NT - 12.07.1985, Side 8

NT - 12.07.1985, Side 8
 Föstudagur 12. júlí 1985 8 ndur haft Ginið við skrumi og auglýsingabrellum ■ Og nú ætlar sjónvarpið að fara að sýna margra klukku- stundar langan poppgargara- þátt og það í beinni útsendingu einhvers staðar frá útlöndum. bessi flottræfilsháttur og tíma- sóun á ekki að kosta meira en sem svarar hálfri milljón kr. Áreiðanlega verða einhverj- ir glaðir að fá að sjá og heyra drukkna og hassspúandi gítar- lemjara öskra og fetta sig og bretta í hálfan sólarhring eða svo. En guði sé lof fyrir að það er líka hægt að slökkva á imbakassanum þcgar þvílíkri ofgnótt af skrumskælingu er hellt yfir landslýðinn. Auglýsingaskrumið sem gubbað er yfir mann vegna þessara hljómleika er ógeðs- legt, svo ekki sé harðara til orða tekið. bessir trúðar sem dýrkaðir eru langt fram yfir allt velsæmi eru allir margfald- ir milijónamæringar, en ætla nú af hjartagæsku sinni að verja einni kvöldstund eða rúmlega það og syngja gratís. En ágóðinn af tiltækinu á allur að rennu til sveltandi íbúa Afríku. Mikiðvill meira! Þetta lítur fallega út, en'sé betur að gáð, er þetta ekkert nema enn ein auglýsingabrell- an. Poppararnir eru að auglýsa sjálfa sig. Þeim er útlátalítið þótt þeir rauli inn í rafmagns- græjur sömu taktana sem gert hafa þá forríka. En það eykur plötusöluna gífurlega að fá fría auglýsingu í flestum sjón- varpsstöðvum heims og ekki síst þegar skrumið er fært í búning manngæsku. Petta hefur verið leikið áður. Hljómleikar poppara til að safna fé handa sveltandi fólki. Málið er það að það komast miklu færri að en vilja á tónleika sem þessa. Pað er valið lið sem plötuútgefendur og aðrir fjölmiðlabraskarar leyfa að komi fram á hljóm- leikum sem þessum. Vonandi rennur ágóðinn af þessu öllu saman til þurfandi fólks og er ekki að efa að svo ■ Pað er svo sem yfir ýmsu að gleðjast: Sjónvarpiö hefur afráðið að sýna einhvern hluta tónleikanna miklu sem haldnir verða samtímis í London og Fíladelfíu á laugardaginn. Landslýð er tjáð að hann fái að sjá ekki minni spámenn en Billy Joel, Rick Springfield, Eric Clapton, Power Station, Duran Duran, Hall & Oates, Mick Jagger, Tinu Turner, Huey Lewis, Cindy Lauper, Bob Dylan og kannski ein- hverja fleiri. Allt gott um það. En það má líka taka saman annan lista - og hann niiklu lengri - yfir skemmtikrafta sem koma fram á hljómleikun- um og við Frónbúnar fáum ekki að sjá. Nefnum af handa- hófi David Bowie, U2, Wham!, Dire Straits, Phil Collins, Queen, Sting, Elton John, Sade, The Who, Neil Young, Robert Plant, Pret- enders, Paul Simon og svo framvegis. Ekki óglæsilegupp- talning það. Nú skilst mér að flestar sjónvarpsstöðvar sem einhvers mega sín í heiminum ætli að sýna tónleikana alla, en þeir munu líklega standa yfir í heila fimmtán tíma eða rúm- lega það. En hví þá ekki íslenska sjónvarpið? Má ekki í þetta eina sinn sleppa íþrótta- þættinum, eða þessum fasta breska gamanmyndaflokk sem alltaf er eins, og bíómyndin „Hjúskaparmiðlarinn", bandarísk gamanmynd frá 1958 - getur hún ekki beðið betri tíma eða hvað? Kannski er fávíslega spurt, en að minnsta kosti geta menn ekki fett fingur út í það að málefnið sé ekki sæmilegt, því allur ágóði af tónleikunum rennur til hjálparstarfs í Eþí- ópíu og Súdan. Vongóður BAND-AID tónleikarnir: Við fáum bara dreggjarnar! Lesandi hringdi: ■ Pað er varðandi þessa út- sendingu í sjónvarpinu frá Phil- adelphia í Bandaríkjunum. Hún á að byrja kl. korter fyrir ellefu og standa til kl. 2 eða 3 um nóttina. Hverjum á þetta að þóknast? Þetta eru 16 tíma hljómleikar og við missum þarna af öllum bitastæðustu atriðunum. Af hverju er ekki sjónvarpaö eins og um var rætt frá kl. 11 um morguninn þegar þetta byrjar og svo eitthvað seinni partinn? Það eru öll stærstu númerin sem koma fram á þeim tíma og við fáum einhverjar smádreggjar af öllu þessu sem á að ske þarna. Mér finnst þetta til háborinn- ar skammar, ég verð að segja það, af því að svona skeður ekki aftur í veraldarsögunni. Ég er