NT - 04.05.1985, Side 20
Laugardagur 4. maí 1985 20
tilkynningar
Auglýsing frá
ríkisskattstjóra
Athygli framteljanda, sem stunduöu sjó-
mannsstörf á árinu 1984, er vakin á því aö
með II. kafla laga nr. 9/1985 um breytingu á
lögum nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignar-
skatt hafa eftirfarandi breytingar verið gerðar
er varða frádrátt frá tekjum sjómanna:
1. Samkvæmt 4. gr. laganna.
Þeir sem stunduðu sjómannsstörf á ár-
inu 1984 og lögskráðir voru á skipum
sem skráð eru erlendis en gerð eru út af
íslenskum skipafélögum fá nú sjó-
mannafrádrátt að fjárhæð 180 kr. fyrir
hvern lögskráðan dag sem þeir teljast
stunda sjómannsstörf. Frádráttarfjárhæð
skal færa í reit 48 á skattframtali.
2. Samkvæmt 5. gr. laganna:
2.1. Þeir sem hafa á árinu 1984 tekjur af
fiskveiðum á íslenskum fiskiskipum fá
nú 12% frádrátt frá þessum tekjum í
stað 10% áður. Frádráttarfjárhæð fær-
ist í reit 49 á skattframtali.
2.2. Þeir sem höfðu laun á árinu 1984 vegna
sjómannsstarfa um borð í farmskipum,
farþegaskipum, rannsóknarskipum,
varðskipum, björgunarskipum og sand-
dæluskipum eiga nú rétt á 12% frá-
drætti frá þessum tekjum. Frádráttar-
fjárhæð skal færa í reit 49 á skattfram-
tali.
Skattstjórar munu breyta og leiðrétta
framtöl, að eigin frumkvæði, þeirra sjó-
manna sem falla undir tölulið 2 eftir því
sem upplýsingar í framtölunum gefa tilefni
til.
Skorað er á þá sjómenn er telja sig eiga rétt
á frádrætti skv. tl. 1 og jafnframt skv. tl. 2.2.
að senda nú þegartil skattstjóra upplýsingar
um lögskráningu sína á erlend skip, sem
gerð voru út af íslenskum skipafélögum á
árinu 1984, ásamt upplýsingum um tekjur af
því starfi. Aðrir sjómenn, sem falla undir tl.
2.2 og telja að upplýsingar á framtali séu ekki
fullnægjandi til að skattstjóri geti réttilega
reiknað 12% frádrátt, skulu enn fremur
senda til skattstjóra nauðsynlegar upplýsing-
ar.
Athygli ofangreindra sjómanna er enn fremur
vakin á því að þeir athugi við útkomu
álagningarskrár 1985 hvort breyting á fram-
tölum þeirra hafi réttilega verið gerð við
álagningu tekjuskatts.
Reykjavík 2. maí 1985
Ríkisskattstjóri
ra Garðleigendur í Kópavogi
Leiga á garðlöndum í Kópavogi er hafin.
Úthlutun garða fer fram í Gróðrarstöðinni
Birkihlíð, Birkigrund 1, þriðjudaga til fimmtu-
daga kl. 9:30-11:30 fram til 17. maí n.k.
Greiðsla fyrir garða er sem hér segir:
300 m2 kr. 794,00
200 m2 kr. 693,00
150 m2 kr. 556,00
100 m2 kr. 442,00
Garðyrkjuráðunautur Kópavogs
simi 46612
Dvöl í orlofshúsum Iðju
Iðjufélagar, sem óska eftir að dvelja í orlofs-
húsum félagsins í Svignaskarði, sumarið
1985, verða að hafa sótt um hús eigi síðar
en föstudaginn 17. maí.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
félagsins Skólavörðustíg 16. Dregið verður
úr umsóknum á skrifstofu félagsins 20. maí
kl. 16.00 og hafa umsækjendur rétt til að vera
viðstaddir. Þeir félagar, sem dvalið hafa í
húsunum á 3 undanförnum árum, koma
aðeins til greina ef ekki er full bókað.
Leigugjald verður kr. 2.500.00 á viku.
Sjúkrasjóður Iðju hefur eitt hús til ráðstöfunar
handa Iðjufélögum, sem eru frá vinnu vegna
veikinda eða fötlunar, og verður það endur-
gjaldslaust gegn framvísun læknisvottorðs.
Stjórn Iðju.
Skattskrár Norðurlands-
umdæmis vestra 1984.
