NT - 26.06.1985, Blaðsíða 19

NT - 26.06.1985, Blaðsíða 19
 tilkynningar < Lyfsöluleyfi er forseti íslands veitir Lyfsöluleyfi Akranessumdæmis (Akraness Apótek) er auglýst laust til umsóknar. Fráfarandi lyfsali er heimilaö að neyta ákvæða 11. gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982 varðandi húsnæði lyfjabúðarinnar og íbúð lyfsala (húseignin Suðurgata 32) Verðandi lyfsali skal hefja rekstur lyfjabúðar- * innar 1. janúar 1986. Umsóknir um ofangreint lyfsöluleyfi skulu hafa borist heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu fyrir 25. júlí n.k. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 25. júní 1985 Psoriasis sjúkiingar! Ákveðin er ferð fyrir psoriasis sjúklinga 14. ágúst n.k. til eyjarinnar Lanzarote.á heiisu- gæslustöðina, Panorama. Þeir sem hafa þörf fyrir slíka ferð, snúi sér til húðsjúkdómalækna og fái vottorð hjá þeim. Sendið það merkt nafni, heimilisfangi, nafn- númeri og síma til Tryggingastofnunar ríkis- ins, Laugavegi 114, 3. hæð. Umsóknir verða að berast fyrir 1. júlí. Tryggingastofnun ríkisins. Frá Bæjarsjóði Selfoss Eigendur fasteigna í Selfosskaupstað, sem enn skulda fasteignagjöld, eru beðnir um að greiða fasteignagjöldin fyrir 20. júlí 1985. Ógreiddar skuldir verða þá innheimtar með uppboðsaðgerðum samkvæmt heimild í lög- um nr. 49 frá 1951 um sölu lögveða án undangengis lögtaks. Bæjarsjóður Selfoss. UMBOÐSMENN VANTAR Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM: ísafirði, Sandgerði og Grindavík. Upplýsingar gefur Kjartan Ásmundsson í síma 91-686300. Miðvikudagur 26. júní 1985 19 Útlönd Kynf ræðsla í gegnum síma vinsæl á Spáni Fyrsta símakynfræðsla í Evrópu Madrid-Reuter ■ Rúmlega 12.000 manns not- færðu sér kynfræðslusímaþjón- ustu á Spáni í fyrra, á fyrsta ári starfseminnar, að því er for- stöðumaður þjónustunnar, Dr. Juan Antonio Nunez, segir. Nunez sagði blaðamönnum að þetta væri í fyrsta sinn sem Spánverjum byðist slík hjálp í kynlífí sínu og að menn hefðu hringt bæði daga og nætur með vandamál cins og bráð sáðlát, þungun og sjálfsfróun. Pjónustan sem gengur undir nafninu „Sex Inform", þ.e. Shanghai: 130.000 ekklar í eigin- konuleit Peking-Reuter ■ Kínafréttastofan hefur skýrt frá því að um 130.000 ekkjumenn í Shanghai hefðu leitað til hjóna- bandsmiðlunar sem sér- staklega hefði verið stofn- uð fyrir gamalmenni. Talsmenn hjónabands- miðlunarinnar kvarta yfir því að illa gangi að finna unnustur handa ekkju- mönnunum. Enginn hörg- ull sé á ekkjum en þær sýni ekklunum lítinn áhuga. Ekkjurnar séu nefnilega flestar vel menntaðar en ekklarnir séu aðallega lítið menntaðir. Ekklarnir eru sagðir vera á öllum aldri. Peir elstu rúmlega áttræðir. „kynupplýsingar" hóf starfsemi sína 1. júlí í fyrra og naut styrks frá atvinnumálaráðuneytinu. Þjónustan er opin 10 klukku- stundir á sólarhring og starfslið- ið samanstendur af kynlífs- fræðingum, félagsráðgjöfum og sálfræðingum. Nunez sagði að símtöl hefðu einnig borist frá Frakklandi, Vestur-Þýskalandi og Svíþjóð. Þjónustan væri raunar fyrsta sinnar tegundar í Evrópu en þeir sem hringdu væru einungis spurðir um aldur og heimabæ. Karlar væru duglegri í að nota sér þjónustuna en konur, rúm- lega þriðjungur símtalanna hafi verið frá körlum og flestir væru á aldrinum 21 til 30 ára. Sá yngsti sem hafi hringt hafi verið 9 ára gamall