NT - 27.03.1985, Blaðsíða 3

NT - 27.03.1985, Blaðsíða 3
■ „Á meðan að iðnfyrirtæki á Reykjavíkursvæðinu hefur vantað vinnukraft, þá hafa verið reknar bæjarútgerðir í Reykja- vík og í Hafnarfirði, með stór- tapi á ári hverju. Fyrir tapið hafa skattgreiðendur í þessum sveitarfélögum orðið að greiða fyrir. Hugsið ykkur hvað hefði verið hægt að gera fyrir þessa peninga til þess að greiða fyrir arðvænlegri atvinnuuppbygg- ingu á svæðinu?“ Þessi orð lét Eggert Hauks- son, framkvæmdastjóri, falla í panelumræðum á viðskiptaþingi Verslunarráðs íslands, sem haldið var í gær undir yfirskrift- inni „ísland framtíðarinnar - land tækifæra eða stöðnunar?". Spurningin um hlutverk opin- berra aðila í atvinnulífinu og verkaskiptingu opinberra og einkaaðila varð meginþemað í panelumræðunum, eins og reyndar fleiri dagskrárliðum, á viðskiptaþinginu. Porsteinn Pálsson, alþingis- maður hóf umræðuna með því að segja að nýjungar í atvinnu- lífinu ættu í framtíðinni ekki að koma að ofan, frá ríkisvaldinu; ríkið ætti að skapa nauðsynleg skilyðri til framþróunar, en frumkvæðið yrði að koma frá atvinnulífinu sjálfu. Halldór Ásgrímsson, ráðherra, bætti við að hingað til hefði verið skortur á þessu frumkvæði einkaaðila. Eggert Hauksson tók undir að atvinnurekendur ættu ekki að vera að bíða eftir stjórnmála- mönnunum. Hann beindi þó skeytum sínum fyrst og fremst að ríkinu, sem hann sagði vera að skipta sér af alltof mörgu. Eða hvað vita stjórnmálamenn svosem um líftækniiðnað, spurði Eggert. Þorsteinn Pálsson kvað ekki fráleitt að einkaaðilar færu að taka að sér sum þeirra verkefna sem hingað til hefðu verið hjá opinberum aðilum, t.d. rekstur skóla; hann minnti á að tölvu- kennsla hefði á undanförnum misserum blómstrað undir for- ustu einkaskóla. Porsteinn taldi þó að grunnmenntunin í landinu yrði að vera í höndum opinberra aðila enn um langan tíma. Halldór Ásgrímsson sagði að of mikið snérist um skiptinguna á milli opinberra aðila og einka- aðila. Pegar litið væri til þeirrar samkeppni sem íslendingar háðu á alþjóðamörkuðum yrði ljóst að stærsta nauðsyn væri á að opinberir aðilar og einkaaðil- ar ynnu saman, legðust á eitt. Halldór spurði einnig fulltrúa atvinnurekenda hvort ekki hefði lengi verið skortur á því að starfsbræður þeirra leituðu eftir samvinnu við almennt starfsfólk sitt, upplýstu það og virkjuðu til eflingar fyrirtækj- anna. Eggert Hauksson sagði þetta rétt, og taldi Japani hafa fyrir 10 árum uppgötvað mikil- vægi þess að halda uppi öflugri samvinnu launþega og stjórn- enda fyrirtækja með stuðningi ríkisvaldsins. Þorsteinn Pálsson átti loka- orðið um þetta atriði: „Það hafa verið nú nýlega teknar pólitfsk- ar ákvarðanir um að bjóða til svona þríhliða samstarfs ríkis- Miðvikudagur 27. mars 1985 3 Samstarf ríkis, launþega og stjórnenda í atvinnulífinu verður að bera árangur strax valds, launþega og stjórnenda. Þetta er eina leiðin fyrir at- vinnulífið í landinu. Við megurn engan tíma missa til þess að láta þetta samstarf bera árangur," sagði Þorsteinn. „Byggðastefnan er svipuð haftastefnu“ „Byggðastefna er svipuð verndarstefna og haftastefnan, nema hún beinist gegn byggðar- lagi en ekki atvinnugrein. Mark- miðið hefur í reynd verið að hvetja fólk með margs konar styrkjum til búsetu á stöðum, sem það annars mundi flytja frá. Þannig er haldið úti byggð, sem á í vök að verjast vegna breyttra þjóðfélags- og at- vinnuhátta. Ef byggðastefnan hefði verið til á sínum tíma, væru Hornstrandir ekki friðsæl ferðamannaparadís nú í dag. Byggðastefnan setur þannig auðgildið ofar manngildinu. Markmið hennar er að allt land- ið sé byggt, en ekki að fólk búi þar sem það að öðru óbreyttu kysi helst. Slíka byggðastefnu greiða landsmenn síðan fyrir með sífellt hærri sköttum og enn versnandi lífskjörum“. Þannig lýsti Ragnar Halldórs- son, forstjóri, byggðastefnunni í setningarávarpi sínu á við- skiptaþingi Verslunarráðs í gær. Hann sagði ennfremur að vissu- lega fylgdi röskun fólksflutning- um, en einmitt einhver mestu framfaraskeiðin hefðu tengst fólksflutningum milli landa og frá sveitum til borga. Ragnar sagði í lok ávarpsins að ísland væri land tækifær- anna, ef einstaklingurinn fengi að njóta sín án óþarfa afskipta hins opinbera. Ef við kynnum að lifa saman í sátt og samlyndi, mun starfsamari þjóð, sem