NT - 26.06.1985, Blaðsíða 5

NT - 26.06.1985, Blaðsíða 5
 Miðvikudagur 26. júní 1985 Formaður Félags kartöflubænda á Suðurlandi um nýju Framleiðsluráðslögin: Styrkja off ramleiðslu í kartöfluræktinni ■ „Dauðadómuryfirkartöflu- framleiðslunni í landinu. Þetta er einkunnin sem Guðni Guð- laugsson formaður Félags kart- öflubænda á Suðurlandi gefur nýju Framleiðsluráðslögunum, sem samþykkt voru í lok þings á dögunum. Guðni sagði í sam- tali við NT í gær, að eftirlit með því að framleiðslan standist gæðakröfur verði ófram- kvæmanlegt eftir að lögin taka gildi. „Það þarf ekki einu sinni verslunarleyfí til að selja kart- öflur, þótt slíkt leyfi þurfi til að mega selja vídeóspólur, svo að dæmi sé tekið, og þetta sýnir kannski hvers konar lítilsvirðing okkar atvinnuvegi er sýnd,“ sagði Guðni Guðlaugsson. „Við vildum sannarlega gefa visst frjálsræði í sölu á kartöfl- um,“ sagði Guðni ennfremur. „En að koma málum þannig fyrir að hver sem er geti selt kartöflur eftirlitslaust á hvaða verði sem er og án þess að nokkur leið sé að innheimta af því opinber gjöld er fyrir neðan allar hellur," sagði Guðni. Hvað gæðamálin snertir, sagði Guðni að hann hefði ásamt nokkrum öðrum kartöflubændum á Suðurlandi gert skyndikönnun í verslunum í Reykjavík síðasta vetur. Útkoman hefði verið hroðaleg. Þeir hefðu keypt kart- SamningarASÍogVSÍ: Rúmlega 200 Dagsbrúnarmenn samþykktu ■ Á félagsfundi í Verka- mannafélaginu Dagsbrún voru nýgerðir samningar ASÍ og VSÍ samþykktir með rúml. 200 at- kvæðum gegn 11. Hátt á þriðja hundrað félagsmenn sóttu fundinn. Fundurinn var haldinn síðast- liðinn mánudag og þar var sam- hljóða samþykkt eftirfarandi ályktun. 1. Fundurinn felur stjórn Dagsbrúnar að undirbúa vel, í góðu samráði við félagsmenn, kröfur um nýtt launakerfi fyrir Dagsbrún með nýjum launa- stiga með 3-3,5% milli launa- flokka og uppstokkun á núver- andi flokkaskipan. 2. Öll almenn yfirvinna verði greidd með 1% af mánaðar- kaupi. 3. Að reyna að tryggja sem kostur er framgang breytinga á hinum ýmsu sérsamningum í þeim fjölþættu starfsgreinum er félagið á samningsaðild að. Kóka kóla: öflur af handahófi og látið meta þær. í ljós hefði komið, að ónýtar kartöflur hefðu verið seldar sem fyrsta flokks vara á hæsta verði í nokkrum tilvikum. Með nýjum lögum gæti ekki öðru vísi farið en ástandið versnaði að mun eins og þau væru úr garði gerð. Augljóst væri að tveir til þrír matsmenn hjá Grænmetisversluninni hefðu enga möguleika á að sinna matinu eins og allt væri í pottinn búið. En Guðni hefur fleira við nýju lögin að athuga. Sam- kvæmt þeim hækka styrkir til bygginga á kæligeymslum fyrir kartöflur og annað grænmeti um 40% frá því sem var og sömuleiðis styrkir til heimtauga fyrir slíkar geymslur. „Þeir sem lifa af kartöflurækt í landinu hafa fyrir löngu komið sér upp slíkum geymslum, auk þess sem þeir gera meir en að framleiða fyrir allan innlenda markaðinn. I ár gerum við ráð fyrir að þurfa að fíeygja meir en 50% af framleiðslu síðasta árs. Með þessum lögum er ekki verið að gera neitt annað < leiðslu Guðni. n að styrkja offram- þessari grein," sagði „Ég veit ekki hvaða hagsmunir liggja þarna á bak við, en höf- undur þessa frumvarps og for- maður þeirra nefndar sem um það fjallar er Egill Jónsson á Seljavöllum. Mér finnst það liggja í loftinu, að hans hags- munir og umbjóðenda hans hafi eitthvað að segja í þessu. Mér finnst það skjóta mjög skökku við að fara að auka styrkina nú, þegar þeir sem hafa kartöflu- - og eydi- feggur möguleikaj á virku gæða- eftirliti framleiðslu sem aukabúgrein þurfa að auka við sig,“ sagði Guðni að lokum. Hópferð á E.M. íslenskra hesta ■ Efnt verður til nóp- ferðar