NT - 26.06.1985, Blaðsíða 10
Miðvikudagur 26. júní 1985 10
Hestar og hestamenn: Umsjón Gylfi Þorkelsson
■ Á morgun 27. júní hefst Fjórðungsmót sunnlenskra hcsta-
manna. Að þessu sinni er inótið haldið á félagssvæði Fáks á
Víðivöllum í Reykjavík. Er þetta í fyrsta sinn sem þeir Fáksmenn
fá á sitt yfirráðasvæði mót af þessari stærðargráðu. Þeir hafa staðið
i miklum framkvæmdum til að sanna að þeir geti haldið svo stórt
mót, en hiiigað til hafa margir efast um að Reykjavík væri
heppilegur staður, aðallega vegna lélegra aðstæðna nálægt móts-
stað fyrir aðkomumenn að geyma hross sín á. Enginn hefur
hinsvegar efast um ágæti keppnisvallanna eða hæfni Fáksmanna til
að skipuleggja slíkt mót.
Svo vikið sé að dagskránni
hefst mótið á dómum kynbóta-
hrossa eins og vaninn er. Klukk-
an 9.00 í fyrramálið verða stóð-
hestar dæmdir, bæði með og án
afkvæma, svo og hryssur með
afkvæmum. Dómar nrunu
standa fram eftir degi. Klukkan
10 hefst gæðingakeppnin. B-
flokkurinn verður fyrst tekinn
til bæna en A-flokkur hinsvegar
á föstudag á sama tíma.
Unglingar 13-15 ára verða
einnig dæmdir í fyrramálið en
unglingar 12 ára og yngri verða
dærndir á föstudag. Báðir flokk-
ar unglin^a hefja keppni kl.
10.30.
Rétt er að vekja athygli á því
að dómar í þeim greinum sem
nefndar hafa verið hér að fram-
an standa fram eftir degi á
hinum ýmsu keppnisvöllum.
Töltkeppni hefst kl. 17.30 á
morgun.
Kynbótahryssur, einstakar,
verða dæmdar á föstudags-
morgni frá kl. 9.00 en kl. 16.30
hefjast kappreiðarnar með
undanrásum í hlaupum. Nú
verður sú nýbreytni að skeið,
fyrri sprettur, hefst á föstudegi.
Kl. 22 hefst svo lokaatriði
dagsins, nefnilega dansleikur-
inn. Dansað verour í tamninga-
gerðinu!
Á laugardeginum hefst fjörið
fyrir alvöru. Strax kl. 9.00 verða
Fjórðungsmót sunnlenskra hestamanna í Reykjavík 27.-30. júní:_■ Ynriitsmynd af mótssvæði FákS
Stærsta hestamót sumarsins
Innanfélagsmót hestamannafélagsins Svaða:
■ Kerruakstur verður eitt af sýningaratriðunum á Fjórðungsmótinu. Hér er Höskuldur Hildihrands-
son að æfa sig fyrir kvöldvökuna á laugardagskvöldinu.
kynbótahrossin sýnd, bæði stóð-
hestar og hryssur og á hádegi
verða gæðingarnir kynntir. Síð-
an koma unglingar kl. 13 og þar
á eftir sýna ræktunarbú árangur-
inn af starfi sínu.
Úrslit í kappreiðum hefjast
kl. 14.30 og er rétt að vekja
athygli á því. Þetta er óvenju-
legur tími, kappreiðarnar eru
oftast síðast í dagskránni. Þegar
úrslit eru ráðin í kappreiðum
tekur hrossaræktarráðunautur
við og lýsir dómum á kynbóta-
hrossunum. Þessi dagskrárliður
hefst kl. 16.
Úrslit í tölti byrja kl. 19.30 og
verða verðlaun veitt að þeim
loknum.
„Kvöldvaka aldarinnar“
hefst kl. 20.30. Mjög fjölbreytt
dagskrá var í burðarliðnum þeg-
ar þessi grein var skrifuð.
Allar líkur benda til þess að
hinir frægu ræningjar, Kasper,
J.esper og Jónatan. verði loks
handsamaðir fyrir fullt og allt.
Þeir munu ríða á svæðinu á
1/i §
Áhorfendur völdu sigurvegarann
Frá Krni l'orarinssyni
fréttamanni NT í SkagafirAi
■ Innanfélagsmót hesta-
mannafélagsins Svaða, sem í
eru hestamenn úr Hofs-, Hofs-
ós- og Haganeshreppi, í Skaga-
firði, var haldið á Hvammkots-
eyrum við Hofsós dagana 8. og
9. júní sl.
Mótið hófst á laugardeginum
með keppni í A og B flokkum
gæðinga. Á sunnudeginum var
mótinu fram haldið með ungl-
ingakeppni, firmakeppni og
kappreiðum.
Alls tók 21 fyrirtæki þátt í
firmakeppninni og það voru
áhorfendur sem völdu sigurveg-
arann með atkvæðagreiðslu.