væri opin fyrir nýjungum og því sem til framfara horfði, tækist okkur að mæta framtíðinni af bjartsýni og jákvæðu hugarfari. „Getum ekki haft efna- hagsstefnu sem brýtur í bága við stefnu annarra“ „Það er umfram allt þörf á skynsamlegu mati á tengslum hagstæðar. Á hinn bóginn, sagði Jónas Haralz sérstöðu okkar vegna umráða yfir auðlindum landsins og sjávar ekki vera þá, sem við á tímabili gerðum okkur í hug- arlund. Samkeppni á útflutn- ingsmörkuðum væri hörð og orkuverð færi lækkandi en ekki hækkandi. Að því leyti væru ytri aðstæður kröfuharðari en við hefðum bæði talið og óskað. „Hvers er þá þörf af okkar hálfu? “ spurði Jónas. „Það er Íiörf á raunsæi og skilningi. slandssagan fylgir ekki sínum eigin brautum, óháð mannkyns- sögunni. Við getum ekki lifað við verðbólgu, sem er langt umfram það sem er í viðskipta- löndum okkar. Við getum ekki skráð gengi gjaldmiðils okkar eftir eigin geðþótta. Við getum ekki haldið raunvöxtum, sem eru allt aðrir en annars staðar tíðkast. Við getum ekki vernd- að atvinnulífið fyrir umbreyt- ingum. Við getum ekki haldið uppi sívaxandi opinberri þjón- ustu með sama hætti og áður hefur verið. Við getum ckki hafnað nánum samskiptum við aðrar þjóðir f atvinnurekstri jafnt sem viðskiptum. í stað þess að birgja okkur inni verð- um við að gefa lífsanda loft,“ sagði Jónas Haralz. Upplýsingaiðnaður fjölmennasta atvinnu- greinin árið 2000? „Fyrir 10 árum voru um það bil 10 íslendingar starfandi við hugbúnaðarframleiðslu. Þeir eru nú um það bil 240 og hefur aukningin verið meira en 30% á ári að meðaltali. Ef gert er ráð fyrir 25% vexti í upplýsingaiðn- aði á íslandi næstu árin yrðu starfsmenn í þessari grein tæp 3000 árið 1991. Þá yrðu hlut- fallslega jafnmargir starfandi í þessari grein á íslandi einsog er í Svíþjóð í dag. Með sama vexti yrðu Í8 þúsund manns starfandi í upplýsingaiðnaði á íslandi á árinu 2000 og yrði upplýsinga- iðnaðurinn þá væntanlega fjöl- mennasta atvinnugrein lands- manna.“ Þetta sagði Ingjaldur Hanni- balsson, forstjóri iðntæknistofn- unar, í erindi sínu á Viðskipta- þingi í gær. Ingjaldur sagði að upplýsingaiðnaðurinn væri at- vinnugrein, sem byggði fyrst og fremst á þekkinu. Staðsetning skipti litlu máli, þar sem flutn- ingskostnaður á hráefnum og fullunninni vöru væri lítili, en kostnaður við vöruþróun og markaðsfærslu mikill. „Ég er sannfærður um að við íslendingar eigum möguleika á þessu sviði. Við getum stefnt að því að verða sérfræðingar heimsins á völdum sviðum, s.s. við nýtingu upplýsingatækninn- ar í sjávarútvegi og við nýtingu jarðvarma. Við getum einnig laðað til okkar erlend fyrirtæki í þessum iðnaði. Það er þó Ijóst, að til þess að fá erlenda aðila til þess að fjárfesta í þessari grein á íslandi þarf að bjóða þeim starfsaðstöðu , sem er í engu síðri en þeim býðst annars stað- ar í heiminum. Einnig er mögu- legt, að íslendingar fari í sam- starf við erlenda aðila, bæði sem undirverktakar og sam- starfsaðilar í fyrirtækjum er- lendis,“ sagði Ingjaldur Hanni- balsson. HUSGOGN OG INNRÉTTINGAR SUÐURLANDSBRAUT18 ■ Jón G. Sólnes (fremst á myndinni) tók sér það hlutverk á viðskiptaþinginu að kenna einum fyrirspyrjanda rétt upphaf á kvæði Steins Steinars, „Að sigra heiminn, er einsog að spila á spil.“ Fyrirspyrjandinn hélt byrjunina vera: „Að spila á ríkið o.s.frv. Finnsku veggskápasamstæðurnar vinsælu eru komnar aftur. Yerð 29. 850.- með ljósum. okkar við umheiminn,“ sagði Jónas Haralz, bankastjóri, í er- indi sínu um alþjóðleg viðhorf og samskipti íslands við önnur lönd á viðskiptaþingi Verslunar- ráðs. „Við getum ekki fylgt efnahagsstefnu, sem brýtur í bága við stefnu annarra þjóða.“ Jónas sagði að nýtt tramfara- skeið virtist vera að hefjast í iðnríkjum heimsins, hagvöxtur myndi verða álitlegur og al- þjóðaviðskipti vaxandi. Þessu myndu fylgja ýmsar breytingar í atvinnuháttum iðnríkjanna. Ekki væri heldur annað að sjá en að horfur þróunarlandanna færu batnandi. Skuldakreppan hafi reynst viðráðanleg og hag- vöxtur hafi víða tekið við sér, ekki síst á grundvelli ört vaxandi útflutnings. Þessar aðstæður væru íslendingum vissulega ■ Panelistarnir Friðrik " Pálsson, Halldór Ásgrims- son, Þorsteinn Páls- son og Eggert Hauksson, ásamt Ólafí B. Thors, stjórnanda um- ræðnanna.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.