NT - 12.04.1985, Blaðsíða 11
_ ÍTljT Föstudagur 12. april 1985 11
LlU
Stjörnustríðsáætlunin mun leiða til vandræða
■ Það hafa sjaldan veríð jafn
miklar líkur á að breyting á
hernaðarstefnu Bandaríkjanna,
eins og sú sem nú á sér stað og
gengur undir nafninu „stjörnu-
stríðsáætlunin“, muni mæta
harðvítugri mótspyrnu meðal
bandarísks almennings sem og
bandalagsríkja Bandaríkjanna
og að sjálfsögðu Sovétríkjanna.
Það sem einkum gerir
stjörnustríðsáætlunina aðlað-
andi fyrir almenning er það sem
Reagan Bandaríkjaforseti hefur
lýst sem afturhvarf til sögulegs
ósæranleika Bandaríkjanna:
Vernd borga frá skyndilegri
gjöreyðingu. Flestir sérfræðing-
ar eru þó sammála um að slíkar
varnir séu fjarlægur möguleiki
og það sem verra er, dæmdar til
að verða ófullkomnar. Þeir sjá
„stjörnustríðsáætlunina“ eink-
um sem leið til að vernda lang-
drægar landeldflaugar Banda-
ríkjanna.
Vill almenningur borga?
Stóra spurningin er, hvort
almenningur, þegar hann hefur
gert sér grein fyrir ófullkomn-
eika tækninnar, verður reiðubú-
inn að greiða himinháar
peningaupphæðir fyrir vafa-
sama varnaráætlun sem miðar
að því að vernda særanlegar
eldflaugar á sama tíma og
öflugri vopn, eins og Trident-2
kafbáturinn, geta gegnt ná-
kvæmlega sama hernaðarlega
hlutverkinu? Og hvert verður
þá viðhorfið, ef Sovétmenn taka
upp á því að byggja enn öflugri
varnir til að vernda skotmörk
þau, sem Bandaríkin miða eld-
flaugum sínum á?
Sumir bandarískir embættis-
menn virðast hafa þá trú að
Sovétríkin séu ekki fær um að
keppa við þá í uppbyggingu raun-
hæfra varna. Af því leiðir, að
viðleitni Bandaríkjanna til að
ná yfirburðum í kjarnorkuher-
afla muni á endanum takast og
þá um leið endurreisa fyrri getu
þeirra í að bæta sér upp yfir-
burði Sovétmanna á sviði hefð-
bundins herstyrks með slíkum
kjarnorkuherstyrk.
Vanmat á hæfni
Sovétmanna
Bandaríkin gætu því hindrað
árás á bandamenn sína með
getu sinni til að ráðast á sovésk
skotmörk, jafnframt sem þau
vernduðu sínar eigin eldflaugar
frá frumárás eða endurgjalds-
árás Sovétmanna. En hversu oft
í fortíðinni hafa ekki ráðamenn
í Washington vanmetið getu
Sovétríkjanna til að ná jöfnuði
í hemaðarstyrk á við Bandarík-
in?
Aðrir embættismenn halda
því hins vegar fram að Moskva
muni fylgja Bandaríkjunum eft-
ir í þróun varna gegn eldflaug-
um og þar af leiðandi ættu
stórveldin tvö á endanum að
geta náð samkomulagi um að
fækka árásarkjarnorkuvopnum
sínum. Þar til að slíkt samkomu-
lag verður að raunveruleika,
fullyrða þessir embættismenn
ennfremur, mun uppbygging
slíkra varna verða til þess að
viðhalda núverandi jafnvægi
með því að draga úr freistingu
hvors aðilans um sig til að reyna
gjöreyðingarárás. En slíkar rök-
semdarfærslur eru einungis hug-
arórar.
Um leið og Bandaríkin þróa
ný vopn, sem eiga að geta
brotist í gegnum og sigrast á
öllum þeim vörnum, sem Sovét-
ríkin hafa komið sér upp, þá
munu þeir síðarnefndu, efalaust
leggja áherslu á að þróa sínar
eigin aðferðir til að tryggja getu
sína til að ráðast á kjarnorku-
herafla Bandaríkjanna, svo sem
með því að eyðileggja varna-
kerfin með fjölgun kjarnaodda
á eldflaugum sínum eða með
því að treysta í vaxandi mæli á
stýrieldflaugar fremur en lang-
drægu kjarnorkueldflaugarnar.
