NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 16.08.1985, Qupperneq 6

NT - 16.08.1985, Qupperneq 6
Elstu mannaleifar á Grænlandi fundnar: Föstudagur 16. ágúst 1985 6 4000ára mannabein og vísbendingar um f orna menningu ■ Á eyjunni Qeqertasussuk höfðu hinir fornu Grænlendingar búsetu. Byggðin var á litlum tanga, sem teygir sig út í sundið milli eyjarinnar og fastalandsins. Híbýlastæðið er grasi vaxið. Holurnar í jarðveginn eru grafír sem fornlcifafræðingar hafa leitað mannvistarleifa fólks sem þarna bjó fyrir 4000 árum. ■ Á vesturströnd Grænlands, við Discoflóa, hafa fundist leifar af konu sem þar bjó fyrir 4000 árum. Eru þetta elstu leifar af manneskju sem lifað hefur þar í landi. Verið var að grafa í haug á eyjunni Qeqertasussuk, þar sem mannvistarleifar fundust. Sitthvað fleira merkilegt hefur fundist þarna, en mannabeinin eru þó talin merkust, aðallega fyrir þá sök að lítið sem ekkert er vitað um hvernig það fólk leit út sem fyrst byggði Grænland. Vitað var að haug- urinn sem verið var að grafa í var 4000 ára gamall, en manna- byggð á Grænlandi er talin hefjast á þeim tíma. Konan sem beinaleifarnar eru af tilheyrði svokallaðri Saqqaq þjóð. Pað fólk er hið fyrsta sem vitað er um að búsett hefur verið á Grænlandi og er talið hafa lifað þar á tímabilinu frá um 2300 fyrir Krist til 1000 fyrir upphaf tímatals vors. Miklar fornleifarannsóknir hafa farið fram á Grænlandi og sífellt eykst þekking manna betur á Thule-menningunni og bætist í sífellu við mannvistar- leifar sem grafnar eru upp frá því tímabili, en Thule- menningin er talin 200-800 ára gömul. Hitt er mun sjaldgæfara að fornleifafræðingar finni leifar búsetu fólks sem lifði mörgum öldum á undan Thule-fólkinu. En það er einmitt það sem gerðist á fyrrnefndri eyju. Forsögulegar minjar Bjarne Grönnow, sem starf- ■ ar við forsögulegu fornleifa-. stofnunina við Kaupmanna- hafnarháskóla, hefur yfirum- sjón með uppgreftrinum á Qeqertasussuk. Hann telur að það sé eitt mest heillandi verk- efni fornleifafræðinnar að rekja sögu Grænlands allt aftur til hinnar fornu menningar þeirra manna sem fyrst settust að á Grænlandi. Mannvistarleifarnar á Qeq- ertasussuk fundust fyrst árið 1983 og í fyrra hófst vísindaleg rannsókn á þeim. í sumar hef- ur uppgreftrinum verið haldið áfram og góðar vonir standa til að enn eigi eftir að koma þarna í leitirnar merkir munir, sem kunna að bregða betra ljósi yfir hina fornu Grænlendinga. Vel geymdir munir Langstærsti hluti þeirra muna sem fundist hafa eru gerðir úr steintegundinni kil- liaq, en úr þeim steini smíðaði Saqqaq-þjóðin flest sín áhöld. En það sem kemur mest á óvart er að þarna fundust einn- ig myndir úr tré og hreindýra- horni og vel varðveitt mannabein. Ekki fannst samt beina- grindin öll, heldur þrjú bein, sem eru af fullorðinni konu. Þá fundust bein úr hundum og mikið af hnútum af veiðidýr- um. Svo virðist að þeir sem þarna bjuggu hafi einkum veitt ungan Grænlandssel, en einnig finn- ast leifar af öðrum selategund- um. Bein úr stórhvölum eru í haugnum, en ekkert hefur enn fundist þar sem gefur vísbend- ■ Hér er verið að grafa upp eitt af þremur mannabeinum sem fundust í haug. Hvernig á því stendur að beinin lentu í sorphaugnum er ekki vitað. Það getur verið tilviljun, en allt eins áður óþekktur útfararsiður. Efnahagslegt sjálfsmorð Eflum menntun fólks í fiskiðnaði ■ Við sækjum meginhluta þjóðartekna okkar til sjávarút- vegs, aukningu til iðnaðar og bindum vonir okkar við