í kappreiðunum var keppt í
250 metra brokki og stökki og
einnig í 150 metra skeiði. I
skeiðinu og brokkinu hljóp hver
hestur tvo spretti eins og tíðkast.
í stökkinu var keppnin geysihörð
í úrslitasprettinum. Þrír fyrstu
hestarnir komu í mark með
aðeins eins sekúndubrots milli-
bili.
í mótslok afhenti formaður
Svaða, Gísli S. Halldórsson,
sigurvegurum verðlaun.
Allmargir áhorfendur voru
mættir til að fylgjast með mót-
inu og fór það hið besta fram.
Úrslit í einstökum greinum
fylgja hér á eftir:
A flokkur gæðinga:
BLIKI, bleikur 9v. Eig. Lúðvík Ásmundsson.
F: Hlynur 865, M: Bleik.
Knapi: Egill Þórarinsson. Eink.: 7,79.
BÖRKUR, jarpur 5v. Eig. Lúðvík Ásmundsson.
F: Bliki. M: Jörp.
Knapi: Egill Þórarinsson. Eink.: 7,65.
CAMILLA, rauð 9v. Eig. Loftur Guðmundsson.
F: Hlynur 865. M: Fluga.
Knapi: Eigandi. Eink.: 7,62.
B flokkur gæðinga:
HÁFETI.jarpur lOv.Eig.: Þorvaldur Gestsson.
F: Stígandi 625. M: Fluga.
Knapi: Eigandi. Eink.: 8,31.
MÓSI, móálóttur 7v. Eig. Egill Þórarinsson
F: Hlynur 865. M: Móas.
Knapi: Eigandi. Eink.: 8,30
BLÆR, brúnn 6v. Eig. Simon H. Símonarson.
Ætt fró Kolkuósi
Knapi. Eigandi. Eink.: 8,30
Unglingar 13-15 ára:
Halldór Þorvaldsson á Sleipni rauðum 9v.
Eink.: 7.93
Rögnvaldur Pálmason á Glóa rauðum llv.
Eink.: 7,44
Kjartan Grétarsson á Muggi brúnum 13v.
Eink.: 7,18
Unglingar 12 ára og yngri:
Rúnar Grétarsson á Svali, gráum 9v.
Eink.: 8,31
Sonja Sif Jóhannsdóttir á Lottu, brúnni 8v.
Eink.: 8,11
Steinar M. Björnsson á Dalla, rauðum llv.
Eink.: 7,84
Firmakeppni:
Farmur s/f Hofsósi
Keppandi: Mósi Egils Þórarinssonar.
Refabúið Árhóll
Keppandi: Camilla Lofts Guðmundssonar.
BUav. Pardus
Keppandi: Háfeti Þorvaldar Gestssonar.
150 in skeið:
BLIKI 9v. Eig. Lúðvik Ásmundsson.
Knapi Egill Þórarinsson. Tími: 18,1 sek.
TVISTUR, rauðstj. lOv.
Eig. og knapi Kristjón Jónsson. Timi 20,7 sek.
BLESI, rauðbl. 8v.
Eig. og knapi Loftur Guðmundsson.
Timi 21,3 sek.
250 m brokk:
KÁTI-GREIFINN jarpskj. 8v.
Eig. og knapi Guðjón Björgvinsson
Tími: 40,8 sek.
SJÖTTI SEPTEMBER jarpur 8v.
Eig. og knapi Ásgeir Jónsson.
Tími: 43,9 sek.
STEFANÍA brún 8v. Eig. Simon Gestsson.
Knapi Simon Simonarson. Tími 47,5 sek.
250 m stökk:
TRÖLLI rauður 8v. Eig. LúðvUt Ásmunds.
Knapi Arnbjörg Lúðviksd. Timi: 20,7 sek.
KÁTI GREIFINN jarpskj. 8v.
Eig. og knapi Guðjón Björgvinsson.
Tími: 20,8 sek.
STJARNA rauðstj. 7v.
Eig. Lúðvik Asmundsson.
Knapi Símon Símonarson. Tími: 20,9 sek.
Knapi mótsins var kjörinn
Egill Þórarinsson.
gþ'
■ Egill Þórarinsson á Mósa, Loftur Guömundsson á Camillu og
Þorvaldur Gestsson á Háfeta. NT-mynd: Öm l'órarinssmi
tveimur hestum, sjálfsagt í von
um að komast yfir einhvern
hluta af aðgangseyrinum, en
lögreglan verður í startbásunum
á fákum sínum og ætlar sér að
handsama þá. Lína Langsokkur
mun þeysa á doppótta hestinum
sínum, trúður leikur listir sínar
og Skúli gamli hleypir á Sörla
svo heldur mun Sveini í Tungu
þykja gott til veiðar á Jarpi
sínum.
