NT


NT - 16.08.1985, Síða 13

NT - 16.08.1985, Síða 13
Föstudagur 16. ágúst 1985 13 Myndlistarsýning á Café Gesti Föstudaginn 9. ágúst opnaði Gunnar Ingi Guðjónsson myndlistarmaður sýningu á verkum sínum á Café Gesti, Laugavegi 28 í Reykjavík. Þetta er 14. einkasýning Gunnars, og sýnir hann að þessu sinni á annan tug mynda sem unnar eru með blandaðri tækni. Sýningin stendur í þrjár vikur. Grafíksýning í anddyri Norræna hússins Sl. laugardag, 10. ágúst, opnaði danskur myndlistar- maður, Pia Schutzmann, sýn- ingu á grafíkmyndum í anddyri Norræna hússins. Pia Schutzmann fæddist 1940. Hún stundaði nám í Listaakademíunni í Kaup- mannahöfn í sjö ár. í fyrstu vann Pia aðallega við grafík og teikningar, en hefur á seinni árum einnig snúið sé að olíu- málverki og höggmyndum. Hún hefur þó einkum verið þekkt sem grafíklistamaður í Danmörku og víðar. Pia Schutzmann hefur sýnt grafík- verk sín á öllurn Norðurlönd- um fyrir utan ísland, auk sýn- inga annars staðar í Evrópu. Hún sýndi sem gestur með samtökum „koloristerne" 1980 og 1983, en hefur verið virkur félagi þar frá 1984. Sýningin verður opin á venjulegum opnunartíma Norræna hússins til 22. ágúst. Pollý með góðum vini sinum áður en hun lagðist ferðlóg. Hundur týndist í Hvalfirði Hundurinn Pollý, sem er gulbrúnn 11 ára lítill Poodle- terrier, týndist í Hvalfirði 28. júní sl. Pollý sást síðast 12. ágúst og var hún þá nálægt veginum milli Hvalstöðvarinnar og Fer- sliklu. Allar upplýsingar eru vel þegnar í símum 91-36038, 91- 84551 og 91-671292. Fundar- laun. ■ Gunnar Ingi Guðjónsson. <NT-mynd: Svenir). ■ Betra er að vera vel klædd- ur í útiveru. Dagsferðir F.í. sunnudaginn 18.ágúst 1) Kl. 10.00 Klóarvegur - Grafningur - Kattartjarnir - Hveragerði Petta er gömul þjóðleið milli Grafnings og Hveragerðis. 2) Kl. 13.00 Reykjadalir - Klambragil - Hveradalir Ekið til Hveragerðis og áleiðis í Reykjadali, en þar hefst gangan. Brottför frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin. Far- miðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Ferðafélag íslands Málverkasýning í „Salnum við Vesturgötu 3“ Elín Magnúsdóttir hefur opnað aðra einkasýningu sína í „Salnum við Vesturgötu 3“. Þar sýnir hún málverk sem unnin eru á pappír og silki. Petta er síðasta sýningar- helgi, en sýningin er opin til og með sunnd. 18. ágúst frá kl. 13.00 til 22.00 daglega. ■ Elín Magnúsdóttir á sýn- ingu sinni í „Salnum“. (NT-mynd: Sverrir).

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.