NT - 20.06.1985, Qupperneq 7
Fimmtudagur 20. júní 1985 7
Guðmundur P. Valgeirsson:
Hvað er að gerast?
■ Frumvarp til laga uni fram-
leiðslu, verðíagningu og sölu á
búvörum, sem nú liggur fyrir
Alþingi var sent mér og öðrum
bændum fyrir skömmu.
Undanfarna daga hefi ég
verið að stafa mig framúr því.
Heldur gengur lesturinn seint
og mér illa að skilja þá lesn-
ingu. Svipaða sögu er að segja
af öðrum sem ég hefi spurnir
af og hafa verið að reyna það
sama og ég. - Við það létti mér
nokkuð, því ég hélt að einungis
væri um að kenna sljóum skiln-
ingi mínum hvernig til gekk.
Við þennan lestur minn hefi
ég helst komist að þeirri niður-
stöðu, að þeir sem setið hafa
við að semja þessa lagasmíði,
hafi af ráðnum hug gert þau
svo úr garði að enginn vissi
upp né niður um hvað væri
að gerast með þessum laga-
bálki og þeir sem ættu að
vinna eftir honum gætu gert
það á ýmsa vegu eftir því sem
sýndist og þeir hefðu vilja til.
Þó eru nokkur atriði, sem
verða manni skiljanleg. Aug-
ljóst er að bændur og aðrir
framleiðendur eiga ekki að
fara með málefni sín á sama
hátt og verið hefur. Það félags-
kerfi, sem þeir hafa byggt upp
um málefni sín og framleiðslu
með félagslegum hætti, er rifið
til grunna. - Þar stendur ekki
steinn yfir steini. - f fljótu
bragði er ekki annað séð en
heimaslátrun verði tekin upp
að nýju og hver fari með sinn
skrokk á neytendamarkað og
bjóði hann falan fyrir það verð,
sem um semst í það og það
skiptið, líkt og sumir kartöflu-
bændur hafi farið að með sína
framleiðslu, og þykir til fyrir-
myndar og í frjálsræðisátt. Og
í raun og veru virðist verslun
og viðskipti með landbúnaðar-
vörur færð í vargakjafta mark-
aðshyggjunnar.
Verði þetta frumvarp að
lögum, sem fyllilega má gera
ráð fyrir þar sem það er byggt
á samningum stjórnarflokk-
anna, má segja að allt vald sem
verið hefur í höndum kjörinna
fulltrúa bændasamtakanna sé
tekið úr þeirra höndum og fært
undir landbúnaðarráðherra.
Varla er að finna þá lagagrein
eða lagakafla, að þar blasi ekki
við aftur og aftur: „Ráðherra
er heimilr og „ráðherra skal“,
þannig að allt frumkvæði og
vald skal vera hjá ráðherra í
smáu og stóru. Aðrir eru og
verða eins og peð, sem hann
getur skákað fram og aftur og
kvatt til þessa og hins ef
honum sýnist svo.
Það fer ekki hjá því að sá
grunur vakni hjá manni, að allt
sé þetta með ráðum gert og
með því sé verið að búa í
haginn og í hendur á lærisvein-
um Jónasar Kristjánssonar,
Jóns Hannibalssonar, Eiðs
Guðnasonar eða einhverra
annarra álíka vinveitta bænd-
um og íslenskum landbúnaði,
þegar þeir setjast í stól land-
búnaðarráðherra. Þeirrar
stundar er ekki langt að bíða.
Þegar manni verður hugsað
til sumra þeirra manna, sem að
þessari lagagerð standa, þá
koma fram í hugann þessi orð:
„Og þú? barnið mitt Brútus" -
en því allar þessar umbúðir
utanum þennan tilgang? Því
ekki að stytta þetta margorða
frumvarp til stórra muna og
láta það hljóða svo, í einni
stuttri málsgrein: - Landbún-
aðarráðherra er falið alræðis-
vald um öll mál er íslenskan
landbúnað varðar. Hann skal
skipa fyrir um dreifingu og
sölu landbúnaðarvara, að svo
miklu leyti sem þau eru ekki í
höndum kaupsýslu- og mark-
aðshyggjumanna.
