NT - 27.03.1985, Page 8

NT - 27.03.1985, Page 8
 tu Miðvikudagur 27. mars 1985 8 ridur hafa Þórshöfn - Reykjavík - Þórshöfn: Plantad niður á Vopnaf irði - án nokkurrar fyrirgreiðslu af hálf u F.N. ■ Fimmtudagurinn 7. mars rann upp, veðrið eins og best verður á kosið á þessum árs- tíma. Bréfritara hlýnaði um hjartarætur, er hann hugsaði til ánægjulegrar ferðar þennan dag með Flugfélagi Norður- lands til Akureyrar og áfram til Reykjavíkur með Flugleið- um. Það er í rauninni ekkert spaug að skreppa til höfuð- borgarinnar frá Þórshöfn, þú kemst þetta jú, á einum degi ef þú ert heppin, og upphæðin sem þú greiðir fyrir flugferðina kr. 5.726,- er naumast hrist fram úr erminni. En hvað um það. Áætlun til Þórshafnar stóðst reyndar, lending kl. 16.30. Falleg flug- vél hvít að lit renndi sér upp að því, sem við á hjaranum köll- um flugskýli. Mér brá í brún... aðeins einn flugmaður, guð minn góður... og nú rifjast upp fyrir mér allskyns sögur um flugmenn að störfum upp í háloftunum, sem fengu slag eða matareitrun þegar síst skyldi... Égsetti í migkjarkog hrakti burt allar svartsýnis- hugsanir, og gekk um borð. Til Vopnafjarðar????? og ég sem ætlaði til Reykjavíkur. Eftir ca. tveggja rnín. flug segir flugmaðurinn okkur að búið sé að loka flugvellinum á Akureyri vegna óveðúrs, og við megurn búast við óróleika í lofti til Vopnafjarðar. Allt fór þetta samt vel og við lentum heilu að höldnu á Vopnafirði, okkur er sagt að scnnilega verðum við að bíða af okkur óveðrið sem var um það bil að skella á og í besta falli yrði farið í loftið seint í kvöld, ef ekki þá snemma morguninn eftir. Nú... Þá er bara um aðgera að komast yfir eitthvað lesefni til að drepa tímann, meðan beðið er, en að sjálfsögðu bjuggumst við, við því að flug- félagið sæi um okkur farþeg- ana á meðan beðið yrði. Ó nei... á okkur var naum- ast yrt eftir lendinguna. Ég er svo heppin að eiga mömmu sem búsett er á Vopnafirði, og er ég var orðin úrkula vonar um að starfsmenn Flugfélags Norðurlands ætluðu að skipta sér af mér, fékk ég skepnum í hús, séð um að þær fengju mat og svo framvegis... Það sem einkennir okkur landsbyggðarfólk, um fram aðra góða eiginleika, er þolin- mæði og aftur þolinmæði, við látum bjóða okkur upp á svo ótrúlega hluti að það gengur Snjóruðningur á Akureyrarflugvelli. leyfi til að hringja í móður mína, sem sendi bíl eftir mér á flugvöllinn... sem sagt, hér var búið að planta mér niður á Vopnafirði og hér varð ég að gera svo vel að sjá um mig sjálf. Auðvitað hamlaði veður flugi, en ef Flugfélagið fór með okkur til Vopnafjarðar í staðinn fyrir að snúa bara við, þegar ófært var orðið á Akureyri, og lenda á Þórshöfn, sem hefði verið hægðarléikur, á þá ekki Flugfélagið að sjá um sína farþega? Á ég sem kaupi farmiða til Reykjavíkur en lendi austur á Vopnafjörð, að bera þann kostnað sem óhjákvæmilega verður af því að dvelja á stað sem ekki er fyrirhugað að fara til, svo sem matur og gisting? Nú sækja að mér allskyns ljótar hugsanir, eins og til dæmis... ...ef Flugfélag Norðurlands hefði verið að flytja, ja, hænsni, refi, eða eitthvað álíka, hefðu þá ekki starfs- menn séð um að koma þessum gráti næst... En áfram með ferðasöguna. Kl. 9 næsta morgun var veður orðið sæmilegt og haldið til Akureyrar. Þar var allt á fullu þar sem allt flug