NT - 26.06.1985, Blaðsíða 20
T P Miðvikudagur 26. júní 1985 20
1 Jtlönd
Kína:
Ný störf fyrir 45 milljónir
manna á aðeinsfimmárum
■ Rúmlega 45 milljónir kín-
verskra ungmenna fengu at-
vinnu í horgunr og bæjum á
árunum 1979-1984. Á þessum
fimm árum fengu þannig um
níu milljónir manna atvinnu í
kínverskum borgum og bæjum
á hverju ári. í flestum tilvikum
var um ný störf aö ræöa þar setii
kínverska þjóðin er mjög ung
og hlutfallslega fáir verkamenn
eru komnir á eftirlaunaaldur.
Kínversk stjórnvöld áætla að
á árunum 1986-1990 verði að
skapa samtals um 30 milljón ný
atvinnutækifæri til viðbótar eða
um sex milljón að meðaltali á
hverju ári. Þá er aðeins átt viö
borgirnar þar sem um 20-25%
kínversku þjóðarinnar búa.
Þessi rnikla þörf fyrir ný at-
vinnutækifæri stafar af því að
meirihluti Kínverja er nijög
ungur eða undir þrítugt. Á ár-
unum 1949 til 1981 íjölgaði
Kínverjum úr urn 450 milljón-
um í rúmlega þúsund milljónir.
Tæplega 800 milljónir manna
búa í sveitum og rúmlega 200
nrilljónir í borgum. Mjög strang-
ar takmarkanir eru á flutningi
fólks úr sveitum til borga en
Nicaragua í viðbragðsstöðu
- býst við innrás Bandaríkjamanna þá og þegar
Managua-Kcuter
■ Nicaraguamenn komu
skriðdrekum og loftvarnarbyss-
um í gær fyrir í Managua og
fleiri þéttbýlisstöðum til að vera
viðbúnir hugsanlegri innrás
Bandaríkjamanna inn í landið,
að því er talsmaður hersins
sagði fréttamönnum.
Leiðtogar sandinistastjórnar-
innar hafa margsinnis lýst því
yfir að Bandaríkjamenn ætli sér
að ráðast inn í landið. I síðustu
viku sögðu þeir að Bandaríkja-
menn væru að reyna að finna
átyllu til innrásar mcð því að
ákæra Nicaraguamenn um að
bera ábyrgð á morðum á 6 Banda-
ríkjamönnum í El Salvador.
Bandaríkjastjórn ásakar Nic-
araguastjórn um tilraunir til að
útbreiða marxíska byltingu í
Mið-Ameríku og styður hægri-
skæruliða í Nicaragua sem hafa
það að markmiði sínu aö bola
sandinistastjórninni frá völdum.
■ Nicaraguamenn hafa aukiö
mjög viðbúnað sinn og komið
skriðdrekum og loftvarnarhyss-
uni l'yrir í Managua og fleiri
bæjum í landinu. Leiðtogar
sandinistastjórnarinnar segja að
Bandaríkjamenn hafi vcrið að
rcyna að finna átyllu til innrásar
með ásökun sinni um að Nicar-
aguamenn bæru ábyrgð á dauöa
sex Bandaríkjamanna sem |
myrtir voru í El Salvador.
þrátt fyrir það fjölgar vinnufær-
um ungmennum um a.m.k. sex
milljónir árlega í borgunum. Ör
atvinnuuppbygging er því lífs-
nauðsynleg fyrir Kínverja ciga
þeir að komast hjá sórfelldu
atvinnuleysi í borgum.
Samkvæmt upplýsingum kín-
verskra stjórnvalda skipa ung-
menni, sem byrjuðu að vinna
eftir 1979, um þriöjung allra
starfa í borgum. Flestir starfa
hjá ríkisfyrirtækjum en starfs-
mönnum samvinnu- og sam-
eignarfyrirtækja og einkafyrir-
tækja fer stöðugt fjölgandi. Viö
lok seinasta árs störfuðu um
32,16 milljónir borgarbúa hjá
samvinnu- og sameignarfyrir-
tækjum og 3,39 milljónir voru
skráðar sem starfsmenn eigin
fyrirtækja.
Papúa Nýja Guinea:
Nýtt
nafn
óskast
Sydnev-Reuler
■ Ibúar Papúa Nýja
Guinea hafa verið beðnir
um að taka þátt í sam-
keppni um að finna nýtt
nafn á eyjuna sem staðsett
er í Kyrrahafi norður af
Ástralíu.
Haft er eftir embættis-
mönnum eyarinnar að
Michael Somare forsætis-
ráðherra hafi ráðgert að
nafnbreytingin fari fram
16. september næstkom-
andi en þá verður haldið
upp á að 10 ár eru liðin frá
því að eyjan hlaut sjálf-
stæði undan Ástralíu.
