NT - 26.06.1985, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 26. júní 1985 23
■ Ómar Torfason (liggjandi) hefur skallað knöttinn niður í jörðina og þaðan þeytist hann í netið framhjá Guðmundi markverði, 0-1.
1. deild íslandsmótsins í knattspy rnu: N1"nd Arn'Bjarna
Létta leiðin I júf a...
- Framarar unnu öruggan 0-2 sigur á Þrótti
■ Framarar héldu áfram ferð
sinni eftir léttu leiðinni ljúfu að
Islandsmeistaratitilinum í gær-
kvöldi, en þá sigruðu þeir Þrótt
0-2 á Laugardalsveliinum. Sig-
ur liðsins var fyllilega sanngjarn
og Fram er nú komið með sjö
stiga forystu á næsta Iið, Þrótt,
hefur 19 stig. í hálfleik hafði
ekkert niark verið skorað.
Fyrri hálfleikurinn var frekar
slakur. Fram sótti allan tímann,
en skaut aðeins tvívegis að
marki Fram og í bæði skiptin
framhjá.
Ahorfendur voru vart búnir
að koma sér fyrir í sætum sínum
er Ómar Torfason skoraði á 49.
mínútu. Guðmundur Torfason
Flugleiðamót
í handbolta
■ Fjögur lið taka þátt í
Flugleiðamótinu í hand-
knattleik, sem hefst í
Digranesskóla annað
kvöld. Þá leika 21 árs
landslið íslands og A-
landslið Hollands og A-
landslið íslands og
Noregs. Það eru þessi
fjögur lið sem taka þátt í
mótinu, sem stendur
fram á mánudag. ítalir
sáu sér ekki fært að vera
með.
Mótið er liður í undir-
búningi A-landsliðsins
fyrir A-keppni í HM í
Sviss næsta ár og HM liða
undir 21 árs, sem haldið
verður í Ítalíu í desem-
ber. Nánar um mótið á
morgun. ________
Leiðrétting
■ í frásögn af Tomma-
hamborgaramótinu í blaðinu
í gær urðu þau leiöu mistök
að sagt var að Víðir og ÍBK
hefðu verið verðlaunuð fvrir
prúðleika í umgengni. Það
er ekki allskostar rétt því
það voru Víöir og UBK sem
hlutu þá viðurkenningu.
Biðjum við strákana í
Breiðabliki að fyrirgefa þessi
stafavíxl.
gaf þá góða sendingu fyrir
markið, varnarmenn Þróttar
frusu og Ómar skallaði knöttinn
í jörðina og inn, 0-1.
Síðara mark leiksins kom svo
á 65. mínútu. Ómar Torfason
fór þá upp hægri kant og skaut
í varnarmann. Af honum hrökk
knötturinn til Kristins Jónsson-
ar, sem gaf sér góðan tíma og
skoraði með fallegu skoti.
Eftir þetta lifnaði mjög yfir
leiknum. Ómar Torfason átti
. hjólhestaspyrnu í stöng á 71.
mínútu, Pétur Ormslev náði
frákastinu og Ómar skaut þá í
samherja sinn og út af.
Átta mínútum síðar skallaði
svo Ómar í þverslána og á 81.
mínútu brenndi Ársæll Krist-
jánsson af vítaspymu sem dæmd
var eftir hendi á Þorsein. Enn
liðu tvær mínútur og þá skaut
íslandsmótið 1. deild:
Pétur Arnþórsson í slá og Ár-
sæll skallaði fyrir.
Framarar sýndu engan stór-
leik en voru þó mun betri aðil-
inn, sérstaklega í fyrri hálfleik.
Vörn þeirra var afar þétt og
miðjan góð, en framlínan
óvenju dauf. Þróttarar héldu út
HNOT-
SKURN
■ Sanngjarn Fram sigur i frek-
ar slökum leik, sem þó lifnaði
mikið yfir siðasta hálftímann.
Veður var þokkalegt. Fyrra mark
Fram gerði Ómar Torfason á 49.
mínútu og Kristinn Jónsson
gerði hið síðara á 65. mínútu.