Ekki rétta uppskriftin
Sovétmenn, sem sjá Banda-
ríkin nú vera að bæta áætlunum
um eldflaugavarnir við fyrrver-
andi ráðagerðir um mikla upp-
byggingu á árásarvopnum sem
brátt munu gera þeirra eigin
eldflaugar á landi viðkvæmar
fyrir árás, en þær eru uppistaðan
í kjarnorkuherafla Sovét-
manna, verða vart fúsir til að
samþykkja afgerandi fækkun á
árásarvopnum nema að því til-
skildu að Bandaríkin samþykki
að hætta við eða takmarka mjög
fyrirhugaðar varnaráætlanir
sínar.
Þar sem herstyrkur Sovétríkj-
anna byggir mun meira á land-
eldflaugum en Bandaríkin þá er
óhjákvæmilegt að sérhver við-
leitni til að gjörtryggja varnir
þessara flauga mun leiða af sér
mótleik Bandaríkjanna til að
gera slíkan varnarskjöld óvirk-
an og vopnin getulaus með því
að þróa nýjar tegundir árásar-
vopna.
Þetta er alls ekki rétta upp-
skriftin fyrir vígbúnaðarstjórn-
un heldur frekar fyrir sífelldri
stigmögnun vígbúnaðarkapp-
hlaupsins. Allt þetta gerir Sovét-
mönnurh mun erfiðara að eyða
bandarískum landeldflaugum!
Að gera eitthvað í þessa átt,
eins og Scowcroft nefndin, sem
Reagan skipaði til að gera tillög-
ur um þessi mál, hefur reyndar
bent á, sem Sovétríkin hafa
varla nokkra ástæðu til að
reyna, ef tekið er mið af stærð
og getu þess vígbúnaðar sem
Bandaríkin búa yfir til þess að
endurgjalda árás á þá.
Götótt kjarnorkuvopnahlíf
Bandalagsríki Bandaríkj-
anna sjá alls ekki hvað það er,
sem þau gætu borið úr býtum
við þær aðstæður þar sem Sovét-
menn, fylgjandi fordæmi
Bandaríkjamanna, mundu
koma sér upp vörnum fyrir
landeldflaugar og önnur hern-
aðarskotmörk: Sovétmenn
hefðu þá ekki mikið að hræðast
varðandi hótun Atlantshafs-
bandalagsins um notkun kjarn-
orkuvopna þegar í upphafi
átaka, þó svo að árásin væri
gerð með hefðbundnum
vopnum. En upphafsnotkun
kjarnorkuvopna í árás af hálfu
Sovétríkjanna er grundvallar-
atriðið í hernaðarsefnu NATO.
Stjörnustríðsáætlun Reagans
er því að áliti bandalagsríkjanna
í Vestur-Evrópu enn eitt gatið í
kjarnorkuvopnahlíf þá, sem
bandarísk kjarnorkuvopn
mynda yfir NATO ríkin.
Árangur stórveldanna í að gera
kjarnorkuvopn sín örugg fyrir
árás mundi auka líkurnar á að
hefðbundin styrjöld brytist út í
Evrópu og eyddi henni. Megnið
af getu kjarnorkuherstyrks
Frakklands og Bretlands til að
fæla frá árás, sem nú er einmitt
verið að eyða stórum fjárfúlgum
í til að stækka þá með það að
markmiði að gera þá hæfa til að
ráðast beint á skotmörk innan
Sovétríkjanna sjálfra, mundi
þar með vera kastað á glæ.
Á meðan stórveldin munu
halda áfram að leita leiða til að
gera kjarnorkuvopn sín óhult
fyrir árás hvors annars, þá mun
Evrópa horfa með óhugnaði á
afleiðingar slíkra aðgerða, s.s.
eyðileggingu möguleika til víg-
búnaðarstjórnunar, vaxandi
pólitískrar spennu milli risanna
tveggja og loks aukins klofnings
meðal ríkja Evrópu.
Undarlegur dans
risaveldanna
Um þessar mundir stíga
stórveldin undarlegan diplóm-
atískan dans. Reagan stjórnin
segir bandalagsríkjum sínum að
„stjörnustríð" sé bara rann-
sóknaráætlun, sem þau að sjálf-
sögðu geta ekki mótmælt.
