NT - 26.06.1985, Blaðsíða 3

NT - 26.06.1985, Blaðsíða 3
 Miðvikudagur 26. júní 1985 ■ Málflutningi í Skaftamálinu lauk í Hæstarétti í gær. Harðar ásakanir flugu á báða bóga. Verjendur lögregluþjónanna sökuðu ríkissaksóknara um einhliða málflutning og ríkissak- sóknari sakaði verjendurna um óeðlileg vinnubrögð. Sagði hann starfsaðferðir þeirra Veriendurn- Skafta- iri málinu: Sveinn taldi að ekki bæri að ásaka lögregluþjónana fyrir vísvitandi líkamsárás, eins og ríkissaksóknari taldi. Sveinn sagði að brotið nef Skafta hafi ekki ólagast og að Skafti hefði ekki þurft að leita læknis af þeim ástæðum. Svala Thorlacius, verjandi Sigurgeirs Arnþórssonar lög- regluþjóns gerði handtöku Skafta Jónssonar að aðalefni í sínum málflutningi. Hún sagði að Skafti hefði verið æstur og því hefðu það verið eðlileg við- bröð lögregluþjónanna að handjárna hann. Verjendur erlendra atvinnuglæpamanna „Verjendurnir í þessu máli hafa lært af erlendum kollegum ■ Þessir menn dæma í Skaftamálinu. Frá vinstri Guðmundur Jónsson, Magnús Thoroddsen, Björn Sveinbjörnsson forseti dómsins, Halldór Þorbjörnsson og Guðmundur Skaptason.NT-mynd: SvcrHr Eins og verjendur erlendra atvinnuglæpamanna - sagði Þórður Björnsson ríkissaksóknari líkjast aöfcrðum erlendra kollega þeirra sem verðu harð- svíraða atvinnuglæpamenn. Dablöðin rugla dómgreind lesendanna „Umfjöllun dagblaðanna á þessu máli er ljóður á íslenskri blaðamennsku,“ sagði Sveinn Snorrason í Hæstarétti í gær. Sveinn er verjandi Jóhanns Val- björns Ólafssonar, sem ákærður er í Skaftamálinu. Sveinn Snorrason sagði dag- blöðin hafa ruglað dómgreind lesenda sinna og að hafa komið á framfæri málum þeirra sem standa að baki ákærunni. sínum, verjendum erlendra at- vinnuglæpamanna," sagði ríkis- saksóknari Þórður Björnsson um verjendurna í Skaftamálinu. Þórður gagnrýndi þá harðlega fyrir þungar ásakanir og svívirð- ingar í garð kærenda. Þórður sagði þessa varnarhætti nýjung hér á landi og vonaði hann að ekki yrði framhald þar á. Verjendurnir gagnrýndu Þórð Björnsson fyrir að hafa ekki gætt fyllsta hlutleysis eins og skylda ríkissaksóknara er í málum sem þessum. Einnig töldu verjendur að ekki væri komin nein sönnun á sekt ákærðu. Þórður Björnsson dró þá saman nokkrar staðreyndir sem hann sagði sannar og studdar framburði vitna. Það helsta í máli Þórðar var að Skafti hafi verið ódrukkinn þetta kvöld og að þau hjónin hafi verið að fara heim þegar lögreglan kom á vettvang. Þórður taldi það einnig ljóst að Skafti hafi verið alheill þegar hann var settur í lögreglubílinn, en hafi komið blóðugur og nefbrotinn út úr honum. Orðrétt sagði Þórður: „Ég tel því að komin sé lögfull sönnun þess efnis að ákærði Guðmundur Baldursson hafi með eigin hendi valdið þessum áverka og sé því hinn mikli bölvaldur í þessu máli.“ „Hafið hugfasta myndina af manninum...11 í málflutningi sínum nefndi Þórður fjölda ákæra á hendur lögreglumanna fyrir vanrækslu í starfi á síðustu 10 árum. Sagði hann Skaftamálið því miður ekki einstakt. í máli Þórðar kom fram að á síðustu 10 árum hafi 17 lögreglumenn verið kærðir fyrir afglöp í starfi. í lok máls síns hvatti Þórður Björnsson ríkissaksóknari Hæstarétt til að íhuga dóm sinn vandlega og hafa í liuga mynd- ina af Skafta þar sem hann liggur á grúfu handjárnaður með hendur fyrir aftan bak. Ofaná Skafta krýpur lögreglu- þjónn og heldur honum föstum með því að krjúpa og ýta öðru hnénu í mjóhrygg mannsins og halda með annarri hendinni í hár hans og keyra síðan andlit hans þrásinnis í gólf lögreglubifreið- arinnar. Dómur í málinu verður að öllum líkindum birtur í lok næstu viku. Blaðamenn fá kauphækkun ■ Kauptaxtar Blaða- mannafélags íslands hækkuðu um 7% í gær og þeir hækka um önnur 7% 1. september, samkvæmt samkomulagi BÍ og Félags íslenska prentiðnaðarins. Félag bókagerðar- manna og Félag prentiðn- aðarins komust að sams konarsamkomulagi ígær. Hækkanir þessar koma í kjölfar nýgerðs kjara- samnings ASI og VSI. Norrænt áhugaleikhúsfólk: Um alþjóðlega fjölmiðlun ■ Ráðstefna Norræna áhugaleikhúsráðsins var haldin í Þórshöfn í Færeyj- um fyrir skömmu. Á ráð- stefnunni var fjallað um hinar fámennu norrænu þjóðir með tilliti til alþjóð- legrar fjölmiðlunar. Líf- legar umræður voru á ráð- stefnunni og urðu