á Evrópumeistara- mót íslenskra hesta í Sví- þjóð í sumar á vegum hestamannafélagsins Fáks og ferðaskrifstofunnar Útsýnar. Boðið er upp á tvær ferðir og hefjast þær báðar með beinu flugi til Gauta- borgar þann 15. ágúst. Þar veröur gist á Hotel Rubin- en meðan á mótinu stend- ur og þaðan farnar dagleg- ar ferðir á mótið. Eftir mótið skiptist hóp- urinn. Þeir sem kjósa styttri ferð fá far til Kaup- mannahafnar og frjálsar hendur í allt að mánuð áður en þeir halda heim. Hinir dvelja í Helsingör og Kaupmannahöfn í samtals tólf daga áður en haldið er heim. Nánari upplýsingar um ferðina er hægt að fá hjá fararstjóra, Guðlaugi Tryggva Karlssyni og hjá Útsýn. ■ Þessir menn hafa starfað að undirbún- ingi þessa verkefnis. Frá vinstri Hans Jörg- ensson, Runólfur Sæmundsson, Jóhann Einvarðsson, Guðjón Jónsson og Gestur Olafsson. NT-mynd: Sverrir Dvalarheimili aldraðra í Undirbúningsfélag stofnað ■ Óformlegur starfshópur hefur að undan- förnu unnið að athugunum um að koma á fót dvalaraðstöðu fyrir fullorðna íslendinga í sólarlöndum. Hugmyndin er að reisa íbúðir á félagslegum grundvelli sem ýmist yrðu í eigu félags sem sérstaklega yrði stofnað vegna þessa verkefnis, eða seldar til einstaklinga. Á blaðamannafundi sem undirbúnings- hópurinn stóð fyrir kom fram að ef af þessu yrði gæfist öldruðum íslendingum kostur á að dvelja í sumarveðri allan ársins hring. Auk þess sem lítill framfærslukostnaður í sólarlöndum myndi tryggja það að ellilífeyr- inn einn nægði til framfærslu. Með þessu myndi einnig sparast gjaldeyrir sem ella færi í vasa erlendra eigenda fasteigna. Ákveðið hefur verið að halda almennan fund á Hótel Borg næstkomandi fimmtudag klukkan 17.00. Þar verður stofnað undir- búningsfélag til að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd. Verkalýðsmálaráð Alþýðuflokksins: Samningarnir stöðva kaupmáttarhrapið ■ Verkalýðsmálaráð Alþýðu- flokksins varar alvarlega við þeirri ábyrgðarlausu tilhneig- ingu að fórna hagsmunum laun- þega í þeim tilgangi einum að koma höggi á pólitíska and- stæðinga, segir í fréttatilkynn- ingu frá ráðinu, og er þar átt við samþykkt opins fundar verka- lýðsmálaráðs Alþýðubanda- lagsins, þar sem nýgerðir kjara- samningar voru fordæmdir. Verkalýðsmálaráð Alþýðu- flokksins bendir á það í frétta- tilkynningu sinni, að með kjara- samningunum hafi tekist að koma í veg fyrir fyrirsjáanlegt kaupmáttarhrap. Bent hafi ver- ið á það í apríl, að gera yrði skammtímasamninga til að stöðva kaupmáttarskerðingu fram til septembermánaðar. Nýjar stórar plastflöskur ■ Kók-unnendur geta hugsað sér gott til glóðar- innar því nú fæst drvkkur- inn á 1 1/2 lítra einnota flöskum. Þessar nýju um- búðir eru mun léttari en glerflöskurnar og vonast fyrirtækið Vffilfell, sem framleiðir kókið, til að flutningskostnaður lækki þannig að hægt verði að selja kókið á sama verði um iand allt. Að sögn Hallgríms T. Ragnarssonar hefur fyrir- tækið, sem erstærsti fram- leiðandi gosdrykkja hér á landi, fest kaup á fullkom- inni vélasamstæðu til framleiðslu á gosi á þessar nýju umbúðir. TOYOTA. , 24. - 30. júní FIMMTUDAGUR 27. AKUREYRI Sýningartími: 16:30-20:00 Sýningarstaður: Við Bláfell sf. FÖSTUDAGUR 28. LAUGARDAGUR 29. SAUÐÁRKRÓKUR Sýningartími: 09:00-13:30 Sýningarstaður: Við Bókabúð Brynjars BLÖNDUÓS Sýningartími: 15:00-18:00 Sýningarstaður: Við Bílaþjónustu Blönduóss HVAMMSTANGI Sýningartími: 10:00-11.30 Sýningarstaður: Við Vélamiðstöðin'a BÚÐARDALUR Sýningartími: 13:00-14:30 Sýmngarstaður: Við Dalverk sf. STYKKISHÓLMUR Sýningartími: 16:30-18:30 Sýningarstaður: Við Nýja Bílaver hf. TOYOTA tUONUSTA

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.