NT - 17.03.1985, Qupperneq 12
Mörg þúsund
ára saga kín-
versku drek-
anna var
sköpuð af
valdamiklun
keisaraættun
og öreiga al-
múga í senn
■ Drekar með mannsandlit. Frá tíma Sha
ættarinnar Ifcíl.tild fyrir Krist.
haldasínum. Drekarsteyptusér
niður í gil og gljúfur og kölluðu
fram ofviðri og æstu öldur.
Guðirnir riðu á baki þeim og
notuðu þá sem sendiboða. I
aldanna rás varð skapgerð
drekanna æ margflóknari eftir
því sem þjóðfélagið var marg-
slungnara. Þeir áttu sér sess í
ótal sögum og söngvum, þar
sem ekkert skorti á ævintýra-
legan söguþráð sem stundum
var blandaður kímni.
Tákn keisara-
legs valds
Á tímum þrælahalds og
keisaraveldis í Kína varð drek-
inn að tákni valds keisarans og
svo látið heita að hann væri
forfaðir keisaraættarinnar.
Yu keisari varð fyrstur keis-
ara til þess að láta syni sínum
eftir keisaradóminn, fyrir and-
lát sitt. Hann bar í skikkju
sinni tólf útsaumuð tákn um
vald sitt og var drekinn eitt
þeirra. Þegar Liu Bang gerðist
keisari yfir Vestra Han
keisaradæminu (256-195 f.Kr.)
var hann nefndur „sæði
drekans," og var það vegna
þess að móður hans hafði
dreymt að hún ætti mök við
dreka.
Eftir þetta voru keisararnir
sterklega tengdir drekanum.
Longyan og longti (framhald
drekaættarinnar og líkami
drekans) voru orð sem keisar-
inn var oft ávarpaður með af
undirtyllum sínum. Föt hans
nefndust longjuan, stóll hans
longzuo, rúmið longchuang og
þar frani eftir götunum.
Þegar tímar liðu fram bar
sífellt nieira á drekum við hirð
keisarans. Hann varsaumaður
á fram og afturhliðina á við-
hafnarkyrtli keisara af Tang
ættinni (618-907) og það var
mjög vinsælt að láta dreka
hringa sig eftir kyrtlinum á
dögum Song ættarinnar (960-
1279). KeisararMingættarinn-
ar (1368-1644) skreyttu sig
mjög ríkulega með drekum og
hafa 192 drekar verið taldir á
kápu eins þeirra. Áfram var
haldið að útfæra drekamynd-
irnar í ýmsu formi á dögum
Quing ættarinnar (1644-1911).
Þá voru hin keisaralegu hí-
býli ekki síður drekum prýdd.
Dæmi er „Salur hins æðsta
samræmis" í Borginni leyndu,
en þar er nú Safnahöllin í
Peking. Þar standa í salnum 72
súlur umhverfis hásæti Gullna
drekans. Súlurnar sex sem eru
næstar hásætinu eru allar um-
vafðar drekamyndum og horfa
austursúlurnar í vestur en hin-
ar í austur. Á gljálakkað loftið
yfir hásætinu er málaður gull-
inn dreki sem hvessir augun
niður á við. Á spjaldinu aftan
við hásætið eru og drekar í
ýmsum stellingum.
Þjóðlegir siðir
f hinu gamla Kína var drek-
inn ætta og verndartákn með
Xiongnu (Húnum) í norðri og
Chu, Yue, Ailao og Miao
þjóðunum í suðri.
Drekinn varð því all rnikil-
vægur í þjóðmenningunni.
Fólk sem var hæfileikaríkt og
áhrifamikið var oft nefnt
„dreki." Skáld hinnar miklu
Tang ættar, Du Fu (712-770)
sagði eitt sinn í ljóði að þeir
sem samneyttu drekurn ogfön-
ixurn mundu hljóta ósigrandi
vald. Síðar var það orðtak um
áhrifamenn að þeir „sam-
neyttu drekum og fönixum."
Oft er rætt um í þjóðsögum
að á botni hafsins og ýmissa
vatna ríki drekakóngur sem
hafi um sig her fiska og annarra
sjávardýra. Oft eru þessir
kóngar góðviljaðir, en líka geta
þeir verið illir, geðvondir og
iterskáir. í leikriti frá Tang
tímabilinu “ZangYu sýður
sjóinn“, er sagt frá kennaran-
um Zang Yu, sem varð ást-
fanginn af dóttur drekakóngs-
ins á hafsbotni. Drekinn vildi
ekki láta hann fá stúlkunnar og
tók Zang Yu þá til bragðs að
láta sjóinn sjóða. Gaf þá kóng-
urinn eftir og Zang Yu fékk
stúlkunnar.
Löngum var því trúað að
drekar gætu flutt til skýin og
látið koma regn í þurrkum.
Víðast í Kína mátti finna hof
Drekakóngsins, en þangað
sneri fólk sér til þess að biðja
um blíðviðri eða regn og góða
uppskeru. Enn þekkist það að
dæluhausar á vatnsdælum séu
nefndir drekahausar. Margir
kínverskir foreldrar hyllast til
að skeyta nafninu long við
nafn sona sinna í von um að
þeir verði gáfaðir, kraftmiklir
og athafnasamir.
Margar athafnir manna
tengja Kínverjar drekanum.
Að kvöldi 15. dagsfyrsta mán-
aðar kínverska ársins fer fólk
út á strætin með léreftsdreka
eða Ijósker með drekamynd-
am. I fararbroddi er trumbu-
slagari, fánaborgir og stórir
lampar og stansa nienn frammi
fyrir hverri verslun í bænurn
eða borginni. Þá kemur kaup-
maðurinn út og hleypir upp
rakettum sem hann hefur þá
þegar komið fyrir. Þetta er
kallað að „heilsa lampa
drekans."