hafði fallið niður seinnipart fimmtudags, sakir óveðurs. Nú bjóst ég við að fá fyrstu vél suður, þar sem ég átti sæti í flug kl. 20.00 fimmtudags- kvöld, ó nei, vinan, það er möguleiki að þú komist í þriðja flug, en bíðum við, sennilega hefur afgreiðslumaðurinn orð- ið hissa við að sjá farþega frá Þórshöfn á þessum tíma sól- arhrings, því nú var eins og rofaði til í höfði hans, já, búin að vera 18 tímaáleiðinni... jú, ég reyni að koma þér í annað flug til Reykjavíkur, sem og varð. Auðvitað þurfti ég að kom- ast heim, jú mánudagurinn valinn í það. Flug frá Reykja- vík kl. 10.30 lent á Akureyri kl. 11.15, í bæinn, pantað flug til Þórshafnar, mæta á áætlun kl. 15,30. Bóndi í Tálknafirði um kindadrápið: „Sveitarstjórinn sveikst um að láta smala hreppslandið“ ■ Á blaðsíðu 58 í Morgun- blaðinu þriðjudaginn 19. mars beinir Úlfar B. Thoroddsen sem sveitarstjóri á Patreksfirði spurningu til rnín og Kristins Fjeldsteð. Eftir að hann hefir skýrt frá því að hann hafi verið sjónarvottur að því að 28 kind- ur voru skotnar og að hann hafi daginn eftir fundið 23 af þeim skotnu. Hvað varð þá af hinum fimm? Voru þær flúnar af vígvellinum? Þarna voru fimm hrútar, fimm ómerkingar og afgangurinn skiptist jafnt á milli okkar Kristins. Þá hefi ég átt 6 Vi kind og Kristinn 6 !ó. Spurning sveitarstjórans var, „hvers vegna var þetta fé þarna á þessum tíma" og svarið er, þetta fé var þarna vegna þess að Úlfar B. Thoroddsen sveit- arstjóri á Patreksfirði sveikst um að láta smala hreppslandið í haust eins og hann hefir svikist um það á undanförnum árum, er hann þó skyldugur til þess samkvæmt lögum, svona er svarið einfalt þegar spurt er af hjartans einfeldni. Stefán_ Skarphéðinsson sýslumaður í Barðastrandarsýslu segir á söntu blaðsíðu: „Ég held að kjarni málsins sé sá að þeir bændur sem hér áttu hlut að máli höfðu ekki áhuga á að þessar kindur næðust.“ Mikil er trú þín, Stefán, og það álit sem þú hefir á okkur bændum á Lambeyri og Raknadal ef þú álítur að okkur skorti aðeins áhuga til að vinna það verk sem sameinaður landher, flug- her og floti lýðveldisins íslands undir öruggri stjórn sýslu- mannsins í Barðastrandarsýslu hafði ekki bolmagn til að inna af hendi, nema með þeim endemum að lengi mun verða minnst í íslandssögunni. Ég skil ekki, Stefán, af hverju þú ert að skjóta á okkur Kristin svona lúmsku skoti, nema þú sért að bjóða upp á eina brönd- ótta á ritvellinum. Ég er reiðu- búinn ef það er það sem þú viit. Hér kemur orðsending til Jórunnar Sörensen, formanns Dýraverndunarfélags íslands. Ég þakka henni fyrir þá um- hýggju sem hún ber fyrir kind- unum mínum og ég vona að það sé ekkert að marka þetta sem Halldór Pálsson búnaðar- Ég gaf að sjálfsögðu upp símann sem ég yrði í á Akur- eyri þennan tíma. Kl. rúmlega 13,00 var hringt frá Flugfélagi Norðurlands og sagt að búið sé að flýta flugi til Þórshafnar og ég eigi að koma innan hálf- tíma... Og ég sem hafði farið frá Reykjavík svona snemma til að geta notað tímann á Akureyri til útréttinga... Veðrið var fremur slæmt, og ég hafði ekki fylgst með veður- fréttum þennan dag, svo að kannske versnaði veður þegar liði á daginn, og ekkert yrði þá úr flugi austur. Nema hvað, landsbyggðarmanneskjan lét bjóða sér að missa af tveimur tímum, sem hefðu nýst mér við ýmis erindi á