NT - 12.07.1985, Page 9

NT - 12.07.1985, Page 9
_________________Föstudagur 12. júlí 1985 9 Ámað heilla Saga mannkyns 30 ára stríð með löngu vopnahléi 70 ára Björgvin Bjarnason bæjarfógeti á Akranesi ■ ÚterkomiðhjáBókaklúbbi Almenna bókafélagsins 13. bindi Sögu munnskyns. Nefnist bindið Stríð á stríð ofan og nær yfir tímabilið 1914-1945. Má sjálfsagt kalla þetta tímabil eitt- hvert það viðburðaríkasta í sögu mannskynsins. Um kyrrð og jafnvægi var sannarlega ekki að tala því að á þessum 30 árum geisuðu tvær heimsstyrjaldir - eins konar 30 ára stríð með einu löngu vopnahléi. Afhverjustöf- uðu þessi umbrot? Voru þau ef til vill vegna misbresta í þeirri heimsheild sem hafði verið að byggja sig upp síðan á öld landafundanna - 16. öld? Hvarvetna var ókyrrð - borg- arstríð í Kína, Mexíkó, á Spáni. Byltingin í Rússlandi dró sína markalínu yfir þvera söguna, ■ Út er komin hjá Bóka- klúbbnum Veröld skáldsagan Grunurinn eftir Friedrich Dúrrenmatt í þýðingu Unnar Eiríksdóttur. Bókin kom fyrst út hjá Iðunni 1968 en hefur verið ófáanleg um árabil. Grunurinn er æsispennandi saga um viðureign upp á líf og dauða milli lögreglufulltrúans og fyrrverandi fangabúða- læknis. En meira er þó um vert að hún er jafnframt góðar bókmenntir. Frásögnin er svo magnþrungin og gagntakandi að lesandanum finnst sem hann lifi sjálfur hrollvekjandi veruleika. Þessi bók höfðar því jafnt til þeirra, er góðum fasisminn reis upp á Ítalíu og í Þýskalandi og tortímdi því lýð- ræði sem hafði í marga áratugi verið að þróast í þessum löndum. Samtímis þessu áttu sér stað þróun og breytingar í lífi fólks sem jafna má við ævintýri. Síminn, útvarpið, alntennings- bíllinn, kvikmyndin, allt dreifð- ist þetta víðsvegar. Og vaxandi matvælaframleiðsla fyrir aukna tækni og þekkingu mettaði fleiri og fleiri munna. Og svo hrikti óþyrmilega í húsbóndavaldi Evrópu yfir heiminum. Höfundur tclur ekki að það hafi stafað af hnignun evrópskrar menningar, heldur. af útbreiðslu evrópskra hug- mynda og tækni í öðrum heims- álfum. bókmenntum untia, og hinna, sem fyrst og fremst kjósa spennandi lestrarefni. Friedrich Dúrrenmatt starf- aði framan af sem grafíklista- maður og teiknari. Rétt upp úr 1940 skrifaði hann fyrsta smásagnasafn sitt. Eftir 1947 hefur hann eingöngu lagt stund á skriftir. Dúrrenmatt er löngu heimskunnur fyrir leikrit sín og skáldsögur sem farið hafa sigurför um heiminn og hvarvetna vakið mikla at- hygli og aðdáun. í ritverkum sínum beitir hann oft tækni sakamálasögunnar og er svo einnig gert í bókinni Grunur- Saga mannkyns verður í 15 bindum og ntun útgáfu verksins ljúka í árslok 1989. Bindin koma ekki út í réttri röð - næst mun 6. bindið koma í október n.k. og síðan munu 3 bindi koma á ári þar til verkinu er lokið. Þetta bindi sem nú er nýkom-' ið út er 272 bls. að stærð með miklum fjölda mynda, korta og uppdrátta. Þýðandinn er Gunn- ar Stefánsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. inn. Dúrrenmatt er óumdeil- anlega einn virtasti höfundur samtímans. í dag verður sjötugur - Björgvin Bjarnason - bæjarfó- geti á Akranesi. Hann erfæddur í Vík í Mýrdal þann 12. júlí 1915. Foreldrar hans voru hjón- in Bjarni kaupfélagsstjóri Kjart- ansson bónda í Drangshlíðardal Guðmundssonar og Svanhildur Einarsdóttir bónda í Kerlinga- dal Hjaltasonar skipstjóra í Vík. Fjölmennar og merkar ættir standa að þeim hjónum báðuni í Vestur-Skaftafellssýslu og Austur -Eyjafjallasveit. Sigur- jón Kjartansson kauptelags- stjóri í Vík um langt skeið og kunnur tónlistarmaður var bróðir Bjarna. Björgvin er yngstur fjögurra systkina. Hin eru: Einar, Kjartan og Sólveig. Tvö þau síðast nefndu eru látin