Alþingsimenn, leikarar og
prestar eru væntanlegir á svæðið
og munu keppa í bjórþambs-
hlaupi. Boðhlaup þetta verður
líklega með svipuðu sniði og
naglaboðhlaupin sem allir
hestamenn þckkja.
Þekktir hestamenn sem
komnir eru nokkuð tii ára sinna
munu sýna listir sínar á kvöld-
vökunni. Það eru þeir Bogi
Eggertsson, Sigurður Ólafsson,
Steinþór Gestsson, Láki í
Eyjarhólum, Þorlákur Ottesen
og Geiri í Gufunesi.
Þá munu Stuðmenn, Megas,
Jón Sigurbjörnsson og Flosi
Ólafsson skemmta.
Hér hefur nokkuð verið talið
upp af efni kvöldvökunnar á
laugardagskvöldinu en þó er
hvergi nærri upptalið.
Dagskráin á sunnudeginum
hefst kl. 12.30 með hópreiðinni,
sem ávallt setur mikinn svip á
hestamannamót, og í kjölfar
hennar verða flutt ávörp, sem
sagt fastir liðir.
Að lokinni hátíðardagskránni
verður endurtekin sýning rækt-
unarbúaogkl. 14.00 verðaverð-
laun afhent í unglingakeppnun-
um. Úrslit í gæðingakeppnum
verða þar á eftir en um kl. 15.00
verur sýnt úrval kynbótahrossa.
Sýningarsprettir í kappreiðum
verða kl. 17.00 svo og verð-
launaafhending og þá er dag-
skráin tæmd.
Mikil ástæða er til að hvetja
fólk til að fylgjast með mótinu.
Þetta er stærsta mót sumarsins
og þar verður úrvalið af gæðing-
um Sunnlendinga. Þettaereins-
takt tækifæri til að sjá glæsta
hesta og njóta útiverunnar hér
við túngarð Reykjavíkur. Að-
staða fyrir áhorfendur er mjög
góð, grasi gróin brekka móti
sólu.
Magnús Lárusson á Jarpi, Jóhann Albertsson á Spjör og
Guðmundur á Yli. Þrír efstu í karlaflokki. NT-mynd: Jóhann Albcrtsson
Firmakeppni
■ íþróttadeild hestamannafél-
agsins Þyts hélt firmakeppni 27.
apríl s.l. Keppnin fór fram á
Hvammstanga. Flestum fyrir-
tækjum sýslunnar var boðin
þátttaka. Alls skráðu 38 fyrir-
tæki sig til keppni.
Þessi keppni er nýjung í starfi
íþróttadeildarinnar. Má segja
að þessi frumraun hafi tekist
rneð ágætum og vonandi verður
áframhald á.
Úrslit urðu sem hér segir:
3. M/B Glaður HU-67 Hvammstanga.
Keppandi Hólmfríður Björnsdóttir Y -
Reykjum á Gust 8 v. frá Ytri-Reykjum.
Eigandi Gerður Ólafsdóttir Y-Reykjum.
KVENNAFLOKKUR:
l.Staðarskáli Hrútafirði. Keppandi var
Herdís Einarsdóttir Grafarkoti á Neista 7
v. frá Gröf. Eigandi Tryggvi Eggertsson
Gröf.
2.Steypuþjónustan hf. Hvammstanga.
Keppandi var Sigríður Lárusdóttir á
Laugarbakka á Suðra 8 v. frá Hrútafelli
Rang. Eigendur Sigríður og Jóhann Laug-
arbakka.
3. Hestaþjónusta Guðmundar Þórs Laug-
arbakka. Keppandi var Sóley Ólafsdóttir
Hvammstanga á Vafa 8 v. frá Steðja í
Borg. Eigandi Sóley Ólafsdóttir.
UNGLINGAFLOKKUR:
1. Tryggvi Ingvarsson, rafvirkjaverktaki
Hvammstanga. Keppandi var Matthildur
Hjálmarsdóttir Bergstöðum á Aldri 6 v.
frá Hörgshóli. Eigandi Erlendur Sig-
tryggsson Laugarbakka.
2. Tamningastöð Jóhanns og Sigríðar
Laugarbakka. Keppandi var Sigurður
Kristjánsson Breiðabólstað á Goða 11 v.
frá Ægissíðu. Eigandi Sigurður Kristjáns-
son.
KARLAFLOKKUR:
1. Vélaverkstæði Hjartar Eiríkssonar
Hvammstanga. Keppandi Magnús Lárus-
son Borðeyri á Jarp 8 v. frá Fögrubrekku
Strandasýslu. Eigandi Eyjólfur Vilhelms-
son Fögrubrekku.
2. M/B Siglunes HU-222 Hvammstanga.
Keppandi Jóhann Albertsson Laugar-
bakka á Spjör 9 v. frá Bergþórshvoli
Rang. Eigandi Berghildur Valdimarsdótt-
ir Laugarbakka.