Drekakappróðrar og dreka-
dansar eru og mjög vinsælir
um allt Kína. Fyrrnefndi siður-
inn hefur borist allt til Japans
og suðaustur Asíu. Sagnir um
drekadans er að finna í skjöl-
um frá dögum Han ættarinnar
og á úthöggnum stein veggj um.
TJtlit drekanna
Nú eru drekarnir líkir í út-
liti, en það tók þúsundir ára að
þróa mynd þeirra. Elstu drek-
arnir voru með mannshaus og
slönguskrokk. En á dögum
Shang og Zhou ættanna, (16.
öld f.Kr.-256 fyrir Kr.) fengu
þeir haus með hornum og lang-
an marglitan skrokk. í ritinu
Er Ya Yi, sem ritað var um
1100 fyrir Kr. er drekanum lýst
svo að hann hafi horn eins og
dádýr, haus sem kameldýr,
augu eins og púki (sumir segja
rækja), háls eins og snákur,
skrokk eins og skelfiskur og
hreistur. Einnig hefur hann
stél sem haukur, klær sem
tígrisdýr og uxaeyru. Þessi lýs-
ing er í aðalatriðum sú sem
svarar til dreka síðustu alda.
En viðmót og eðli drekanna
var ólíkt í hugarheimi almenn-
ings miðað við það sem með
hirðinni gerðist. Almenningur
taldi drekana einfalda, skrýtna
og oft gólega. Hjá hirðinni
voru þeir hins vegar mikilúð-
legir, grimmir og óttalegir.
Þeir fyrri voru tengdir vonum
fólks um betra og auðveldara
líf, en þeir síðarnefndu voru
sprottnir af pólitískri rót, þörf
valdhafans fyrir að byggja und-
ir vald sitt.
En hvort sem þeir voru vin-
gjarnlegir eða óttalegir, - eða
hvort tveggja í senn, - þá hafa
Kínverjar urn aldaraðir haft
mestu mætur á þessari kynja-
skepnu og svo er enn.
V
11 ínverjar hafa miklar mætur á drekum, enda kalla
þeir sjálfa sig stundum „Niðja drekans." Þessar furðu-
skepnur hlykkja sig í gegn um fornar þjóðsögur,
þjóðkvæði og list, búnar hreistri og beittum klóm og
ábúðarmiklum haus. Á fornum höllum og hofum vefja
drekar sig um stoðir og súlur gægjast fram af þakskegg-
inu og breiða úr sér á heilum þiljum.
Elstu drekamyndir sem
þekkjast eru óbrotnar myndir
á frumstæðum leirmunum, sex
eða sjö þúsund ára gamlar.
Þær yngstu er að finna á T-bol-
um ungra Kínverja í dag-Drck-
inn var mjög algengur á fögr-
um bronsmunum frá tíma
Shang ættarinnar, sem gerðir
voru fyrir 3.500 árum. Þá má
sjá drekana á ýmsum varningi
sem vörumerki nú til dags.
Drekamyndir hafa verið mál-
aðar, saumaðar og skornar út
á ógrynni muna, - skip, vagna,
föt, hljóðfæri, húsgögn, leirtau
og peninga og áfram og áfram
mætti telja.
I»jódsögur
Kínverska orðið fyrir dinos-
aurus, þessar voðalegu eðlur
sem lifðu fyrir 250-70 milljón
árum er konglong, eða „drek-
inn hræðilegi“. Sjálfsagt hafa
ýmis algeng skriðkvikindi átt
sinn þátt í að skapa mynd
drekanna, svo sem snákar, eðl-
ur og krókódílar, en einkum
eru þeir þó afsprengi mannlegs
ímyndunarhæfileika. Elsta
þjóðfræðirit Kínverja, Shuo
Wen sern er frá því 100 fyrir
Krist segir á þessa leið:
„Drekinn, konungur allra
skriðdýra, getur að geðþótta
gert sig sýnilegan og ósýnileg-
an, mjóan eða gildan, langan
og stuttan. Hann rís upp á
himininn á vorin við sjón-
deildarhring, en sígur við
sjóndeildarhring á haustin."
Drekinn birtist í ýmislegustu
myndum hjá hinum fornu Kín-
verjuni og var tengdur allslags
þjóðtrú og trúargrillum, og
hrærðist eitt saman við annað.
Heimildir frá Qin tímabilinu
(221-207) fyrir Krist lýsa hon-
um á ýmsa vegu.
Stundum eru menn gerðir
að hálfdrekum. Svo var um
skapara alheimsins, Fu Xi, en
hann hafði mannshöfuð og
skrokk dreka. Einnig Nú Wa
sem skapaði manninn úr leir.
Guli keisarinn, Huang Di, sem
leiddi þjóð sína í sigursælli
baráttu gegn voldugum óvin-
um, var eins skaptur og Shen
Nong, sem kenndi mönnunum
að yrkja jörðina. Sumir merkir
menn áttu að hafa gerst drekar
eftir dauðann.
Drekadýrkun var mjög
tengd baráttu manna við nátt-
úruna. Hetjur voru og í tygjum
við drekana, - það gerði aflið
og dýrðarljóminn.
Síðar voru drekarnir slitnir
úr tygjum við mennina og þeir
urðu sjálfstæðar yfirnáttúru-
legar verur. Þegar Yu, sonur
Gun, er átti dauður að hafa
breyst í gulan dreka, var að
mæðast yfir flóðum sem gerðu
honum lífið leitt, birtist honum
dreki. Drekinn hjálpaði hon-
um til að finna farveg sem
hann veitti fljótinu í og teikn-
aði drekinn réttu leiðina með
i
Vi