NT - 26.06.1985, Blaðsíða 11

NT - 26.06.1985, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 26. júní 1985 11 Passaðu þig, ég gæti rólað á fótinn á þér ■ í góðu veðri eru börnin á Grænuborg oftast úti að leika sér en fá samt yfirleitt að ráða ef þau yilja vera inni á dagheim- ilinu. Úti er heilmikið af alls kyns leiktækjum og Hauki, sem er fjögurra ára, finnst lang- skemmtilegast að vera á þessari glæsilegu rennibraut í Grænu- borg því hún er svo sleip. Grænaborg er bæði dagheim- ili og leikskóli og þar eru um 80 börn á aldrinum tveggja til fimm ára. Það er víst heilmikið starf fyrir fóstrurnar að sjá um öll þessi börn, þær segja að það sé bæði krefjandi og erfitt, sérstak- lega þegar þær eru mjög fáar. Haukur hefur aldrei meitt sig neitt á Grænuborg og hann segir aðvarandi við ljósmyndara NT: „Passaðu að ég róli ekki á fótinn á þér svo þú dettir niður,“ þegar ljósmyndarinn sem er uppi á rólunni reynir að ná mynd af honum niðri í rólunni. Á vistheimilinu fyrir heyrnar- lausa og þroskahefta við Dalbraut eru mjög fá „og léleg tæki,“ segir starfsfólkið þar. Tækin eru flest mjög gömul og sum þeirra hafa fóstrurnar og börnin sjálf smíðað fyrir mörgum árum. Vistheimilið hefur mikla sér- stöðu, að því er starfsfólk þess segir, því það flokkast hvorki undir leikskóla, dagheimili né gæsluvöll. Börnin dveljast nefnilega allan sólarhringinn á vistheimilinu. Það hefur aldrei komið neitt hættulegt fyrir hana Möggu á Lækjaborg en hún notar ansi mikið rennibrautina þar. Magga er fjögurra ára gömul, er hálfan daginn á leikskólanum eins og venja er um slíka staði og ver þá mesta tímanum í hinni sleipu rennibraut. Heima hjá sér er hún hins vegar mest í eltinga- leik. Hún býr þarna stutt frá leikskólanum og bendir blaða- manni samviskusamlega á heim- ili sitt í Laugardalnum. Soffía Zophoníasdóttir er forstöðukona á Lækjaborg og segir að sern betur fer sé ekki mikið um að börnin meiði sig í tækjunum. Þetta séu ágætis tæki og þetta sé þess vegna ekki mikil áhætta sem þau raki þegar þau leika sér í þeim. Magga og einn vinur hennar á leikskólanum. NT-myndir: Ari. Þórunn hyrna stofnuð ■ Zontaklúbburinn „Þórunn hyrna“ ætlar að hjálpa akur- eyskum konum og öðrum að komast í áhrifastöður, ekki síst í þjóðfélaginu í heild. Hann vill stuðla að framgangi kvenna og því er klúbburinn þverpólitísk- ur og klúbbmeðlimir jafn stoltir af konum framarlega í þjóðfé- laginu hvar svo sem í stjórnmál- um þær standa. Zontaklúbburinn var stofn- aður fyrir um ári af akureyskurp konum. Þessi klúbbur er svipað- ur og Rotary nema bara fyrir kvenfólk. Fyrir stuttu var vígslufundur klúbbsins haldinn og þá fékk klúbburinn gest frá alþjóða- samtökum zontaklúbba, Sin- ikka Heiskanen en henni færðu akureyskar zontakonur skinn að gjöf þar sem zontaklúbbskonur bæði Reykjavík og á Akureyri höfðu ritað nöfn sín undir þakk- arorð til Sinikka. Lágmarksverð á rækju: Hækkunin um 7*8 prósent ■ Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið lágmarksverð á rækju frá 7. júní til 30. september 1985. 1 a- flokki, þar sem 160 stk. afrækju og færri eru í kílói, er verð 23 kr. hvert kg. í verðminnsta flokknum h-flokki er verð fyrir kg af rækju, þar sem stykkja- fjöldi í kílói fer yfir 351 stk. 6,50 krónur á kíló. Bolli Þór Bollason hjá Þjóð- hagsstofnun sagði í samtali við NT í gær að um 7-8% hækkun væri að ræða, þó væri það misjafnt eftir flokkum. „Aðal- flokkurinn á sumarvertíð er svokallaður a-flokkur, en verð í þeim flokki hækkar um 7,5 prósent," sagði Bolli þegar hann var inntur eftir hvað verðá- kvörðunin fæli í sér. Starfsgreinasjóður Rotary verð- launaði Valdimar fyrir Sóiey ■ Zontaklúbbskonurnar Guðlaug Hermannsdóttir formaður Zontaklúbbsins „Þórunn hyrna“ og Sinikka Heiskanen frá Finn- landi. ■ íslenska Rotaryhreyfingin hefur veitt Valdimari Harðar- syni arkítekt viðurkenningu úr starfsgreinasjóði hreyfingarinnar á íslandi, fyrir stólinn Sóley. Rotarymenn segja tvær meg- inástæður liggja að baki valinu á Valdimari. I fyrsta lagi dugn- aði hans við að koma hugmynd- inni á framfæri við framleiðend- ur, og í öðru lagi hugmyndin sjálf. Viðurkenningin nemur 75 þúsund krónum og er þetta í fyrsta skipti, sem hún er veitt. Starfsgreinasjóðurinn var stofn- aður á síðasta ári, í tilefni 50 ára afmælis Rotary á tslandi, og tilgangur sjóðsins er að veita árlega viðurkenningu fyrir nýj- ungar eða afrek í einhverri starþsgrein. ■ Forstöðukonan á Lækjaborg ásamt börnunum þar í sandkassanum á staðnum. Lögbirtingablaðið: 565 nauðungar- uppboð sama dag Jón Skaftason: „Mikið tii trassaskapur“ ■ í tveim síðustu tölublöðum Lögbirtingablaðsins eru auglýst 565 uppboð á fasteignum þann 1. ágúst n.k. Nauðungarupp- boðin skiptast í tvennt. Annars- vegar er um að ræða uppboð vegna ýmissa vangoldinna skulda, og hinsvegar fer Gjald- heimtan í Reykjavík fram á 246 uppboð vegna vangreiddra op- innberra gjalda. Jón Skaftason yfirborgar- fógeti sagði í samtali við NT að skýringin á þessum fjölda, sem hann viðurkenndi að væri óeðli- lega mikill, væri sú að almennt kreppuástand hefði ríkt í þjóðfél- aginu. „Verðtryggð lán og það að kaupgjaldsvísitalan var tekin úr sambandi, hefur áhrif á greiðslugetu fólks. Hún verður minni og vanskil aukast,“ sagði Jón. Hann bætti því við að aldrei kæmi það til að allar þessar fasteignir kæmu til uppboðs. „Megnið af þessum krötum stafa af trassaskap, og er þeirn lokið áður en til uppboðs kemur." Undirskrift- arsöfnun ■ Friðarhreyfing ís- lenskra kvenna gengst fyrir, í samvinnu við ’85 nefndina, undirskriftar-, söfnun í júní, undir friðará- varp íslenskra kvenna. Sjálfboðaliðar eru hvattir til að hafa samband við miðstöð friðarhreyfingar- innar að Hallveigarstöð- um. Túngötu 14 (gengið inn frá Öldugötu) sínri 24800.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.