NT


NT - 16.08.1985, Side 24

NT - 16.08.1985, Side 24
Vid tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddarverða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu sem leiðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónurfyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 Kennaraháskólinn: Þrisvar sinnum þríbrotin blýkringla íslenskukennarar á endurmenntunarnámskeiði Mikil afföll Fyrst voru launamálin rædd og sögðu þau útlitið svart. í niáli þeirra kom fram að mikil afföll hefðu orðið í skráningu á endurmenntunarnámskeiðin í ár. Þaö bendir til þess að töluverður hluti kennara hafi ákveðið að hætta kennslu, vegna lágra launa, og bendir fjöldi auglýsinga um lausar kennarastöður til þess arna. Sárt fannst þeim að fræðslu- stjórar víða um Utnd segðu útlitið ekki svo alvarlegt á þeim forsendum að alltaf megi fá ófaglært fólk í þessar stöður. Kennslan í grunnskólunum hefur nefnilega breyst heilmik- ið á undanförnum árum og sögðu þau það forkastanlegt að láta nýstúdent kenna í grunnskóla, þar sem þeir nota undantekningarlítið svipaðar kennsluaðferðir og þeir vönd- ust í fjögurra ára menntaskóla- námi. Allir voru sammála um mikilvægi endurmenntunar- námskeiðanna, en þeim fannst skjóta skökku við að fjárveit- ingar til þessara hluta hefðu minnkað á liðnum árum. Sem dæmi var nefnt að á síðasta ári lækkaði fjárveiting til endur- menntunarinnar um 30% og í ár er upphæðin sem varið er til þessara hluta sú sama og í Einn kennarinn nefndi að íslenskukennari í stórum grunnskóla kennir oft 150-200 nemendum og þarf hann að sjá um stafsetningaræfingar, rit- gerðakennslu, bókmenntir og málfræðikennslu. Nokkrir kennaranna sögðust hafa sam- starf við aðra kennara í samb- andi við ritgerðasmíð og sem dæmi nefndu þeir að landa- fræðiritgerð væri þá um leið ritgerð í íslensku, en ekki voru allir sammála um ágæti þeirrar aðferðar. Landsbyggðin Landsbyggðarkennararnir sögðu þessi námskeið ómetan- leg. Parna hitta þeir kennara sem kenna sama fag, en oft eru þeir einu kennararnir í faginu, á stóru svæði. Þarna sögðust þeir geta skipst á upplýsing- um og fengið aðgang að kennslugagnamiðstöðinni sem er staðsett í Reykjavík. Pau sögðu góðan anda ríkja á námskeiðinu og ekki leiddist þeim að sitja á skólabekk. Einn sagðist meira að segja öfundá nemendur sína, því hann sagði að ólíkt skemmti- legra að vera hinum megin við kennaraborðið. ■ „Beriö hverja setningu fram þrisvar sinn- um í lotu, án þess aö ykkur fípist. Setningarnar eru: Grilliö glamrar, Frank Zappa í svamp- frakka og þrisvar sinnum þríbrotin blý- kringla.“ Þetta er erfítt, en íslenskukennarar á endurmenntunarnámskeiði í Kennarahá- skólanum máttu gera svo vel og þrælast í gegnum þetta og meira til. Kennararnir sitja vikunámskeið og yfírskrift þess er talmálið í grunnskólunum. Umsjón námskeiðsins er í höndum Guðmundar B. Kristmundssonar námsstjóra og Indriða Gíslasonar dósents. „Þetta er tilraun sem við erum að gera,“ sagði Guð- mundur B. Kristmundsson í samtali við NT. „Það hefur mikið verið talaö um notkun tungumálsíns í skólastarfinu, en lítið verið aðhafst til þessa. Fyrst í stað vorum við hrædd unt að vikunámskeiö í þessu yröi of langt, er raunin hefur orðið önnur og ugglaust gætum við haldið úti mánaðarlöngu námskeiði um þetta efni. Það skiptir líka miklu máli að við Indriði fengum prýðis fólk til að leiðbeina á þessu nám- skeiði." NT hcimsótti Kennarahá- skólann og náði tali af nokkr- um þátttakendunr á endur- menntunarnámskeiðinu og settum við upp nokkurs konar hringborðsumræður, með þátttöku Ragnars Inga Aðal- steinssonar, Þóris Jónssonar, Ragnhildar Skjaldardóttur og Guðrúnar Sigurðardóttur. fyrra, þrátt fyrir þá verðbólgu sem verið hefur. Mörgum synjað Þetta peningaleysi verður svo til þess að allt of fá nám- skeið eru haldin. Við hring- borðið kom fram að margir kennarar sækja um þátttöku í 3-4 námskeiðum og er þeim oft ■ „Það var einu sinni strengjabrúða...“ Jón Hjartarson leikari heldur í spottana, Sigfríður Angantýsdóttir er brúðan. Myndin var tekin þar sem Jón var að kenna framsögn og leikræna tjáningu. NT-mynd Róbert. ■ „Þetta námskeið er til- raun, og okkur sýnist hún hafa tekist vel“, sagði Guðmundur B. Kristmundsson námsstjóri. ■ „Glamrar grilliö?'4 Þau voru oft brosleg rugiorðin sem komu frá kennurunum, þegar Margrét Pálsdóttir kom með framsagnardæmin. NT-mynd Róbert. synjað um þátttöku í þeim öllum. Þetta þótti þeim for- kastanlegt, sérstaklega þar sem greiða þarf 600 króna tryggingargjald þegar sótt cr um hvert námskeið og þá er dálítið stór biti að greiða 10% launanna í tryggingu, þó hún fáist endurgreidd siðar, ef við- komandi fær ekki inni á nám- skeiðinu. Ekki fá kennararnir greidd laun meðan þeir sitja á sumar- námskeiðum, enda sögðu þeir að í samningum væri gert ráð fyrir 150 tímum í endurmennt- un og það væri bara hluti af þeirra vinnu. Kennarar sem búa meira en 25 kílómetrum frá námskeiðisstaðnum fá greiddan farareyri og uppi- hald. Þó kvörtuðu þeir sáran yfir því að þurfa að greiða heilar 20 krónur fyrir hvern auka kaffibolla, því einungis er gert ráð fyrir hefðbundnum matar- og kaffitímum. Allir kennarar íslenskukennarar Viðmælendur NT sögðust hafa mikið gagn af þessu nám- skeiði og sögðu þátt tungu- málsins hafa verið mjög van- ræktan. Þau sögðu alla grunn- skólakennara í raun vera ís- lenskukennara, þar sem notk- un móðurmálsins skiptir miklu máli við kennslu les- og samfél- agsgreina. Þau sögðu álag á ■ Tjáskipti eru undirstaða allrar kennslu. Hér er Anna Jeppesen að kenna framsögn. NT-mynd Róbcrt. íslenskukennurum vera mikið og einn viðmælandinn kvaðst hafa kennt margar greinar og álagið mest við íslenskukennsl- una, og sagði hann mestu heimavinnuna vera við það fag. Bentu þau á að í nágranna- löndunum hefðu móðurmáls- kennarar mun minni kennslu- skyldu en samkennararnir.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.