NT - 20.06.1985, Blaðsíða 22

NT - 20.06.1985, Blaðsíða 22
 Ólafs Gísla- sonar bikarinn ■ Þann 16. júní s.l. var leikið um Ólafs Gíslason- ar bikarinn hjá Golf- klúbbnum Keili og réðust úrslit ekki fyrr en eftir 3 manna bráðabana, þar sem Þorbjörn Kærbo varð hlutskarpastur. En úrslit urðu þannig: Án forgjafar: 1. Þorbjörn Kærbo GS. 83 högg 2. Jóhann Benediktsson GS . 83 högg 3. Knútur Björnsson GK ... 83 högg Með forgjöf: 1. Ástraður Þórdarson GR. 66 högg netto 2. GunnarStefánssonNK. 71 högg netto 3. Guðm. ófeigsson GR .. 71 högg netto Gefandi verðlauna var Ólafur Gíslason og Co. G.K. Dunlop- drengjamót ■ Dunlop drengjamót verður haldið hjá Golf- klúbbnum Keili helgina 22.-23. júní. Aldurstak- mark er 16 ára og yngri. Leiknar verða 36 holur með og án forgjafar. Þátttaka tilkynnist í síma 53360 fyrir kl. 20.00 föstudaginn 21. júní. Ræst verður út frá kl. 10.00. Æfingadagur cr föstudagurinn 21. júní. Verðlaun til mótsins gef- ur Dunlop-umboðið Austurbakki Borgartúni 20. G.K. Engin plastkort ■ í gærslitnaði uppúrvið- ræðum breskra yfirvalda og knattspyrnufor- sprakka þar í landi um svokölluð nafnspjöld eða nafnskírteini til notkunar fyrir stuðingsmenn félag- anna. Þessi kort áttu að vera liður í baráttunni við skrílslæti á knattspyrnu- völlum. Það virðist sem samkomulag um þessi mál muni ekki nást og það þar með detta út af lista mála sem til umræðu eru í baráttunni við ólæt- in. Það sem aðallega strandaði á er að knatt- spyrnufélögin eru hrædd um að missa fjöldann all- an af áhorfendum og þá sérstaklega fjölskyldu- fólk. Fimmtudagur 20. júní 1985 22 Iþróttir Álafosshlaup FRÍ: Sigurðursigraði - nokkuð örugglega í karlaflokki ■ Á sunnudaginn fór fram 2. Svandís Sigurðard. KR 65:37.1 Jóhann H.Jóhannsson ÍR 49:32.0 Álafosshlaup FRÍ 1985. 3. ÞórunnUnnarsdóttirFH 67:10.8 41-50 ára Hlaupnir voru 13,5 kílómetrar 4. Guðbjörg Haraldsdóttir 67:42.6 Sigurjón Andrésson ÍR 52:27.1 og urðu úrslitin sem hér segir: 5. Lilja Þorleifsdóttir 70:12.8 51 árs og eldri Karlar: Sigurvegarar í aldursflokkum Haukur Hergeirsson 62:47.0 mín. Karlar: Konur: 1. Sigurður Pétur 16 ára og yngri 16 ára og yngri Sigmundsson FH 42:49.2 Ásmundur Edvardss. FH 53:08.5 Helen Ómarsdóttir FH 63:01.0 2. Jón Diðriksson FH 44:44.2 17-20 ára 21-30 ára 3. Jóhann Ingibergss. FH 48:37.6 Sigurður Atli Jónsson KR 52:18.2 Sigrún Harpa Hafsteinsd. 71:36.2 4. Magnús Haraldss. FH 49:18.1 21-30 ára 31-40 ára 5. Jóhann H. Jóhannss. ÍR 49:32.0 Sigurður Pétur Svandís Sigurðardóttir KR 65:37.1 Konur: Sigmundsson FH 42:49.2 41-50 ára 1. Helen Ómarsdóttir FH 63:01.0 31-40 ára Lilja Þorleifsdóttir 70:12.8 Körfubolti: ■ Sigurður P. Sigmundsson varð hinn öruggi sigurvegari Álafosshlaupinu. NT-mynd Sverrir Stjama í bann .Khoren Oganesian, leikmaður ineð sovéska lið- inu Ararat, var góður leikmaður. En hann lét frægðina stíga sér til höfuðs og eftir að hann var farinn að aka um á nýjum Mercedes Benz og haga sér eins og stórstjarna, greip sovéska knattspyrnusambandið inn í og bannaði honum að leika knattspyrnu það sem hann á eftir ólifað. Oganesian var tengiliður og hafði leikið 25 landsleiki fyrir þjóð sína. Enginn efað- ist um snilli hans, en er hann fór að haga sér eins og prima- donna fór gamanið að kárna. Oganesian hætti að