NT - 26.06.1985, Blaðsíða 1
Leitin að gullskipinu á Skeiðarársandi:
Lokið við segul-
mælingar í haust
■ Leitin að hollenska
gullskipinu á Skeiðarár-
sandi stendur enn yfir.
Þessa stundina er unnið að
segulmælingum á sandin-
um, og verður notuð ný
tækni við mælingarnar.
Segulmælir er sendur á loft
með svifdreka, og næst þá
mæling á öllum sandinum.
Kristinn Guðbrandsson for-
stjóri Björgunar hf. var fyrir
austan, þegar NT hafði sam-
band við höfuðstöðvar gull-
skipsleitarmanna. Hann sagði
að ekkert yrði aðhafst í ár,
nema hvað seguimælingum
yrði lokið á öllum sandinum.
„Með því að setja segulmæl-
inn á loft fæst mæling á öllum
sandinum, jafnvel stöðum sem
við höfum ekki komist að til
þessa,“ sagði Kristinn.
Niðurstöður úr mælingun-
um verða ekki kunnar fyrr en
næsta vetur, og sagði Kristinn
að ekkert yrði aðhafst fyrr en
endanieg mæling væri fengin
af öllum sandinum.
Tjarnarskóli - einkaskóli fyrir 13*16 ára unglinga:
Hver nemandi greiðir
3.200 krónur á mánuði
Fórum
að lögum
■ „Ég furða mig á gjörðum
Davíðs Gddssonar borgar-
stjóra. Mér virðist borgar-
stjóri ekki vera vel inni í
þessum málum ef hann hefur
tekið ákvörðun um þau eftir
sjónvarpsfréttir í gær. Ann-
ars get ég lítið tjáð mig um
málið þar sem ég frétti fyrst
um gjörðir borgarstjóra er
ég kom heim af golfvellinum
áðan,“ sagði Birgir Jóhanns-
son formaður Tannlæknafé-
lags íslands í samtali við NT
í gærkvöldi.
Tilefni ummæla Birgis er
tillaga frá borgarstjóra
sem samþykkt var samhljóða
í borgarráði í gær þess efnis
að skólatannlæknum í þjón-
ustu borgarinnarskuli greidd
laun samkvæmt launataxta
sem gilti í febrúar s.l. Jafn-
framt skulu gerðar leiðrétt-
ingar á greiðslum til Iækn-
anna fyrir mars og apríl í
samræmi við þetta.
Tannlæknafélag íslands
tók sér það bessaleyfi í vetur
að fá Hagvang til að reikna
út hækkun á taxta sínum hjá
borginni þar sem Hagstofa
íslands neitaði að reikna
hana út. Þetta gerði félagið í
samráði við lögfræðingana
Guðmund Ingva Sigurðsson
og Benedikt Sigurjónsson og
telur sig þ.a.I. hafa farið
fullkomlega að lögum og
samningum þeim við Trygg-
ingastofnun ríkisins.sem far-
ið hefur verið eftir við út-
reikninga.
Björn Friðfinnsson fram-
kvæmdastjóri lögfræði- og
stjórnsýsludeildar borgar-
innar sagði í gær að þetta
væri spurning um túlkun á
kjaradómi. I samningunum
segi að Hagstofan skuli
reikna út launahækkanir
tannlækna og því séu út-
reikningar Hagvar|gs ekki
marktækir. Ef samningar
milli borgar og tannlækna
náist ekki verði að fá dóm-
stólsúrskurð í málinu.
Tann>
lækna-
félag
íslands:
í skólagjald
■ Einkaskóli fyrir unglinga á
grunnskólaaldri tekur til starfa í
haust. Innritun nemenda er þeg-
ar hafin. Skólagjöld eru 3200
krónur á mánuði fyrir hvern
nemanda. Skólagjöldin verða
notuð tii þess að greiða rekstrar-
og stofnkostnað við skólann.
Örlygur Geirsson skrifstofu-
stjóri hjá menntamálaráðuneyt-
inu sagði í samtali við NT í gær
að heiinilt væri samkvæmt
grunnskólalögum að stofna
einkaskóla. Sömu lög fela í sér
heiinild til þess að ríkið veiti
styrk til skólans. Örlygur sagði
að sótt hefði verið um siíkan
styrk og væri sú umsókn enn til
meðferðar, en ráðuneytið mun
beita sér fyrir því að umsóknin
verði afgreidd.
Kennarar hafa ekki verið
ráðnir við skólann enn þá, en
fimm stöðugildi verða, þar sem
um kennslu er að ræða.
