NT - 04.05.1985, Side 9

NT - 04.05.1985, Side 9
Laugardagur 4. maí 1985 9 íslandsmótið í tvímenning: Nær Jón Baldursson að landa þeim fimmta? Hefur unnið mótið síðustu fjögur ár ■ Úrslit íslandsótsins í tví- menning hefjast í dag á Hótel Loftleiðum kl. 13.00 en þar keppa 24 pör um íslandsmeist- aratitilinn. Að sjálfsögðu verður ís- landsmeistarinn í tvímenning Jón Baldursson, meðal þátt- takenda en hann hefur unnið þetta mót síðustu fjögur ár, með þrem spilafélögum. I þetta sinn spilar Jón við þann fjórða, Sigurð Sverrisson og þeir eru til alls líklegir, enda eru þeir bæði íslands- og Reykjavíkurmeistarar í sveita- keppni, auk þess sem þeir unnu tvímenningskeppni Bridgehátíðar í vetur. Annars eru flest bestu pör landsins með í baráttunni og þau ætla sjálfsagt að sjá til þess að Jón einoki ekki þennan titil. Áhrfendur geta því. átt von á spennandi keppni á Loft- leiðum um helgina, en mótið verður spilað allan laugardag- inn fram á nótt og fyrri part sunnudags. Að mótinu loknu, um kl. 17.30, verða afhent verðlaun fyrir - öll mót sem haldin hafa verið á vegum Bridgesambands íslands í sumar. Landsliðskeppni yngri spilara Anton R. Gunnarsson og Guðmundur Auðunsson unnu forkeppni fyrir landsliðsval yngri spilara en 10 pör kepptu á því móti. Þeir fá rétt til að velja með sér par og keppa við sveit sem Ragnar Magnússon og Valgarð Blöndal mynda en þeir lentu í öðru sæti á mótinu. Þessar tvær sveitir spila 128 spila einvígi um réttinn til að spila á Norðurlandamóti yngri spilara sem haldið verður í Oðinsvéum í Danmörku í sumar. Efstu pör í mótinu urðu annars .þessi: Anton R. Gunnarsson - Guðmundur Auðunss. 162 Ragnar Magnússon - Valgarð Blöndal 151 Hermann Þ. Erlingsson - Júlíus Sigurjónsson 151 Karl Logason - Svavar Björnsson 145 Jakob Kristinsson - Stefán Jóhannesson 133 Bridgefélag Reykjavíkur Hjalti Elíasson og Þórarinn Sigþórsson unnu butlertví- menning félagsins sem var jafnframt síðasta keppni starfsársins. Röð efstu para varð þessi: Hjalti Elíasson- Þórarinn Sigþórsson 145 Rúnar Magnússon - Stefán Pálsson 142 Björn Eysteinsson - Þorgeir Eyjólfsson 134 Bridgedeild Breiðfirðinga Halldór Jóhannsson og Magnús Aðalbjörnsson voru sterkastir á lokasprettinum í butlerkeppni félagsins sem lauk s.I. fimmtudag. Þeirfengu 51 stig af 60 mögulegum í síðustu umferðunum meðan skæðustu keppinautarnir, Ali- son Dorosh og Helgi Nielsen, fengu aðeins 28. Röð efstu para varð þessi: Halldór Jóhannsson - Magnús Aðalbjörnsson 157 Alison Dorosh - Helgi Nielsen 149 Björn Árnason - Daníel Jónsson 137 Guðlaugur Karlsson - Óskar Þ. Þráinsson . . 136 Síðasta spilakvöld vetrarins verður n.k. fimmtudagskvöld en þá verður spilaður ein- menningur og verður hann öll- um opinn meðan húsrúm leyf- ir. Bridgeklúbbur Akraness Sveitakeppni Bridgefélags Akraness er nú að verða lokið og er aðeins eftir að spila eina umferð. Síðasta umferðin verður spiluð fimmtudaginn 2. maí n.k. Staðan í mótinu fyrir síðustu umferð er þessi: Sveit: st'8 1. Alfreðs Viktorssonar 205 2. Eiríks Jónssonar 209 3. Karls Ó. Alfreðssonar 177 4. Guðmundar Bjarnas. 163 5. Ólafs Guðjónssonar 155 Bridgefélag Breiðholts Þriðjudaginn 30. apríl var spilaður eins kvölds tvímenning- ur. Röð efstu para varð þéssi: 1. Henning Haraldsson - Guðmundur Magnúss. 246 2. Guðmundur Grétarsson - Árni Már Björnsson 242 3. Friðrik Jónsson - Þorsteinn Kristjánsson 234 4. Hermann Sigurðsson - Jóhannes O. Bjarnason 231 5. Baldur Bjartmarsson - Gunnlaugur Guðjónsson 224 Þriðjudaginn 7. mái hefst Firmakeppni félagsins, sem er jafnframt einmenningskeppni. Öllum er heimil þátttaka með- an riðlaskipan leyfir. Spilarar mætið vel og tímanlega. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30. Bridgedeild Skagfirðinga Sl. þriðjudag mættu 26 pör til leiks í eins kvölds tví- menningskeppni. Spilað var í tveimur riðlum. Úrslit urðu þessi: A) Björn Hermannsson - Lárus Hermannsson 238 Steingrímur Þórisson - Þórir Leifson 234 Arnar Ingólfsson - Magnús Eymundsson 231 Karólína Sveinsdóttir - Sveinn Sveinsson 229 B) Jón Hermannsson - Ragnar Hansen 128 Guðlaugur Sveinsson - Magnús Sverrisson 125 Friðrik Indriðason - Örn Þórisson 120 Meðalskor í A var 210 en 108 í B-riðli. Eins kvölds tvímenningar verða á dagskrá næstu þriðju- daga í Drangey. Öllum heimil þátttaka meðan húsrúm leyfir. Spilað er í Drangey v/Síðu- múla. Bridgefélag Kópavogs S.l. fimmtudag lauk þriggja kvölda vortvímenning hjá fé- laginu. Spilað var í tveim tíu para riðlum: Hæstu skor um kvöldið hlutu: A-riðill Haukur Hannesson - Valdimar Þórðarson 131 Þorvaldur Þórðars - Guðm. Þórðarson 129 Þorsteinn Berg - Bjarni Ásgeirsson 126 B-riðill: Ragnar Björnsson - Sævin Bjarnason 127 Óli Andreasson - Guðm. Gunnlaugss. 