NT - 12.04.1985, Síða 6

NT - 12.04.1985, Síða 6
Rósa B. Blöndals: Svar við grein Eiðs Guðnasonar ■ Sumum mönnum er frá út- varpi í fyrri tíð annt um heiður yðar, Eiður Guðnason. Það er mér hryggðarefni mikið, er þér leggið það til, að samstarf verði hafið við Norð- menn og aðra hvalfangara um það að halda áfram að eyða hvalastofnum í Norðurhöfum. Það er heldur óhugnanlegt þegar að minnsta kosti tveir stjórnmálaflokkar í landinu, sá fjölmennast-og sá fámenn- asti, og auk þess líklega menn úr öðrum flokkum verða sam- mála um það að ganga fram fyrir alþjóð og leggja til, að Alþingi hafi alþingssamþykkt að engu, hvalfriðun. Það er ekki von á góðu um annarra þegna orðheldni, ef alþingismenn troða sína eigin samþykkt undir fótum frammi fyrir öðrum þjóðum. íslendingar hafa alltaf á hvalveiðiráðstefnum notað þann atkvæðisrétt, sem banda- ríkjaforseti hefur tryggt þeim meðal stórþjóða til mótmæla gegn hvalveiðibanni, þar sem t.d. rússnesk stjórn hefði ekki látið fjölmennari þjóðir, eins og t.d. leppríkin komast upp með mótmæli gegn sínum sjón- armiðum í slíkum málum. Hvernig snýst lýðræði við eins atkvæðis mun? Ég veit ekki betur en að eitt atkvæði fram yfir hafi t.d. verið virt í tvcimur biskupskosningum hér á landi. Og mun það vera siður í lýð- ræðisríkjum að láta það gilda, ef meirihluti verður, jafnvel eins atkvæðis munur. Hygg ég að svo sé í Alþingiskosningum, að sá verði þingmaður, sem citt atkvæði hefur fram yfir þann, sem næstur er. Eru ís- lendingar með mörgu móti að venja sig á það, að ekkert dugi til að stjórna oss annað en valdið? Vilja fslendingar heldur verða leppríki. og þá þjóð sem á augabragði yrði þurrkuð út, heldur en að virða orð sín í heimskunnri alþingissamþykkt? Það er heldur leitt, að nærri því helmingur vorra helstu ráðamanna skuli ekki átta sig á því enn, að Norðmenn eyddu hér veiðilöndin, svo að hvala- stofnar vorir hafa aldrei jafnað sig. Grænlendingar hafa nógan sel og að öllum líkindum hval- reka, ef Norðmenn hætta þar hvalveiðum og selveiðum. Það eru hvalfangarar og selfangar- ar úr öðrum löndum, sem eytt hafa veiðilöndin fyrir hinni fá- mennu grænlensku þjóð og látið þá hafa stórblokkir, færi- bönd, bjór og nóg af víni og tóbaki í staðinn, ásamt ýmsu óeðlilegu framfæri. Frá víndrykkju ásamt glæpa- myndum í sjónvarpi munu of- beldisverkin vera komin, sem ganga nú svo langt, að jafnvel fleiri menn koma nú á sjúkra- hús á Grænlandi eftir ofbeld- isverk heldurenafvenjulegum sjúkdómum og ýmsum slysum. Og þangað myndi bjórdrykkja áfenga bjórsins á bjórknæpum leiða vora þjóð. Og það væri óhætt, Eiður, að leggja niður hvaldráp hérá landi, efjafnað- armönnum tækist að stöðva verkföll og banna áfengan bjór. Og takmarka víndrykkju í stað þess að efla hana og gæta þess án verkfalla, scm áunnist hefur í góðærunt. En þar sem hvalveiðar hafa enn ekki boriö þann árangur, að ríkiö sé nokkurn veginn skuldlaust, þá virðist þurfa önnur ráð til þess að bjarga oss frá glötun, heldur en að rjúfa alþingissamþykkt í von um það, að stórþjóðin grípi ekki til hefndarráðstafana. En það ntunu náttúruvernd- armenn gera í Ameríku, hvað sem stjórnvöldin segja. Verst er, að íslendingar skuli enn ekki skilja nauðsyn þess að alfriða hvalastofnana. Skilja ráðamenn vorir ekki ennþá, að það verður að friða veiðilöndin, jafnvel fiski- stofna, hvað þá hvalastofna og sela, spendýrin. Ameríkanar skilja friðunar- sjónarmiðin miklu betur en íslendingar. Það tók nefnilega svo stuttan tíma að eyða veiði- löndin miklu í Ameríku, þegar hvítir menn fengu Indíánum byssur í hendurnar og keyptu þá til að veiða fyrir sig. Þeir