Akureyri, til að Flugfélag Norðurlands geti haft sína hentisemi á þjónustu sinni við smástaðina á norð- austurhorninu. Flogið frá Akureyri í versta veðri, slydduhríð og nánast hvassviðri, og nú hófstgamanið fyrir alvöru, reyndar voru nú tveir flugmenn um borð, svo mér leið ofurlítið betur, þó er ekki hughreystandi hvað þá þægilegt að koma í flugvél sem er svo hlaðin farangri, frakt og pósti í farþegarýminu að far- þegarnir eru, að manni virðist aukaatriði... Ég vil minna á að flugfar Þórshöfn-Akureyri-Þórshöfn kostar kr. 3.300.- Annar flugmaðurinn býður okkur velkomin um borð og segir eftirfarandi... Áætlað flug til Kópaskers er 25 mín. þaðan er áætlaður flugtími til Raufarhafnar 10 mín. og þaðan til Þórshafnar 10 mín. VETRARÁÆTLUN 17. SEPT. 1984 — 19. MAÍ1985 £ fluqfélaq /'í noróurlands hf. Frá Akureyri Til Akureyrar BRFR KOMA BRFR KOMA Flugnr. EGILSSTAÐIR (EGS) dagl.n.lau.sun. 1500 1545 1605 1650 UI-064/065 lau. 1000 1045 1105 1150 UI-064/065 GRlMSEY (GRY) þri.tim.lau. 1230 1300 1315 1345 UI-036/037 HÚSAVlK (HZK) ' - - ~ / •_ r. þri.fös. . 0930 .: 0950 - 1000 1140 UI-146/047 ÍSAFJÖRÐUR (IFJ) mán.mið.fös. 1200 1300 1320 1420 UI-023/022 lau. 1300 1400 1420 1520 UI-023/022 KÓPASKER (OPA) mán.fim. 0930 1000 1015 1120 UI-146/047 þri.fös. 0930 1020 1035 1140 UI-146/047 Ólafsfjörður (ÓFJ) mán.þri.fim.fös. 1000 1020 1315 1335 UI-035/034 RAUFARHÖFN (RFN) mán.fim 0930 1025 1040 1120 UI-146/047 þri.fös. 0930 1045 1100 1140 UI-146/047 REYKJAVlK (REK) mán.þri.fim.fös. 1000 1135 1200 1335 UI-035/034 SIGLUFJÖRÐUR (SIJ) dagl.n.sun. 1415 1435 1455 1515 UI-033/032 VOPNAFJÖRÐUR (VPN) _. j. dagl.n.lau sun 1600 1720 1740 1825 UI-162/063 ÞÓRSHÖFN (THO) dagl.n.lau.sun. '7 ' 1600 1645 1700; 1825 UI-162/063 : 7 Frá ólafsfiröi Til ólaísfiarðar -r-r-: --- -<■ BRrft KOMA BRFR KOMA Flugnr. REVKJAVlK (REK) ■ mán.þri.fim.fös. 1035. 1135 1200 1300 UI-035/034 Guð minn góður, og ég sem batnandi er leið á daginn. keypti mér farseðil sem átti að Hjál. er vetraráætlun Flugfé- koma mér Þórshöfn-Reykja vík-Þórshöfn... Það skal tekið fram að veður á norður og austurlandi fór lags Norðurlands. Jóna Þorsteinsdóttir Langanesvegi 24 680 Þórshöfn Hvílum stjórnarflokkana - stef num á Bandalag jaf naðarmanna í staðinn málastjóri sagði um hana í blaðagrein í Morgunblaðinu , hérna um árið. Nú get ég glatt þig með því að átta af þessum kindum sem Guð hefir fóðrað fyrir mig í vetur komu heirn í gær. Ég vil gera þér tilboð sem þú átt erfitt með aö hafna. Við skulum óska eftir því að fjár- eigendafélagið í Reykjavík til- nefni 3-4 sauðfjáreigendur og dýravini til að skreppa hingað vestur og líta á þctta útigöngu- fé. Landhelgisgæslan væri áreiðanlega fús til að lána þyrlu, annað éins hafa þeir lagt á sig fyrir dýravini undanfarið. Ef kindurnar líta illa út og hung- urdauði á næstu grösum, þá greiði ég allan kostnað af ferð- inni. Ef það skyldi að þeirra mati líta vel út, kannski af- burða vel, þá greiðir þú kostn- aðinn, en umfram allt að iáta taka myndir af kindunum, þú gætir þá látið birta þær, öðrum til viðvörunar eins og í Gufu- nesi forðum. Kristján Hannesson, Lambeyri, Tálknaflrði. Jóakim Arason, fyrrverandi bóndi. ■ Ég var staddur á fundi framsóknarmanna á Hótel Hofi sunnudaginn 17. mars s.l., þar flutti Steingrímur framsöguræðu. Mér ltkaði ræðan