Nokkrir embættismenn stjórnar
Reagans fullyrða einnig í eyru
bandamanna að stjörnustríðs-
áætlunin sé „samningatromp"
Svínafelli
Fædd 16. maí 1931
Dáin 17. mars 1985
Við heiminn sátt ég held frá
strönd
hafið er blátt við sólar rönd.
Th.Th.
Hinn 17. mars s.l. andaðist
Ingibjörg Ester Einarsdóttir
húsfreyja í Svínafelli í Öræfum,
á 54. aldursári.
Edda - svo var hún að jafnaði
nefnd - var fædd á Blönduósi.
Foreldrar hennar voru Einar
Scheving síðar kaupmaður í
Reykjavík og Hólmfríður
Hannesdóttir. - Meðal þeirra,
sem bera ættarnafnið Scheving,
eru ýmsir þjóðkunnir menn. -
Edda var ekki hjá foreldrum
sínum nema að litlu leyti en ólst
upp á Blönduósi hjá afa sínum
og ömmu og hjá móðurbróður
sínum, Sveinbirni Hannessyni.
Þegar Edda var á fermingar-
aldri, kom hún í vist austur í
Öræfi, í fyrstu til Runólfs
Bjarnasonar, sem þá bjó í
Skaftafelli. Síðar var hún nokk-
ur ár í vist á Hofi hjá hjónunum
Bjarna Sigjónssyni og Sigríði
Stefánsdóttur en dvaldist þó við
og við á því tímabili í Reykjavík
eða á Blönduósi. Árið 1956
fluttist hún að Svínafelli og
þremur árum síðar giftist hún
Guðlaugi Gunnarssyni. Þau
höfðu þá hafið búskap í Svína-
felli í félagi við foreldra Guð-
laugs. Eftir það færðist bú-
skapurinn á jörðinni æ meira í
til þess ætlað að fá Kremlverja
til samninga um árásarvopn.
Hvað mun þá ske, þegar
bandalagsríkjunum verður ljóst
að stjörnustríðsáætlunin sé, eins
og Reagan sjálfur heldur fram,
alls ekki samningatromp? Víst
er að þeim mun finnast að þau
hafi verið svikin. Þá munu vald-
hafarnir í Washington benda
þeim á að þau hafi ekki verið
andstæð „stjörnustríðsáætlun-
inni“ og það sé orðið allt of seint
hendur yngri hjónanna, og faðir
Guðlaugs féll frá 1967.
Þessum hjónum varð fjögurra
barna auðið. Þau eru talin í
aldursröð: Sólveig, húsfreyja í
Kópavogi. - Hannes, stundar
búskap með föður sínum í
Svínafelli. - Gunnar, vinnur að
nokkru leyti við búið í Svína-
felli, en stundar jafnframt iðn-
nám í Reykjavík. - Hólmfríður,
á heima í Svínafelli, er stúdent
frá Menntaskólanum á Laugar-
vatni.
Þegar Edda fluttist að Svína-
felli, eignaðist hún til frambúðar
heimili í fögru umhverfi. Þá
tengdist hún góðu fólki og dug-
miklu og gat litið björtum aug-
um til framtíðarinnar. Hún var
glaðlynd, stundum skrafhreifin
og lét sér vel líka að brugðið
væri á gamansemi í samræðum.
Hún naut góðra samvista við
fjölskyldu sína á heimilinu og
ætíð aðstoðar tengdamóður
sinnar eftir þörfum.
En þó að heilsað sé björtum
degi, þá dregur stundum ský
fyrir sólu áður en varir. Edda
tók að kenna sjúkdóms, sem
ekki tókst að ráða bót á, þótt
leitað væri til ýmissa lækna. Og
að því kom innan skamms, að
hún fékk þann úrskurð lækna að
vera orðin öryrki. Þegar svo var
komið, naut hún þess ekki síst
að eiga að góða fjölskyldu og
tengdafólk, sem annaðist heim-
ilið. Og hún naut þess að vera í
þjóðfélagi, sem hefur búið
þegnunum góð kjör, hefur full-
komnum sjúkrahúsum yfir að
að iðrast.
