NT - 14.09.1985, Page 8

NT - 14.09.1985, Page 8
Laugardagur 14. september 1985 8 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson Ritstjórnarfulltr.: Níels Árni Lund Framkvstj.: Guðmundur Karlsson Auglýsingastj.: Steingrimur Gíslason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. m r\T>T Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Bla&aprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Áskrift 360 kr. Við bíðum Fjármálaráðherra á að leggja fram fjárlög. Hann á að skipuleggja fjármál ríkisins og tekjuöflun og fara að lögum í því efni. Til þessa verks hafa sjálfstæðismenn valið Albert Guð- mundsson og hljóta því að treysta honum í hvívetna til þessa vandasama og áhrifamikla starfs. í samsteypustjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins fara ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins með málaflokka, sem draga til sín um áttatíu af hundraði ríkisútgjalda og framámenn Sjálfstæðisflokksins höfðu um það stór orð þegar lagt var af stað í þessari ríkis- stjórn, að nú hefðu þeir tækifærið til þess að sýna alþjóð hvernig reka ætti eitt lítið þjóðarbú eins og ísland. Framsóknarflokkurinn hefur ætíð verið reiðu- búinn til þess að reyna að draga það besta fram í fólki og hefur það að leiðarljósi við mörkun stefnu og þess vegna var lagt af stað í stjórnar- samstarf' með sjálfstæðismönnum. Við bíðum enn. Við bíðum meðan ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins karpa um leiðir til þess að horfast í augu við vanda, sem öllum er orðinn ljós fyrir löngu. Við bíðum meðan þeir rífast um afstöðu til varnarmála, meðan þeir rífast um fjárveiting- ar til byggðamála, til menntamála, heilbrigðis- mála og erlend lán. Við bíðum meðan sjálfstæðismenn í ríkis- stjórn og utan rífast um innri málefni flokksins og stefnu, um frjálshyggju, sem nú þrífst vel í skjóli formannsins og horfum upp á vandamál þeirra sjálfstæðismanna, sem nú eru allt í einu að átta sig á því, að þeir eru ekki í réttum stjórnmálaflokki. Framsóknarmenn hafa fyrir löngu vakið at- hygli á því, að ekki verði endalaust gengið að opinberri þjónustu og velferðarkerfi þjóðarinn- ar. Fólkið í landinu er ekki að ^ukka með peninga. Fólkið í landinu hefur beðið með framsóknarmönnum eftir efndum kosningalof- orða sjálfstæðismanna, en er alls óhrætt að taká á vandanum. Þess vegna hafa framsóknarmenn og annað fólk í landinu lagt til og það með þungri áherslu, að þeir sem eiga peninga verði látnir greiða í sameiginlega sjóði. Við leggjum á það þunga áherslu, að sett verði undir leka í götóttu söluskattskerfi, en við leggjum á það enn meiri áherslu að jöfnun skattbyrðarinnar verði höfð í fyrirrúmi. Við erum ekkert feimin við að viðurkenna að til þess að ná endum saman verðum við að leggja í púkkið. En við krefjumst þess, að stóreignamenn verði látnir gjalda keis- aranum það sem keisarans er og engar refjar. Það hlýtur því að vera krafa framsóknarmanna til ráðherra sinna í ríkisstjórn, að jafnframt því, sem lögð verði áhersla á sparnað og aðhald, verði góðvinum forystu Sjálfstæðisflokksins gert að greiða undanbragðalaust í sameiginlega sjóði þjóðarinnar. Við bíðum eftir þessari óhjákvæmilegu niður- stöðu. Starfsval kvenna Þrúður Helgadóttir: Það dugir ekki lengur að ná í einhvern sem skaffar vel ■ Samkvæmt könnun sem jafnréttisnefnd Akureyrar lét gera á síðasta ári á Akureyri, kom fram að 38% vinnandi kvenna þar starfa í fram- leiðslugreinum. Af þeim eru 86% ófaglærður. Pær vinna flestar í vefja, fata og mat- vælaiðnaði. Það er uggvænlegt til þess að hugsa að svo stór hluti vinnandi kvenna skuli vera í störfum sem allt útlit er fyrir að verði yfirtekin-af tölvum og vélum áður en langt um líður. Á ráðstefnu sem Landssam- band Iðnverkafólks efndi til á dögunum var því lýst vel hvernig tölvytæknin verður stöðugt meira áberandi í öllum atvinnugreinum og reyndar í öllu lífi manna. Ef að líkum lætur mun þessi þróun leiða til verulegrar fækk- unar starfa í hefðbundnum iðnaði þar sem sjálfvirkni mun í verulegu mæli leysa manns- höndina af hólmi. Sem dæmi um þá þróun sem menn sjá fyrir sér er að í Japan er nú unnið að skipulagningu fata- verksmiðju sem innan fárra ára mun framleiða allan al- mennan fatnað án þess að mannshöndin komi þar nærri nema við stjórn stórvirkra tölvusamstæðna og vélmenna. í þýskri samantekt í lok kvennaáratugar er því lýst hvernig