Papúa Nýja Guinea hef-
ur verið í fréttum undan-
farið vegna ofbeldisverka
sem þar hafa verið tíð og
meðal annars eru nauðg-
arar þar nú geltir.
Solzhenitsyn
mætti ekki
- þegar átti að veita honum banda-
rískan ríkisborgararétt
Bandaríkin:
Rutland, Vermont, Bandaríkjunum-Keuter
■ Sovéski rithöfundurinn og
andófsmaðurinn Alexander
Solzhenitsyn mætti ekki á sér-
staka athöfn þar sem átti að
veita honunt ríkisborgararétt í
Bandaríkjununt.
Natalia, eiginkona hins hálf-
sjötuga rithöfundar, sagði
fréttamönnum síðar, að hann
hefði verið of veikur til aö mæta.
Búist hafði verið við Solzhe-
nitsyn og konu hans í ríkisdóms-
húsinu í Rutland, litlum bæ í
Nýja Englandi en Natalia kom
aðeins. Þegar henni hafði verið
veittur bandarískur ríkisborg-
araréttur sagði hún blaðamönn-
um með aðstoð 15 ára gamals
sonar sína að eiginmaður henn-
ar hefði ekki getað komið af því
að hann hefði verið of veikur.
Embættismaður réttarins
sagði að fjarvera Solzhenitsyn
hefði komið öllum á óvart og
bætti við að reynt yrði að endur-
taka athöfnina síðar en óvíst
væri hvenær það yrði.
Solzhenitsynhjónin og synir
þeirra þrír fluttu inn í afgirt
svæði í nágrenninu árið 1976
tveimur árum eftir að Solzhenit-
syn hafði verið vísað úr landi í
Sovétríkjunum.
Samkeppnisaðilar gleyptir
Kaupsýslumönnum þykir fýsilegra að kaupa gömul fyrirtæki
en að setja á stofn útibú frá eigin fyrirtækjum
New York-Reuter
■ Bandarískir kaupsýslu-
menn eru ennþá á þeirri skoð-
un að fýsilegra sé að kaupa og
taka yfir gömul fyrirtæki en að
setja á stofn útibú frá eigin
fyrirtækjum og 1985 virðist
ætla að verða metár í þeint
efnum.
Framboð og eftirspurn í
þessa veru hefur verið nteira
en á síðasta ári en þá var sett
met í þessum viðskiptum,
2.994 fyrirtækjum steypt sam-
an við önnur fyrirtæki.
Samkvæmt nýjustu upplýs-
ingum hafa þegar farið frarn
805 slík kaup á þremur fyrstu
mánuðum þessa árs á móti 692
á sama tímabili í fyrra, að því
er kemur fram í bandarísku
viðskiptatímariti.
Sérfræðingar sent Reuters-
fréttastofan hafði samband við
segja að þrír meginþættir hafi
stuðlað að uppsveiflu í þessunt
viðskiptum en þeir væru, að
lítill hagnaður væri af því að
reisa nýjar byggingar, Reagan-
stjórnin hefði ákveðið að láta
þessi viðskipta afskiptalaus og
að bankar væru fúsir til að lána
fé í þessu skyni.
Alþjóðlegur heróín-
hringur á Indónesíu
Jukarta-Reuter
■ Lögreglan á Indónesíu
telur sig vel á veg kontna
með að brjóta á bak aftur
alþjóðlegan heróínhring
sem hefur meðal annars
smyglað heróíni frá Thai-
landi til Indónesíu.
Lögreglan fann eitt kíló
af heróíni við höfnina í
Belawa nú um síðustu helgi
og handtók þá þegar nokkra
menn sem talið er að hafi
tekið þátt í smygli heróíns-
ins.
Spænskur ferðamaður
var handtekinn í lok sein-
ustu viku á Bali með 150
grömm af heróíni sem hann
hafði komið með frá Thai-
landi. í seinustu viku voru
einnig handteknir menn frá
Malaysíu og Singapore fyrir
heróínsmygl og nýlega var
Svisslendingur dæmdur í tíu
ára fangelsi fyrir að hafa
heróín í fórunt sínum.
Stjórnvöld á Indónesíu
hafa að undanförnu hert
mjög baráttuna gegn eitur-
lyfjum. Þau beita rn.a.
dauðadómi fyrir alvarleg
eiturlyfjabrot.
■ Solzhenitsvn mætti ekki á staðinn öllum til mikillar undrunar
þegar átti að veita honum bandarískan ríkisborgararétt. Eiginkona
hans skýrði frá því síðar að hann hefði verið „of veikur“ til að mæta.