NT


NT - 31.03.1985, Page 2

NT - 31.03.1985, Page 2
Hitt fór í verra að míkró- fónar blaðamanna fengust ekki til að virka svo við uröum aö láta okkur nægja að hlusta og þegja. Gerði raunar ekki mikið til, gestgjafarokkarvoru duglegir við að fræða okkur um fararskjótann og það sem fyrir augu bar. Spurningum komum við á framfæri með handapali og miðum. Þá var hugsað fyrir því að Ijósmyndarinn hefði gott pláss til að Ijósmynda úr vélinni beggja vegna. í þyrlunni eru þrjár sætaraðir. Fremst fyrir tvo flugmenn sem skiptst á um stjórnina. Þá fyrir aftan situr Sigurður Steinar og fylgist með skipunum og blaðamaður sett- ur við hlið hans. Aftast var svo sett niður eitt sæti fyrir mynd- ara sem gat þannig fært sig til í vélinni og mundað linsuopið í allar áttir. Ef ekki eru öll þessi sæti getur þyrlan svo flutt fjórar sjúkrabörur sem til eru víðs vegar um landið. Þannig að ef eitthvað kcmur uppá tekur ör- skammastund að breyta TF SIF í sjúkraþyrlu. TF SIF kom hingað til lands síðastliðið haust í stað TF ■ Lóndmngar undir JóklL þeir hali tilskilin veiðileyfi. Sá sem þessu sinnir heitir Sigurð- ur Steinar Ketilsson og býr yfir þeim hæfileikum að þekkja hvern kopp sem við fljúgum hjá í mörg hundruð metra fjarlægð. Ferðinni er heitið frá Reykja- víkurflugvelli, yfir Faxa- flóasvæðið, vestur yfir Snæ- fcllsnesið og aðeins inní mynni Breiðafjarðar. Þaðan er stefn- an tekin í vestur og flogið yfir Kolluál, Jökulbanka og Jökul- djúp og stefnan tekin á Reykja- nesið. Farið suður fyrir það og að Selvogsbánka. Siðan eins og bílveginn frá Krísuvík, framhjá Kleifarvatni og heim í hana Reykjavík. 180 sjómílur og tveggja tíma flug. Þegar búið var að planta blaðamönnum niöur í sæti og setja á hausa þeirra hausfón (head-fón) færðist þyrlan hægt og hægt inn á flugbrautina. Hávaðinn inni ergífurleguren til þess hafa áhafnarmeðlimir og aðrir hausfón og míkrafón að geta haldið uppi samræðum inní hávaðann. Öll samtöl fara fram í gegnunt þessi tæki og eyrun eru vel varin fyrir hávaða hrcyflanna. -l a ■ Skyggnst eftir lögbrjótum. Lögreglu hafsins er kíkirinn ekki síður mikilvægur en kylfan umferðarlöggunni hér niðri. Sigurður Steinar Ketiisson um borð í TF SIF. NT-myndir: Árni Bjama ■ Lögregla á hafi úti. Tvo tíma í loftinu í TF SIF, boðið af Landhelgisgæslunni að fylgj- ast með eftirlitsstörfum og ná góðum myndum enda skyggni og veðurblíða með eindæmum góð. Blaðamaður og ljósmynd- ari slógu til, voru færðir í stóra björgunargalla, íklæddir björgunarvestum og drifnir upp í loftfarið. Tveir flugmenn eru um borð, þeir Páll Halldórsson og Benoný Ásgrímsson en sá þriðji í áhöfninni sér um að fylgjast með kortum hvort ein- hverjir þeir bátar sem við fljúg- um yfir séu á bannsvæði, hvaða bátar eru á veiðum og hvort - NT á ferð með þyrlu Land- helgis- gæslunnar RÁN sem fórst í Jökulfjórð- um. Þyrlan er hingað komin frá franska fyrirtækinu AEROS- PATIALE sem leigir liana hingað meðan samskonargrip- ur búinn fullkomnari tækjum er í smíðum. Er búist við að gripurinn sem gæslan kaupir verði tilbúinn um mitt þetta ár og hverfur TF SIF þá til síns heima. Þyrlur þessar eru með- alstórar tveggja hreyfla vélar. Fyrstu mánuðina var þyrlan einungis í loftinu til þjálfunar og æfinga fyrir flugmennina en er nú í auknum mæli notuð til eftirlits og gæslu. En hversu oft eru lögbrjótar nappaðir? í þessarri ferð var ■ Þyrlan sveimaði yfir Skaganum þar sem sements- verksmiðjan pústaði upp í him- intær háloftin. enginn þó tveir bátar vektu grundsemdir. Þeir reyndust báðir við nánari athugun vera í fullum rétti við sín störf. En í næstu ferð á undan voru tveir ekki með alveg hreinan skjöld. Loðnubáturinn Jón Kjartansson SU-111 sást vera á veiðum yfir vatns-og raf- lögnunum rnilli lands og Eyja þar sem stranglega er bannað að veiða vegna mannvirkj- anna. Þá hafði netabáturinn Vöttur SU-3 farið út án þess að hafa til þess tilskilin veiðileyfi en fékk þau daginn eftir hjá ráðuneyti. Núna sá Sigurður Steinar einn bát sem hann kannaðist ekki við að hefði neitt leyfi. Málið var símað heim í stjórn- stöð sem í fyrstu kannaðist ekki við neitt leyfi. En jú, við nánari athugun þá kom úr kafinu að skeyti hafði borist fyrr um daginn þannig að bát- urinn fékk að halda sínum veiðum áfram í friði. Við von- um bara að vel hafi fiskast hjá þeim eins og öðrum sem við horfðum á ofan úr hálfotunum þennan sólbjarta dag í mars- mánuði. Og þakkir til Landhelgis- gæslunnar. -b Umsjónarmenn Helgar- blaðs: Atli Magnússon, Birgir Guðmundsson og Jón Arsæll Þórðarson ■ Suður-Afrika hefur stundum verið kölluð land misréttisins vegna aðskiln- aðarstefnu stjórnvalda og kúgunarinnar á þeldökka meirihlutanum þar. Þessi nafngift er fyllilega réttlætanleg, eins og kemur fram í viðtali við Jacqueline Williams æskulýðsfulltrúa Samkirkju- ráðs Suður-Afríku á bls. 4-5. ■ Skólamál hafa verið mikið í deigl- unni að undanförnu og sýnist sitt hverjum. Skólamaðurinn Hörður Bergmann talar tæpitungulaust í viðtali á bls. 6-9. ■ Másarar eða tóldónar eru þeir, sem fá „kikk“ út úr því að hringja í konur og klæmast í símann. Hvað kemur þessum mönnum til? Hvernig bregst fólk viö þegar það tekur upp tólið og heyrir að það er andað í símann? Allt um málið í Helgarblaðinu bls. 10-12. Forsíðumynd: Tóldóni við iðju sína. NT-mynd Ari. ■ „Á aftasta bekk“, kvikmyndaþáttur Helgarblaðsins, fjallar að þessu sinni um gamla kvikmynd með snillingnum Erick von Stoheim og Gloriu Swanson. Kvikmyndin er 60 ára gömul og hefur nýlega verið enduruppgötvuð bls. 14-

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.