fyrir fáum árurn Það urðu mikil þáttaskil í lífi fjölskyldunnar 1928, en þá lét Bjarni af störfum kfstj. hjá Kaupfélagi Skaftfellinga í Vík og gerðist forstjóri útsölu ÁVR á Siglufirði. Hér var um langan flutning að ræða og er ólíkt umhverfi. Endurminningin um Mýrdalinn lifði þó ætíð með fjölskyldunni og það var eins og brot af sólskininu þaðan, fylgdi henni til Siglufjarðar og yljaði í löngu skammdegi hinnar norð- lægu byggðar. Börnin fjögur voru tengd sterkum rótum við uppruna sinn, ættmenn og vini þar syðra, sern aldrei hafa slitnað, fyrr en vald dauðans hjó þar á. Slík hefur tryggðin verið við æskustöðvarnar. Fjöl- skyldunni var vel tekið á Siglu- firði og þar bjuggu gömlu hjónin til æviloka við almennar vin- sældir. Sumarið 1940 starfaði ég á Siglufirði og var af sérstökum ástæðum heimagangur hjá þeim mætu hjónum - Bjarna Kjart- anssyni og Svanhildi. Þótt árin hafi liðið síðan hafa þau hjón orðið mér mjög hugstæð. Þau voru myndarleg að vallarsýn, svo eftir var tekið. Heimili þeirra var bæði fallegt, rausnar- legt og gestrisni mikil. Svanhild- ur var mikilhæf húsmóðir og stjórnsöm. Bjarni einstakt ljúf- menni, sem öllurn vildi gott gera. Broshýr og aðlaðandi - skemmtilegur í frásögnum - og vel metinn af öllum. Björgvin var þá við nám í Háskóla íslands, en dvaldi enn í föður- garði og vann á Siglufirði á sumrin. Þar voru okkar fyrstu kynni. Það gat ekki öðruvísi farið, en yngsta barnið og auga- steinn foreldra sinna, tæki með sér að heiman, sitt hvað af þeim dyggðum, sem vel hafa dugað á lífsleiðinni og gert hann að jafn farsælum embættismanni og raun ber vitni um í 40 ár. Þeir sem þekktu æskuheimili hans og uppruna kemur það líka ekki á óvart. Björgvin varð stúdent frá M.Á. 1937 og lögfræðingur frá Háskóla íslands 1944. Hann stundaði málflutningsstörf á Siglufirði 1944-’47 og ennfrem- ur kennslu við Gagnfræðaskóla Siglufjarðar þau ár. Var bæjar- stjóri á Sauðárkróki l947-'58. Sauðárkrókur hafði þá nýlega fengið kaupstaðarréttindi og var í örum vcxti. Á þeim árunt var hitaveitan lögð um bæinn og var hún með þeim fyrstu í landinu. Hefur hún reynst mikill bú- hnykkur fyrir Sauðárkróks- kaupsstað. í byrjun árs 1958 gerðist Björgvin sýslumaður í Strandasýslu ogtæpum 11 árum síðar sýslumaður í ísafjarðar- sýslum og bæjarfógeti á ísafirði. Haustið 1973 er Björgvin skipaður bæjarfógeti á Akrancsi og því starfi hefur hann gegnt síðan. Björgvin kvæntist 8. júlí 1944 - Sigurbjörgu Guðmundsdóttur - fulltrúa á Sauðárkróki Sveins- sonar. Afbragðskonu, sem búið hefur fjölskyldunni fallegt og aðlaðandi heimili. Börn þeirra eru þrjú: Svanhildur húsmóðir á Sauðárkróki, Anna Halla kennari í Reykjavík og Bjarni lögfræðingur, skattstjóri á Eg- ilsstöðum. Spennandi bók eftir Diirrenmatt vopnum í söntu mynt myndu Sovétmenn síður beita þeim að fyrra bragði. Núverandi birgðir hættulegar Hliðstæð vopn, sem nú eru staðsett í Evrópu, eru löngu úrelt og jafnvel orðin hættu- leg í meðhöndlun. Nýju efna- vopnunum svipar mjög til þeirra sem fyrir eru, nema hvað þau eru öruggari. í hin- um nýju vopnum er efnunum, sem rnynda hina hættulegu banvænu blöndu, haldið að- skildum og eru hættulaus í því formi. Þau verða ekki banvæn fyrr en þeim hefur verið skotið í átt til óvinarins. Úr The Economist ■ Heróín er óðum að verða vinsælasta fíkniefnið á meðal miðstéttarfólks í Bandaríkjun- um, sem er nú hætt aó fá „kikk” af notkun kókaíns. Doktor F. Tennant, fram- kvæmdastjóri keðju af með- ferðarstofnunum fyrir eitur- lyfjasjúklinga í Los Angeles, farast svo orð. „Við crum ekki að tala hér um meðlimi óaldar- flokka eða útigangsfólk, held- ur erum við hér rneð í meðferð fólk, sem sinnir sínum daglegu skyldustörfum. tekur þátt í starfi foreldrafélaga skólanna og fer með börn sín til að horfa á íþróttakappleiki". Að mati Doktor Tcnnants Fíkniefni: Hinn duldi ávani millistéttanna eru góðu fréttirnar þær, að fíkniefnaneytendur .