NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 16.08.1985, Qupperneq 7

NT - 16.08.1985, Qupperneq 7
■ Á þessum stað hafa fomleifafræðingarnir komið niður á steinaröð, sem þeir álíta að veríð hafi svefnbálkur. Talið er víst að krækiberjalyng hafi verið lagt ofan á steinbálkinn. Vel varðveittir munir úr tré era einnig í uppgreftrinum, neðst á myndinni er skál með hanka og ofar skeið. hætti Saqquq þjóðarinnar en langt er í land að heildarsýn fáist yfir þá menningu og lifn- aðarhætti sem menn bjuggu við á Grænlandi fyrir 4000 árum. Meðal þess sem fundist hef- ur er eitthvað sem líkist svefn- brík úr tré, og einnig margir munir aðrir úr sama efni. Þeir hafa varðveist merkilega vel í sífreranum á norðurhjara. Búseta á leitarstaðnum hef- ur lagst niður fyrir um 1800 árum. Merki eru um að á næstu 400 til 500 árum hefur einhver mannavist verið þar, en hefur ekki skilið eftir sig nema daufleg spor. Helst er hallast að því að búseta á Qeqertasussuk hafi lagst af vegna skorts á veiðidýrum og þar með viðurværi. Vonir standa til að svör við þessu ásamt fjölmörgum öðr- um atriðum fáist með áfram- haldandi uppgreftri. Stefnt er að því að upp- gröfturinn geti haldið áfram allt til ársins 1988 og eftir það mun fást mun betri yfirsýn um þá menningu og lifnaðarhætti sem þarna tíðkuðust fyrir 40 öldum. (Byggt á Atuagagdliutit/ Grönlandsposten) ingu um hvort Saqqaq-þjóðin hafi veitt hvali eða nýtt sér hvalreka. Mikið hefur verið veitt og nýtt af sjófugli og þeir sem eitt sinn áttu sér þarna búsetu hafa kunnað að veiða bæði héra og refi. Veiðimennirnir hafa með vissu farið í leiðangra upp á landið til veiða því að í upp- greftrinum hefur fundist tals- vert af hreindýrshornum og beinum. Mannabeinin merkust Hvers vegna aðeins þrjú mannabein hafa fundist er ekki vitað og munu vísindamenn leggja mikið kapp á að upplýsa hvernig á því stendur að þau hafa orðið viðskila við aðrar líkamsleifar. Bjarne Grönnow hefur lagt fram tvær tilgátur. Önnur þeirra er einföld. Að hluti líksins eða beinanna hafi verið fjarlægður þegar breyt- ingarnar voru gerðar á bú- staðnum löngu eftir að konan var grafin. Hin tilgátan er að þeirra tíma grafsiðir hafi verið að dreifa beinunum eftir að hold- ið var rotnað af þeim, og hluta þeirra hafi kannski verið kast- að á haug. Hjá mannabeinunum fund- ust einnig bein úr hundi. Hann hefur verið af svipaðri stærð og sleðahundar nútímans. Hvort hundar hafa verið notaðir til dráttar á þeim tíma er ekki ljóst, eða hvort hinir ævafornu Grænlendingar hafa haft hunda til veiða eða burðar. Margar gátur óleystar Það liggur í augum uppi að fornleifafundurinn á Qeqertas- ussuk mun svara mörgum spurningum, en hitt er jafnljóst að þegar farið verður að rann- saka munina og beinin enn betur mun það vekja enn fleiri spurningar. Vísindamenn eru nú komnir á sporið að rannsaka lifnaðar- ■ Spjótsoddur úr killiaq-steini. Hluti af tréskaftinu er áfast. Þessir munir eru sem aörir sem þarna finnast vel varðveittir, enda legið í sífrera í 40 aldir. að sökum að spyrja - áhrifin geta ekki orðið önnur en efna- hagsleg kreppa. Atvinnu- vegirnir verða ekki samkeppn- ishæfir við erlend fyrirtæki, því fylgir verðfall á afurðum, atvinnuleysi og annar ófögnuð- ur. Á síðustu árum og áratugum hefur þótt fyllilega við hæfi að borga neyslu með erlendum lántökum. Þetta er nokkuð sem er ofvaxið almennri skyn- semi - lántökur á að nota til fjárfestinga sem síðan skila arði. Lántökur til neyslu grafa undan efnahag morgundags- ins. Til að tryggja áframhaldandi velmegun hérlendis verður að huga vel að öllum fjárfesting- um og þá ekki síst í fiskiðnaði sem stendur undir megninu af eyðslu þjóðarinnar. Menntun þeirra sem við þennan iðnað starfa, hvort sem það er á landi eða sjó er örugglega ein arð- bærasta fjárfestingin sem völ er á. Þá ber ekki síður að styðja við tækniþróun sem kemur þessum iðnaði