Fullkomin vörn sem gerir
kjarnorkuvopn úrelt og kastar
fyrir róða hernaðarstefnu, sem
byggir styrk sinn á hótuninni
um gagnkvæma gjöreyðingu, er
svo sannarlega virðingarverður
draumur. En um fyrirsjáanlega
framtíð mun slík uppbygging
varnargetu aðeins í besta falli
verða viðbót við ríkjandi fæling-
arástand, en samt fjarri því að
styrkja stöðugleika þess.
ráða og á að skipa vel starfhæf-
um læknum. Og hún naut að
sjálfsögðu almannatrygging-
anna, sem eru tæki þjóðfélags-
ins til að bæta að nokkru leyti
hlut þeirra einstaklinga, sem
höllum fæti standa.
Árum saman átti Edda í bar-
áttu við sjúkdóminn, þó með
nokkrum hléum svo að hún gat
dvalið heima nokkurn tíma í
senn og þá gripið í heimilisstörf
og létt sér upp. En þess á milli
var hún löngum í sjúkrahúsi eða
annars staðar undir læknis-
hendi. Og að síðustu lá leið
hennar í Borgarspítalann í
Reykjavík.
Það reynir mikið á hvern
mann, þegar heilsa hans bilar,
svo að hann getur ekki á heilum
sér tekið á besta starfsaldri. Og
það hlýtur að vera andleg
þrekraun hverjum manni að
vera úrskurðaður meira en 75%
öryrki, einkum ef það verður á
því tímabili ævinnar, þegar heil-
brigðir menn á sama aldri eru á
léttasta skeiði. Þessa raun stóðst
Edda þannig, að hún var glað-
lynd sem fyrr, hafði gamanyrði
á vörum, kom á mannamót og
fór í ferðalög með öðrum
mönnum, þegar heilsan framast
leyfði, eins og ekkert væri að.
Stundum ber svo við hér í
heimi, að einstaklingar sem bet-
ur mega hugleiða ekki sem
skyldi né af fullri alvöru aðstöðu
þeirra, sem höllum fæti standa.
En kunningjum Eddu gat eigi
dulist, hve æðrulaus og glaðlynd
hún árum saman bar þann sjúk-
Öflugri varnir munu jafnvel
minnka stöðugleikann meira
heldur en yfirstandandi þróun í
gerð árásarvopna stórveldanna
beggja hefur gert. Hin óglöggu
skil á milli fælingar frá árás og
storkunar munu jafnvel verða
enn ógleggri. Stígandi hringiða
vígbúnaðarbrjálæðisins, sem
nærist á samtvinnungi skamm-
sýnnar hernaðarlógíkur og póli-
tískra ofskynjana, mun vaxa
mun hraðar en áður.
dómskross, sem á hana var lagð-
ur. Þetta var metið að verðleik-
um svo sem vera bar og hvergi
var hún óvinsæl, heldur var
henni víða rétt hjálparhönd
með góðum hug. - Óg sjálf bar
hún í brjósti velvild til sveitar
sinnar og samvistarmanna.
Undir ævilokin hefði hún vissu-
lega viljað mæla af heilum hug
hið sama og þjóðkunn íslensk
húsfreyja sagði fyrr á þessari
öld: Við heiminn sátt ég held frá
strönd.
Með orðum Nýja Testament-
isins er brugðið ljósi yfir mann-
lífið: „Mismunur er á náðargáf-
um, en andinn er hinn sami, og
mismunur er á embættum, en
Drottinn hinn sami, og mismun-
ur er á hæfileikum að fram-
kvæma, en Guð hinn sami, sem
öllu kemur til leiðar í öllum.“
Leið allra manna undantekning-
arlaust liggur þó yfir mörk lífs
og dauða. Um þau landamæri
er stundum talað í líkingum og
þá einkum bent á fagurt útsýni
á jörðu. Sálmaskáldið segir:
Heiðloftið sjálft er huliðstjald,
sem hæðanna dýrð oss felur.
Húsfreyjan bendir á bláma hafs
og bjarma sólar, þar sem Rán
og röðul ber saman við sjón-
deildarhring. Hafið er þá tákn
hins jarðneska og sólin tákn
hins himneska.
Nú þegar Edda er horfin af
sviði jarðlífsins yfir landamær-
in, sem um er talað í líkingum,
þá eru henni af hálfu sveitung-
anna fluttar hugheilar kveðjur,
blessunaróskir og þakkir fyrir
samvistina. Hinzta kveðjan skal
hér fram borin með orðum hinn-
ar helgu bókar: „Hinn sami er
Drottinn allra, fullríkur fyrir
alla þá, sem ákalla hann.“
P.Þ.
Ingibjörg Ester Einarsdóttir