NT


NT - 27.03.1985, Side 23

NT - 27.03.1985, Side 23
Miðvikudagur 27. mars 1985 23 Vináttulandsleikur á Wembley: Enskir á sigurbraut -sigruðuíra2:1 ígærkvöldi ■ Englendingar sigruðu lra í vináttulandsleik sem leikinn var í gærkvöldi á Wembley að við- stöddum 35.000 áhorfendum. Lokatölur leiksins urðu 2:1 fyrir England eftir að staðan í hálf- leik var eitt mark gegn engu Englandi í hag. Það var Everton leikmaður- NT mynd Sverrir ■ Halldór Áskelsson og Guðni Bergsson eigast við í leiknum í gær. Gervigrasvöllurinn í Laugardal: Verðskuldaður sigur Reykjavíkurúrvalsins Vígsluleikurinn leikinn í fimm stiga frosti ■ Gervigrasvöllurinn í Laug- ardal var formlega vígður í gær, þegar úrvalslið Reykjavíkur og landsins léku. Reykjavíkur-úr- valið sigraði með þremur mörk- um gegn einu. Staðan í leikhlé var eitt mark gegn engu Reykja- vík í hag. Áhorfendur voru fáir, enda fimm stiga frost. í upphafi leiksins voru lands- menn frískari og sérstaklega var Halldór Áskelsson Þórari ógn- andi fyrir framan mark Reykja- víkur-liðsins. Um miðbik hálf- leiksins átti hann gott skot rétt fram hjá. Þegar leið á hálfleik- inn var sem Reykvíkingarnir sæktu í sig veðrið, og þegar fimm mínútur voru til leikhlés skoraði Sævar Jónsson fyrsta mark Reykjavíkur eftir horn- spyrnu. íþróttamaður UMSS: Gunnarvalinn - hefur verið ráðinn þjálfari UMSS frjálsum íþróttum. Þá hefur hann tekið virkan þátt í störfum Glóðafeykis og var m.a. um tíma formaður félagsins. Hann er og nýráðinn þjálfari frjáls- íþróttaliðs UMSS. Á sama tíma og Gunnari voru afhent verðlaun sín voru einnig veittar viðurkenningar til þeirra íþróttamanna er best afrek unnu á árinu í sundi og frjálsum íþróttum. Ingibjörg Guðjónsdóttir hlaut viðurkenn- ingu fyrir 100 m bringusund en þar náði hún tímanum 1:23,0. Guðmundur Sigurðsson hlaut viðurkenningu fyrir að stökkva 7,23 í langstökki. í síðari hálfleik var sem aliur vindur væri úr landsmönnum, og á 54. mínútu fékk Ómar Torfason knöttinn í vítateig landsmanna og skoraði örugg- lega 2-0. Tíu mínútum síðar fær Reykjavíkur-úrvalið dæmt víti, eftir að einn af varnarleikmönn- um landsins hafði slæmt hendi til boltans. Sævar tók vítið sjálfur, og skoraði, þrátt fyrir góða tilburði Þorsteins mark- varðar úr ÍBK. Halldór Áskelsson skaut í slána úr víti, þegar 15 mínútur voru til leiksloka. Mark landsins gerði Karl Þórðarson þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Sigur Reykjavíkur var sanngjarn. Frá Emi Þórarinssyi frétlaritara NT í Skagafirði: ■ Nýlega kaus stjórn Ung- mennasambands Skagafjarðar íþróttamann ársins 1984. Fyrir valinu varð Gunnar Sigurðsson frjálsíþróttamaður úr Ung- mennafélaginu Glóðafeyki. Hann hlaut 29 stig. í öðru sæti varð Ingibjörg Guðjónsdóttir sundkona úr UMF. Tindastól með 25 stig. Þriðja varð svo Ingibjörg Heiðarsdóttir úr Fljótum en húp keppir í skíða- göngu. Hlaut hún 18 stig. Gunnar er mjög fjölhæfur íþróttamaður og sigraði m.a. í tugþraut á íslandsmótinu í ■ Gunnar Sigurðsson íþrótta- maður UMSS 1984. Úrslit í Bikarkeppni Biaksambandsins: ERKIFJENDUR MÆTAST ■ Erkifjendurnir í blaki karla, íþróttafélag Stúdenta og Þróttur Reykjavík, mæt- ast í úrslitum Bikarkeppni Blaksambands íslands í karlaflokki í kvöld. Leikur- inn er í Digranesi í Kópa- vogi, og hefst klukkan 20.00. Á eftir leika Breiðablik og (þróttafélag Stúdenta til úr- slita í kvennaflokki. Þróttur er orðinn íslands- meistari 1985, í fimmta sinn í röð. Liðið varð bikarmeist- ari 1981, 1982 og 1983, en ÍS hrifsaði bikarmeistaratitilinn 1984, og er því núverandi bikarmeistari. ís, sem á því titil sinn að verja fyrir íslandsmeisturun- um, tapaði 1-3 í síðustu viðureign liðanna, í loka- leiknum í 1. deild um síðustu helgi. Spurningin er bara, hvað gerist í kvöld? í kvennaflokki mætast ÍS og Breiðablik. ÍS náði ís- landsmeistaratitlinum á dögunum eftir mikla baráttu við Breiðablik, en nú hefur Breiðablik möguleika á að jafna metin. ■ Stefán markvörður nær knettinum frá Einari Ólafssyni Víði. Plessers leikur aftur med Belgum - eftir bann vegna mútuhneykslisins ■ Gerard Plessers leikur í dag og töpuðu svo fyrir Albaníu fyrsta leik með belgíska landsliðinu í knattspyrnu síðan í HM 1982. Hann var einn af þeim sem settir voru í leikbann vegna mútuhneykslisins í Belg- íu, lék með Standard