NT - 26.06.1985, Blaðsíða 21

NT - 26.06.1985, Blaðsíða 21
Miðvikudagur 26. júní 1985 21 Utlönd Viðskiptabann á Líbanon vegna flugvélarránsins? - Reagan íhugar leiðir til að þrýsta á flugvélarræningjana Washinglon-Reuter ■ Að sögn talsmanns Hvíta hússins í Bandaríkjunum íhugar Ronald Reagan forseti Banda- ríkjanna nú hvort viðskiptabann á Líbanon og annar þrýstingur gæti orðið til þess að flugvélar- ræningjarnir neyddust til að láta fimmtíu Bandaríkjamenn lausa. Larry Speakes talsmaður Hvíta hússins sagði að í fyrradag Portúgal: Soares segir afsér Búist við nýjum kosningum Lisabon-Reuler ■ Mario Soares forsætisráð- herra Portúgals fór í gær á fund Antonio Ramalho Eanes for- seta og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, eða þá ráðherra sem enn áttu sæti í stjórninni. Búist er við því að Eancs forseti muni skýra í dag frá þeirri ákvörðun sinni að leysa upp þingið og boða til nýrra kosn- inga. Soares skýrði upphaflega þeirra fyrirætlun sinni að segja af sér strax 13. júní síðastliðinn þegar sósíaldemokratar sögðu skilið við sósíalistasstjórn hans. Sósíaldemokratar leggja mikla áherslu á að kosningar verði haldnar sem fyrst en kjörtíma- bilinu lýkur ekki fyrr en árið 1987. Forystumenn sósíalista- flokksins hafa látið í ljós þá skoðun sína að kosningar beri að forðast ef mögulegt sé og segjast telja að sósíalistar ættu að reyna að mynda nýja stjórn þar sern þeir séu stærsti stjórn- málaflokkur landsins. Sósíaldemokratar ásaka sósíalista um að reyna að halda völdum með öllum tiltækum ráðum. Þeir segjast tilbúnir til að styðja bráðabirgðastjórn fram að kosningum en ekki til að styðja slíka stjórn til lengri tíma. Kommúnistar hafa einnig látið í ljós vilja til að sitja í bráðabirgðastjórn fram að kosningum ef þeir verði fljót- lega en þeir segjast ekki vilja lappa upp á núverandi stjórn. hefði Reagan beðið öryggisráð- gjafa sína um tillögur um að- gerðir sem gætu aukið þrýsting á þá sem héldu bandarískum ríkisborgurum í gíslingu og þá sem styðja hryðjuverkamenn. Nú væri m.a. verið að athuga hvort Bandaríkjamenn ættu að stöðva útflutning á vörum og þjónustu til Líbanons og hvort þeir ættu að loka flugvellinum í Beirút. Bandaríkjamenn telja sig geta lokað Beirútflugvelli án þess að grípa til valdbeitingar en þeir hafa ekki viljað lýsa því nánar hvernig þeir hafa í hyggju að gera það. Flugvélarræningjarnir sem halda Bandaríkjamönnunum í gíslingu eru shita-múhameðstrú- armenn sem hafa einna öflug- asta vopnaða liðið í Líbanon. Flugvélarræningjarnir krefjast þess að ísraelsmenn láti lausa rúmlega 700 manns, aðallega shita, sem þeir hafa í haldi. Nabih Berri einn helsti leið- togi shita og ráðherra í stjórn Líbanons hefur gefið í skyn að samningaumleitanir um frelsun Bandaríkjamannanna kunni að taka langan tíma. Hann sagði við fréttamenn í gær að það væru nú ýmsar hugmyndir uppi um hvernig leysa mætti þetta mál og að engin sérstök tíma- setning væri sett fyrir lausn þess. Speakes talsmaður Hvíta hússins sagði í gær að hugsan- legar efnahagsaðgerðir yrðu ekki einungis bundnar við Líb- anon heldur kæmi einnig til greina að beita írana og Líbýu- menn efnahagsþrýstingi þarsern stjórnir þessara þjóða hafa verið ásakaðar um að styðja hryðju- verkamenn. Vélmenni dregið fyrir dómstóla Edinborg-Rcutcr ■ Yélmenni með svartan hatt og bindi var dregið fyrir rétt í Edinborg í gær eftir að hafa gengið berserksgang í veitingahúsi sem hafði ráðið það til að bera frain vín. Eftir aðeins einnar klukku- stundar vinnu í veitinga- húsinu missti vélmennið stjórn á sér, æddi um, velti húsgögnum og hellti niður víni. Það hræddi viðskipta- vinina og hellti niður vínglasi í æðinu. Daginn eftir var vélmenn- ið enn óstöðugt þannig að það gat ekki haldið á vínglös- um og að lokum féll hausinn af því í kjöltu eins viðskipta- vinarins. Fyrirtækið, sem seldi veit- ingahúsinu vélmennið fyrir 4.887 pund, kærði eigendur veitingahússins fyrir svik þegar þeir neituðu að greiða vélmennið. Veitingahússeig- endurnir segjast ekki vilja greiða fyrir vélmennið fyrr en það verði orðið nothæft við þjónustustörf. Til að sanna mál sitt um að vélmennið sé ekki húsum hæft drógu þeir það með sér sem sönnunargagn þegar málið var tekið fyrir í Edinborg í gær. Bangladesh: Milljónir manna á flæðiskeri Dhaka-Rcuter ■ Allt að því ein og hálf milljón manns er hætt komin vegna nýrra flóða í Bangladcsh. Margir hafa búið um sig á hæð- um og húsþökum