NT - 12.04.1985, Síða 20

NT - 12.04.1985, Síða 20
 nr? Föstudagur 12. apríl 1985 20 LU Útlönd Bandaríkin: Smábátur með þrjátíu tonn af maríjúana San Francisco-Kcuter: ■ Bandaríska strandgæslan stöðvaði fyrr í þessari viku 25 metra Iangan fiskibát sem sigldi drekkhlaðinn inn í San Franc- isco-flóa. Við nánari athugun reyndist farmur bátsins ekki vera nýveiddur fiskur heldur 30 tonn af maríjúana sem er mesta magn af maríjúana sem strandgæslan hefur lagt hald á í einu við vesturströnd Banda- ríkjanna. Verðmæti farmsins er áætlað rúmlega 100 milljón dollarar á fíkniefnamarkaðinum í Banda- ríkjunum. Áhafnarmeðlimirn- ir, sem voru sex, eru allir Bandaríkjamenn. Peir sitja nú í fangelsi og hafa verið áicærðir fyrir ólöglegan innflutning eit- urlyfja, samsæri með innflutn- ing fyrir augum og fyrir að hafa ætlað að selja maríjúana í Bandaríkjunum. Grunsemdir strandvarðanna vöknuðu þegar þeir sáu hvað báturinr, var þunghlaðinn þar sem hann sigldi inn fyrir Golden Gate brúna. Detroit: Hempulausprestur hættir í pólitíkinni Dctroit-Rcuter ■ Prestur sem sviptur var hempunni síðast liðið sumar fyrir þátttöku sína á þingi demókrataflokksins sem út- nefndi forsetaefni flokksins, lofaði í gær að hætta að garfa í pólitík og var hann þá sæmdur hempunni á nýjan leik. Talsmaður erkibiskups- embættisins í Detroit sagði að séra Robert Williams hefði fallist á að halda sig frá stjórnmálaþátttöku og lýsa ekki yfir stuðningi sínum við tiltekna stjórnmálamenn í framtíðinni. Edmund Szoka erkibiskup bannaði hinum 29 ára gamla presti að syngja messur, predika, hlýða á skriftir og framkvæma aðrar helgi- athafnir eftir að hann neitaði að hætta við þátttöku sína á demókrataþinginu. I yfirlýs- ingu erkibiskupsembættisins segir að presturinn hafi fallist á að virða reglur kirkjunnar um andlegar og veraldlegar athafnir og sjálfur sagðist hann vera ákaflega ánægður með að hefja prestsstörfin að nýju. Talsmaður erkibiskupsins sagði að lög rómverskka- þólsku kirkjunnar bönnuðu prestum, munkum og nunn- um þátttöku í starfsemi póli- tískra samtaka ncma í undantekningartilfellum sem trúarlegir yfirboðarar þeirra ákvæðu. Ný stjórn Kabat-Keutcr ■ Hassan Marokkókóngur til- nenfndi í gær nýja 30 manna ríkisstjórn. Konungurinn valdi menn þcssa úr mcirihluta hregri- og miðjumanna á þinginu, en hélt eftir forsætisráðhérranum og 19 öðrum ráðhcrrum úr fyrri stjórn. Ekki var skipt um ntenn í helstu ráðherrastöðum, svo sem utanríkisráðherra, innan- í Marokkó ríkisráðherra og dómsmálaráð- herra. Þess hefur verið vænst að ný stjórn yröi mynduð síðan í haust að nýtt þing var kosið til næstu 6 ára. Munurinn á nýju stjórninni og hinni fyrri er sá að 10 nýliðar eru í þeirri nýju en stjórnar- stefnan sjálf er í grundvallar- atriðum hin sama. ■ Hassan Marokkókóngur hefur nú skipað nýja 30 manna ríkisstjóm í landi sínu en þess atburðar hefur verið vænst síðan í haust að nýtt þing var kosið til næstu 6 ára. Sagtað smakka vatn til að at- huga mengun Brctton-Rcuter ■ Breskur verkamaður í vatnshreinsunarstöð í Bretton í Wales segir að sér hafi verið hótað brottrekstri eftir að hann neitaði að kanna mengun í vatn- inu með því að smakka það á klukkustundar fresti. Verkamaðurinn, sem heitir Wally Hughes, segir að sér hafi ásamt sjö samstarfsmönnum verið skipað að smakka vatnið einu sinni á hverri klukkustund eftir að mikill leki kom að efnaverksmiðju við Deefljót skammt frá hreinsunarstöðinni. Þá flæddi mikið magn af eitraðri karbólsýru í ána og menn óttuð- ust mengun við vatnshreinsi- stöðina. Að sögn verkamannanna var