar dönsurum og fá fólk til
fylgis við okkur sem við þyrftum á að
halda. Já, það takmarkar mikið okkar
verkefnaval hversu fá við erum. Þar
að auki er yfirgnæfandi meirihlutinn
stúlkur. Þess vegna eru það helst
kanimerballettar sem honunt henta
og þá þarf að sérsemja fyrir hann.
Hér er líka á ferðinni söguballett sem
víkkar grundvöllinn og ætti að gera
okkur kleift að ná til fleiri
áhorfenda."
Hvenær hófst þú
sjálf dansnám?
„Þá var ég níu ára og ég kom fyrst
fram í „Brúðubúðinni" sem Erik
Bidsted setti upp þann sama vetur.
Það var ákaflega skemmtilegt. Þar
með lifnaði áhuginn. Síðar var ég eitt
ár við Royal School í London og síðar
tvö ár í Leningrad, en þaðan lauk ég
prófi frá ballettakademíunni.
Ég bjó í Noregi um skeið og
dansaði þar við óperuballettinn.
Þangað kom Alan Carter til þess að
setja upp ballett og það varð úr að ég
fór heim með honum til þess að hjálpa
honum við að stofna ísienska
dansflokkinn.
Það er ákaflega mikið að ske í
ballett í Evróþu um þessar mundir,
t.d. í Þýskalandi. Þar fer fram mikil
nýsköpun og óneitanlega erum við
illa sett að vera svona langt í burtu frá
þessu öllu saman. En það breytir því
ekki að hér hefur orðið mikií þróun
og við eigun dansara sem geta fengist
við hvað sem er. íslenski flokkurinn
hefur staðið undir sýningum eins og
Giselle og Fröken Júlíu og einnig
Öskubusku. Já, hér er fullt af mjög
góðum dönsurum, en því miður er
erfitt að gefa fólki stór tækifæri. Ég
nefni þær Ásdísi Magnúsdóttur og
Auði Bjarnadóttur. Það hefur líka
verið ómetanlegt að hafa Einar Svein
með okkur í vetur."
Þar með látum við spjallinu við
Nönnu Ólafsdóttur lokið.
Vinnudagur hennar er strangur og
langur, enda er það tvöfalt erfiði að
koma spánýjum ballett á fjalirnar.
Við óskum Nönnu og íslenska
dansflokknum bjartrar framtíðar og
hvetjum leikhúsgesti til að launa þeim
erfiðið með góðri aðsókn að „Dafnis
og Klói“. Það eiga þau skilið.
á h iíindi
páskana
Dublin 4/4 (skírdagur)
til 8/4 (annar í páskum)
Hinar þekktu páskaferðir okkar til irlands eru ógleyman-
legar öllum þátttakendum og hafa undantekningarlaust
selst upp á undanförnum árum. Við fljúgum í beinu
leiguflugi inn í yndislegt írskt vorið, gistum á Burlington
hótelinu í Dublin, kynnumst hinum vinalegu og skemmti-
legu frændum okkar, (rum, og förum í skoðunarferðir um
nágrannasveitir. Þetta er ódýr og lífleg ferð sem þú getur
farið án þess að taka frí frá vlnnu!
Verð aðeins
kr. 13.900
(flug, gisting í 2 m. herb. m/morgunverði, fararstiórn).
Belnt leiguflug inn í ómótstæðilegt írskt vorið!
FARARSTJÓRAR:
JÓN BALDVIN HALLDÓRSSON
KJARTAN L. PÁLSSON,
(þannig að golfkylfur eru
velkomnar meðferðís)
-
. ■■■ í
■ . *•; • : ■ ■ -
’ ' j . • 0" * ■* ; v ■
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12^ SÍMAR 27077 & 28899
SÖLUSKfllFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SIMAR 21400 & É3727