NT - 14.09.1985, Qupperneq 6
fff? Laugardagur 14. september 1985 6
llU Útlönd
Spænskur kapteinn:
Hótaði að eitra
mat með LSD
Madrid-Kcutcr:
■ Kapteinn í spænska
hernum hefur verið handtek-
inn fyrir að reyna að kúga fé
út úr tveim matvælafyrir-
tækjum með því að hóta að
eitra framleiðslu þeirra með
ofskynjunarlyfinu LSD.
Julio Mula, sem er 41 árs
gamall kapteinn í landhern-
um, sendi'bréf til fyrirtækj-
anna þar sem hann krafðist
fimm milljóna peseta (1,2
milljónir ísl. kr.) frá hvoru
fyrirtæki. Hann skrifaði bréf-
in í nafni stjórnleysingjahóps
sem hann kallaði „Kropotkin
varðliðið" en að sögn lög-
reglunnar er enginn stjórn-
málahópur til með því nafni.
í bréfunum var því hótað að
LSD yrði blandað í vöru'
fyrirtækjanna ef þær greiddu
ekki kúgunarféð.
Fyrirtækin höfðu samband
við lögregluna sem tók að sér
að „afhenda" féð. Mula var
handtekinn þegar hann kom
til að taka við peningunum.
i;
nl
■ Hver þessara manna verður næsti forsætisráðherra Svía? Talið frá vinstri: Forystumenn vinstriflokkanna Lars Werner og Olof Palme.
Þrír forystumenn borgaraflokkanna Bengt Westerberg, Thorbjörn Fálldin og Ulf Adelsohn.
Kosningarnar í Svíþjóð:
Vinstrimönnum spáð
naumum meirihluta
Óákveðnir kjósendur geta ráðið úrslitum
■ Sovéskar uppskeruvélar. Þar er búist við um 190 milljón tonna
uppskeru af korni sem er töluverð aukning frá því í fyrra þótt það
sé langt frá því að vera jafn mikil uppskera og Sovétmenn stefndu
að.
Guðrún Garðarsdóttir skrífar frá Svíþjóð:
■ Mikillar taugaspennu gætir
nú hér í Svíþjóð vegna kosning-
anna nú á sunnudaginn, en þá
munu rúmlega 6 milljónir kjós-
enda ganga til kjörklefanna.
Hver úrslitin verða er erfitt að
spá um en samkvæmt skoðana-
könnun sem gerð var milli 8.-10.
september meðal 800 kjósenda
mun ríkisstjórn jafnaðarmanna
halda velli með naumum meiri-
hluta eða 1.5%.
Niðurstöðurnar eru þær að
vinstrimenn fá samtals 49.6%
og 177 þingsæti (sósíaldemó-
kratar 44.9% og kommúnistar
4.7%). Hægrimenn fá samtals
Árið 1985:
Mesta kornár í
sögu mannsins
Róm-Reuter: FAO, er árið sem nú er að liöa
■ Samkvæmt upplýsingum langmesta kornár sögunnar.
Matvæla- og landbúnaðarstofn- Samanlögð uppskera hrís-
unar Sameinuöu þjóðanna, grjóna, hveitis og annarra korn-
ísrael:
Stórtap vegna
hvíldardagsins
Tcl Aviv-Rcutcr:
■ Stjórn hins ísraelska flugfé-
lags El Al tilkynnti fyrir
skömmu að síðastliðið bók-
haldsár hefði fyrirtækiö tapað
sem nemur 400 milljónum ísí.
kr. Þetta er mikil breyting frá
árinu áður er flugfélagið hagn-
aðist um næstum 520 milljónir
ísl. kr. í tilkynningu stjórnar-
innar segir að ein helsta ástæðan
fyrir þessari breytingu sé bann
er var lagt við flugi El Al á
hvíldar- og hátíðisdögum gyð-
inga fyrir tveimur árum síðan.
Það var ríkisstjórn Begins
sem korn á fyrrnefndu banni
fyrir tilhlutan strangtrúaðra
gyðinga. Það þýðir að fíugvélar
El Al rnega ekki fljúga frá
miðnætti á föstudegi og fram að
miðnætti á laugardegi. Á meðan
er hins vegar erlendum flugfé-
lögum leyfilegt að halda uppi
áætlunarflugi til ísrael. Sérstak-
ir 'hátíðisdagar bætast svo við
þetta.
í tilkynningu stjórnarinnar
sagði ennfremur að mikil aukn-
ing í flutningi vöru og farþega
hefði komið í veg fyrir að tapið
yrði enn meira en raun ber vitni.
tegunda er áætluð 1.836 milljón
tonn á þessu ári sem er 34
milljón tonnum meira en á sein-
asta ári.
Útlit er fyrir aukna uppskeru í
mörgum Afríkulöndum og í So-
vétríkjunum og líklega éinnig á
norðurslóðum og í Asíu þótt
slæm haustveður gætu hugsan-
lega dregið úr uppskerunni þar.
Uppskeruspá FAO er níu
milljón tonnum hærri en fyrir
einurh mánuði þar sem veður í
ágúst var betra en búist hafði
verið við. FAO spáir því nú að
bessi góða uppskera leiði til
þess að umframbirgðir af korni
í heiminum aukist um 35 milljón
tonn á þessu ári og verði 340
milljón tonn.
Góð kornuppskera í mörgum
korninnflutningslöndum mun
leiða til minnkandi eftirspurnar
eftir korni á heimsmörkuðum.
FAO spáir því að heimsvið-
skipti með korn á tímabilinu 1.
júlí á þessu ári þar til 30. júní
árið 1986 verði 202 milljón tonn
sem er átta prósent samdráttur
frá því á síðastliðnu ári.
