NT

Ulloq

NT - 04.05.1985, Qupperneq 5

NT - 04.05.1985, Qupperneq 5
Laugardagur 4. maí 1985 5 ■ Silfurbikar eftir Berhd Janusch. Skagfirska söngsveitin: Afmælistónleik- armr a morgun Ítalíuferð framundan ■ Skagfirska söngsveitin á 15 ára afmæli á þessu ári og minnist þess veglega. Af- mælistónleikar verða í Aust- urbæjarbíói á morgun kl. 14.30, og skiptist efnisskráin í þrennt; Flutt verða verk eftir látin íslensk tónskáld, þá núlifandi íslensk tónskáld og loks íslensk þjóðlög. Stærsta verkið verður ný tónsmíð Gunnars Reynis Sveinsson- ar, sem sérstaklega var samin fyrir kórinn, „Kærir bræður, ha,“ við texta úr Brekkukots- annál eftir Halldór Laxness. í lok þessa ntánaðar eða þann 28. maí leggur kórinn síðan land undir fót og held- ur í söngferðalag til Norður- Ítalíu, þar sem verður sungið á 5 stöðum. Með kórnum koma fram tveir einsöngvar- ar, Guðbjörn Guðbjörns- son tenór og Halla S. Jónas- dóttir sópran. Undirleikari verður Ólafur Vignir Al- bertsson. Stjórnandi Skag- firsku söngsveitarinnar fyrstu 13 árin var Snæbjörg Snæbjarnardóttir, en núver- andi stjórnandi er Björgvin f>. Valdimarsson. Læknafélagið og Háskólinn: Námskeið í nýlíftækni ■ Námskeiðsnefnd Lækna- félags íslands og endurmennt- unarnefnd Háskólans efna til námskeiðs um sameindaerfða- fræði og ónæmisfræði að Hótel Loftleiðum í dag, laugardaginn 4. maí, og á morgun. Þar verða kynnt á aðgengilegan hátt þau undirstöðuatriði þessara fræða, sem mynda kjarna svokallaðrar nýlíftækni. Telja margir, að þessi nýja tækni sé í þann veginn að hafa mjög afgerandi áhrif á framkvæmd heilbrigðisþjónust- unnar. Námskeið þetta er hugsað sem upphitun fyrir framhalds- námskeið, sem haldið verður í Menntaskólanum við Hamra- hlíð dagana 12.-16. júní og er tengt 16. þingi Norrænu ónæmisfræðisamtakanna. Á því námskeiði flytja erindi ýmsir af helstu brautryðjendum nýlíf- tækninnar. Silfurlist í sígaunahefð ■ Rósa Táikon og Bernd Janusch, silfursmiðirnir, sem nú sýna verk sín í anddyri Norræna hússins hafa átt allan sinn lista- mannsferil í Svíþjóð, þótt hvor- ugt þeirra sé þaðan upprunnið. Rósa Taikon er sígauni, faðir hennar var fæddur í Ungverja- landi og eins og margir af hans kynþætti fluttist hann land úr landi, fyrst til Rússlands og austur í Samarkand nam hann silfursmíði. Síðan fluttist hann vestur á bóginn til Finnlands og síðar Svíþjóðar, þar sem Rósa dóttir hans fæddist. Bernd Jan- usch er hins vegar fæddur í Austurríki og eftir að hafa lokið námi í Austurríki í arkitektúr fluttist hann til Svíþjóðar og þar kynnist hann Rósu, sem varð eiginkona hans og hún kenndi honum list sína. Samstarf þeirra hefur staðið í um 20 ár. Sígaunar eiga mikla hefð í silfursmíði, sem nær allt til frumheimkynna þeirra austur á Indlandi. En eins og hún segir, „engin menningarheild stendur ein og sér heldur blandast öðr- um og þær hafa víxlverkanir hver á aðra“. Hún bendir á að víkingarnir herjuðu í austurveg og það kann að vera skýringin á því að sumt í austurlensku handverki verður kunnuglegt fyrir fólk hér á norðurslóðum, sem finnst því hafa séð eitthvað þessu líkt í gamalli heiðinni list. Hún segir því að list hennar sé ekki bara sígaunalist þótt hún beri einkenni uppruna síns. Raunar var það