Samkvæmt 2. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981
verða skattskrár í Norðurlandsumdæmi
vestra ásamt launaskattskrám fyrir gjaldárið
1984, lagðar fram til sýnis dagana 7.-21. maí
1985. Skattskrárnar liggja frammi á eftirtöld-
um stöðum í umdæminu:
Á skattstofunni Siglufirði, á bæjarskrifstofun-
um Sauðárkróki, í öðrum sveitafélögunum í
umdæminu, hjá umboðsmönnum skatt-
stjóra. Á sömu stöðum og tíma liggja frammi
til sýnis sölugjaldsskrár fyrir árið 1983.
skv. 27. gr. laga nr. 10/1960 um söluskatí,
sbr. 6 gr. laga nr. 33/1982. Athygli er vakin á
því að enginn kæruréttur myndast við fram-
lagningu skattskránna.
Siglufirði 3. maí 1985
Skattstjórinn í
Norðulandsumdæmi vestra.
Bogi Sigurbjörnsson.
VERÐKÖNNUN Á EINKATÖLVUM
Tölvuþjónusta sveitarfélaga óskar eftir
upplýsingum um einkatölvurog annan búnað
fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki þeirra.
Þetta er gert með það fyrir augum að ná
samkomulagi við einhvern söluaðila til að
lækka kostnað fyrir einstök sveitarfélög og fá
fram samræmingu í tölvubúnaði.
Miðað er við, að vélbúnaður geti nýtt þann
hugbúnað, sem nú er verið að semja fyrir
Tölvuþjónustu sveitarfélaga auk ritvinnslu,
töflureiknis og verkfræðilegra útreikninga.
Reiknað skal með, að afhending 50 véla
með mismunandi fylgibúnaði fari fram á 2
árum. Gögn verða afhent frá og með mánu-
degi 6. maí á skrifstofu Sambands íslenzkra
sveitarfélaga að Háaleitisbraut 11,3. hæð.
Skýringarfundur verður haldinn 7. maí 1985
kl. 15.00 í húsakynnum Sambands íslenzkra
sveitarfélaga, Háaleitisbraut 11, Reykjavík,
4. hæð.
F.h. Tölvuþjónustu sveitarfélaga.
Logi Kristjánsson.
tilkynningar
Málflutningsskrifstofa
Málflutningsskrifstofa Ragnars Aðalsteinssonar,
hæstaréttarlögmanns, sem verið hefur í Austur-
stræti 17, er flutt í Borgartún 24, 3. hæð.
Símanúmer er óbreytt 27611. Jafnframt hefur sú
breyting orðið á eignar- og rekstraraðild skrifstof-
unar, sem lýst er hér að neðan.
Frá og með 2. maí 1985 rekum við sameigin-
lega málflutningsskrifstofu að Borgartúni 24, 3.
hæð, og annast skrifstofan öll almenn lögfræði-
störf.
MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA
Ragnar Aðalsteinsson hrl.
Lilja Ólafsdóttir lögfr.
Sigurður Helgi Guðjónsson hdl.
Viðar Már Matthíasson hdl.
Borgartún 24 • Pósthólf 399 • 121 Reykjavík
Sími27611 •
atvinna óskast
Húsasmiðir
Ungan trésmíðanema vantar
sumarvinnu. Stundvís og reglu-
samur. Uppl. í síma 41340.
ökukennsla \
Ökukennsla
og æfingatímar
Kenni á Audi '82. Nýir nemendur geta byrjað
strax og greiða aðeins tekna tíma.
Æfingatímar fyrir þá sem hafa misst réttindi.
Æfing í borgarakstri. Greiðslukjör.
Lærið þar sem reynslan er mest.
Símar 27716 og 74923.
Ökuskóli Guðjóns Ó. Hanssonar.
til sölu
Gamalt sófasett til sölu 3]a sæta,
2ja sæta og einn stóll. Selst ódýrt.
Upplýsingar í síma 75587.
LAND -
ROVEREIGENDUR
Af sérstökum ástæðum eru til sölu notaðir
varahlutir í Land-Rover, drif, gírkassar og
fleira í mjög góðu lagi. Upplýsingar í síma
94-2200.
Angórukanínur
Angórul<anínur til sölu ásamt búrum og
skærum. Gott verð ef semst fljótt og vel.
Upplýsingar í síma 93-4777. Tómas.
atvinnuhúsnæði
Atvinnuhúsnæði
Óskum eftir að taka á leigu
30-40 fm atvinnuhúsnæði undir
hreinlegan atvinnurekstur.
Húsnæðiseigendur sem vildu
sinna þessu, vinsamlegast
sendið tilboð með helstu upp-
lýsingum til auglýsingadeiidar
NT merkt „Hársnyrtistofa “