NT - 12.07.1985, Síða 10

NT - 12.07.1985, Síða 10
Föstudagur 12. júlí 1985 10 Helgin framundan Live Aid beint í Villta Villa ■ Á meðan bein útsending verður frá Live Aid- hljúmleikunum í íslenska sjónvarpinu aðfaranótf sunnudags frá kl. 22.30 til 3.00, verður útsendingin sýnd á þrem stórum sjónvarpsskermum í Villta tryllta Villa við Skúlagötu. Aðgangseyrir í liúsið, meðan á hljómleikunum stendur verður kr. 300 og rennur hann í Eþíópíusöfnunina. ■ Billy Joel. Önnur tónleikahelgi í Skálholti - Bach og Hánd- el - Helga, Camilla og Ólöf Sesselja. Á morgun, laugardag, hefst önnur hátíðarhelgi Sumartón- leika í Skálholtskirkju. Kl. 15 leikur Helga lngólfs- dóttir sembaltónsmíðar sem J.S. Bach gaf eiginkonu sinni, Önnu Magdalenu. Hér verða fluttar þrjár „franskar" svítur og tvö stutt sálmalög. Helga lék eina þessara svíta í Krists- kirkju á listahátíð í fyrra og kölluðu gagnrýnendur þann semballeik „uppljómun" og „stórviðburö" og „glæsilegan forleik að Bach-ári.“ Kl. 17 hljóma fleiri Bach- verk í Skálholti ásamt með tónverkum Hándels. Camilla Söderberg leikur á altblokk- flautu, Ólöf Sesselja Óskars- dóttir á viola da gamba og Helga Ingólfsdóttir á sembal sónötur eftir Bach og Hándel. Kl. 15 á sunnudag verður þessi samleikur endurtekinn. Kl. 17 er síðan messa þar sem prestur er sr. Kal Sigur- björnsson. Áætlunarferðir eru báða dagana frá Umferðarmiðstöð- inni tveim tímum fyrir tón- leika. Fólki er ráðlagt að koma tímanlega - um síðustu helgi var húsfylli í Skálholtskirkju. ■ Hall & Oats. ■ Cyndi Lauper. Upplyfting í Inghóli í kvöld leikur hljómsveitin Upplyfting fyrir dansi ílnghóli á Selfossi. í Inghóli er fram- reiddur matur og þar eru vín- veitingar fyrir þá sem vilja. Sýningar í Norræna húsinu í sýningarsölum Norræna hússins stendur enn yfir sumar- sýningin „SjávarmyndirGunn- laugs Scheving" og lýkur henni ekki fyrr en 25. júlí. Hún er opin daglega kl. 14-19. í anddyri hússins var opnuð sýning á grafíkmyndum norska listamannsins Guttorm Gutt- ormsgaard síðastliðinn mánu- dag. Sú sýning er opin á venju- legum opnunartíma Norræna hússins ogstendur til 22. júlí. Sýningin gefur innsýn í íslenskt menningarlíf gegnum aldirnar. Undanfarna tvo mánuði hef- ur verið unnið að endurnýjun á mörgum atriðum sýningar- innar. Má þar nefna nýjar upptökur á allri tónlist og leik- hljóðum unnar af Gunnari Smára Helgasyni. Með nýrri tækni eru nú sicyggnur og tón- list samhæfð í umsjá Magnús- ar S. Halldórssonar. Skyggn- um hefur verið fjölgað um helming frá síðustu uppfærslu og hafa þær flestar verið teknar af Herði Vilhjálmssyni Ijós- myndara og Ómari Ragnars- syni fréttamanni. Ásamt fjölmörgum lista- mönnum sem hafa lagt þessari uppfærslu lið má nefna Jón Guðmundsson myndlistar- mann, séra Gunnar Björnsson sellóleikara og Robert Berman. Leikhússtjórar eru Halldór Snorrason og Kristín G. Magnús, sem jafnframt er sögumaður Light Nights. Light Nights sýningarnar verða allar helgar í júlí og ágúst. Samvinnuskólanemar í Miðgarði ■ Um helgina koma sam- vinnuskólanemarsaman íMið- garði í Skagafirði. Þetta er árlegur fagnaður, alltaf hald- inn í Miðgarði. Grábrókarfé- lagið ntargfræga verður til staðar, eins og því er einu lagið, en það er með óvenju- legri kvennahreyfingum hér- lendis. Dansleikur verður í Miðgarði á laugardagskvöldið og mun hljómsveitin Upplyft- ing halda uppi fjörinu, en meðlimir hennar hafa verið í Samvinnuskólanum. Sætaferðir verða á dansleikinn frá Sauðár- króki, Blönduósi, Skagaströnd og Hofsósi.Tjaldað verður við Miðgarð. Light Nights —16. árið ■ Light Nights sýningarnar eru nú hafnar í Tjarnarbóli við Tjörnina í Reykjavík. Sýning- arkvöld eru fjögur í viku, það er á fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudags- kvöldum, og hefjast sýningarn- ar kl..21.00. Light Nightssýningarnareru sérstaklega færðar upp til skemmtunar og fróðleiks fyrir erlenda ferðamenn. Efnið er allt íslenskt, en flutt á ensku. ■ Camilla Söderberg, Helga Ingólfsdóttir og Ólöf Sessclja Óskarsdóttir (t.f.v.) ■ Það er í Miðgarði í Skagafirði sem samvinnuskólanemar koma saman annað kvöld. ■ Frá sýningu Lights Nights.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.