gjöreyddu á skömmum tíma heilu veiðilöndin. Fjöldi dýra- stofna var nær eyddur. - Gaml- ir menn mundu til skamms tíma, hvernig Ameríka var, þegar hvítir menn komu þang- að fyrst með byssurnar. Þeir mundu líka, hvernig Indíánar hrundu niður af hungri, þegar þeir komu með fólk og fé að eyddum veiðilöndum. Sú saga er ennþá ung. Eydd veiðilönd þýða hungur á næsta leiti. Á að launa Norðmönnum það, sem Eiður Guðnason seg- ir í grein sinni um tvö mál, sem koma norrænni samvinnu við. „Eins og kunnugt er, er 75% af útflutningi okkar sjávaraf- urðir. Tilvist okkar byggir á fiskveiðum. Þess vegna höfum við áhyggjur, þegar ein sam- starfsþjóð okkar hér í norðri, vissulega, eins og mörg önnur lönd, hefur rekið sjávarútveg sinn með auknum ríkisstyrk. - Það er Noregur, sem ég á við. Ég veit, að í Noregi segja menn, að hér sé eingöngu um svæðis-pólitík að ræða, cn okk- ar menn í fiskiðnaði eru mjög áhyggjufullir yfir þessari þróun.“ „Samkeppni er góð, en hún verður að byggja á sama grundvelli. Við getum aldrei ■ Hvalskurður í Hvalfirði. styrkt okkar sjávarútveg, en ef þið haldið því áfram, leiðir það til versnandi lífskjara." Tilv. lýkur. Ef Eiður segði: Samvinna verður að byggja á jafnréttis- grundvelli, þá væri það skiljan- legt. En ég er ekki viss um að samkeppni byggist á þeim grundvelli og virðast Norð- menn ekki líta svo á. Hvernig væri nú að íslend- ingar gjaldi Norðmönnum rauðan belg fyrir gráan, eða öllu heldur gráan belg lifandi hvalastofna fyrir rauðan belg dauðra hvala? Eða eiguni við heldur að styrkja Norðmenn í hvalveiðum á móti hinum ójafna grundvelli í fiskveiðum. Islendingar eiga að standa við orð sín, já, meira en orð sín, heiður Alþingis með því að vinna að alfriðun hvala eins og oss ber samkvæmt atkvæða- greiðslu á Alþingi. Eiður segir um friðun hvala og sela: „Fólk, sem lítið eða ekkert þekkir til lífsins á norð- lægum slóðum, en virðist hafa nægt fé, hefur ráðist að þessum atvinnugreinum (sel- og hval- veiðum).“ Ég minni á, að ísland hefur 200 mílna lögsögu. Það ætti að nægja. Og síðan segir Eiður: „Nú er vissulega kominn tími til þess, að Norðmenn, Færeying- ar, Grænlendingar og íslend- ingar sameinist um að verja sig og hagsmuni sína, sameinist, til að verja þann þátt menning- arlífsinsgegn áhlaupi öfgasam- taka.“ (Tilvitnun lýkur). Nei! íslendingar góðir. Vér eigum að sameinast gegn öfga- fullri veiði hvalastofnaeyðend- anna og sjá hvort vorir hvala- stofnar rétta við á næstu árum. Höfum alþingissamþykkt í heiðri. Best verður hinum styrktu fiskveiðum Norð- manna svarað með því. Ég bendi að lokum Eiði Guðnasyni á það, að doktor Helgi Pjeturs þekkti Norður- lönd og þeirra lífsskilyrði manna best. Þegar dr. Helgi Pjeturs kom til Grænlands fyrir aldamótin 1900, þá var hann þegar svo framsýnn. að hann óttaðist gengdarlausa veiði Norðmanna í Norðurhöfum. að þeir myndu eyða veiðilönd- umfyrir Grænlendingum. Vitað hefur hann fyrir. að veiðitækni síaukin fylgdi verðandi tækni- öld. En spurning er, hvort hann grunaði þá veiðitækni, sem nú er, til dæmis radartæk- in, sem hvalirnir eru nú eltir með. Engir menn nema huldu- fólk höfðu radartæki á þeim dögum. Hvað myndi sá mikli vitmað- ur dr. Helgi Pjeturs segja um útrýmingarhættu hvala- og selastofna eins og komið er nú. Hvort myndi hann fylgja Reag- an Bandaríkjaforseta að frið- unarmálum þessara stofna, ell- egar styrkja Norðmenn til veiðanna og aðrar ennþá meiri veiðiþjóðir eins og Japani? Vér þurfum að eiga menn í meirihluta á Alþingi, sem sjá út í framtímann. íslendingar fengu frest til undirbúnings að hætta hval- veiðum. Þann frest má ekki nota til