til góða. Við ættum að vera í fararbroddi hvað tækniþekkingu í fiskiðn- aði og veiðum varðar, en samt heyrist nú að tæknilega standi fiskiðnaður okkar Iangt að baki grannþjóðunum. Við verðum að muna að við höfum enga olíu né þungaiðn- að til að greiða niður fiskverð. Við lifum á fiskinum, og því nálgast það efnahagslegt sjálfs- morð að láta menntunar- og tæknimál atvinnugreinarinnar drabbast niður og sitja á hak- anum. S. Alb. Föstudagur 16. ágúst 1985 7 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nutiminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson Framkvstj.: Guömundur Karlsson Auglýsingastj.: Steingrimur Gislason Innblaösstj.: Oddur Ólafsson Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verö i lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Askrift 360 kr. Vid ráðum þessu sjálf ■ Náttúruverndarsinnar og samtök þeirra víða um heim ávarpa íslendinga í auglýsingu í dagblöðum í gær. Þar erum við sökuð um „blygðunarlausa misnotkun á 8. grein hvalveiðisáttmálans frá 1948“, villandi fréttaflutning af samþykktum Alþjóðahval- veiðiráðsins, að vera að gera skammsýnar tilraunir til þess að komast framhjá samþykktum ráðsins og að hvalveiðar okkar í vísindalegum tilgangi séu yfirvarp eitt. Ef við sjáum ekki að okkur, er okkur hótað að innflutningi á fiski til markaða í Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu verði hætt, viðskiptum við flugfélög okkar einnig og samtökin fullyrða, að þau ‘geti talið ferðalanga á að heimsækja ekki land íss og elda. Allar þessar hótanir berast frá þjóðum okkar nánustu vina í alþjóðasamskiptum. Eins og svo oft áður er sótt að okkur úr þeirri átt sem við áttum síst von á, frá helstu viðskiptalöndum okkar og samlöndum í efnahags- og varnarsamtök- um. Hæst hafa menn frá Bandaríkjunum, þar sem viðskipti okkar standa á gömlum merg og milli þjóðanna ríkir vinátta og virðing. Upp hafa komið deilumál milli þjóðanna tveggja, sem hafa verið leyst í viðræðum þar sem hagsmuna beggja hefur verið gætt í hvívetna. Við erum ekki ósanngjarnir menn. Við höfum fyrir löngu fallist á friðunarsjónarmið og teljum, að ekki megi ofveiða nokkra skepnu af hvaða stofni dýra sem er. Við höfum sjálfir sett okkur strangar reglur um fiskveiðar á heimaslóðum á fiskimiðum, sem eitt sinn voru talin hin gjöfulustu í heimi. Þessar reglur, sem við höfum sjálfir sett okkur, hafa skapað mikinn vanda í efnahagslífi þjóðarinnar, en við höfum ákveðið að bíta á jaxlinn og þrauka þar til betur árar. Við höfum sjálfir ákveðið að rannsaka til hlítar stofn hvala hér við land til þess að ganga úr skugga um, hvað hann þolir af veiðum. Þær rannsóknir kostum við sjálfir og fáum til þess okkar færustu menn. Á meðan þurfum við ekki neinar hótanir og upphrópanir frá vinum okkar. Við hljótum að gera þá kröfu til stjórnvalda í nágrannaríkjum okkar, að þeir hafi stjórn á alls kyns sértrúarsöfnuðum, sem hafa í hótunum við okkur og reyna jafnvel að sparka í okkur við erfiðar aðstæður. Við hljótum að minna nágrannaríki okkar eins og Breta og Vestur-Þjóðverja á, að við ákváðum eitt sinn að færa út landhelgi okkar í 200 mílur og gerðum það. Við minnum stjórnvöld í Bandaríkjunum á viðkvæm mál í samskiptum okkar sem í uppsiglingu eru og vitum, að síst af öllu þurfum við að láta deilumál af þessu tagi skyggja á gott samstarf undanfarinna ára. Haldi þetta áfram hleypur fyrr eða síðar snuðra á þann þráð. Þá er í húfi samstarf þjóðanna í varnarmálum og á öðrum vettvangi. Og við hljótum að gera þá kröfu til frændþjóða okkar hér á Norðurlöndum, að þær séu ekki að senda okkur tóninn í auglýsingum. Við getum talað við þær á öðrum vettvangi. Umfram allt gerum við kröfu um að vera látnir í friði á meðan við könnum stofn hvala hér við land. Við þurfum enga aðstoð við að taka ákvarðanir í slíkum málum. Það sýnir sagan.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.