nenna að mæta á æfingar, og að sögn sovéska blaðsins Trud, varð leikur hans sífellt lé- legri. í eitt sinn kýldi hann samherja sinn á kjaftinn inn á vellinum. Öðru sinni nennti hann ekki að bíða eftir sömu flug- vél og aðrir liðsmenn, og tók sér far með vél sem fór fyrr. Þegar hann kom aftur til Armeníu tók hann rútu liðs- ins traustataki og ók heim, en skildi alla aðra eftir í reiðileysi á flugvellinum. Þá var sovéska knatt- spyrnusambandið búið að fá nóg og nú er Oganesian því hættur að leika knattspyrnu. Hann er sjálfsagt einnig hættur að aka um á Benzin- um með númerinu 08, sama númeri og Oganesian lék með á bakinu inni á vellin- Tvö unglingalið kepptu I Svíþjóð - og stóðu sig mjög vel - Tveir íslenskir leikmenn valdir í úrvalslið mótsins ■ Á vegum unglinganefndar KKÍ hafa tvö úrvalslið nýlokið þátttöku á alþjóðlegu körfu- knattleiksmóti í Stokkhólmi. Þetta mót sem heitir „Stock- holm Basket Cup“ var nú haldið Herbert í „All-Star“ liðið. . > '••-.w.- ....... 5?! ~~#ir ? ■?**&#*'** X V •í" ' t ' > -v \m1-^ V- ^T-.v' Ólæti á krikketleik ■ Bretar eiga við mikið vandamál að stríða þar sem eru skrílslæti á knattspyrnuvöllum. Vandamálið hefur nú breiðst út. í fyrradag ruddist óður múgurinn inná krikketleikvöll- inn í Hedingley í Leeds þar sem Englendingar og Ástralir voru að spila. Þegar þetta gerðist þá var staðan jöfn en ólætin trufl- uðu einn leikmanna Ástrala þannig að Englendingar unnu leikinn. Fyrirliði enska liðsins David Gower var mjög reiður eftir leikinn og sagði að þrátt fyrir að þessi læti hefðu ekki haft veru- leg áhrif á úrslit leiksins þá „var þetta eins og að sjá óða hunda ráðast að manni". Bæjarkeppni Selfoss og Keflavíkur: Ingibjörg með HSK-met Stökk 5,70 m í langstökki ■ Ingibjörg ívarsdóttir í langstökki á Vormóti HSK fyrir stuttu. Þar sigraði hún. Hún bætti um betur í bæjarkeppninni og setti HSK-met. Hún keppti sem gestur. Stökk 5,70 m. Selfyssingar sigruðu í keppninni en bærinn hefur ávallt átt að skipa góðu frjálsíþróttafólki. NT-inynd I>órmundur ■ Á sunnudaginn var haldin bæjakeppni í frjálsum íþróttum á milli Selfoss og Keflavíkur. Selfyssingar sigruðu í stiga- keppninni, hlutu 79stig en Kefl- víkingar 61. Ágætur árangur náðist í nokkrum greinum og ber þar fyrst að nefna langstökk Ingibjargar ívarsdóttur sem keppti sem gestur á móti þessu. Ingibjörg er alltaf að bæta sig og stökk á laugardaginn 5,70 metra sem er næst besti árangurinn á árinu. Aðeins Bryndís Hólm hefur stokkið lengra, 5,76. Þá vakti athygli að Ásgrímur Kristófersson sigraði Þráin Haf- steinsson íslandsmethafa í tug- þraut, í kringlukasti. Ásgrímur kastaði 47,62 metra en Þráinn 46,72 metra. Keppandi mótsins var tví- mælalaust Birgitta Guðjóns- dóttir frá Selfossi en hún sigraði í fimm greinum, 100 metra hlaupi, langstökki, kúluvarpi, spjótkasti og hún var í sigursveit Selfoss í 4x100 metra boð- hlaupi. Keflvíska íþróttafólkið setti mörg Keflavíkurmet og er greinilegt að það er á mikilli uppleið. sjötta árið í röð. Á mótinu leika lið frá mörgum löndum, bæði félagslið og úrvalslið. I ár tóku lið frá fjórum heimsálfum þátt í mótinu. Lið íslands á mótinu voru skipuð leikmönnum fædd- um 1967 og 1968, sem kepptu í fiokki liða 1966 og lið sem skipað var leikmönnum fædd- um 1970, sem kepptu við jafn- aldra sína. Eldra liðið lék eftirfarandi leiki: 1. Gegn úrvalsliði frá Iowa í USA og vann 61-48. Stigahæstir voru þeir Guðjón Skúlason með 13 stig og Teitur Örlygsson með 12 stig. 2. Gegn Sundsvall, sem er geysi- lega sterkt félagslið í þessum aldursflokki og tapaði 48-51. Stigahæstir voru Kristinn Ein- arsson með 33 stig og Magnús Matthíasson með 12 stig. Sundsvall liðið sigraði á mótinu. 