úr miðstétt, sem þá hafa vellaun- uð störf og fjölskyldu til að sjá fyrir, eiga of mikið undir því að venja sig af fíkninni og eru því mun viljugri til að leggja á sig að gangast undir meðferð. Slæmu fréttirnar koma frá Robert Roberton yfirmanni deildar þeirrar í Kaliforníu, sem sér um málefni er snerta meðferð á eiturlyfjasjúkling- um. Hann heldur því fram að „hönnuð eiturlyf", þ.e. tilbúin fíkniefni sem eru mun sterkari og meira vanabindandi en hreint morfín, verði megin- vandamálið á seinni hluta þessa áratugs. Roberton full- yrðir, „Ef miðstéttarfólk notar heróín í dag, þá mun það fljótlega fara að neyta þessara „hönnuðu" eða tilbúnu fíkni- efna.“ Mörgum opinbcrum trúnað- arstörfum hefur Björgvin gegnt. Hann var í yfirkjörstjórn Vest- fjarðakjördæmis 1958-73 og síðar í nokkur ár í Vesturlands- kjördæmi. í fulltrúaráði Bruna- bótafélags Íslandssíðan 1958 og í stjórn þcssfrá 1961. Formaður stjórnar Sjúkrasantlags Akra- ncss síðan 1975. Þá hefur hann verið þátttakandi í ýmsum fé- lögum, eins og Lionshreyfing- unni þar sem hann Itefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og rcglu frímúrara. Hann er söng- maður ágætur og hcfur starfað í mörgum karlakórum t.d. Vísi á Siglufirði á hinum gömlu góðu dögum og Karlakórnum Svönum á Akranesi o.fl. Þá hefur hann verið þátttakandi í Bridge- félaginu á Akranesi og keppt á mótum félagsins. Björgvin er íþróttamannlega vaxinn - hár og bcinvaxinn -og kvikur í hreyfingum, cnda stundaði hann mikið íþróttir á yngri árum. Á háskólaárum sín- urn lék hann með Knattspyrnufé laginu Víkingi og fór m.a. í keppnisferð til Þýskalands 1938. Hefur hann síðan verið mikill áhugamaður um knattspyrnu. Björgvin á mikið og gott bóka- safn, sem hann hefur viðað að sér á löngum tíma og farið um nærfærnum höndum, enda bókamaður mikill. Það sem m.a. heíur einkennt embættisstörf Björgvins er reglusemi, skyldurækni og snyrtilegur frágangur mála og allra erinda, sem send eru frá embættinu. Hann er háttvís við hvern sem er og gerir sér þar cngan mannamun. Að eðlisfari er hann friðsamur og seinþreytt- ur til vandræða. Hann trúir á það góða í hverjum manni og treystir því, svo lengi sem ann- að kemur ekki í Ijós. Hann leggur áherslu á friðsamlega lausn mála og er maður sátta og samlyndis. Ekkert er fjær hon- um en að láta kenna á valdi sínu, fyrr en nauðsyn krefur. Þetta vinnulag hefur mælst vel fyrir og komiö mörgu góðu til leiðar. Mannhylli hefur Björgvin notið í störfum sínum, hvort sem þau hafa verið unnin á Sauðárkróki, Strandasýslu, ísafirði eða Akra- nesi. Eftir 40 ára embættisferil cr liann svo vel á sig kominn - jafnt andlega sem líkamlega - að með ólíkindum er. Æskuljóminn sem fylgdi honum 1940 hefur enn ekki yfirgefið hann. Þannig hefur góð heilsa, andlegt jafnvægi og hollir lífs- hættir hindrað svo Elli kerlingu, að fari svo sem nú horfir, teljum við vinir hans að framundan séu mörg góð ár í ævi hans. þrátt fyrir 70 árin og er það vel. Þetta er ein mesta hamingja lífsins. Á merkum tímamótum í lífi Björgvins vil ég flytja honum innilegar árnaðaróskir og þakk- ir fyrir liðna tíð. Það er stór hópur vina og samstarfsmanna í þcim fjórum byggðarlögum, sem hann hefur starfað í, sem undir þetta taka. Megi þær heilladísir, sem varðað hafa veg hans, gegna hlutverki sínu ótrauðar á komandi árum. Dan. Ágústínusson.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.