NT - 14.09.1985, Side 4

NT - 14.09.1985, Side 4
Laugardagur 14. september 1985 4 Þörungavinnslan: Borgar hálfa milljón fyrir að slá þang ■ Þó Þörungavinnslan sé rekin með bullandi tapi njóta bændur, sem eiga land að sjó þar sem þangið er slegið, Bæjarfógetaembættið á Akranesi: Átta sóttu um samt góðs af framleiðslunni. Þarf Þörungavinnslan að borga bændum um 30 krónur á hvert tonn af þangi áður en það er slegið. í sumar voru samtals slegin 12.000 tonn af þangi og hafa bændur því fengið rúma hálfa milljón í sinn hlut. Það vcrður að teljast dágóður aukapeningur fyrir hráefni sem engum datt í hug að hægt væri að nýta fyrir nokkrum árum. Þörungavinnslan skuldar um þessar mundir 109 milljónir en eignir fyrir- tækisins eru metnar á 47 milljónir. Erlendir aðilar hafa nú sýnt því mikinn áhuga að gerast eignaraðilar í verksmiðjunni, jafnvel þó hallinn á henni sé svona mikill og hefur einn fulltrúi frá sænska fyrirtækinu Polar Viking komið vestur til viðræðna og kannað aðstæður. Kristján Þór Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Þörungavinnslunnar, sagði við NT, að Polar Viking ásamt innflutningsfyrirtækinu Inntak sf, hefðu áhuga á eignaraðild í fyrirtæk- inu, en jafnframt hefðu þeir áhuga á að markaðssetja vöru fyrirtækisins. Sagði hann þann ljóð á, að sænsku aðilarnir hefðu áhuga á að eiga 51% í fyrirtækinu en heimamenn væru lítt hrifnir af því. Að sögn Kristjáns hefur heimamönnum verið lofað meirihluta í fyrirtækinu. Sagði hann samt ekki útilokað að Svíarnirsættust á að eiga innan við 50%. Kristján kvaðst ekki vita til hvers Svíarnir ætluðu að nota afurðina, en þangmjöl er hægt að nota á ýmsan hátt. Sagðist hann þó gruna að það yrði notað við hormónaframleiðslu. Fleiri útlendingar munu hafa sýnt Þörungavinnslunni áhuga. Vélskóli ÍS' lands settur ■ Vélskóli íslands var settur 2. september sl. af Andrési Guðjónssyni skólameistara. Nú á haustönn munu um 250 nemendur stunda vélstjóra- nám, þar af 216 í áfangakerfi skólans, en 30-35 réttindanám vélstjóra, en það eru þeir vél- stjórar sem siglt hafa á undan- þágu. 95 nemendur munu stunda vélstjóranám á haustönn fyrir vélstjóra sem ekki fullnægja ákvæðum laga um menntun. Alls hafa 195 útskrifast úr þessu námi á fyrri árum. Þetta er í fjórða skipti sem boðið er upp á þetta nám en það verður ísíðasta skipti á vorönn 1986. Austurbæjarbíó: ■ Umsóknarfresturtilþessaðsækja um stöðu bæjarfógeta á Akranesi rann út í fyrrakvöld. Átta umsækj- endur sóttu um stöðuna, sem veitt verður frá og með I. nóvember, en þá lætur Björgvin Bjarnason, núverandi bæjarfógeti af cmbættinu fyrir aldurs- sakir. Þessir hafa sótt um: Barði Þórhallsson bæjarfógeti á Ólafsfirði, Halldór Kristinsson bæjar- fógeti í Bolungarvík, Jón Sveinsson héraðsdómslögmaður á Akranesi, Pétur Þorsteinsson sýslumaður í Dalasýslu, Sigurður Gissurarson bæjarfógeti á Húsavík og sýslumaður í Þingeyjarsýslum, Þorsteinn Skúla- son bæjarfógeti í Neskaupstað. Til viðbótar þessum eru tveir um- sækjendur sem óska nafnleyndar. Jón Helgason dómsmálaráðherra tekur ákvörðun um hver hlýtur embættið, en það er forseti íslands sem veitir embættið að fengnum tillögum ráð- herra. Aðventistar safna fyrir bágstaðda ■ Aðventistar eru nú um þessar mundir að hefja hina árlegu fjársöfn- un sína í Reykjavík og nágrenni. Þessi söfnun er um hálfrar aldar gömul og síðasta ár söfnuðust tæpar tvær milljónir og færa aðventistar kærar þakkir fyrir það framlag. Það fé sem safnast, verður notað til hjálparstarfs í Afríku segir í fréttatil- kynningu og nú þegar hafa verið reist sjúkrahús, sjúkarstöðvar, skólar o.fl. Aðventistar munu ganga í hús á næstunni og vænta þess að fólk taki þeim jafn vel og undanfarin ár. Söfnuninni lýkur í lok september. Skíðaskálinn fimmtugur ■ Skíðaskálinn í Hveradölum er fímmtugur í dag. í tilefni þess verður afmælisfagnaður um helgina; boðið verður upp á hlaðborð með 50 réttum, heitum og köldum í hádegi og á kvöldin bæði laugardag og sunnudag. Þá verður kaffihlaðborð milli kl. 2 og 6. Húsið sem er stokkhús var upphaflega flutt inn í einingum frá Noregi og reist hér undir yfirumsjón L.H. Möller, sem þá var formaður Skíðafélags Reykjavíkur. Fyrir tveimur árum síðan tók nýr eigandi við húsinu, Carl Jónas Johansen, og hefur hann gert margvíslegar endurbætur á því. Söngur í kvöld Páll Jóhannesson tenór ■ Páll Jóhannesson tenórsöngvari heldur tónleika í dag kl. 14.30 í Austurbæjarbíói. Á efnisskránni verða lög eftir Inga T. Lárusson, Sigvalda Kaldalóns, Karl Ó. Runólfs- son, P. Tosti, Verdi, Puccini ogfleiri. Páll hefur stundað nám á Ítalíu undanfarin 4 ár. Hann tók þátt í alþjóðlegri söngkeppni í Novara á Ítalíu í júní síðastliðnum og var einn af 5 efstu í þeirri keppni og vegna þessarar framúrskarandi frammi- stöðu stóð honum til boða tónleika- ferðalag um Ítalíu. Tónlistarunnendur eru hvattir til að láta ekki þessa tónleika fram hjá sér fara. 10% af seldum aðgöngumið- um munu renna til styrktar byggingar hins nýja tónlistarhúss. ■ Páll Jóhannesson tenórsöngvari. Kennslugreinar: • píanó • harmóníka, • rafmagnsorgel • gítar • munnharpa • blokkflauta • hóptímar og einkatímar. Allir aldurshópar. Innritun daglega, Símar 16239 og 666909, Brautarholti 4. DAGSKRÁ Sunnudagur 15 Q Hótel Loftleiðir kl. 12: Friðrik Theódórsson og hljómsveit ásamt gestum. Átthagasalur Hótel Sögu kl. 19: Tríó Guðmundar Ingólfsson - Jazzmiðlar - Emphasis on jazz - Stórsveit. Bein útsending frá 20 til 24. Djúpið Sýning Gorm Valentin og Tryggva Ólafssonar. Forsala aðgöngumiða í Karnabæ Austurstræti og við innganginn.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.