NT


NT - 27.03.1985, Síða 1

NT - 27.03.1985, Síða 1
Með Oskar í hönd ■ Afhending Óskarsverðlaunanna fór fram með pomp og prakt í Los Angeles í fyrrinótt. Hér hamjpa þau Sally Field og F. Murray Abraham Oskarsverðlaunum sínum sem þau hlutu sem besta leikkona og besti leikari í kvikmyndum síðasta árs. Símamynd UPI Sjá nánar á bls. 21 Fjármögn- uðu helgina með föls- uðumtékkum ■ í gærdag úrskurðaði Sakadómur að kröfu RLR Reykvíking í gæsluvarð- hald vegna gruns um ávís- anafals. Maðurinn er tal- inn hafa átt upptökin að því að skrifa út 23 ávísanir úr hefti sem stolið var á skemmtistað í Reykjavík í síðustu viku. Tvær manneskjur tengj- ast máli þessu og hefur önnur þeirra játað að hafa skrifað ávísanirnar enda eru þær undirskrifaðar með réttu nafni. Ber sá að félagi sinn, sem er eldri að árum og hefur komið all- nokkuð við sögu lögreglu, hafi lagt á ráðin um faisiö. Hefur þeim yngri verið sleppt en hinn neitar öllum sakargiftum og hefur verið úrskurðaður í varðhald til 3. apríl. Tvær af ávtsununumhafa komiö fram og eru þær uppá 60(X) krónur hvor en heildarupphæðin er talin nema einhverjum tugum þúsunda. Viðskiptaþing Verslunarráðs íslands ’85: Ekki for- réttinda- samningur fyrir SÍS - segír land- búnaðarráðherra vegna ásakana Karls Steinars - sjá bls. 2 Gólf í nýju Hagkaupshöllinni: Flytja inn fimm þús. tonn af steinsteypu Var ekki tiltæk í tíma hjá innlendum framleiðanda ■ Forsvarsmenn Hagkaups kanna nú möguleika á að flytja inn 5-6 þúsund tonn af stein- steyptum einingum í gólf nýrrar verslunarsamstæðu sem þeir byggja í nýja miðbænum. Út- boð fór fram á verkinu og reyndist tilboð erlends aðila hagkvæmast og standa samn- ingaviðræður nú yfir. Bygging- ariðjan í Reykjavík bauð einnig í verkið en tilboð þeirra segja Hagkaupsmenn að hafi ekki verið eins hagstætt. „Við erum þarna með sér- staka gerð af gólfplötum og þar eð við gátum ekki fengið þær hjá innlendum aðila á þeim tíma sem við þurftum þá finnst mér ekkert athugavert við að kaupa þær að utan,“ sagði Magnús Bjarnason byggingar- stjóri hússins í samtali við NT. Hann sagði að þó Byggingariðj- an hyggðist nú hefja framleiðslu á plötum þessum þá hefðu ekki tekist eins hagkvæmir samning- ar við þá aðila, meðal annars hvað afgreiðslutíma á plötunum snertir. En tilboð Byggingar- iðjunnar var svipað að krónu- tölu og tilboð erlenda fyrirtækis- ins. Sem fyrr segir standa samn- ingar enn yfir og er Einrskip inni í myndinni sem flutningsaðili. Þessi hluti verksins nemur 2-3% af byggingarkostnaði hússins en aðrir hlutar verða í höndum innlendra aðila. Skjáfunda- ver byggt á íslandi? ■ Vegna kostnaðar viö að koma upp eigin skjáfundakerf- um munu framtakssamir aðilar trúlega fjárfesta í skjáfunda- veri, sem fyrirtæki hérlendis gætu síðan keypt tínra í, sagði Gunnar M. Hanson, forstjóri IBM á íslandi, gestum við- skiptaþings Verslunarráðs ís- lands a Hótel Sögu í gær. Gunnar sagði að skjáfundir myndu í auknum mæli leysa gamla fundarformið af hólmi. Af sliku fundafyrirkomulagi hlytist mikill sparnaður, meðal annars í ferðakostnaði. f>á mundi þessi nýja fundatækni cinnig auka framleiðni starfs- rnanna fyrirtækjanna. Nánar segir frá erinduni á viðskiptaþinginu á bls. 3. Jón L. Arnason vann alþjóðaskákmótið á Húsavík: Náði fyrsta áfanganum að stórmeistaratitli ■ Jón L. Árnason að tafli á Húsavík. ■ „Þetta var eitt af þeim mótuin þar sem allt gengur upp. Ég tefldi hverja skák til síðasta peðs, þetta hefst ekki öðruvísi,“ sagði Jón L. Árna- son skákmeistari í gærkvöldi í samtali við NT. Jón varð einn efstur á alþjóðlega skákmótinu á Húsavík með 8 vinninga úr 11 umferðum. Þar með náði hann sínum fyrsta áfanga að hinum eftirsótta stórmeistara- titli. „Já, þetta gekk mikiu betur en í afmælisinótinu á dögunum, enda gekk ég ekki ' heill til skógar þá. Það er varla hægt að segja að ég hafi verið þar sjálfur, heldur bara fötin mín,“ sagði Jón. Hann tekur sér nú hlé frá taflmennsku í bili vegna prófanna í Háskólanum, en hyggst tefla á alþjóðlegu móti í Vestmannaeyjum í vor. I öðru sæti á Húsavíkurmót- inu varð Bandaríkjamaðurinn Anatoly Lein, sovéskur að uppruna eins og nafnið bendir til, með IVi vinning. Þriðji varð Lombardy með 7 vinn- inga, í fjórða til fimmta sæti urðu Helgi Ólafsson og Zuck- erman með 6*A vinning. í sjötta til sjöunda sæti Tisdall og Guðmundur Sigurjónsson með 6 vinninga. í áttunda sæti kom Karl Þorsteins með 5 vinninga og í níunda til tíunda sæti höfnuðu Áskell Örn Kára- son og Helmers frá Noregi með 41/2 vinning. Sævar Bjarnason varð ellefti með 3'A vinning og lestiúa rak Pálmi Pétursson með 1 vinning. Áskell Örn Kárason var full- trúi heimamanna á mótinu og tryggði sér með árangri sínum áfanga að svonefndum FIDE- meistaratitli.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.