NT - 04.05.1985, Blaðsíða 1

NT - 04.05.1985, Blaðsíða 1
Karleralþjóð- legur meistari ■ Karl Þorsteinsson varð al- þjóðlegur meistari í skák í gær- kvöld með því að ná jafntefli við Sævar Bjarnason, en Sævar á enn möguleika á að ná sama áfanga, en til þess þarf hann að vinna biðskák við Margeir og vinna Dan Hansson. Önnur úrslit á alþjóölegu skákmóti í Borgarnesi urðu þau að Mokry og Jansa gerðu jafn- tefli, einnig þeir Guðmundur og Kurt Hansen svo og Lombardy og Lein, en Magnús vann Hauk. Þegar NT leitaði frétta af mótinu í gærkvöldi var 'skák þeirra Margeirs og Dan Hans- son enn ólokið og síðan átti að tefla nokkrar biðskákir. En staðan á mótinu var þessi: Efst- ur var Jansa með 7 vinninga en í öðru sæti Kurt Hansen með 6W vinning og biðskák. Síðan komu þeir Guðmunur og Karl, hvor með 6 vinninga. Utvarpsráð ritstýrir sumardagskránni: Varadagskrárstjóri vanhæfur til að stjórna fréttaþáttum - að mati ráðsins. Óheppilegtinngripsegirdagskrárstjóri Vöruskiptajöfnuðurinn jan Jmars: Innkaupin 777 millj. meiri en út var selt ■ í marsmánuði s.l. voru fluttar inn vörur fyrir tæpar 2.699 milljónir króna fob., en út fyrir 2.313 milljónir. Vöruskiptajöfnuðurinn í mánuðinum var því óhag- stæður um 286 millj. króna í stað þess að hann var hag- stæður um 394 millj. króna í sama mánuði 1984 - hvoru- tveggja reiknað á gengi í mars 1985 - samkvæmt frétt frá Hagstofunni. Sé litið á fyrsta fjórðung þessa árs nemur innflutning- urinn 7.618 milljónum króna en útflutningurinn 6.841 milljón. Vantarþví777miilj. króna til að útflutningurinn nægi fyrir því sem inn hefur veriðfíutt. Ásamatíma 1984 stóðst inn- og útflutningur á. Á föstu gengi var útflutn- ingsverðmætið fyrstu þrjá mánuði ársins um 11% meira en í fyrra. Þar af var verð- mæti sjávarafurða nú 17% meira, en verðmæti útflutts áls hins vegar um þriðjungi rninna nú. Verðmæti vöru- innflutnings hefur aftur á móti aukist ennþá meira eða um 21%. Þar af er almennur innllutningur annar en olía nú urn 16% meiri en á sama tíma 1984, en sá hluti er um 70% af heildarinnflutningi landsmanna. ■ Listnemar minntu á sig í gær, svo og Salí daga, sem hefjast á morgun, en á þeim kynna nemarnir list sína. NT-mynd: Ari ■ Meirihluti útvarpsráðs er þeirrar skoðunar að Ævar Kjartansson, varadagskrárstjóri út- varpsins, sé ekki hæfur til að stjórna þætti um fréttatengd efni, forsendur fyrir fréttum og vali á þeim og er ástæðan pólitískar skoðanir Ævars og skoðanir hans á útvarpsmálum, m.a. eins og þær birtust í viðtali við NT fyrir skömmu. „Ævari er ekki treystandi til að fjalla um svo eldfim efni“, „Hann hefur brotið gegn fyrir- mælum útvarpsráðs", „Hann gekk úr Alþýðubandalaginu, það hefur sennilega ekki verið nógu róttækt fyrir hann“, voru ummæli sem m.a. féllu á út- varpsráðsfundi um málið, og þvert á tillögu Gunnars Stefáns- sonar dagskrárstjóra og án sam- ráðs við hann var annar starfs- rnaður dagskrárdeildar, Páll Heiðar Jónsson, valinn til starfans. Umræddur þáttur á að vera á dagskrá að loknum óskalaga- þætti sjúklinga á laugardögum í sumar og að beiðni dagskrár- stjóra lagði Ævar línur fyrir þáttinn og var hugmyndin að hann stjórnaði þættinum ásamt Ólafi Torfasyni hjá RÚVAK. Útvarpsráð gekk þvert gegn undirbúningi dagskrárdeildar, í þrem atriðum í gær, í ofan- greindu máli. Það réði Sverri Gauta Diego til að sjá um síð- degisútvarp án þess að það kæmi nokkru sinni fyrir dag- skrárdeild, og það réði þriðja umsjónarmanninn að þætti um málefni kvenna sem Margrét Oddsdóttir dagskrárfulltrúi hafði undirbúið og Sigríður Árnadóttir fréttamaður átti að sjá um með henni. „Ég tel það mjög óheppilegt að útvarpsráð skuli grípa þannig fram í undirbúningsvinnu dag- skrárdeildarinnar og gera hana þannig að engu,“ sagði Gunnar Stefánsson dagskrárstjóri í sam- tali við NT í gær, en hann varð fyrir ákúrum frá Eiði Guðnasyni fyrir að hafa ekki dregið tillögu um Ævar sem umsjónarmann til baka þegar ljóst var um andstöðu útvarpsráðs. Fulltrúar Kvennaframboðs og Alþýðu- bandalags bókuðu hörð mót- mæli við málatilbúnaði meiri- hlutans og kölluðu hann „póli- tískar ofsóknir" í bókun sinni. Hvammsvegur: Bíll út í skurð ■ Bifreið valt út í skurð á Hvammsvegi í Ölfusi laust fyrir kl. átta í gærmorgun. Ökumað- urinn, sem var einn í bílnum, slapp ómeiddur, en töluverðar skemmdir urðu á ökutækinu. Hvammsvegur er holóttur og fulluraflausamölogertalið að bílstjórinn hafi misst vald á far- skjóta sínum, með fyrrgreind- um afleiðingum. Laxveiðiáin Skrauma til leigu: „Þú verður bara að gera tilboð“ - segir einn eigendanna, Guðmundur Jónsson bóndi ■ Áin Skrauma í Dalasýslu hefur verið auglýst til leigu í sumar, hafir þú áhuga á að vera með eigin laxveiðiá. „Það er alveg klárt mál, að hún verður leigð. Það hafa margir spurt um hana undanfarin ár,“ sagði Guð- mundur Jónsson bóndi á Ketilsstööum í Hörðadal í samtali við NT í gær, en Guðmundur er einn fimm eigenda árinnar. Skrauma er vestur undir mörkum Dalasýslu og Sríæ- fells- og Hnappadalssýslu og að sögn Guðmundar veidd- ust rúmlega 30 laxar þar árið 1983, allir fremur stórir. Ekki hafði hann nákvæmar tölur 'fyrir árið í fyrra, en taldi fjöldann hafa v'érið Svip- aðan. Veiði í Skraumu hefst undir lok júnímánaðar og lýkur eftir miðjan septem- ber. Aðspurður vildi Guð- mundur ekki nefna upphæð- ina, sem landeigendur vildu fá í leigu fyrir ána. „Þú verð- ur bara að gera tilboð," sagði hann.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.