Liege og belgíska knattspyrnusambandið setti hann í bann eftir leik Standard og Waterschei sem Standard vann 3-1 og þar með belgíska meistaratitilinn. Leik- mönnum Waterschei var mútað fyrir leikinn eins og knattspyrnuáhugamenn muna. En nú leikur Plessers með Hamborg í vestur-þýsku 1. deildinni og Guy Thys landsliðs- þjálfari Belga hefur valið hann ásamt fleiri reyndum leikmönn- um í liðið eftir slæmt gengi í haust í undankeppni HM. Belg- ar leika í 1. riðli og í desember gerðu þeir jafntefli við Grikki Skíðamót íslands: ■ Skíðamót íslands verður á Siglufirði um páskana. Mótið verður sett í Siglufjarðarkirkju þann 3. apríl kl. 20.30 en sjálf dagskráin hefst kl. 11:00 að morgni fimmtu- dagsins 4. aprfl með svigi kvenna. Síðan rekur hver keppnisgreinin aðra og mótslitin verða í Nýja Bíói á sunnudaginn 7. aprfl. Fjölbreytt dagskrá verður flesta dagana og má búast við miklu fjöri á Sigluflrði þessa daga. 0-2. Þetta varð til þess að mögu- leikar Belga á því að komast í úrslitakeppnina í Mexíkó minnkuðu verulega. Leikurinn í dag er einmitt gegn Grikkjum, í Belgíu og meðal leikmanna verða fimm úr Anderlecht, þeir Enzok Scifo, Erwin Vandenbergh, Rene Vandereycken, Frank Vercaut- eren og George Grun. Thys hefur Vandenbergh, fyrrum markakóng Evrópu og „Gullskó“ í fremstu víglínu og ef hann nær að skora eins og ætlast er til af honum og Belgar að vinna leikinn, komast þeir aftur í efsta sæti riðilsins. Grikk- ir eru óútreiknanlegir og það gerir þá hættulega andstæðinga. Þeir unnu einmitt Albani 2-0 í Aþenu í febrúar og sá sigur galopnaði riðilinn á ný. ísafjörður: ■■ inn Trevor Stevens sem skoraði fyrra mark Englands á síðustu mínútu fyrri hálfleiks, eftir fyrirgjöf frá Mark Hately. í síðari hálfleik bætti Gary Linek- er öðru marki Englands við, eftir góðan undirbúning frá Pet- er Davenport sem leikur með Nottingham Forest. Lyam Bradi skoraði mark íra rétt fyrir leikslok og var hann jafnframt bestur í liði þeirra íra , og sýndi oft stórskemmtileg tilþrif. Gary Lineker, Peter Daven- port, Chris Waddle og Gary Baily léku allir sinn fyrsta lands- leik, og komust frá honum með stakri prýði. Bestur í liði íra var gamla kempan Brady og mark- vörðurinn Bonner. Englendingar urðu fyrir enn einu áfallinu þegar Bryan Rob- son meiddist rétt eina ferðina enn, og varð að yfirgefa völlinn. í hans stað kom Glenn Hoddle og stóð hann sig þokkalega. Brasiliska knattspyrnan: Flamengó gersigraði Botafogo ■ Flamengó sigraöi Botafogo meö 6 mörkum gegn einu í sögulegum leik í basilísku deildar- keppninni í knattspyrnu um helgina. Leikurinn var sá 201. milli liöanna síðan 1913 og nú hefur hvort þeirra unniö 71 og þar af leið- andi hefur 59 leikjum lyktaö með jafntefli. Eftir aöeins tveggja mínútna leik tók Bota- fogo forystuna. Eloi skor- aði gullfallegt mark eftir fyrirgjöf frá Renató á vinstri vængnum. Fillol átti ekki möguleika á því að verja. Þetta mark á fyrstu mínútum leiksins varð aldeilis ekki fyrirboöi um sigur Botafogo eins og margir freistuðust til að halda. Flamengó hafði nefnilega jafnað áður en 8 mínútur voru liðnar frá því að andstæðingarnir fögnuðu sínu marki og fyrir hlé skoraði Hcyder annað mark Flamengó. Flamengó átti allan seinni hálfleikinn og fjög- ur mörk frá Adilo (46. mínúta). Chiquinho (58. mín.), Adalberto (88. mín.) og Gilmar (90. mín.), skildu leikmenn Botafogo eftir gapandi. Oldungamót ■ „Dagana 30. og 31. mars n.k. verður haldið Öldungamót á skíðum á ísafirði. Þar verður keppt í Alpagreinum í flokki 30 ára og eldri, en í göngu í flokki 35 ára og eldri. Björn Helgason tekur við þátttökutílkynningum í síma 3722 á ísafirði og veitir einnig allar upplýsingar um mótið og það sem því fylgir. Þátttökutilkynningar þurfa að berast fyrir 28. mars. ísfirðingar vonast eftir góðri þátttöku og fjörugu móti. Með- al þeirra, sem búist er við að mæti eru kallar eins og Jonni Vilbergs, ívar Sigmundsson, Kiddi Ben, Reynir Brynjólfs, Silli, Hafsteinn og fleiri. I kvennaflokki hafa þær mætt, Karólína, Jakobína, Marta, Bíbí og ef til vill fáum við að sjá Árdísi Þórðar, Systu Jóns og fleiri góðar, ef þær eru þá ekki of ungar. í göngunni verða þá kallar eins og Matti Sveins, Gunnar Pétursson, Trausti Sveinsson. (Fréttatilkynning)

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.