Með þeirri einföldun ynnist
margt. Bændur væru þá ekki
til trafala með þvarg sitt. Það
kæmi líka í veg fyrir óþarfa
nefndir og ráð. Það kæmi í veg
fyrir að kalla þyrfti saman
hópa málfræðinga, lögfræð-
inga og annarra sérfræðinga til
að skera úr um hvernig bæri að
skiljaþessa og hina máls- og
lagagreinina, sem annars kynni
að vefjast fvrir mörgum, þó lærð-
ir væru. Og ólíkt hefði verið fyrir
fulltrúa Stéttasambands bænda
að átta sig á frumvarpinu í því
formi á þeirri dagstund, sem
þeim var gefin til að setja sigl
inn í það og áttu að skila að
kvöldi rökstuddri álitsgerð um
það sem fyrir þá var lagt. Því
ekki nutu allir þeirra forrétt-
inda að hafa fengið að kynna
sér það fyrir Landsfund Sjálf-
stæðisflokksins, og komu því,
sumir, eins og af fjöllum. - Sá
aðstöðumunur skýrir vel þær
fréttir, sem borist hafa af
fundum, sem haldnir hafa ver-
ið úti um land, um þetta laga-
frumvarp. Þær fregnir herma,
að margir sjálfstæðismenn,
sem framarlega standa í flokki
sínum, hafi setið hljóðir undir
þeim umræðum og leitt hjá sér
að greiða atkvæði um þær
tillögur sem þar voru bornar
fram, enda ástæðulaust fyrir
þá, suma hverja, að greiða
aftur atkvæði um málið. - Þó
gæti hugsast, að einhverjir
fleiri úr þeim flokki en Kristinn
á Skarði kynnu að hafa ruglast
eitthvað í ríminu og fatast um
hugsjón sjálfstæðisstefnunnar,
í þessu máli, og ástæða væri'
fyrir fréttamann Sjónvarpsins
að veita föðurlegar áminningar
og leiðréttingu skoðana sinna,
til að koma í veg fyrir misstigin
spor.
Mér sýnist, að með þessu
frumvarpi, einsogþaðer, þásé
ekki einungis verið að staðfesta
þann dóm Jónasar Kristjáns-
sonar, að bændur séu annars-
flokks fólk og skuli meðhöndl-
ast samkvæmt því mati, heldur
engu síður hitt: Að bændur
séu dauðadæmd hjörð á „blóð-
velli þjóðfélagsins" og þeim
hafi verið kveðinn upp sá dómur
að leggja snöruna að eigin
hálsi.
Það eina, sem kann að rétt-
læta samþykkt þessa frum-
varps nú, er óttinn við næstu
ríkisstjórn, samstjórn íhalds
og krata. Þá er eins víst og að
nótt fylgir degi, að í enn ríkara
mæli verður níðst á kjörum
bænda og félagsstarfsemi
þeirra en þó er gert með þessu
frumvarpi. Undir þeim þrýst-
ingi mun það líka hafa verið
samið.
Bæ, 7. júní 1985
Guðmundur P. Valgeirsson
■ í morgun var ég áheyrandi
að því að ritstjóri Dagblaðsins
hefði fengið slæmt kast og
vanlíðan hans væri mikil. -
Mikil hörmung er hvað sjúk-
dómur hans er þrálátur. -
Skyldi ekkert ráð finnast á
þessu meini hans? - Bændur
landsins samhryggjast og votta
honum samúð sína. - Þeir
mundu margt vilja gera til að
bæta heilsufar hans, ef það
stæði í þeirra valdi.
Fyrir nokkrum árum fór
fram könnun á framferði
skólabarna. Sú könnun leiddi í
ljós, að þau börn sem fengu
litla næringu og komu svöng í
skóla á morgnana voru ergileg,
skapill og höfðu allt á hornum
sér. Með góðri morgunhress-
ingu barnanna dró mjög úr
þessu. Skyldi einhver svipuð
orsök liggja til þessa „morgun-
ergelsis" ritstjórans og þetta
áberandi garnagaul hans gæti
átt rætur að rekja til þess að
hann mæti til vinnu sinnar með
tóman maga? - Ef svo væri þá
ættu að vera til úrræði til að
bæta úr því. Svo mikið fellur
til af matvörum frá íslenskum
landbúnaði, sem erfitt er að
koma í verð, að kostnaðarlítið
væri að kanna hvort heilsa
hans skánaði ekki ef honum
væri færður staðgóður morg-
unverður úr íslenskum mat,
s.s. kjöti, skyri og mjólk, eða
öðru sem gæfi iðrafylli. Jafn-
framt yrði að sjá til þess að
maturinn færi ofan í hann,
annars kynnu að verða einhver
mistök á þeirri tilraun.
Vilja nú ekki einhverjir góð-
gjarnir menn, eða konur,
leggja lið sitt til að prófa þetta?
- Það skaðaði ekki að reyna
það. Varla gæti manninum
versnað.
Með kveðju frá bændum á
gjörgæsludeild
Bæ, 8. júní 1985,
Guðmundur P. Valgeirsson
Ætla hrakspámar um
útvarpið að rætast?
Samfélagið allt miðar að því
að toga menn til Reykjavíkur-
svæðisins. Þar eru allir alvöru
fjölmiðlar á landinu og þeir
hugsa þaðan. Þar er útgangs-
punktur alls, upphaf alls, endir
alls. Þegar ákveðnu stigi er
náð ná efnahagslögmálin yfir-
höndinni og ekkert vit er í að
fjárfesta annarsstaðar. Þegar
þú kaupirþéríbúðertunefni-
lega ekki bara að fá þér afdrep.