matarlitlir. Stjórnvöld óttast hungursneyð og sjúkdómsfaraldur en segjast lítið geta gert til að hjálpa fólkinu. Lögregla og her hefur bjargað meira en 20.000 fjölskyldum á flóðasvæðunum í norður- og austurhluta landsins en á margra staði er alls ófært og ekki hægt að koma hjálpargögnum til fólks á þeim. Tiltölulega fáir hafa drukkn- að í þessum flóðum. Að sögn lögreglu var aðeins vitað um 25 Elsta handrit á Englandi selt I London-Reuter ■ Elsta handrit, sem vitað er um á Englandi var selt á uppboði í gær fyrir 82.500 pund. Handritið er frá því á sjö- undu öld. Það er á latínu og er þýðing á sögu kirkjunnar eftir Eusebius biskup. Það er álitið að írskur munkur hafi skrifað handritið sem er á tveim blöðum. Handritið lá í næstum fimmtíu ár í Folger Shake- speare bókasafninu í Was- hington D.C. áður en starfs- maður bókasafnsins upp- götvaði mikilvægi þess. Ekki er vitað hver keypti handritið. Flóð í landi eymdarinnar, Bangladesh. manns sem hefðu látið lífið í þeim þar til í gær. En næstum því 100.000 manns hafa misst heimili sín og 70.000 tonn af hrísgrjónum hafa eyðilagst. Mikið af landbúnaðarlandi hef- ur líka orðið illa úti í flóðunum. Flóðin urðu vegna mikilla monsúnrigninga um helgina. Rigningarnar hafa haldið áfram þótt nokkuð hafi dregið úr þeim og flóðið hafi þess vegna sjatnað svo lítið. Margir skriðu upp á þök húsa sinna þegar flóðið streymdi inn ( húsin og sumir hafast við á fletum úr banana- trjám. Fæstir hafa mat og fólkið er almennt illa klætt. Það hefur heldur ekkert drykkjarvatn og verður þess vegna að drekka skolplitað flóðvatnið. Stjórnvöld óttast að sjúk- dómsfaraldrar og hungursneyð fylgi nú í kjölfar flóðanna á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti. Þótt matur, föt og peningar berist á hverjum degi til flóðasvæðanna frá hjálpar- stofnunum hrekkur það engan veginn til. Hættan stafar ekki svo mjög af flóðunum sjálfum þótt þau haldi kannski eitthvað áfram heldur af afleiðingum þeirra þegar hungrið fer að sverfa að. Um ellefu þúsund manns drukknuðu í flóðbylgju í Bangladesh fyrir tæpum mán- uði. 'NEWSINBRIEF Junc 25, Reuter: CORK, IRELAND - Air India’s Boeing 747 broke up in the air before plum- meting into the Atlantic s Ocean off the coast of ^ lreland, Indian expert try- GQ ing to solve the mistery of ^ the doomed flight said. rjT But the said it was to early ^ to say if an explosion caus- i|j ed Sunday’s crash. BEIRUT - Shi’ite Mosl- I em Leader Nabih Berri said he had no deadline 1 for solving the 12-day-old ) hostage crisis over 40 Am- erican hostages held in ' Lebanon, as Lebanona’s j President and the Europe- an Community condenm- I ed the affair.In VVashingt- | on the White House said President Reagan was I studying measures to inc- rease pressure on the hi- U| jackers. S ^ LISBON - Portuguese (/j Socialist Prime Minister Mario Soares formally UJ submitted his resignation ^ to President Antonio Ramalho Eanes amid press predictions of an in- evitable dissolution of Pariiament and early elections. THE HAGUE - U.S. Vice-President George Bush arrived in theNether- lands and called on all members of NATO to fulfil their commitments to the western alliance. »4, PERPIGNAN, Uj FRANCE - French Presi- Œ dent Francois Mitterrand was greeted by angry ^ demonstrations from (/j winegrowers and trade ^ unionists on the last day of Uja two-day electioneering ^ trip to Southern France. JENNINGS, OKLAHOMA- Twenty-seven people were killed when a fire- works factory exploded near this town 35 miles (55km) west of Tulsa, civil defence officials reported. BEIRUT - Lebanese pol- ice moved into Beirut’s war-ravaged Palestinian refugee camps to mark the end of a siege by Shi’ite Moslems, but the operation unfolded in an atmosphere of suspicion and mistrust. «tí BONN - Soviet Leader S Mikhail Gorbachev wants to address the European 5 Parliament in Strasbourg J/J some time this year, the S Stuttgarter Zeitung said, a citing reliable sources in ^ Bonn. ZURICH - Dozens of vehicles powered by solar rays whirred away at the start of what organisers said was the world’s first „solarmobile“ race near Zurich. LUXEMBOURG - The European Commission has issued an ultimatum to European Community governments, threatening to take them to court for failing to fix cereals prices after a West German veto ’ earlier this month, diplo- mats said. NEWSINBRIEFJ

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.