þess að svíkja gefin heit. Hér liggur heiður íslands við. íslendingar eiga að standa við orð sín, já, meira en orð sín, heiður Alþingis, með því að vinna að alfrið- un hvala eins og oss ber samkvæmt atkvæðagreiðslu á Alþingi. Vér þurfum að eiga menn í meiri- hluta á Alþingi sem sjá út í framtíð- ina. Árið núll - tíu árum síðar ■ „Blóðbaðið í Bangladesh hreiddi fljótt vfir minninguna um innrás Rússa í Tékkó- slóvakíu, moröið á Alliende drekkti kvalastunuiium í Bangladesh, þegar stríðið braust út í Sínai-eyðimörkinni gleymdi t'ólk Alliende, er fjöldamorðin hófust í Kamb- ódíu gleymdist Sínai og svo framvegis og þar frant eftir götunum þangað til um síðir að allir leyfa öllu að gleymast. Á þeim tíma er sagan hreyfðist ennþá hægt voru at- burðir fáir og strjálir og auð- velt að leggja þá á minnið. í vitund manna voru þeir einsog baksvið spennandi ævintýra sem voru á seyði í hversdagslíf- inu. Nú á dögum endasendist sagan áfram. Þótt sögulegir atburðir gleymist fljótt. þá glitrar á þá morguninn eftir einsog nýfallna daggardropa. Þeir eru ekki lengur baksviðið, heldur ævintýrið sjálft, ævin- týri sem er leikið með leiðindi og lágkúru hversdagslífsins að baksviði." Þetta skrifar tékkneski út- lagahöfundurinn Milan Kund- era í meistarasmíð sinni, Bók- in unt hláturinn og gleymsk- una. Því tilfæri ég þessi orö hér að nú er til sýninga í Háskóla- bíói hreyfimyndin Blóðvellir eða The Killing Fields, marg- verðlaunuð og lofuð. Áhrifa- mjkil mynd að sönnu og fjallar um atburði sem eru okkur nálægir í tínia. harmleikinn mikla í Kantbódíu á síðasta áratug, en um leið ógn fjarlæg- ir vegna þess hversu fjölntiðlar okkar tíma og um ieið notend- ur þeirra eru fljótir að gleyma - og jafnvel fyrirgefa. Érétt morgundagsins þarf helst að vera glannalegri en frétt gær- dagsins, fréttin frá því í gær er' ekki söluvara á morgun; og því ekki örgrannt um að íréttamat þorra manna hljóti að brengl- ast í öllu harkinu og þá ekki síður skilningur á vægi og framvindu sögunnar. „Who wants yesterday's papcrs?" sungu Rolling Stones eitt sinn og rataðist satt á munn. Hvað var það eiginlega sent gerðist í Kambódíu? Hvernig umbreyttist tiltölulega friðsælt land á fáum árum í helvíti á jörðu, blóði drifna vöku- martröð? í kvikmyndinni Blóðvellir fá Bandartkjamenn að taka á sig sökina á mörgu því sem aflaga fór; sprengjuaustri þeirra uppá hundruö milljarða og hags- munapoti þeirra, sent þrjótur- inn Nixon þrætti þó lengi vel fyrir. Myndin byggir á sönnum atburðum í lífi tveggja manna, þeirra Sidney Schanberg , fréttaritara New York Tintes í Kambódíu. og Dith Pran, scm var innfæddur túlkur hans og hjálparkokkur. Fyrir rétt- um tíu árum. 15da apríl 1975, voru Bandaríkjamenn í þá mund að leggja á flótta frá Kambódíu. Þá skrifar Schanberg í New York Times: „Eftir að hafa í fimm ár stutt við bakið- á lénsveldisstjórn. sent flestir höfðu óbeit á, og baráttu í stríði sem menn vissu að var vonlaust hafa Bandaríkin ekki haft annað upp úr krafsinu en smánarlegt brotthlaup. Brotthlaup þar sent sendiherr- ann hvarf á braut með banda- ríska fánann í annarri hcndi og skjalatösku sína í hinni. Eftir situr svo um milljón dauðra eða særðra Kambódíumanna (sjöundihluti íbúanna)." Valkestirnir áttu enn eftir að hlaðast upp eftir að Schan- berg skrifaði þetta, og það svo um munaði. Éftir að voldugar þjóðir tóku að ríða blóðvef sinn í þessu fámenna landi varð ekki aftur snúið, ofbeldið heimtaði meira ofbeldi; það má jafnvel ganga svo langt að fullyrða að ntorðæðið og skelf- ingin sem fylgdi í kjölfarið í

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.