NT - 26.06.1985, Blaðsíða 24

NT - 26.06.1985, Blaðsíða 24
Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu sem leiðir til fréttar i blaðinu og 10.000 krónurfyrir ábendingu sem leiðirtil bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Siðumúla 15, Reykjavik, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 Prestastefnan ’85: 20 kærur hjá RLR: Limaskýrslan tekin til umfjöllunar Alþjóðleg eining innan kirkjunnar ■ Eining kirkjunnar á al- þjóðavettvangi er helsta við- fangsefni hinnar árlegu prestastefnu sem stendur yfir dagana 25.-26. þessa mán- aðar og fer fram í Mennta- skólanum í Reykjavík. Rúm- lega 100 prestar hvaðanæva af landinu sækja presta- stefnuna. Aðspurður sagði séra Bernharður Guðmundsson fréttafulltrúi þjóðkirkjunnar að prestastefnan í ár tæki einkum fyrir hina svoköliuðu Limaskýrslu, semerárangur af alþjóðlegu áratugastarfi til einingar kirkjunnar og er nú rædd á kirkjuþingum víðsvegar um heim. Skýrslan er kennd við borgina Lima í Perú en þar kom hugmyndin fyrst fram. Niðurstöður kirkjuþinganna verða síðan ræddar á alþjóðlogu kirkju- þingi. Prestastefnan verður einn- ig sem áður vettvangur fyrir innri mál kirkjunnar og tengsl hennar við þjóðfélag- ið. Er almenningi gefinn kosmr á að fylgjast með umræðum. Evrópumótið í bridge: ísland enn í áttunda sæti - eftir fimm umferðir ■ íslenska liðiö er enn í 8. sæti eftir 5 umfcrðir á Evr- ópumótinu í bridge, þrátt fyrir að andstæðingar þess í fyrstu umferðunum hafí verið töluvert sterkir. ísland spilaði við Hol- lendinga í 4. umferð og eftir fyrri hálfleikinn, sem Aðalsteinn og Valur og Jón og Sigurður spiluðu, höfðu íslendingarnir 30 impa for- ustu. Sömu spilararnir spil- uðu einnig seinni hálfleik- inn en þá snerist stríðsgæf- an, ísland missti alslemmu, hálfslemmu og gaf Hollandi geim og leikurinn endaði 86-80, Hollandi í vil eða 14-16. í fimmtu umferðinni, sem spiluð var í gærdag, spilaði ís- land við Ítalíu. Sá leikur var jafn allan tímann og endaði 74-70 fyrir ítali, eða 16-14. Jón og Símon spiluðu allan leikinn en hin pörin skiptu með sér verkum. Fyrir ítali spiluðu Garozzo og DeFalco allan leik- inn, en Mosca og Lauria og Duboin og Vivaldi skiptu með sér hálfleikjum. Pað má geta þess að þetta var fyrsti leikurinn sem ítalirnir unnu á mótinu, og þó unnu þeir hann ekki því þeir voru sektaðir um vinningsstig fyrir að fara fram yfir tímamörk- in. 1 6. umferð í gærkvöldi spil- uðu íslendingar við Portúgala en í dag er frídagur. Staðan eftir 5 umferðir var sú að Pólverjar voru efstir með 96 stig, ísraelsmenn aðrir með 95 stig og Svíar í 3. sæti með 92 stig. Islendingar voru í 8. sæti með 77 stig. Krítarkortamisferli upp á 3,5 milljónir - í fyrra voru málin tólf talsins ■ Kærumál vegna krítarkorta- misferlis hafa stórlega aukist á síðustu mánuðum og hafa alls tuttugu mál, að kröfuupphæð 3,5 milljónir króna, verið kærð til Rannsóknarlögreglu ríkisins frá áramótum. Fyrstu sex mán- uði ársins 1984 var engin kæra vegna þessa, en síðari hluta ársins voru kærð tólf mál að upphæð 1,5 milljónir króna. Einungis í tveimur tilfellum, í 32 málum, hefur