há- tækniiðnað. Eitthvað álíka spaklegt kom fram í grein sem nýlega birtist í blaðinu og fjallar um framtíð- arsýn vestrænna iðnþjóðfé- laga. í greininni segir að grund- völlur fyrir efnahagslegri vel- sæld í framtíðinrii, sé að við alla ákvarðanatöku sé miðað við nákvæma greiningu á sam- setningu þess þjóðfélags sem um er fjallað hverju sinni - enda verði aðgerðir annars næsta marklausar. Menntun er máttur Ofangreint máltæki hefur löngum verið haft fyrir satt. En samt virðist sam það gildi ekki um allar greinar, því á sama tíma og við ungum út latínu- og grískufræðingum, viðskiptafræðingum og lög- lærðum í „lange baner" þá sjáum við okkur aðeins fært að mennta 20 manns á ári í með- höndlun á fiski. í NT í gær er greint frá því að nú sé að hefjast bygging fyrsta áfanga húss undir Fisk- vinnsluskólann. Núna, árið 1985, þykir okkur fyrst ástæða til að byggja yfir þann skóla sem menntar fólk sem fer höndum um meirihluta gjald- eyristekna okkar. Hér á landi starfar banka- mannaskóli, tölvuskólar, meiraprófsskóli fyrir bílstjóra, einkaritaraskóli, skóli fyrir flugmenn, bændur og snyrti- fræðinga. Haldineru námsiceið í tölvunotkun, stjórnun og ræðumennsku. Og nú nýlega gekkst Sjávar- útvegsráðuneytið fyrir nám- skeiðum fyrir fiskvinnslufólk. Það var sannarlega kominn tími til að sinna betur fisk- vinnslufólkinu og ætti reyndar að gera það mun betur. 1 frétt NT í gær segir skóla- stjóri Fiskvinnsluskólans að illa sé staðið að menntunar- málum fiskvinnslufólks og læt- ur ennfremur í ljós það álit sitt að rétt sé að færa málefni skólans undir yfirstjórn Sjávar- útvegsráðuneytis, en hann lýt- ur nú Menntamálaráðuneyti. Það má sjálfsagt lengi deila um hver eigi að hafa yfirstjórn á menntamálum atvinnugrein- anna - Menntamálaráðuneytið eða fagráðuneytin, en í þessu tilfelli ber að styðja sjónarmið skólastjórans. í leit að árangri Sjávarútvegur er okkar mikilvægasta atvinnugrein í dag og verður í næstu framtíð. Að sönnu ber okkur að styðja og efla iðnað og hátækniiðnað eins og kostur er en það þýðir ekki að loka augunum fyrir því að meirihluti þjóðartekna kemur úr sjónum. Og einmitt þess vegna ber að vanda sem nokkur kostur er til menntun- armála þeirra sem við þennan atvinnuveg vinna. Sjávarútvegsráðuneytið hef- ur alla aðra málaflokka sem eitthvað tengjast útgerðinni á sinni könnu og ráðuneytis- menn þar skilja manna best nauðsyn þess að fólkið sem vinnur úr aflanum sé vel menntað. Það er því líklegt að Fiskvinnsluskólinn mundi dafna vel í skjóli þess ráðu- neytis. Ekki bara í fiski En nauðsyn menntunar og endurmenntunar starfsfólks er ekki aðeins bundin við fisk- vinnsluna. í Þýskalandi, en þar stendur efnahagur með miklum blóma og nýiðnaði vegnar vel, er lögð mikil áhersla á endurmenntunar- námskeið fólks í nærfellt öllum starfsgreinum. Gamalt kínverskt máltæki segir að ef hagnast á á einu ári sé best að sá hrísgrjónum. Ef hagnast eigi á tíu árum borgi sig að gróðursetja ávaxtatré en ef hagnaðarvonin er framsýnni borgi sig að fjárfesta í menntun. Þetta máltæki á einkar vel við í dag, þegar framþróun tækni er eins ör og raun ber vitni. Fyrirtæki sem ekki fylgj- ast með og nýta sér þá tækni og þekkingu sem í boði er, geta ekki annað en þokast aftar og aftar á merina uns þau detta á hlaðvarpann. Hvað þá heilt þjóðfélag Ef þjóðfélag á borð við okk- ar gleymir sér við dægurþras og leyfir atvinnutækjum sínum að verða ellinni að bráð er ekki

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.