NT - 26.06.1985, Blaðsíða 9

NT - 26.06.1985, Blaðsíða 9
 m? Miðvikudagur 26. júní 1985 9 LL Neytendasíðan Hækkanir langt umfram almenna verðlags- þróun ■ Ýmsar ályktanir voru sam- þykktar á aöalfundi Neytenda- félags Reykjavíkur og ná- grennis sem haldinn var 5. júní. Eftirfarandi var meöal þess sem fundurinn vildi leggja sérstaka áherslu á: Bílatryggingar Lögbundnar ábyrgðartrygg- ingar bifreiða hafa hækkað um 260% á undanförnum þremur árum. Nú hækkar húftrygging (kaskó) á einu ári um tæp 70%. Pessar hækkanir eru langt umfram almenna verð- Iagsþróun á sama tíma. Neyt- endafélag Reykjavíkur og ná- grennis gerir því kröfu til að verðlagsyfirvöld kanni verð- lagningu á iðgjöldum trygg- ingarfélaga, verðlagningu á varahlutum til bifreiða og á þjónustu viðgerðarverkstæða. Þetta er eðlileg krafa þar sem engin samkeppni er á milli tryggingarfélaganna og mjög takmörkuð hjá þeim sem selja bifreiðaeigendum vörur og þjónustu. Afborgunarviðskipti Hér á landi eru engin lög um afborgunarviðskipti. Flestir samningar um afborgunarkaup eru seljanda í hag, en réttur kaupandans er yfirleitt fyrir borð borinn. Aðalfundurinn hvetur til að sett verði hið fyrsta lög um afborgunarkaup. Meðferð smámála Brýn þörf er á sérmeðferð í minniháttar málum innan dómstólakerfisins svo auð- velda megi neytendum að ná fram rétti sínum á sem skemmstum tíma. Kortaviðskipti Engin lög eru til um kredit- kortaviðskipti. Brýnt er að slík lög verði sett og þar sem tryggt er að korthafi greiði þann kostnað sem af notkun kortsins leiðir í hvert sinn. Opinber þjónusta Þjónustu opinberra fyrir- tækja er að mörgu leyti ábóta- vant. Nauðsyn ber til að komið verði á stjórnskipuðum eftir- litsnefndum til að fylgjast með opinberum fyrirtækjum, þjón- ustu þeirra og verðlagningu. Framfylgið reglum um saman- burðarverð ■ Aðalfundur Neytendafé- lags Reykjavíkur og nágrennis haldinn 5. júní 1985 vekur athygli á reglum um verð- og þyngdarmerkingar á brauði, kökum og kexi, sem settar voru í desember 1983. Þær fela m.a. í sér að nú er skylt að upplýsa um samanburðarverð (þ.e. kílóverð vörunnar). Reglur þessar hafa mjög mikið upplýsingagildi fyrir neytendur og auðvelda að mun allan verðsamanburð. Ljóst er þó að margar verslanir fara ekki eftirþeim. Aðalfundurinn skorar því á verðlagsyfirvöld að sjá til þess að reglur þessar séu undanbragðalaust virtar. Aðalfundur Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis hvetur til þess að settar verði víðtækar reglur um saman- burðarverð á öðrum almenn- um neysluvörum sem seldar eru eftir þyngd eða rúmtaki. (Frá N.R.O.N.) fbúðaleiga á Reykjavíkursvæðinu er ákaflega mismunandi en þess eru dæmi að þriggja herbergja íbúð kosti 15.000 kr. á mánuði. Hvað kostar að leigja sér íbúð? - leigugjald mismunandi á R-svæðinu, en þriggja herbergja íbúð getur farið upp í 15.000 krónur ■ Algengt leigugjald fyrir þriggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu mun vera á bilinu frá níu til tólf þúsund krónur á mánuði að sögn- Leigjendasamtakanna en hjá Húseigendafélagi Reykjavíkur eru nefndar hærri tölur eða tólf til fjórtán þúsund. Að sögn Sólveigar Kristjáns- dóttur hjá Húseigendafélaginu hefur leigan farið hlutfallslega lækkandi frá áramótum og mun vera í lágmarki um þetta leyti árs en hækka aftur veru- lega þegar skólar taka tij starfa í haust. Töluvert er um það að leitað sé upplýsinga um algengt leigu- verð, bæði til Leigjendasam- takanna og Húseigendafélags- ins og eftir þeim upplýsingum að dæma sem Neytendasíðan aflaði sér virðist nokkur munur á þeim tölum sem nefndar eru á þessum tveim stöðum. Kristín Sævars