120 Sigríður Möller - Freyja Sveinsdóttir 118 Skúli Sigurðss. - Gísli Kjartansson 118 Úrslit í keppninni urðu eftir- farandi: Ragnar Björnsson - Sævin Bjarnason 376 Haukur Hannesson - Valdimar Þórðarson 368 Þorvaldur Þórðarson - Guðm. Þórðarson 365 Sigrún Pétursdóttir - Þórir Sveinsson 353 Guðrún Hinriksdóttir - Jón Andrésson 349 Næstu fimmtudaga verður spilaður eins kvölds tví- menningur. Allireru velkomn- ir. Guðmundur Sv. Hermannsson Samtök aldraðra: Hjálpið þeim öldruðu til að njóta ellinnar ■ Aðalfundur Samtaka aldraðra var haldinn á Hótel Esju fimmtudag- inn 28. mars s.l. Fundurinn var fjöl- sóttur og ríkti þar mikil ánægja og einhugur með starfsemi Samtakanna. Aðal umræðuefni fundarins voru byggingarframkvæmdir félagsins og þeir erfiðleikar við þær framkvæmdir sem háir vextir og verðbólga hafa í för með sér, og var eftirfarandi tillaga samhljóða samþykkt: „Aðalfundurinn samþykkir að skora á þingmenn allra flokka að styðja veitingu fjármagns til hjálpar öldruðum til að geta búið, síðustu æviárin í litlum þægilegum íbúðum með þjónustuaðstöðu og félagslegu öryggi, annaðhvort sem eignaríbúð- um eða leiguíbúðum með eignar íhlutun. Til þess að það geti almennt orðið þarf að opna möguleika fyrir „samtök aldraðra" hvar á landinu sem þau eru, til að verða aðnjótandi laga, svipuðum og verkamannabústaðirnir njóta, eða með hagkvæmum lánum, þar sem íbúarnir koma til með að kaupa sig inn í viðurkennda þjónustu- íbúð með 20-40% verði íbúðanna, en greiða svo húsaleigu að auki. Endur- sala getur svo miðast við þann hluta sem greiddur hefur verð. Þingmenn og Alþingi: Hjálpið þeim öldruðu, t.d. 65 ára og eldri til að njóta ellinnar í ánægjulegu um- hverfi og við öryggisaðstöðu. Aðeins lítill hluti þessa fólks getur veitt sér þetta við þær fjárhags- og vaxta aðstæður sem nú ríkja í þessum málum.“ Reykjavíkurborg aðstoðar samtök- in í viðleitni þeirra við að búa öldruð- um öryggi og félagslega þjónustu með byggingu þeirra 66 þjónustu- íbúða, sem nú eru í smíðum við Bólstaðarhlíð, og sendir því aðal- fundurinn eftirfarandi samþykkt til stjórnar Reykjavíkurborgar. „Aðalfundurinn samþykkir að senda borgarstjóra, skipulagsnefnd þjónustuíbúða Reykj avíkurborgar svo og borgarstjórn Reykjavíkur al- úðarþakkir fyrir veittan stuðning við Samtök aldraðra í Reykjavík með því að kosta uppbyggingu þjónustu- miðstöðvar við íbúðirnar við Bólstað- arhlíð í Reykjavík og samþykkja að starfrækja rekstur hennar fyrir þá íbúa Samtakanna, sem þar eiga eftir að eyða elliárunum. Ellilífeyrisþegum Reykjavíkur er það mikill stuðningur, bæði andlega og líkamlega, að geta átt von á áframhaldandi aðstoð við lausn íbúð- arvandamála þeirra. Með samþykkt þessari færa 680 félagar í Samtökum aldraðra fram þakkir sínar og von um samstarf í þessum málum í framtíðinni.“ Rætt var einnig um hjúkrunar og líknarmál aldraðra og samþykkt eftir- farandi tillaga í því máli: „Aðalfundurinn skorar á borgar- yfirvöld og Alþingi að ljúka við B-álmu Borgarspítalans sem fyrst. Eins og kunnugt er, er sú álma ætluð sjúku, öldruðu fólki, en á því sviði ríkir vandræðaástand í borginni." Stjórn Samtakanna skipa nú þessir félagar: Hans Jörgensson, Lóa Þorkelsdótt- ir, Sigurður Gunnarsson, Agúst H. Kristjánsson, Eysteinn Sigfússon, Guðrún Runólfsdóttir, Jón Steins- son, Þórarinn Þórarinsson. F.h. stjórnar Samtaka aldraðra, Hans Jörgensson. Landeigendur smáir og stórir GIRÐING ER VÖRN FYRIR VIÐKVÆMAN GRÓDUR Þú færð allar tegundir af GIRÐINGAEFNI í BYKO Járnstaurar, tréstaurar, gaddavír og girðinganet af öllu tagi. BYGGINGAVÖRUVERZLUN KÓPAV0GS SF SKEMMUVEGI 2 SÍMI:4100Q BYKO

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.