NT - 16.08.1985, Page 5

NT - 16.08.1985, Page 5
Föstudagur 16. ágúst 1985 5 ■ A myndinni sjáum við Arthur Bogason formann undirbúnings- nefndar trillusjómanna sem undirbýr stofnun landssamtaka smá- bátasjómanna. NT-mynd: Arni Bjama. Organista- skipti í Laugar- neskirkju ■ Um þessarmyndirerGústaf Jóhannesson organisti í Laug- arneskirkju að láta af störfum en við starfinu taka hjónin Ann Toril Lindstad og Þröstur Eiríksson. Gústaf hefur starfað sem org- anisti kirkjunnar í 22 ár og nam orgelleik á sínum tíma hjá Páli lsólfssyni en nýju organistarnir eru nýkomin heim frá námi í Noregi. Þau stunduðu bæði nám við tónlistarháskólann í Osló í 6 ár og luku magisterprófi í kirkjutónlist fyrir tveimur árum. Ann Toril fór síðan í framhaldsnám í einleik á orgcl en Þröstur nam liturgiska söng- fræði og lokaritgerð hans fjall- aöi um íslenskar sálmabækur frá upphafi. Selfoss: Allir á háalofti - á flugkeppni ■ Á laugardag verður íslands- mót í vélflugi á flugvellinum á Selfossi. Mótið hefst kl. 8:30 og stendur fram eftir degi. Flugmálafélag íslands stend- ur fyrir mótinu en framkvæmd þess er í höndum Flugklúbbs Selfoss. með aðstoð um 50 sjálf- boðaliða m.a. úr FR klúbbunum í Árnessýslu og Rangárvalla- sýslu. Keppnin er þríþætt. Fyrst verður keppt í flugáætlunargerð og þá í yfirlandsflugi og síðast í marklendingu. Keppt cr um Shellbikarinn. Ökumenn! Radarmælingar á Óshlíðarveg ■ Ökumenn fylgist með hraðamælinum, á leið um Ós- hlíðarveg við ísafjarðardjúp. Lögreglan liggur fyrir ykkur, í þeim tilgangi einum að standa ykkur að of hröðum akstri. Ritstjórn NT ráðlcggur mönn- um sem leið eiga um þessar slóðir að halda um budduna og vera léttstígir á bensíngjöfinni. Hámarkshraði bifreiða er 70 km um Óshlíðarveg. Umfrarn kílómetrinn getur verið dýr. Trillukarlar: Erum hlunnfarnir Flókið mál, segir Gylfi G. Pétursson í Sjávarútvegsráðuneytinu ■ Trillukarlar telja að fisk- veiðikvótinn og helgarbönn hafi leikið sig grátt og ætla að stofna með sér landssamtök til að standa vörð um rétttindi sín. Gylfi G. Pétursson lögfræðingur í sjávarútvegsráðuneytinu sem aðallega hefur með mál þeirra að gera segir málið hins vegar flóknara en svo að hægt sé að leysa það í fljótu bragði. Trillukarlar héldu fund um helgina þar sem þeir settu fram kröfur um að handfæraveiðar verði gefnar frjálsar, með nokkrum undantekningum, að smábátasjómenn sætu við sama borð og aðrir útgerðaraðilar gagnvart línuveiðum og að við- ræðna við viðkomandi yfirvöld um stjórnun netaveiðabáta und- ir I0 tonnum væri óskað. Auk þess gerði fundurinn skilyrðis- lausa kröfu um að væntanlegt félag þeirra hefði fullgildan full- trúa í ráðgjafanefnd um fisk- veiðistefnu. „Já við erum reiðir," sagði Arthur Bogason formaður bráðabirgðafélags trillusjó- manna í samtali við NT. „En menn komast hins vegar stutt á reiðinni einni saman. Þess vegna munum við allir standa saman, atvinnumenn sem og þeir sem róa út í frítíma sínum og landsbyggðarmenn sem og þeir sem búa í þéttbýli, en ráðuneytið hefur verið að reyna að stía mönnum sundur á þess- um forsendum." Arthur sagði að LÍÚ og fleiri hagsmunaaðilar hefðu ráðskast með mál trillusjómanna og kvótaúthlutunarnefndin hefði skammtað trillukörlum skít úr hnefa eða 10 þúsund tonn í heild og nú mættu menn sínir búa við stanslausar veiðihömlur því á árinu hefðu gæftir verið miklar og mikið af fiski á grunn- sævi og því væri löngu búið að fiska upp í kvótann. Og í fyrra hefði glögglega komið í ljós misræmið milli báta undir 10 tonnum annars vegar og yfir 10 tonnum hins vegar því þá hefðu hinir síðarnefndu fengið auka- kvóta sem trillumenn hefðu ekki fengið þótt nægan kvóta hefði verið að finna. Gylfi G. Pétursson í sjávarút- vegsráðuneytinu sagði aðtrillu- menn réru bæði á opnum bátum og dekkbátum en aflageta bát- anna væri mjög mismunandi og veiðarfærin sem notuð væru mismunandi að auki. Því væru málin töluvert flókin. Sjálfum virtist sér krafa þeirra um að handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar ekki ósanngjörn og aðr- ar kröfur ekki óhóflegar. En trillusjómenn hefðu fengið 