3. Gegn öðru úrvalsliði frá Iowa. Islenska liðið vann 62-53. Stigahæstir voru Teitur og Jón Örn Guðmundsson með 14 stig hvor. Þetta lið lék úrslitaleikinn í mótinu gegn Sundsvall. 4. Gegn Duvbo, sænsku félags- liði. Island vann 79-45. Stiga- hæstir voru Guðjón (18) og Magnús M. (12). 5. Gegn Team Sweden, sænska drengjalandsliðinu (fæddir ’68) Þeir eru að æfa sig fyrir úrslit í Evrópukeppni drengjalandsliða í sumar. íslensku strákarnir unnu þann leik 53-48. Stiga- hæstir voru Magnús M., Guðjón og Magnús Guðfinnsson allir með 11 stig. Þessi sigur var nokkuð dýrkeyptur því að í leiknum varð Teitur fyrir því óhappi að missa framtönn í baráttunni. Sjötti leikurinn var í átta liða úrslitum mótsins, gegn Alvik (en það lið heldur þetta mót). Er skemmst frá því að segja að íslenska liðið náði sér aldrei á strik en Alvikurmenn léku á als oddi og unnu mjög óvænt 51-45. Með þessu tapi féll liðið úr mótinu. Stigahæstir voru Guð- jón og Magnús M. með tólf stig hvor. í lok mótsins voru valdir 5 bestu leikmenn í hverjum flokki og var Magnús Matthíasson einn þeirra. Yngra liðið lék einnig sex leiki í mótinu: 1. Gegn Ta Tong frá Taiwan. Island vann 58-51. Þetta var í fyrsta skipti sem Ta Tong tapar leik á þessu móti, þeir hafa unnið í þessum flokki mörg undanfarin ár. Stigahæstir voru Herbert Arnarson með 33 stig og Gauti Gunnarsson með 12. 2. Gegn Akersberga 78-18. Her- bert 22, Gauti 17. 3. Gegn Jarva 74-17. Herbert 18, Gunnar Sverrisson 10. 4. Gegn Sundsvall 86-11. Gauti 16, Herbert 14. (16 liða úrslit). 5. Gegn Söder 74-34. Steinar Adólfsson 22, Herbert 18. Þessi leikur var í átta liða úrslitum. Þessi fjögur framangreind lið eru félagslið frá Svíþjóð. 6. Gegn liði, sem kallaði sig Junior Olympics og var úrvalslið frá Memphis í Tennessee í USA. Leikurinn fór 56-50 fyrir Memphis liðið og var af flestum talinn úrslitaleikur mótsins þrátt fyrir að hann væri í fjögurra liða úrslitum. Enda vann Memphis Ta Tong í úrslitaleiknum með 20 stiga mun. Þessi leikur ís- lenska liðsins var alveg sérstak- lega góður. Stigahæstir voru Herbert (25) og Steinar (12). í þessum flokki var einnig valið svokallað „All Star“ lið og í það var Herbert Arnarson valinn, enda hafði hann skorað yfir 20 stig að meðaltali í mótinu og flest stigin þegar mest lá við. Nú eru íslensku liðin í Dan- mörku og dveljast þar við æfing- ar og keppni fram á föstudag 21. júní. Þjálfarar liðanna eru Björn Leósson og Torfi Magnússon. „Jónsmálið“ ■ Dómstóll Knatt- spyrnuráðs Reykjavíkur hafnaði áfrýjun KR-inga í svokölluðu „Jónsmáli“ sem til er komið vegna kæru Þróttar til aga- nefndar KSÍ vegna nota KR-inga á Jóni G. Bjarnasyni í leik liðanna í 1. deild. Dómstóllinn komst að þeirri niður- stöðu að hann hefði ekki lögsögu í þessu máli. KR- ingar hafa því tapað leiknum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.