Pétur Ormslev, Fram, fékk
áminningu hjá Magnúsi Theó-
dórssyni, dómara, sem dæmdi
óaðfinnanlega.
Furðulegt
- FH náði að sigra eftir að hafa verið 0-3 undir
■ Hann var aldeilis furðulegur
leikur FH og Víkings í gær-
kvöldi. Víkingar höfðu undir-
tökin í fyrri hálfleik og komust
í 3-0 í leiknum en FH-ingar
sýndu svo sannarlega að engin
skal hætta í leik fyrr en flautan
gellur og þeir náðu að sigra 4-3.
Víkingar voru furðulega slakir í
síðari hálfleik og baráttan í
lágmarki. Að haida ekki haus
með þriggja marka forystu er
skrýtið. FH-ingar eiga skilið
mikið hrós fyrir að gefast ekki
upp þó allir vindar væru á móti
þeim framanaf.
Það voru Víkingar sem hófu
leikinn með látum og áttu fljót-
lega færi en Halldór markvörð-
ur sá við þeim til að byrja með.
Hinu megin komst Hörður
Magnússon einn í gegn en skaut
framhjá. Víkingar ná forystu á
20. mín. með marki Jóhanns
Holtons. Hann fékk boltann
eftir að Halldór hafði varið frá
Andra og renndi í autt markið.
Aðalsteinn Aðalsteinsson skor-
ar svo 0-2 með fallegu skoti utan
frá vítateig sem sveif yfir
Halldór, 0-2. Kom nú hálfleikur
og hörðustu FH-ingar vildu fara
heim.
Ekki hefur þeim litist á í
upphafi síðari hálfleiks er Sigur-
þór FH-ingur lagði boltann fyrir
Einar Einarsson sem renndi á
HNOT-
SKURN
■ Afar skemmtilegur leikur -
hreinasta sýning - og sjö mörk.
Víkingar voru betri i fyrri hálf-
leik en FH átti þann siðari með
húð og hári. Mörkin: FH: Henn-
ing Henningsson á 63. mín., Jó-
hann Erling Ragnarsson á 73.
mín., Ingi Björn Albertsson á 80.
mín. og Hörður Magnússon á 88.
mín. Víkingur: Jóhann Holton á
20. mín., Aðalsteinn Aðalsteins-
son á 30. mín., og Atli Einarsson
á 50. mín.
Dómari var Kjartan Tómasson
og var í lagi. Áhorfendur voru
allnokkrir og skemmtu sér vel.
í fyrri hálfleik, léku þá mjög
góða vörn, en sprungu á limm-
inu í síðari hálfleik.
Magnús Theódórsson dæmdi
frábærlega vel, hafði hagnaðar-
regluna ætíð að leiðarljósi.
Liðin:
Þróttur: GuðmundurErlings-
son, Arnar Friðriksson, Krist-
ján Jónsson, Loftur Ólafsson,
Ársæll Kristjánsson, Theódór
Jóhannsson, Pétur Arnþórsson,
Daði Harðarson (Jóhann
Hreiðarsson 65. mín.), Sigurjón
Kristinsson, Atli Helgason og
Sverrir Pétursson (Sigurður
Hallvarðsson 65.mín.)
Fram: Friðrik Friðriksson,
yiðar Þorkelsson, Ormar
Örlygsson, Þorsteinn Þorsteins-
son, Jón Sveinsson, Ásgeir
Elíasson, Kristinn Jónsson, Pét-
ur Ormslev, Ómar Torfason,
Guðmundur Steinsson og Guð-
mundur Torfason.
Atla Einars inní teig og hann
skorar 0-3. En FH-ingar gáfust
ekki upp. Henning Hennings-
son kom inná og skallar send-
ingu frá Magnúsi Pálssyni í
netið 1-3. Áður höfðu FH-ingar
og þá sérlega Óli Dan fengið
algjör dauðafæri í þrígang. Það
var svo Jón Erling sem skallar
inn fallega aukaspyrnu Viðars
og staðan 2-3. Ingi Björn jafnar
með skoti utan úr teig í skeytin
3-3. Það var svo Hörður Magnús
son sem skoraði sigurmarkið á
88. mín. eftir langt innkast og
þvögu í teignum, 4-3.