Forstöðumenn Tjamarskóla,
en svo heitir skólinn, eru tveir
kennarar. Þær Margrét Theó-
dórsdóttir og María S. Héðins-
dóttir. María sagði í samtali við
NT í gær að skólinn yrði til húsa
í gamla Miðbæjarskólanum. Þar
verður aðstaða í fjórum kennslu-
stofum. „Það verða ekki
teknir inn fleiri nemendur en
hundrað. Þá er einnig tak-
markaður fjöldi í hverjum bekk
og miðast hann við 25 nemend-
ur.“ Þá sagði María að skólinn
yrði að mörgu leyti frábrugðinn
því sem vanalegt væri í grunn-.
skólum, og yrði kennslan miðuð
við að tengja atvinnulífið og
námið fastari böndum.
María var innt eftir því hvort
skóli þar sem skólagjald væri
30.000 krónur á ári væri ekki
vísir að skóla fyrir börn þeirra
foreldra sem betur væru efnum
búnir. „Svo gæti virst í fyrstu,
en ef við lítum á hversu dýr
þjónusta almennt er orðin þá
telst þetta ekki dýrt. Foreldrar
eru almennt tilbúnir til þess að
fjárfesta í menntun barna
sinna,“ sagði María.
Sigurvegarinn í forkeppni
Face of the 80’s
Dyggðum prýddur
ogsannkallaðfeis
■ Lilja Pálmadóttir, 18 ára
Reykjavíkurmær, var í gær
valin sigurvegari í forkeppni
Face of the 80’s sem Vikan
og Ford Models í Bandaríkj-
unum standa fyrir hér. Þar
með verður hún fulltrúi ís-
lands í aðalkeppni Face of
the 80’s sem fer fram í
Bandaríkjunum í janúar á
næsta ári.
Lilja kvaðst vera mjög
ánægð með sigurinn í samtali
við NT. Henni þótti keppnin
hafa verið spennandi enda
hefur hún aldrei tekið þátt í
neinu þessu líku áður.
Rósa María Vogfjörð, 18
ára Garðbæingur, varð önn-
ur og þar með varamaður
Lilju í keppninni í Banda-
ríkjunum á næsta ári..
Sigurvegarinn í forkeppn-
inni fær í verðlaun ferð til
Bandaríkjanna eftir næstu
áramót og að taka þátt í
aðalkeppni Ford Models.
Sigurvegari í aðalkeppn-
inni á næsta ári fær hins
vegar jafnvirði tíu milljóna
íslenskra króna og þriggja
ára starfssamning við eitt
þekktasta, virtasta og stærsta
umboðsfyrirtæki í heimi.
■ Sigurður Hreiðar, ritstjóri Vikunnar, og einn forráðamanna keppninnar hér kvað
sigurvegarann þurfa að vera dyggðum prýddan; hafa fallegt andlit, vera grannur, myndast vel
og vera góður í samstarfi við td. Ijósmyndara. Lilja Pálmadóttir taldist þessum dyggðum
best prýdd af keppendunum sex.NT-mynd: Ami Bjama
Reynir Pétur:
Göngunni
lokið
■ Hringferð göngugarpsins sí-
káta, Reynis Péturs Ingvarssonar
lauk í gær á Selfossi með veglegum
hátíðarhöldum, skipulögðum af
bæjarstjórn og Ungmennafélagi
Sclfossbæjar.
Reynir kom að Kögunarhóli um
fimmleytið og beið hans þá mikill
mannfjöldi, sem fylgdi honurn þá
5 kílómetra sem hann átti eftir
ófarna aðbænum. Hátíðardagskrá
fór svo fram á Tryggvatorgi, lúðr-
asveit lék, og Ingi Ebenhardsson
forsetL-bæjarstjórnar flutti ávarp
um leið og hann færði Reyni Pétri
fjárframlag Selfossbæjar. Auk
þcss voru Reyni Pétri afhentar
margskonar gjafir og fjárframlög.
Dagskránni lauk svo með því að
Reynir sat kvöldverð á Inghóli í
boði bæjarstjórnar og var að sögn
viðstaddra alveg í skýjunum með
konunglegar viðtökur.
Nýja Bílasmiðjan hf.:
Segir öll-
um upp
■ Nýja Bílasmiðjan hf.
í Reykjavík neyðist til að
segja öllum starfsmönn-
um fyrirtækisins upp
vegna kaupa Reykjavík-
urborgar á 20-30 Scania
Vabis strætisvögnum frá
Svíþjóð.
Þetta kont fram í bréfi
sem Nýja Bílasmiðjan
sendi borgaryfirvöldum
og var tekið fyrir á borg-
arráðsfundi í gær. Scania
Vabis vagnarnir eru seld-
ir með yfirbyggingu en
Nýja Bílasmiðjan hefur
smíðað slíkar yfirbygg-
ingar á þá Volvo-vagna
sem hafa hingað til verið
keyptir til landsins.