íbúðin er um leið líftrygging
þín - þú þarft að geta selt
hana. Þessari þéttbýlissækni
breytum við ekki nema með
markvissu átaki sem ekki síst
felst í því að fjölmiðlar dreifi
útgangspunkti sínum um land-
ið svona svipað og Ríkisút-
varpið hefur gert með Útvarp
Akureyri en sú litla deild hefur
strax fært Akureyri og Norður-
land betur inn í þjóðarvitund-
ina en áður var (lesandinn
íhugi það). Af hverju er hluti
■ Líf í borg er sennilega
vanabindandi líkt og kaffi-
arykkja.
frétta sjónvarps ekki sendur út
frá Akureyri? Hvers vegna er
ekki alvörufrétta- og dag-
skrárgerðarmaður fra sjón-
varpinu á Austfjörðum, eða á
Selfossi? Reyndar rekur hugs-
unin sig á það þegar hér er
komið að öll framþróun virðist
vera stöðvuð hjá Ríkisútvarp-
inu, en hún tók dálítinn fjör-
kipp í kringum útvarpsstjóra-
skiptin. Það hefur ekkert nýtt
gerst þar í háa herrans tíð og
dagskráin með lélegra móti.
Ætla þær hrakspár að rætast að
nýi útvarpsstjórinn sé bara
dúkka sem hafi það hlutverk
að tryggja það að nýjar út-
varpsstöðvar hafi sem mest
svigrúm? Því verður reyndar
ekki að öreyndu trúað. Markús
Örn hlýtur að bera meiri virð-
ingu fyrir sálfum sér en svo.
Lýst eftir líffræðingi
Vinur minn leitar að líf-
fræðingi. Það er víða leitað að
hæfu fólki í alls konar störf um
þvert og endilangt landið og
áfram verður barist við að
halda uppi pottþéttu mannlífi
í kringum fiskverkunarhúsin á
ströndinni því að án þeirra
komumst við ekki af.
Baldur Krístjánsson.
Málsvari frjalslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútiminn h.f.
Ritstj.: Helgi Pétursson.
Framkvstj.: Guömundur Karlsson
Markaðsstj.: Haukur Haraldsson
Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason
Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson
Taeknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson
Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavík.
Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300
Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild
686538.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaðaprent h.f.
. Kvöldsimar: 686387 og 686306
Verð f lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Askrift 360 kr.
Er nýr sendi-
herra velkominn?
■ Þetta er orðið vandræðalegt fyrir Banda-
ríkjamenn. Þegar Shultz, utanríkisráðherra
þeirra eyðir mörgum klukkustundum af sínum
tíma til þess að spjalla við Geir Hallgrímsson,
utanríkisráðherra íslendinga,um flutninga Rain-
bow Navigation fyrir varnarliðið, þá liggur
mikið við. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna
ver í það mesta tíu mínútum í kurteisissnakk af
og til á „minni háttar“ embættismenn og stjórn-
málamenn og öllum má því vera ljóst, að þegar
hann er farinn að tala við utanríkisráðherra
íslendinga klukkustundunum saman, er vanda-
mál á ferðinni.
Og þetta er hið versta mál, séð frá Washing-
ton. Flutningarnir heyra ekki undir utanríkis-
ráðuneytið, heldur varnarmálaráðuneytið, og
ef þeir herramenn fengju að ráða væri trúlega
búið að setja skip Rainbow Navigation í banana-
flutninga í kringum hnöttinn um ókomna framtíð.
Það er dagskipun í vissum deildum bandaríska
varnarmálaráðuneytisins að styggja ekki íslend-
ingana og þar eru án efa nagaðar neglur þessa
dagana.
I utanríkisráðuneytinu er þetta hins vegar
púra innanríkismál og pólitískt viðkvæmt. Lög
eru lög í landinu eins og víðast hvar annars
staðar og þar er að finna þá heimild, sem
forráðamenn Rainbow Navigation notfærðu sér.
Þeir hafa, í skjóli gamalla einokunarákvæða,
kippt til sín öllum flutningum fyrir varnarliðið
og sem meira er, seilst inn á markað fyrir annan
flutning. íslensku skipafélögin hafa misst flutn-
inga frá Bandaríkjunum og tapa nú öll meira eða
minna á þessum siglingum. Það tap síast smátt
og smátt ofan í íslenskar buddur, því vöruverð
hækkar með hækkandi faimgjöldum.
Sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, Marsh-
all Brement hefur áunnið sér traust og virðingu
þann tíma, sem hann hefur starfað hér. Hann er
nú á förum.
Allir vita, að varnarmálaráðuneytið banda-
ríska hefur yfirleitt sitt fram í deilumálum við
utanríkisráðuneytið þar í landi. íslendingar
hafa fallist á beiðni um að fjölga radarstöðvum
hér á landi og endurbætur á Keflavíkurflugvelli
af mörgu tagi. íslendingar hafa velt þessum
málum mun meira fyrir sér undanfarið en oft
áður og treysta því, að hagsmunir þeirra séu
bornir fyrir brjósti í viðskiptum við aðrar
þjóðir.
Islendingar vilja því eiga viðskipti við þá
menn, sem bera hag þeirra fyrir brjósti. Banda-
ríska utanríkisráðuneytið hefur þvælst fyrir í
þessu máli. Rétt er að senda því þau boð, sem
það skilur. Þeirra maður er nýr sendiherra, sem
hingað á að koma í stað Marshall Brements.
Það er ekkert sjálfgefið, að sá maður verði
velkominn hingað, fyrr en Rainbow Navigation-
málið verður leyst.