þeim hótað flutningi til skolp- hreinsideildarinnar eða brott- rekstri ella ef þeir neituðu að smakka vatnið. En þeir sögðust ekki vera tilbúnir til að láta nota sig sem „mannlegar prufuvél- ar“. Talsmaður vatnsveitunnar segir að í rauninni hafi starfs- mennirnir aðeins verið beðnir um að smakka vatnið á sama hátt og vínsmakkarar, þ.e. taka gúlsopa af vatni og spýta því síðan út úr sér þegar þeir hefðu fundið bragðið af því. Japan: Tölvurnar taka við heimilisstörf unum Tokyo-Reuter: ■ Japönsk rafeindafyrirtæki búa sig nú undir tæknibyltingu á heimilunum sem ætti að geta létt þungu oki heimilisstarfanna af mannkyni öllu. Verkfræðingar í rafeindaiðn- aði segjast brátt færir um að búa til litlar heimilistölvur sem kveikja og slökkva á heimilis- tækjununi, tengja sjónvarps- tækin við mynbandasöfn og verja heimilið innbrotsþjófum, eldi og gasleka. Masahito Tezuka, talsmaður Matsushita fyrirtækisins, segir að í framtíðinni muni vélmenni taka við heimilisstörfunum og náttúruleg orka eins og sólarorka muni leiða til þess að heimilin verði þægilegri en noti þó minni orku en nú tíðkast. Tezuka hélt nýlega fyrirlestur um það hvernig heimilin ntuni hugsanlega verða í framtíðinni. Fólk mun geta hringt heim til sín og sagt liúsinu sínu að elda matinn eða láta renna í baðið. Gamalt fólk og veikt mun geta tryggt öryggi sitt með því að vera í stöðugu sambandi við sjúkrahús eða lækna. Hulin hönd mun svipta gluggatjöldunum frá gluggun- um á morgnana, sé ýtt á takka, loftræstingin verður sjálfvirk, kaffivélin fer sjálf í gang og brauðristin ogörbylgjurnar laga morgunverðinn upp á eigin spýtur. Þegar fólk er komið í vinnuna þarf það ekki að óttast nagandi efann um það hvort það hafi nú munað eftir að slökkva á elda- vélinni eða læsa dyrunum: mað- ur hringir bara heim, hvíslar leyninúmerinu að tölvunni og segir henni að læsa dyrunum eða slökkva á eldavélinni. Tezuka sagði að rafeindabún- aður sem upphaflega var fram- leiddur til nota á skrifstofum og í iðnaði væri nú smám saman að finna leiðina inn á heimilin þar eð hann yrði stöðugt ódýrari í framleiðslu. Mikró-tölvur hafa þegar hafið innreið sína í heimilistækin, svo sem í sjálfvirka örbylgjuofna og loftræstikerfi. Framtíðarheimilið verður, að sögn Tezuka, háð rafeindabún- aði sem verður settur saman úr rafmagnskapli hússins, símalín- unni og leiðslu aðaltölvunnar sem væntalega verður fest á eldhúsvegginn. Heimilistækin verða svo tengd þessu kerfi með sérstök- um leiðslum sem sjá um upplýs- ingastreymið til aðaltölvunnar. Talsmenn japanska rafeinda- iðnaðarins eru bjartsýnir á að takast megi að tölvuvæða jap- önsk heimili á tiltölulega skömmum tíma, nota megi þau heimilistæki sem fyrir eru en auk þess muni japönsk stjórn- völd samræma kerfið þannig að tengja megi framleiðslu hinna ýmsu fyrirtækja við hvaða tölvu sem er. En þó að framleiðendur séu bjartsýnir er ekki þar með sagt að allir séu jafn spenntir. Konur, sem spurðar voru álits, sögðu að tölvuvæðing heimil- anna myndi ekki verða til þess að eyða þeim heimilisstörfum sem eru hvað hundleiðinlegust eins og t.d. hreingerningum og því að strauja. Og fjöldi fólks hélt því auk þess fram að sjálfvirknin yrói rándýr lúxus sem myndi gera heimilin ómanneskjuleg og veikja fjölskylduböndin. ■ Vélmennin, sem hingað til hafa haldið sig úti á vinnumarkaðnum fara nú bráðum að rata inn á heimilin til að létta okkur heimilisstörfin en sumir óttast að seint verði hægt að kenna þeim það allra leiðinlegasta, eins og t.d. að strauja!

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.