8 þúsund tonna viðbótarkvóta nú nýverið og gæta þyrfti jafnræðis meðal þeirra og þeirra manna sem gerðu út 10-20 tonna báta. ■ Frá Reykjavíkurhöfn. Slysavarnardeildin Ingólfur: Fjölskylduhátíd á Grandagarði ■ Slysavarnardeildin Ingólfur gengst fyrir fjölskylduhátíð á sunnudaginn. á 199. afmælis- degi Reykjavíkurborgar. Við það tækifæri verða fomilega tekin í notkun tvö ný björgunartæki, nýr björgunarbátur og mikil- virkur torfærubíll. Hátíðin hefst klukkan 13.30 við Slysavarnarfélagshúsið við Grandagarð, með því að Davíð Oddsson borgarstjóri flytur ávarp og gefur nýja björgunar- bátnum nafn. Að því búnu verða ýmis skemmtiatriði ádagskrá. Björg- unarsveitarmenn sýna listir sín- ar í lofti, á láði og legi. Slökkvi- liðið verður með útbúnað sinn til sýnis, og einnig gefst fólki Húðdeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur: Opin fram á kvöld ■ Húðdeildin á Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur. sem til þessa hefur aðeins verið opin virka daga frá klukkan 8-9 og 12-15, verður framvegis opin fram á kvöld mánudaga til föstudaga. Þannig er ætlunin að gefa þeim sjúklingum, sem kom- ast ekki á fyrrnefnda tíman- um í UVB Ijósaklefann möguleika á ljósaböðum á öðrum tíma dagsins. UVB ljósaklefinn, sem scttur var upp fyrir aðallega psoriasis og exemsjúklinga, hefur reynst mjög vel.' Ljósaklefinn er ntjög fljót- virkur og Ijósabaðið tekur aðeins örfáar mínútur. Það dugar hins vegar ekki að fara aðeins einu sinni í Ijósabað ef ná á góðum árangri. Helst verður að fara daglega eða annan hvorn dag í tvær til þrjár vikur samfellt eða lengur. Talið er að UVB ljósgeislar geti hjálpað í 70-80% tilfella og því er það vel til vinnandi fyrir psoriasissjúklinga að nota Ijósaklefann. Hægt er að panta tíma í síma 22400 milli kl. 15-16 daglega. kostur á að líta augum útbúnað slysavarnardeildarinnar. Síðan fá allir eitthvað í munninn, bæði vott og þurrt, en kvennadeild Ingólfs sér um kaffisölu á hátíð- inni. Dagskránni lýkur með ávarpi Haraldar Henrýssonar forseta SVFÍ, og veitir hann hciðurs- merki við það tækifæri. Víkingaskipið: ■ Húsvörðurinn á Korpúlfsstöðum Sigríður Einarsdóttir og víkingaskipið í baksýn. Á því brotnuðu fimm til sex borð, skutur og stefni auk þess bönd og jtverbitar en ekki er vitað hversu mikið tjónið er. NT-mynd Sverrir Einhver hef ur fært skipið til „Það er engu líkara en ein- hver hafi verið að færa skipið til þessa nótt. Það var komið hing- að á mitt hlað um morguninn en stóð þó á réttum kili og ekkert annaó hér við húsið hafði færst úr stað, sagði húsvörðurinn á Korpúlfsstöðum Sigríður Ein- arsdóttir í samtali við NT í gær. „Ég hef búið hérna í um 13 ár og það hafa oft verið aftakaveð- ur - ég varð ekki vör við svo mikið veður þessa nótt að skipið hefði getað færst til vegna þess. Ég get ekki ímyndað mér að það hafi fokið," sagði hún. Hún sagði að sér virtist sem þetta mál væri allt saman svolít- ið furðulegt. Það væri hálfilla farið með skipið, að sínu mati og lítið um það hirt. Gunnar Hvamm veður- fræðingur hjá Veðurstofu ís- lands sagði að í Reykjavík og Mosfellssveit hefði verið þetta tíu-tuttugu hnútar á miðnætti og klukkan þrjú þessa nótt. Það væri að vísu sviptingasamt í Mosfellssveit, en hann efaðist stórlega um að skipið hefði fokið. Gísli Árni Eggertsson æskulýðs- og tómstundafulltrúi Reykjavíkurborgar sagði við NT að þeir hjá Æskulýðsráði teldu aó skipið hefði fokið. Lögreglan hefði verið kvödd á vettvang á þriðjudagsmorgun og talið væri að skipið hefði fokið yfir vegg, sem það stóð við, og 14 metra í lofti áður en það lenti þarna á hlaðinu. Hann sagði að skemmdirnar yrðu sennilegast teknar út í næstu viku og þá yrði Ijóst hversu mikið tjónið væri. Síðan yrði gert við það. Það hefði alltaf verið ntjög vel gengið frá þessu skipi en það væri dýrt í rekstri og því vildi Æskulýðsráð gjarnan fá það í hendur aðilum sem gætu rekið það er viðgerðum væri lokið. Það þyrfti krana til að færa þetta þriggja tonna skip til og því væri útilokað að einhver hefði fært það til.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.