Gjald-
þrota
metí
Japan
Tokyo-Rculcr:
■ ’ Skuldir
fyrirtækja,
gjaldþrota í
mánuði, námu
japanskra
sem urðu
í seinasta
samtals
854,38 milljörðum yena
(rúmlega sextíu milljarð-
ar ísl. kr.). Þetta er mesta
skuld gjaldþrotafyrir-
tækja í einum mánuði í
Japan.
Mestu gjaldþrota-
skuldirnar stöfuðu af
gjaldþroti japanska
skipafélagsins Sanko sem
skildi eftir sig 520 rnill-
jarða yena skuld. Gjald-
þrot Sanko-skipafélags-
ins var mesta gjaldþrot í
sögu Japans.
Gjaldþrotaskuldir í
júlimánuði námu 585,72
núlljörðum yena sem var
met þar til tölur yfir
ágústmánuð voru teknar
saman. Alls urðu 1.484
fyrirtæki gjaldþrota í
ágúst sem er 5,9% fækk-
un frá því í júlí og 11,8%
fækkun frá því í sama
mánuði í fyrra.
48.1% og 172 þingsæti (móder-
atarnir 24.3%, Folkpartiet
10.4% S+KDR 13.4%).
Skoðanakönnunin sýnir fram
á vaxandi fylgi Folkpartiet en
þeim er spáð 16 nýjum þingsæt-
um. Bengt Westerberg forystu-
maður flokksins nýtur mikilla
vinsælda og virðist honum hafa
tekist að ná aftur þeim atkvæð-
um sem flokkurinn missti í síð-
ustu kosningum.
Kosningabaráttan er nú kom-
in á lokastig og lítill tími eftir til
atkvæðaveiða. í gærkveldi,
þann 13. sept., gátu kjósendur
horft og hlustað á forystumenn
þingflokkanna og ráðgjafa
þeirra í beinni útsendingu sjón-
varps og útvarps. Lokaumræð-
urnar telja margir eiga þýðing-
armikinn þátt í að virkja hóp
óákveðinna kjósenda en sá hóp-
ur getur ráðið úrslitum. Jafnvel
geta úrslit kosninganna því
afráðist í þessum umræðum sem
fremur snerust um mælsku, útlit
og framkomu en málefni.
’^j'Lockheecf
^ (riviai; slup« lo irexcKniioii.
ig vtup« lo imngimiíon.
The noxl ju'netalion fiiihter uir-
i'ríift 'vill bavc feai'soinecapiibilities:
far Miporior to tlw fightcrs oitoday.
It will silso hávc (o mccl lar bigíicr
fcquircrrkmts fbr rdiabiliiy, casc of
maintcnancc. aiul cost -dl'cctivvncss.
Ncw l.iK'khct'd dcsigns, such as
tltc Advanccd Taclital Fichtcr. will
a-sult in a tr.«ally now kind of air
craft. using cxciting intKivutUms in
doinanding exivllcncc in <uch ncw
technológics as Unv obstntabics,
compmational aerodvnamio. tínifi-
cial imclligcncc. and avionicsimc-
gration, Ncw conccpis in composite
and mctallic structurcs prtKÍuctirm
will cnsttrc that L.KkltccTs AIF
riiccts stririgcm dcsign-ios'ost goals.
Another progrum dcmandtnc
thc læsi iii lovbnoloj’.y is lancklwcd's
dcsign coneepts for the Trans-
ntmosphcricVchíclc Þart suhsome
planc. part spacccraft. thc TAV will
havc the capabiliiy to lly’ civast toeoast
injust 1 ?. fiiinuics
Lockhccd is iiow eoridueiing
agcrcssiw rcscarch and dcsclopnu-nt
in thc tcchnoiogics dcmanded by
thcsc ptograms and by olhcr hichly
classiiicd prograrns
By uuistcrinj! atbanccd lcchnolo-
cics, f..i>ekhecd grcatly strcngthcns
its capabilúii's to inanagc thc impor-
tant long-term contracls vital to our
cmmtrys ddcnsc.
■ Auglýsingin sem birtist í The Economist þar sem Lockheedfyr-
irtækið kynnir nýjustu tegund fljúgandi drápstækja sem nú er verið
að hanna. I yfirsögn auglýsingarinnar segir: Nýjung - orrustuþota
sem skýtur niður hugmynd samtímans um það hvernig orrustuþota
á að vera.
Umsjón Ragnar Baldursson og Sturla Sigurjónsson
Stríðsvélar geimaldar
auglýstar í tímaritum
■ Það er greinilega farið að
styttast í að vígvélar geimaldar
æði um himinhvolfið á milli
heimsálfanna á örfáum mínút-
um og steypi sér yfir löndin
vopnaðar tölvustýrðum há-
tæknivopnum. Bandarísku flug-
vélaverksmiðjurnar Lockheed
eru þegar farnar að auglýsa að
fyrirtækið muni framleiða slík
ægívopn áður en langt um líði.
Lockheed birti heilsíðuaug-
lýsingu í alþjóðatímaritinu The
Economist nú fyrir viku þar sem
segir að fyrirtækið sé að undir-
búa framleiðslu á geimloftfari
sem sé bæði geimfar og hljóðfrá
orrustuþota. Geimloftfar þetta
mun geta flogið á tólf mínútum
milli vestur- og austurstranda
Bandaríkjanna sem er litlu
styttra en yfir Atlantshafið.
í auglýsingunni segir að ný
kynslóð orrustuþota hafi ógn-
vekjandi hæfileika og að þæi
verði margfalt fullkomnari er
orrustuþotur nútímans. Þar ei
greint frá því að Lockheed vinn
að gerð nýrrar tegundar orr-
ustuþotu sem sé „algjörlega nj
tegund flugvélar sem not
spennandi nýjungar í efnivið oj
hráefnum."