verið um að ræða kort sem stolið var frá korthafa. Erla Jónsdóttir deildarstjóri hjá RLR sagði í samtali við NT að misferlið væri jafnt vegna nauðsynjavöru og annarra hluta. „Þetta er fólk úr öllum stéttum sem hafa misnotað kortin, og ekkert sem einkennir þann hóp,“ sagði Erla. Þrjú af þeim málum sem kærð hafa verið til RLR í ár eru áberandi stærst, og er þar um að ræða kröfur upp á hálfa milljón í hverju tilfelli. Gunnar Bæringsson fram- kvæmdastjóri Kreditkorta sf. taldi að skýringin á þessu væri fólgin í því að með auknum fjölda korthafa slæddust inn fleiri svartirsauðir. „Pegarkort- hafar í landinu eru orðnir nálægt 60 þúsund er ekki mikið þó að mál vegna misferlis séu orðin tuttugu,“ sagði Gunnar. Samningur ASI og VSI hvergi felldur: TæplegalOfé- lög létu ekkert frá sér heyra - verða áf ram á gamla samningnum Innan við tíu verkalýðsfé- lög í Alþýðusambandi ís- lands verða áfram með gömlu samningana í gildi til næstu áramóta. Þau höfðu enn ekki tilkynnt um sam- þykkt eða fall nýja samnings- ins, þegar frestur til þess rann út á hádegi í gær. Samkvæmt upplýsingum frá ASÍ eru þetta allt lítii félög. Eitt félag, Verkalýðsfé- lag Húsavíkur, ætlar að semja við atvinnurekendur heima í héraði og annað félag fékk frest til að fjalla um nýja samninginn. Þá fengu verkalýðsfélögin á Vestfjörðum frest til 2. júlí. Samningar ASÍ og VSÍ voru annars samþykktir alls staðar þar sem þeir voru bornir upp til atkvæða, og gildistaka þeirra er því hér með staðfest af hálfu verka- lýðsfélaganna. Akureyri: Tilraun með staðbundið út varp að Ijúka ■ Prestarnir ganga hempuklæddir til Dómkirkjumessu. Eins og sjá má fer vegur kvenþjóðarinnar vaxandi innan stéttarinnar. ■ „Það má segja að þessi tilraun hafí gengið vel. Við ætluðum upphaflega að vera í þrjá mánuði, en nú eru þeir að verða fjórir og við hættum um mánaðamótin næstu,“ sagði Sverrir Páll Erlendsson að- spurður um staðbundið útvarp á Akureyri. Undanfarið hafa 6 dagskrár- gerðarmenn unnið að tilraun með útvarp frá Akureyri, og er hlustunarsvæðið allt frá Siglu- firði austur í Þingeyjarsýslur, með nokkrum undantekningum þó. Fréttamaður á Akureyri hefur verið þeim til aðstoðar. Tilraunin hefur gefist vel, en nú verður farið í sumarfrí og tekin ákvörðun um framhaldið. Allar horfur taldi Sverrir Páll vera á því að þráðurinn yrði tekinn upp að nýju í haust og þá ráðið fast starfsfólk til frambúð- ar, en þeir sem að tilrauninni hafa unnið tóku starfið aðeins að sér til bráðabirgða, enda allir í öðrum störfum. Hvort hlust- unarsvæðið stækkar þá er ekki ennþá séð, en á því eru tækni- legir vankantar. Rigningu fagnað ■ Sunnlenskir bændur hafa nú tekið gleði sína á ný, eftir að vætutíð gekk í garð, því að miklir þurrkar hafa farið illa með tún og garða þar syðra undanfar- ið og tvísýnt var orðið um uppskeru- og heyskapar- horfur. Að sögn lögreglustjór- ans á Hvolsvelli er ástand- ið orðið mun betra eftir skúri síðustu daga, gróður hefur tekið mjög vel við sér og kartöflugrös farin að gægjast úr moldu. Sem sagt gott ástand í þeim landshluta.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.