nokkuð vei og hún fékk góðar undirtektir, þar sem hann rakti samstarf stjórnar- flokkanna. Hún minnti mig nú dálítið á skákskýringu. Ég heyrði nú ekki margar óánægju- raddir, það virtist vera meira nöldur hjá mönnum sem halda sig við þá gömlu kenningu að allt sé betra en íhaldið. Næstur tók til máls Haraldur Ólafsson. í flestum atriðum var ég honum ósammála, þó alveg sérstaklega þegar hann talaði um að kennarar ætluðu að jafna launin. En nokkru áður var Kristján Thorlacíus búinn að lýsa kröfu kennara og þar kom fram að þeir seni höfðu lægst launin kæmust í kr. 37 þúsund á mánuði, höfðu áður haft á bilinu kr. 20-30 þúsund, en þeir sem höfðu kr. 37 þúsund færu upp í kr. 57 þúsund, sem sagt að þeir lægst launuðu mættu komast með tærnar þar sem hinir höfðu haft hælana. Þetta kalla ég nú ekki að jafna laun. Annars finnst mér að þessi kennara- deila hafi byrjað með ósann- girni og frekju, nú er þetta komið í algjört einræði. Mér finnst ójöfnuður í launamálum fara um eins og faraldur um landið. Tökum dæmi: Bændur í Eyjafirði hafa helmingi stærri bú að meðaltali heldur en bændur í Austur- Barðastrandarsýslu. Þetta upplýsti Gunnar Guðbjartsson á bændafundi vestur í Bjarkar- lundi. Hann var spurður um hvort stéttarsambandið gerði eitthvað til að jafna þetta og Frá fundi framsóknarmanna á Hótel Hofi. fátt var um svör. Stéttarsam- band bænda setur kvóta á bú- stærð og það virkar þannig að þessir stóru halda sínum stóru búum og vel það en þessir litlu mega ekki stækka. Og ná- .kvæmlega er það eins með kaupgjaldið, þeir sem eru lægst launaðir þeir skulu vera það áfram og alltaf breikkar bilið. í þrjátíu ár hefur Guðmund- ur J. verið grátklökkur yfir hvernig farið er með þá lægst launuðu. Eftir hans þrjátíu ára starf hefur aldrei verið eins mikill launamismunur. Manni dettur í hug saga af séra Bjarna og Gunnari Thor þegar hann var borgarstjóri, þegar Lækj- argatan var gerð að tvístefnu- akstri hitti Gunnar Bjarna og segir „finnst þér ekki vera orðin falleg gatan okkar.“ „Sjá í þrjátíu ár hef ég prédikað yfir fólki að þræða mjóa veginn og þarna sést árangurinn,11 svar- aði séra Bjarni. Já, Gunnar hvernig er þetta með þig og þinn árangur. Það er margt talað um hús- næðismál. Ef maður keyrir hér um Stór Reykjavíkursvæðið finnst manni allar þessar ný- byggingar hreint æði. Fyrir hvaða fé er allt þetta byggt. í Reykjavík starfa 92% við verslun og þjónustu. Lifir allur þessi fjöldi á landsbyggðinni. Segjum að það yrðu kosn- ingar á næstunni. Þá er ég að íhuga hverja ég ætti að kjósa. Ég mundi vilja hvíla þessa flokka sem nú eru í stjórn, ekki það að ég beri vantraust til þeirra, heldur til þess að láta hina flokkana sýna hvað þeir gætu. Þeir þykjast hafa öll ráð í hendi sér. Þá kem ég fyrst að Alþýðubandalaginu. Þeir eru ómögulegir t' stjórn og algjör plága utan stjórnar. Kvenna- listinn, já! það er nú bara tímaspursmál hvenær þar verður sprenging, því allar vilja ráða. Ég hef enga trú á Alþýðuflokknum Jóni Hanni- balssyni. Ætli það verði þá ekki Bandalag jafnaðar- manna, sem ég stefni á. Ef Haraldur Ólafsson verður efst- ur á lista hjá Framsóknar- flokknum koma þeir engum að- Hann er í fyrsta lagi kennari og svo sýnist mér maðurinn afar lítt til forystu fallinn.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.