menn á eitt sáttir um að finna þyrfti leiðir til að beisla hina nýju fjölmiðlatækni og læra að beita henni í þágu alþjóðlegrar menningar landa sinna. Ljóst er hins vegar að ntyndbönd og sjónvarp um gervihnetti hefðu áhrif á aðsókn í leikhús, en ráðstefnan taldi það ein- ungis vara um tíma, þar sem slíkt getur aldrei kom- ið í staðinn fyrir leikhúsið sjálft. Starfsemi Norræna áhugaleikhúsráðsins hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum. Næsti aðalfundur verður haldinn í Reykjavík í júnílok 1986. Týndi Belgíumaðurinn: „Líklega á leið norður í land“ -sagðiValg eir Guðmundsson lögreg/uþjónn Hvo Isvelli Bensín hækkar um 16,5 %: Lítrinn kostar nú31,10krónur - þar af fær ríkiskassinn 17,90 kr. ■ Belgíski ferðamaðurinn sem lögregla um allt land svipast eftir, hefur enn ekki komið í leitirnar. Eins og lesendum NT er kunnugt Kópavogur: Valteftir árekstur ■ Harður árekstur vúrð í gærmorgun, rétt eftir klukkan tíu, á mótum Borgarholtsbrautar og gamla Hafnarfjarvegarins á Kópavogshæðinni. Sam- an rákust sendibifreið og jeppi með þeim af- leiðingum að jeppinn valt. Tvennt var í jeppanum, og var farþegi fluttur á slysadeild. Meiðsli reynd- ust óveruleg. Jeppinn skemmdist mikið, og varð að flytja hann burt með kranabifreið. týndist maðurinn um helg- ina í nágrenni við Þórsmörk, og fór fram víð- tæk leit að honum. Slóð mannsins var rakin að þjóðvegi við Rangárvelli á Suðurlandi. NT auglýsti í gær eftir manninum að ósk lögreglu á Hvolsvelli og sagði Valgeir Guðmundsson lögreglumaður á Hvolsvelli í samtali við NT í gær að víða hefðu borist upp- lýsingar um ferðir mannsins. „Hann sást í Borgarnesi, og var þar að því er við teljum um að ræða sama manninn. Þá hefur fólk einnig talið sig sjá hann í Njarðvík og á Akur- eyri. Það er okkar trú að hann sé á leið norður í land á puttan- um,“ sagði Valgeir. Belgíumaðurinn er svart- hærður, um það bil 1,80 m á hæð og dökkklæddur. Hann er á aldrinum 22-26 ára gamall. „Það er nauðsynlegt að finna manninn, þó ekki sé nema til þess að hann viti hverju til var kostað við leit að honum, sem hefði verið óþörf ef hann hefði breytt eins og ferðamenn eiga sagði Valgeir. að gera,“ ■ Verðlagsráð samþykkti 16,5% verðhækkun á bensíni á rúmlega tveggja klukkustunda löngum fundi í gær. Bensínlítr- inn kostar því 31,10 kr. frá og með deginuin í dag, en í gær kostaöi hann 26,70 kr. Fjórir fulltrúar VSÍ, Verslunarráðsins, Sambandsins og formaður Verð- lagsráðs samþykktu hækkun- ina, fulltrúar launþega greiddu atkvæði gegn henni og fulltrúar Hæstaréttar sátu hjá. Olíufélög- in höfðu farið fram á hækkun upp í 31,90 kr. Hækkun bensínlítrans að þessu sinni er 4,40 kr. og þar af renna 2,26 kr. til ríkisins vegna hækkunar opinberra gjalda. Ríkissjóður fær nú 17,90 kr. í sinn hlut af verði hvers lítra, eða 57,5%. Innkaupsverð hvers lítra er aftur á móti aðeins 9,04 kr. Á innkaupajöfnunarreikn- ing olíufélaganna fara 60 aurar eftir hækkunina. Aðrar hækkanir á olíuvörum voru ekki leyfðar. AJmannatryggingar hækka um 7,5%: Óskertar einstaklingsbæt ur í 14.539 kr. á mánuði ■ Bætur almannatrygginga munu hækka um 7,5% frá 1. júlí n.k. Elli- og örorkulífeyrir ein- staklinga ásamt fullri tekju- tryggingu fer þá upp í samtals 12.334 krónur á mánuði en hjá hjónum í 21.398 kr. Barnalíf- eyrir og mæðralaun með einu barni verða samtals 4.983 kr. á mánuði, með 2 börnum 11.156 kr. og með þrembörnum 18.111 krónur á mánuði. Fæðingar- orlof verður 22.369 krónur. Jafnframt mun frítekjumark hækka um 30% frá sama tíma. Samkvæmt því munu aðrar árs- tekjur einstaklings upp að 54.170 kr. ekki skerða tekju- tryggingu. Samsvarandi tala hjá hjónum er 75.830 krónur á ári. Upphæðir einstakra bótaflokka verða sem hér segir frá 1. júlí: Elli- og örorkulífeyrir kr. 5.003 Hjónalífeyrir kr. 9.005 Fuil tekjutr. einstakl kr. 7.331 Full tekjutr. hjóna kr. 12.393 Heimilisuppbót kr. 2.205 Barnalífeyrir vegna 1 barns kr. 3.063 Mæðralaun vegna 1 barns kr. 1.920 Mæðralaun vegna 2 barna kr. 5.030 Mæðralaun vegna 3 barna kr. 8.922 Ekkjubætur 6 mán. og 8 ára kr. 6.269 Ekkjubætur 12 mánaða kr. 4.701 Fæðingarorlof kr. 22.369 Vasapeningar samkv. 19. gr kr. 3.084 Vasapeningar samkv. 51. gr kr. 2.592

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.