hjá Leigjenda- samtökunum kvað algenga leigu fyrir tveggja herbergja íbúð vera á bilinu 7-10.000, 3 herbergja 9-12.000 og fjögurra herbergja íbúðir kostuðu 12- 14.000. Kristín sagði hins veg- ar að þótt þetta væru algeng- ustu tölurnar væri ekki óal- gehgt að íbúðir væru leigðar á lægra eða hærra verði og þann- ig væru dæmi þess að þriggja herbergja íbúðir væru leigðar á 15.000 kr. Þá tíðkast og að fólk sé látið greiða húsaleigu alllangt fram í tímann eða allt upp í eitt ár. Séu reiknaðir vextir af þessu fé, en það mun reyndar algeng- ast að fólk þurfi að taka nánast alla fyrirframgreiðsluna að láni liækkar hin raunverulega húsa- leiga sem vöxtum nemur. Þær tölur sem upp voru gefnar hjá Húseigendafélagi Reykjavíkur, þegar spurt var um algeng leigugjöld, voru þessar: Fyrir 2 herbergja íbúð 10-12 þúsund, 3 herbegja íbúð 12-14 Islenskar áletranir - á inn- fluttum hreinsiefnum ■ Senn fjölgar innfluttum vörutegundum með íslenskum merkimiðum. í desember sl. sögðum við frá því hér á neyt- endasíðu að innflutningur á ræstiefnum með notkunarleið- beiningum væri að hefjast hjá nýstofnuðu innflutningsfyrir- tæki, Impex að nafni. Impex hyggst nú færa út kvíarnar og hefja innflutning ýmissa hreinsiefna fyrir hús- gögn og eldunartæki. Sam- kvæmt upplýsingum frá fyrir- tækinu er hér um að ræða 5 mismunandi tegundir: Tekk- og palisanderolíu, húsgagna- bón, húsgagnaolíu, eikarvax og ofngljáa. Frá sjónarmiði neytenda er auðvitað mikilvægt að notkun- arleiðbeiningar séu á íslensku, einkum þó þegar um er að ræða hættuleg efni, sem geta ■ Gissur Helgason hjá Impex með sýnishorn af hreinlætisvörum þeim sem hann hefur nú flutt inn um nokkurt skeið með notkunarleiðbeiningum á íslensku. NT;mynd: Róbert valdið slysum eða skaða ef rangt er með þau farið. Eitt efni af þessu tagi er t.d. að finna í ofantöldu. Það er tekk- og palisanderolían, sem getur valdið sjálfsíkveikju í bónklút eftir notkun. Impex mun vera nánast eina innflutningsfyrirtæRið sem notar íslenskar merkingar ein- vörðungu á vörur sínar, en margir innflutningsaðilar hafa borið því við að erfitt sé að fá erlenda framleiðendur til sam- vinnu á þessu sviði, þar eð íslenski markaðurinn sé svo lítill. Sú kenning hefur nú verið afsönnuð og hver veit nema aðrir innflytjendur fylgi í kjöl- farið. þúsund og fyrir fjögurra her- bergjaíbúðum 16.000 krónur. Sólveig Kristjánsdóttir hjá Húseigendafélaginu, sagði þó, að þessi leiga hrykki hvergi nærri til að það borgaði sig að leigja út húsnæði í dag, ef miðað væri við aðrar fjárfest- ingarleiðir. Sólveig sagði að húseigend- urn sem leituðu ráða hjá Hús- eigendafélaginu væri yfirleitt ráðlagt að auglýsa íbúðir sínat til leigu í DV og leita tilboða. Sem dæmi nefndi hún tveggja herbergja íbúð í Breiðholti sem breytt hefði verið í þriggja herbergja íbúð. í þessa íbúð hefðu borist tilboð frá þremur aðilum upp á 14.000 krónur. Húsaleiga íSviþjóð Það kostar að meðal- Itaji um ,10.500 kr. ísl. að leigja þriggja herbergja 1 íbúð í Svíþjóð og er þá lljós og hiti innifalið í leig- lunni. Þetta eru niðurstöð- I ur úr rannsókn sem Isænska tölfræðistofnunin I gerði á síðasta ári og náði Itil ríflega 14 þúsund líbúða. í könnun þessari kom leinnig í Ijós að það er lu.þ.b. 10% ódýrara að I búa í búseturéttaríbúð en Ivera á almennum leigu- Imarkaði. Ekki munu vera fyrir Ihendi nákvæmar upplýs- lingar um leiguverð á ís- jlandi en alloft hafa heyrst | nefndar tölur sem eru mun I hærri en þessar og er þó lætlast til að leigjandinn Igreiði sjálfur alla órku- lreiknihga vegna íbúðar- linnar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.