í heild var sigurinn hjá FH.
Færin komu á færibandi hjá
liðinu í seinni hálfleik og hefðu
þeir eins getað gert 8 mörk.
Liðin:
FH: Halldór Halldórsson, Viðar Halldórs-
son, Guðmundur Hilmarsson, Sigurþór Þór-
ólfsson, Dýri Guðmundsson, Ólafur
Danivalsson (Kristján Gíslason), Magnús
Pálsson, Ingi Bjöm Albertsson, Kristján
Hilmarsson (Henning Henningsson), Jón Krl-
ing Ragnarsson og Hörður Magnússon.
Víkingur: Jón Otti ólafsson, Unnsteinn
Kárason, Kristinn Helgason, Aðalsteinn
Adalsteinsson, Magnús Jónsson, Ámundi
Sigmundsson, Atli Einarsson, Andri Mar-
tcinsson, Einar Einarsson, Jóhannes Bárðar-
son ogJóhann Holton (Jóhannes Bjömsson).
1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu:
Valur
dregst aftur úr
- náði aðeins jöfnu 1*1 gegn Víði
■ Víðismenn halda áfram að
hala inn stig í 1. deildinni. í
gærkvöldi fengu þeir sitt fyrsta
á heimavelli er þeir gerðu jafn-
tefli, 1-1 við Val. Valur er því
komið með níu stig og liðið sem
margir spáðu titlinum er nú 10
stigum á eftir Fram. Víðir hefur
nú hlotið fímm stig og er enn
næstneðst.
Mikið jafnræði var með liðun-
um í þessum leik. Á 15. rnínútu
komst Guðmundur Þorbjörns-
son í gott færi en skaut rétt yfir
slá og tíu mínútum síðar var
hann aftur á ferð, en þá varði
Gísli á markinu.
Á markamínútunni fengu
Víðismenn hættulegt marktæki-
færi. Grétar átti þá góðan skalla
í hægra markhornið, sem Stefán
varði vel.
En á 63. inínútu tóku svo
Valsmenn forystuna. Þeirfengu
þá hornspyrnu og Þorgrímur
fékk knöttinn einn og óvaldaður
og skaut upp undir slá, 0-1.
Víðir jafnaði átta mínútum
síðar. Grímur Sæmundsen
höndlaði þá knöttinn inn í teig
og Guðjón Guðmundsson skor-
aði 1 -1.
Sem sagt, allt í járnum, og
stigunum skipl. Einar Ásbjörn
barðist vel allan tímann og Vil-
berg var einnig góður. Þorgrím-
ur tók syrpu undir lokin og
Guðntundur var góður hjá Val.
Liðin: Víðir: Gísli Hreiðarsson,
Gísli Eyjólfsson, Ólafur Ró-
bertsson, Sigurður Magnússon
(Rúnar Georgsson 90. mín),
Einar Ásbjörn Ólafsson, Guð-
jón Guðmundsson, Grétar Ein-
arsson, Guðmundur Knútsson;
(Svanur Þorsteinsson 74. mín.)
Vilberg Þorvaldsson, Klemens
Sæmundsson og Daníel Einars-
son. Valur: Stefán Arnarson,
Örn Guðmundsson, Þorgrímur
Þráinsson, GrímurSæmundsen,
Sævar Jónsson, Guðni Bergs,
Hilmar Sighvatsson, Guömund-
ur Þorbjörnsson, Magni Péturs-
son (Kristján Svavarsson 76.
mín), Kristinn Björnsson
(Hilmar Harðarson 31. mín) og
Ingvar Guðmundsson.