ekki silfur- smíðin sem í öndverðu virtist eiga fyrir henni að liggja, heldur tónlist og dans, sem hún stund- aði frá barnsaldri. Faðir hennar kenndi henni handverkið, en þegar hann var allur tók hún upp merkið. Hún er eina konan af stofni sígauna sem stundar silfursmíði á Norðurlöndunum og þótt víðar væri leitað. Lýs- ingar á gripum hennar missa marks, en full ástæða er fyrir forvitna að láta ekki undan gangast að líta við í Norræna húsinu. Eiginmaður Rósu, Bernd Janusch, á eins og fyrr segir allt annan bakgrunn. Handverkið . lærði hann af konu sinni, en verk hans hafa yfir sér annan blæ. Mörg þeirra eru gerð fyrir kirkjur; kaleikar, bikarar og stjakar, en önnur eru óður til lífsgleði og lífsnautanar, verk sem bera nöfn eins og „Losti“, „Munafull gleði“, „Lífsgleði“ og „Frjósemi". Þau hjón hafa nú farið af landi brott til Parísar, þar sem er að hefjast einstæður viðburð- ur, listahátíð sem helguð er sígaununum, og er boðið til hennar listamönnum frá 32 löndum, en það er franska menningarmálaráðuneytið sem stendur að þessari hátíð. Þar verða flestar listgreinar á dagskrá, tónlist, dans.myndlist og fleira og þar verður Rósa Taikon meðal þeirra sem sýna verk sín. Og eins og hún benti á hafa sígaunar komið víða við sögu og haft áhrif á fjölmarga sem ekki teljast til þeirra, þar má nefna ekki minni menn en Franz List og George Bizet. ■ Bern Janusch og Rósa Taikon. ■ Brjóstmen eftir Rósu Taik- on, gjöf til systur hennar, Katar- inu Taikon rithöfundar. NT-mynd Ari Njarðvík: Nýútskrifaður söngvari með tónleika ■ Símon H. ívarsson og Siegfried Kobilza halda gítartónleika á Norðurlandi í vikunni. Gítartónleikar á Norðurlandi ■ Gítarleikararnir Símon H. ívarsson og Siegfried Kobilza frá Austurríki, hafa undanfarna viku haldið tónleika víða á Austurlandi en hafa nú flutt sig yfir á Norðurland. í dag kl. 17.00 munu þeir halda tónleika í Húsavíkur- kirkju og á morgun, sunnudag, í sal Menntaskólans á Akureyri kl. 20.30. Á mánudaginn halda gítar- leikararnir tónleika í Félags- heimilinu á Ólafsfirði, sem hefj- ast kl. 21.00 og daginn eftir halda þeir tónleika í Hrísey. Miðvikudaginn 8. maí verða tónleikar í Safnahúsinu á Sauð- árkróki kl. 20.30. ■ Sigurður Pétur Bragason barítónsöngvari og Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari halda tónleika á vegum Tónlist- arskóla Njarðvíkur í Ytri-Njarð- víkurkirkju laugardaginn 4. maí kl. 16.00. Sigurður er nýkominn heim frá Ítalíu þar sem hann stundaði söngnám en hann hefur sungið á mörgum tónleikum hérlendis og erlendis. Þóra Fríða hefur stundað tónlistarnám í Þýskalandi með ljóðaundirleik að sérfagi. Á efnisskránni eru ítölsk lög og óperuaríur ásamt íslenskum lögum. BORGARNESDACAR j LAUGARDALSHÖU 2.-5. MAÍ Það verður mikið um að vera í Höllinni nú um helgina. Bæði laugardag og sunnudag verða fjölbreytt skemmtiatriði. Þingmenn Vesturlands syngja á laugardagskvöld, tískusýningar verða bæði laugardag og sunnudag og tónleikar á sunnudagskvöld. Tívolí, golf, tölvufótbolti, vörukynning, bragðprufur, matur á einstöku kynningarverði og margir lukkugestir valdir. Það er sannkölluð fjölskylduhátíð í Höllinni. Opið 13-22 laugardag og sunnudag.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.