drengur. Algengustu vandamálin væru í tengslum við þungun og getn- aðarvarnir. Þeir sem þjáðust af líkamlegum kvillum væri vísað til lækna. ■ Þóll Spánverjar séu þekktir fyrir áslriðuþunga sinn og áslleitni eiga þeir við kynlífsvandamál að striða ekki síður en aðrar þjóðir. Uganda: Forsetinn með allt á hreinu - hefur boðið Amnesty International í heimsókn Kampala-Reutcr ■ Milton Obote, forseti Ug- ásakanir samtakanna uni að anda, hefur boðið mannréttinda- grimmúðlegar pyntingar fari samtökunum Amnesty Interna- fram í landinu. tional í heimsókn til að ræða Hann sagði blaðamönnum að tilboð sitt til samtakanna um samvinnu í mannréttindamálum stæði enn og að ríkisstjórnin væri reiðubúin til að taka á móti annarri sendinefnd frá sam- tökunum. Talsmenn Amnesty Interna- Þessi mynd var tekin á meðan lögreglugyltan Louise var cnn í náðinni. Nú vilja lögregluyfirvöld losa sig við hasssvínið því að þau álíta að lögreglusvín skaði ímynd lög- reglunnar. Vestur-þýskir Græningjar: Lögreglusvín í stað lögregluhunda Hannover-Reuter ■ Græningjar hafa hvatt lög- regluyfirvöld í Vestur-Þýska- landi að verða sér úti um hass- svín og varðsvínasveitir í stað hasshunda og varðhundasveita. Juergen Trittin í flokki Græningja á þinginu í Syðra- Saxlandi hvatti tii þessa eftir að eiturlyfjalögreglan í Hannover ákvað að losa sig við lögreglu- gyltuna í Louise sem var sér- staklega þjálfuð til að þefa uppi hass, þar eð hún kæmi slæmu orði á lögregluna. Trittin sagði að lögregluyfir- völd ættu að hugsa sig betur um áður en hassgyltan Louise yrði rekin. Það væri mun viturlegra að notast við svín en yfirmáta árásargjarna og heimska þýska fjárhunda. Trittin lagði ennfremur til að lögreglan yrði sér úti um varð- svínasveit í stað varðhunda- sveita, þar eð lögreglusvínin myndu aldrei ráðast á þátttak- endur í mótmælaaðgerðum eins og hinir grimmúðlegu og blóð- þyrstu þýsku fjárhundar gerðu. tional ásökuðu herinn í Ug- anda í síðustu viku um að hertaka og pynta þúsundir borgara og sögðu að fjöldi manns hefði horfið inn í her- mannaskála og óttast væri að niargir hefðu verið drepnir. Obote sagði að enginn mætti halda áfram að útbreiða þá lygi að ríkisstjórnin hefði ekki áhuga á mannréttindum, þjóð- inni í Uganda og lýðræðisleg- um stofnunum. Öryggisvörðum væri bannað að fremja glæpi og þeir sem hefðu verið ákærðir um slíkt hefðu komið fyrir rétt og nokkrir hefðu verið handteknir vegna ásakana Amnesty International. Obote vildi heldur ekki viður- kenna að stjórnarherinn hefði brotið á bak aftur árás skæruliða á herstöð í Magamaga og að skæruliðar hefðu ráðist á her- stöð í Jinja í fyrradag. „Það var engin svokölluð skæruliðaárás á stöðina í Magamaga. Það var ekkert barist í Magamaga eða í Jinja. Ekkert herlið var flutt frá Kampala til Jinja. Það urðu engar umferðartafir og lögregl- an hvatti búðareigendur ekki til að loka búðum sínurn." Herinn í Uganda hefur hvað eftir annað verið ásakaður um gripdeildir, rán og morð á undanförnum árum. Erlendir sendiráðsmenn í Uganda segja að Obote forseti hafi litla stjórn á hernum sem sé agalítill. Marg- ir sendiráðsstarfsmenn hafa svo litla trú á her og lögreglu Ug- anda að þeir sofa með vélbyssur við rúmstokkinn reiðubúnir til að verja hendur sínar ef ráðist ve{ður á þá.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.