AH/sag
HNOT-
SKURN
■ Þokkalegur leikur. Jafnrædi
var með liðunum og úrslitin því
sanngjörn. Mark Vals gerði Þor-
grimur Þráinsson é 63. mínútu
en Víðir jafnaði á 71. minútu með
marki Guðjóns Guðmundssonar
úr vítaspymu. Guðni Bergs, Val,
fékk áminningu.
fslandsmótið 1. deild: f íA-íRin
Ragnar , L 1-2 /
á skotskónum
- gerði bæði mörkin á Skaganum og spilaði vel
■ Keflvíkingar náðu sér í þrjú
afar dýrmæt stig á Akranesi í
gærkvöldi. Leikurinn var jafn
en sigurinn var þó sanngjarn hjá
Keflvíkingum. Þeirra barátta
var góð og voru þeir oftast
skrefí á undan í boltann. Sigur-
inn varð í 1-2 og gerði Ragnar
Margeirsson bæði mörkin.
Hann var ekki í stífri gæslu í
leiknum og á því fengu Skaga-
menn að kenna því hann var
mjög góður og alltaf hættuleg-
ur.
Það voru Skagamenn sem
tóku forystu í leiknum á 35.mín.
er Karl Þórðarson tók við send-
ingu og skallaði hana glæsilega
í markið, 1-0. En Adam var
ekki mjög lengi í paradís og
ekki Skagamenn heldur. Ragn-
ar slapp einn í gegn á næstu
mínútu og skoraði af öryggi,
1-1.
Síðari hálfleikur hófst á því
að Ragnar reif sig enn lausan og
Skagamenn brugðu honum,
víti. Úr vítinu skoraði Ragnar
HNOT-
SKURN
■ Keflvíkingar unnu sann-
gjarnan sigur á Skaganum. Þrátt
fyrir að leikurinn hafi verið jafn
þá var festan meiri hjá ÍBK. Þó
nokkuð um færi i leiknum og
fengu Skagamenn nokkur tæki-
færi til að jafna. Mörkin: ÍA: Karl
Þórðarson á 35. min. ÍBK: Ragnar
Margeirsson á 36. og 46. min.
Dómari var Guðmundur Haralds-
son og dæmdi vel.
af miklu öryggi og Keflvíkingar
voru nú komnir yfir, 1-2. Þeir
börðust líka mjög vel fyrir þess-
ari forystu og tókst að halda
henni út leikinn. Skagamenn
áttu sín færi en annað hvort
geiguðu skotin eða Þorsteinn
varði af stakri prýði. Þessi sigur
gerði baráttuna um annað sætið
mikla en Framarar virðast ætla
að stinga af eftir sigurinn í gær.
Skagamenn þurftu á sigri að
halda í þessum leik en þeirra
barátta var hálf tilviljunar-
kennd og enginn kraftur í þeim á
við Keflvíkinga.
SLP/þb
NI
Boltinn
ÞRÓTTUR-FRAM
Hjá Þrótti voru Ársæll Kristjáns-
son, Guðmundur Erlingsson og Arn-
ar Friðriksson bestir og Viðar Þor-
kelsson, Ásgeir Elíasson og Pétur
Ormslev voru góðir hjá Fram. Maður
leiksins var Ómar Torfason.
FH-VÍKINGUR
Leikmenn beggja liða voru jafnir.
Víkingar áttu þó menn eins og Atla
Einars sem barðist vel og hjá FH voru
Viðar og Jón Erlings góðir. Boltann
f ær þó Hörður Magnússon fyrir sigur-
markið og góðan leik.
VÍÐIR-VALUR
Hjá Víði voru Vilberg Þorvaldsson
og Einar Ásbjörn Ólafsson bestir í
annars jöfnu liði. Guömundur Þor-
björnsson, Val, var besti maður vall-
arins. Þorgrímur Þráinsson var
einnig góður.
ÍA-ÍBK
Hjá Skaganum voru Guðjón Þórðar-
son og Karl Þórðarson góðir svo og
Þorsteinn markvörður Keflvíkinga.
Maður leiksins var samt Ragnar
Margeirsson sem átti stórleik.