NT - 26.06.1985, Blaðsíða 14

NT - 26.06.1985, Blaðsíða 14
Sjónvarpkl. 20.40: Ósnortin paradís ■ Ferðin til Hainan nefnist áströlsk heimildamynd sem sýnd verður í sjónvarpi í kvöld kl. 20.40. Hainan er næststærsta eyjan í Kína, kemur næst á eftir Taiwan-eyju. Hainan er jafn- framt syðsti hluti Kína og hefur til skantms tíma a.m.k. verið það afskekkt að lítið hefur verið um utanaðkomandi mannaferðir. En einmitt það hvað lítið hefur verið um ferðamenn hef- ur gert það að verkum að allt mannlíf á Hainan hefur haldið sínum upphaflegu einkennum fram á þennan dag. Þar hefur Li-þjóðflokkurinn Iifað af landsins gæðum í sátt og sam- lyndi og engan áhuga sýnt á að sanka að sér veraldlegum gæðum. Á seinni árum hefur þó komið í Ijós að þessi hita- beltisparadís býr yfir fleiri auð- æfum, ýmsum algengum og óalgengum málmum ogjafnvel olíu, auk þess sem jörðin gefur af sér uppskeru af hrísgrjón- um, hitabeltisávöxtum o.fl. þrisvar á ári. Enn hafa eyjarskeggjar ekki tekið í mál að breyta lifnaðar- háttum sínum í samræmi við nútímahugsunarhátt, en það má búast við að þegar Hainan, sem Kínverjar kalla „tígur's- stýri“, kemst meira í alfaraleið hverfi sérkenni Li-þjóðflokks- ins. Þýðandi og þulur er Ingi Karl Jóhannesson. Miðvikudagur 26. júní 7.00 Veöurtregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarpið. 7.20 Leikfimi. Til- kynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar G. Tómassonar frá kvöld- inu áður. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Arndís Hjartardóttir, Bolungarvik, talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Litli bróðir og Kalli á þakinu" eftir Astrid Lindgren. Sigurður Benedikt Björnsson les þýðingu Siguröar Gunnarssonar (7). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10.45 Islenskar skáldkonur. Gréta Sigfúsdóttir. Umsjón: Margrét Blöndal og Sigríður Pétursdóttir. RÚVAK. 11.15 Morguntónleikar Tónlist eftir Gluck, Beethoven og Bach. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Inn og út um gluggann Umsjón: Sverrir Guðjónsson. 13.40 Tónleikar 14.00 „Hákarlarnir" eftir Jens Björneboe Dagný Kristjánsdóttir þýddi. Kristján Jóhann Jónsson les (16). 14.30 Islensk tónlist 15.15 Staður og stund - Þórður Kárason. RÚVAK 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Popphólfið - Bryndis Jóns- dóttir. 17.00 Fréttir á ensku 17.05 Barnaútvarpið Stjórnandi: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. 17.50 Siðdegisútvarp - Sverrir Gauti Diego 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Tilkynn- inngar. Málræktarþáttur Einar B. . Pálsson, formaður orðanefndar byggingaverkfræðinga, flytur. 20.00 Sprotar Þættir af unglingum fyrr og nú. Umsjón: Símon Jón Jóhannsson og Þórdís Mósesdótt- ir. 20.40 Kvöldtónleikar a. „Introduk- tion og Rondó" op. 98 eftir Fried- rich Kuhlau. Frantz Lemsser og Merete Westergaard leika á flautu og pianó. b. „Pieces Pittoresques" eftir Emanuel Chabrier. Cécile Ousset leikur á píanó. c. Rómansa I c-mqll eftir Carl Maria von Weber. 21.30 „Ítalíuferð sumarið 1908“ eftir Guðmund Finnbogason Finnbogi Guðmundsson og Pétur, Pétursson Ijúka lestrinum (6). 