sannfærður um það. verður. En þeir sem mest græða eru auðkýfingarnir sem eru að auglýsa manngæsku sína og hljómplötur. Það er við hæfi að Ríkisútvarpið hjálpi þeim til þess. Tónlistarunnandi Andstyggilegt þjóðfélag - sem tekur við vinnuframlagi fyrir aftan bak ■ í fréttatilkynningu NT í síöustu viku er skýrt frá auk- inni atvinnuþátttöku kvenna. Minnst var á aukna mcnntun og sagt að vinnu- framlag kvenna hefði aukist verulega síðustu árin. Ég varð dálítið hissa. Núna þegar giftar konur eru farnar að fara á böll, taka þátt í félagslífi, horfa á sjónvarp, sitja til borðs með gestum og jafnvel sofa út á sunnudögum, sem þekktist ekki á dögum mæðra okkar. Ekki minnkaði undrun mín þegar ég las, að meðalvinnu- tími kvenna í þéttbýli hefði lengst úr 30,6 í 34 klst. á viku, sl. átta ár. Fyrir ellefu árum tók ég að mér að sjá um meðalstórt heimili og var þá gengið út frá því að ,,normal“ vinnuvika væri 52 klst. Stundum vann ég auka- vinntt, t.d. vegna gesta, en öll vinna var metin (enda svafégekki hjá húsráðanda). Núna held ég heimili og vinn úti 30 klst. á viku. Þótt ég hefði mótor í rassinum kæmi ég ekki húsverkum og barnastússi af á 4 tímum á dag, hvað þá viku. Fyrr má nú vera. En svo rann upp fyrir mér Ijós. Heimilisstörf eru auð- vitað ekki talin með. Geð niitt hrapaði og ég hugsaði ljótt um þetta andstyggilega þjóðfélag sern tekur við vinnuframlagi húsmæðra fyr- ir aftan bak og læst ekki vita af því. Guörún Árnadóttir „Meöalkona á nieðalheiniili“ Nýja taugagasið hættuminna en gömlu efnavopnin ■ Ef svo heldur fram sern horfir munu Evrópubúar þurfa að taka afstöðu til þess hvort þeir vilji að hinum nýju bandarísku efnavopnum, taugagasinu, verði komið fyr- ir á evrópskri grund. Mörg rök hníga að því að rétt sé að samþykkja það, þótt tilhugs- unin um þau sé ekki aðlað- andi, þó ekki sé nema vegna þess að minni áhyggjur þurfi að hafa af þeim, en öðrum vopnum sem nú þegar hefur verið komið fyrir í Evrópu. Einnig þurfi NATO að ráða yfir vopnum hliðstæðum þeim sem Sovétmenn hafa í handraðanum. Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í júní síð- astliðnum að veita fé til fram- leiðslu á þessu nýja taugagasi. Öldungadeildin samþykkti svipaða tillögu, þó með þeint skilyrðum að NATO-ríkin samþykktu áður en fram- leiðsla hæfist að þeim yrði komið fyrir í Evrópu, til þess að koma í stað hliðstæðra úreltra vopna í Vestur-Þýska- landi. Óvíst er hvort þetta skilyrði verður fellt úr þegar báðar deildir þingsins fjalla um málið, en æskilegt væri þó að það yrði látið standa, enda hafa Evrópuríkin oft kvartað yfir því að mikilvægar ákvarðanir um öryggi þeirra séu teknar í Washington, án þess að haft sé nægjanlegt samráð við stjórir þeirra ríkja, sem taka eiga við vopn- unum. Þá gæfist löndunum kostur á að gera upp hug sinn áður en farið er að verja stórum fjárhæðum í fram- leiðsluna. Þannig mætti forð- ast langvinnar deilur eins og þær sem urðu vegna uppsetn- ingar nevtrónusprengjunnar 1977-78. Vilja geta svarað í sömu mynt Sovétmenn hafa yfir að ráða miklum birgðunr efna- vopna, þará meðal taugagasi. Ef stríð brytist út og Sovét- menn hótuðu að beita þessum vopnum yrðu hermenn vest- urlanda að klæðast fyrirferð- armiklum verndarklæðnaði, með hjálmum, sem takmarka mjög útsýni. Þeir yrðu auð- veld bráð fyrir Rússana ef þeir þyrftu ekki sjálfir að klæðast svipuðum búningum. Hugmyndin er aftur og enn sú að nauðsynlegt sé að ráða fyrir svipuðum vopnum, til þess að koma í veg fyrir að Sovétmenn leggi í að beita efnavopnum sínum. Því er stundum haldið fram að vesturveldunum hljóti að nægja kjarnorkuvopnin til þess að koma í veg fyrir að Sovétmenn leggi í stríð. Ástæðan fyrir því að þessi röksemd gengur ekki er sú að vafasamt er að Bandaríkja- menn myndu beita kjarn- orkuvopnum, ef ráðist yrði með efnavopnum, vegna þeirrar gereyðingar sem af notkun þeirra hlytist í Vestur- Evrópu. Ef þeir gætu hins vegar svarað árás með efna-

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.