22.00 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Þannig var það Þáttur Ólafs H. Torfasonar. RÚVAK 23.20 Klarinettukvintett í A-dúr K. 581 eftir Mozart Fílharmóníu- kvintettinn í Berlín leikur. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. KMT Miövikudagur 26. júní 10:00-12:00 Morgunþáttur Stjórn- andi: Kristján Sigurjónsson. 14:00-15:00 Eftir tvö Stjórnandi: Jón Axel Ólafsson. 15:00-16:00 Nú er lag Gömul úrvals- lög aö hætti hússins. Stjórnandi: Jón Gröndal. 16:00-17:00 Bárujárn Stjórnandi: Sigurður Sverrisson. 17:00-18:00 Úr kvennabúrinu Hljómlist flutt og/eöa samin af konum. Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. Þriggja minútna fréttir sagöar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. Miðvikudagur 26. júní 19.25 Aftanstund Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. SögU' hornið - Það er alveg áreiðan iegt eftir H.C. Andersen. Sögu maður Gunnlaugur Ástgeirsson myndir gerði Halldóra Gunnlaugs dóttir. Kanínan með köflóttu eyr un, Dæmisögur og Högni Hinriks, sögumaður Helga Thorberg. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Ferðin til Hainan Áströlsk heimildamynd um líf fólks á Haina: neyju við suðurströnd Kína. Á Ha- inan eru mikil landgæði og náttúru- fegurð og eyjarskeggjar eru enn litt snortnir af umsvifum nútímans. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhann- esson. 21.35 Allt fram streymir... (All the Rivers Run) Lokaþáttur Ástralsk- ur framhaldsmyndaflokkur í átta þáttum, gerður eftir samnefndri skáldsögu eftir Nancy Cato. Aðal- hlutverk: Sigrid Thornton og John Waters. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 22.30 Úr safni Sjónvarpsins Við byggjum leikhús Söng og leikdagskrá sem tuttugu manna hópur úr Leikfélagi Reykjavíkur flytur. Lagahöfundar eru Kai Sid- enius og fleiri en höfundar nýrra texta og leikatriða eru Jón Hjartar- son, Karl Ágúst Úlfsson og Kjarfan Ragnarsson, leikstjóri. Stjórn upp- töku: Viðar Víkingsson. Aður sýnt> í Sjónvarpinu haustið 1983. 23.20 Fréttir í dagskrárlok Hann hefur verið í vinnu víða en alltaf séð til þess að verða rekinn von bráðar. Á meðan Delie var í burtu notaði Brenton tækifærið og aflaði fjár með því að smygla áfengi á vinnustað þyrstra járn- brautarverkamanna, og þó að litlu rnunaði að illa færi fyrir honum við þann starfa, tókst honum að safna nógu miklu fé til að geta hafið endurbyggingu bátsins. Delie var komin á fremsta hlunn með að ílendast í Mel- bourne, enda var henni vel tekið þar og verkum hennar. Það er Ben, sem kemur þar við á Ieið sinni til Suður-Afríku til að berjast við Búana, sem leiðir henni fyrir sjónir að hún eigi hvergi betur heima en hjá Brenton. Hún snýr því til baka til Echuka ásamt Gordon syni sínum. Þar er Brenton að koma að landi eftir siglingu á ánni, þegar þau koma auga hvort á annað. Brenton sýnir henni hrifningu sína á sinn gamla máta. Hann stingur sér í ána og undir hjólið á bátnum, sem hann þekkir ekki eins vel og Philadelphia. Enda verður honum hált á þessari fífldirfsku sinni. Það sáum við síðast að hann maraði í hálfu kafi, rænu- laus en þó með einhverju lífs- marki. I kvöld fáurn við að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þessa litlu geðþekku fjöl- skyldu, sem við höfum fengið að fylgjast með undanfarna 7 miðvikudaga. ■ Þá er komið að lokum ástralska framhaldsmynda- flokksins Allt fram streymir... Síðasti þátturinn verður sýnd- uríkvöld kl. 21.35. Seinast bar það helst til tíð- inda að Delie fór til Melbourne með málverkin sín til að selja þau og koma fjárhag fjölskyld- unnar í það horf að Brenton gæti byrjað að endurbyggja Philadelphia en hann hefur lítið getað fest sig við eitt eða annað síðan skipið brann. ■ Líflð á ánni er ekki alltaf barnaleikur. Delie ól t.d. son sinn á árbakkanum og hefði Ben ekki kunnað eitthvað fyrir sér í Ijósmóðurfræðum er ekki víst að vel hefði farið. ■ Li-þjóðflokkurinn á Hainan hefur ekki breytt lifnaðarháttum sínum í árþúsundir, utan hvað hann hefur flutt sig ofan úr fjöllunum í þorp á undirlendinu. Rás 2 kl. 15.00-16. Gamla góða sveiflan aftur í öndvegi! Það er Jón Gröndal sem stjórnar þættinum Nú er lag á Rás 2 kl. 15-16 í dag eins og síðasta miðvikudag. Við spurðum liann livaða hnoss- gæti hann byði hlustendum upp á í dag. „Ég ætla að halda áfram með „Big Band“ sveifluna og rifja upp þessa gömlu sívinsælu songvara s.s. Bing Crosby , Frank Sinatra, Rosemary Clooney, Perry Como, Dean Martin o.s.frv.,“ segir Jón, en hann ætlar einmitt að halda sig við músík frá árunum 1930- 1950 í þættinum. „Gamla sveiflan hefur verið í dálítilli viðreisn,“ segir Jón og þykir greinilega ekki miður. Hann bendir á að gefnar hafa verið út safnplötur með göml- um sveiflulögum og njóti þær mikilla vinsælda. Glöggt dæmi sagði hann vera lagið „Just a Gigolo“, sem Louis Prima gerði feiknavinsælt á sínum tíma og er orðið um fertugt að aldri! Það hefur verið ofarlega á vinsældalistum nú vikum saman í flutningi David Lee Roth, söngvara hljómsveitar- innar Van Halen, og er spáð að það verði eitt af aðalsumar- lögunum í ár. „Já, sveiflan hefur verið tek- in til öndvegis aftur og nýtur talsverðra vinsælda,“ segir Jón. Miðvikudagur 26. júní 1985 14 Sjónvarpkl. kl. 21.35: Hvernig reiddi Brenton af undir hióiabátnum? ■ Gréta Sigfúsdóttir, skáld kona. Útvarp kl. 10.45: íslenskar skáldkonur: Gréta Sigfús- dóttir kynnt ■ Frá RÚVAK kemur í dag kl. 10.45 hálftíma langur þáttur, íslenskar skáldkonur í umsjón þeirra Margrétar Blöndal og Sigríðar Péturs- dóttur. Þættirnir verða a.m.k. sex með hálfsmánaðar milli- bili. Þær Margrét og Sigríður voru með slíka þætti í fyrra og þótti full ástæða til að halda áfram þar sem frá var horfið. Fyrsti þátturinn verður um Grétu Sigfúsdóttur, en síðan fjalla þær stöllur m.a. um Únni Eiríksdóttur, Drífu Viðar, Halldóru B. Björnsson og konur undir dulnefnum. í þáttunum lesa þær upp úr verk- um skáldkvennanna í lausu máli og leika tónlist inn á milli. Eftir Grétu Sigfúsdóttur hafa komið út fjórar langar skáldsögur. Úr þeim verður þó ekki lesið í dag, enda erfitt að velja úr þeim stutta kafla til flutnings svo að skiljanlegt sé. í þess stað verður vitnað til ritdóma í blöðum til að gera hlustendum auðveldara að finna sér heimildir um þær. Smásögur hefur Gréta líka skrifað og hafa fyrst birst á prenti í blöðum og tímaritum. Úr þessum smásögum verður lesið í dag og eiga vafalaust eftir að vekja áhuga hlustendaáað lesa meira. Auk þess verður skáldkonan sjálf kynnt.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.