það reynist æ erfiðara fyrir ómenntaðar og ófaglærð- ar konur að fá vinnu þar í landi. Ekki nóg með það, heldur fullyrða þeir að menntaðar konur sem detta út af vinnu- markaðnum í nokkur ár t.d. vegna barneigna og halda sér ekki í þjálfun á meðan, eigi enga von um vinnu aftur nema með endurmenntun. Við íslendingar hrósum okkur gjarnan af því að hér sé ekkert atvinnuleysi, en er ólíkum líkamsburðum. Sumir óttast atvinnuleysi í kjölfar tölvubyltingar, en á móti opn- ast möguleikinn til styttingu vinnudagsins almennt, þannig megi veita fleirum vinnu en styttri vinnutíma fyrir hvern og einn. Þá munu foreldrar fá meiri tíma með börnum sínum og fólk almennt til að sinna áhugamálum sínum. Já! Fólk hefur verið bjart- sýnt um að þessi nýja tækni- bylting mundi leiða til aukins jafnréttis þar sem fólk yrði metið eftir hæfileikum en ekki kyni. Amerískur prófessor sem hefur kannað þessi mál, benti á í grein í Alþýðublaðinu í síðustu viku, að í einni starfs- grein hefði konum fjölgað óhemju mikið síðustu árin, en það er í sinfóníúhljómsveitum. Af hverju? Jú, þegar fólkið er prófað þá sér stjórnandinn ekki þann sem leikur, hann hlustar bara á tónlistina. Þessu spáir hann einnig um tölvu- vinnuna: að fólkið verði met- ið eftir hæfileikum. En hvernig skiptast þá hæfi- leikarnir á þessu sviði milli kynjanna á íslandi í dag. í skýrslu Kvenréttindafélagsins segir að þegar kannað sé hlut- fall karla og kvenna í þeim Ekki eru allir á einu máli um hvort þessi nýja tölvubylting í iðnaði sé til góðs, eitt er þó víst að störf í iðnaði í dag virðast ekki mjög freistandi. í könnun sem gerð var á þessu ári um störf fólks í fata og vefjariðnaði þar sem 80% svarenda voru konur, var meg- inniðurstaðan að þessi störf séu í heildina einhæf, heilsu- spillandi og illa launuð. Nýlega er kornin ut könnun sem kvenréttindafélag íslands lét gera á stöðu kvenna í tölvunámi og tölvuvinnslu. Þar er bent á að tölvuvæðingin gæti einmitt opnað leið til stór- aukins jafnréttis. í kjölfar tölvuvæðingar má búast við auknum möguleikum til menntunar og fækkunar lík- amlega erfiðra starfa. Það ætti að skapa möguleika til að breyta hefðbundinni kynskipt- ingu starfa sem hefur byggst á hugsanlegt að sú staðreynd sé orsakavaldur þess að íslenskar konur eru lítið farnar að taka við sér til að afla sér menntunar og sérþekkingar til atvinnu. Það blasir við að þótt hefð- bundin störf í iðnaði leggist af, munu ný atvinnutækifæri skap- ast í nýjum iðngreinum við framleiðslu tæknibúnaðar. Þcssi störf krefjast tækni- menntunar og sérþekkingar. Samt eru aðeins örfáar konur við tækninám, hvernig stendur á því? Vantar kannske náms- ráðgjöf í skólana sem beinir nemendum inn á námsbrautir þar sem þörf er fyrir þá. Hér birtast tvö erindi sem flutt voru á landsfundi Landsambands framsóknar- kvenna, sem haldinn var á Laugarvatni 1. sept s.l. Hvert stefnir?.... ■ I viðtali við Steingrím Her- mannsson forsætisráðherra sem birtist í blaðinu sl. mið- vikudag ræddi hann mikið um ástand mála í Mexíkó. Það land er auðugt frá nátt- úrunnar hendi. Flestir málmar finnast þar í jörðu, landið er ríkt af olíu, þar eru góð land- búnaðarhéruð og gjöful fiskimið. Samt rambar þjóðin á barmi gjaldþrots og erlendar skuldir eru orðnar svo miklar að fyrir- sjáanlegt er að þær verða ekki greiddar. Stærsta orsök þessa ástands er gífurleg spilling innan stjórnkerfisins og óskapleg misskipting auðsins. Meðan almúginn verður að láta sér nægja að lifa á því sem hann nær í frá degi til dags og hefur m.a. ekki efni á að kaupa sér kjöt til matar þá lifa aðrir í vellystingum praktuglega og kunna sér ekki hóf í hvers konar munaði. Tekjur sínar, sem þeir afla að verulegu leyti með ólöglegum hætti og með því að beita mútum og klíku- skap flytja þeir jafnharðan úr landi og fjárfesta í fyrirtækjum erlendis eða leggja þær inn á banka þar. Bilið milli fátækra og ríkra breikkar óðum og fyrirsjáan- legt er að svo getur ekki haldið áfram í langan tíma án þess að upp úr sjóði, og stjórnmála- menn líkja ástandinu við púð- urtunnu sem geti sprungið hve- nær sem er. í engu tilfelli ætla ég mér að bera saman ástandið í Mexíkó og hér á landi en hollt er okkur að líta í eigin barm og gefa gaum að hættumerkjum í okk- ar þjóðfélagi. Misjöfn kjör íslendinga Kjör íslendinga eru misjöfn á margan hátt. Alltaf er erfitt að gera samanburð á lífi fólks og hljóta niörg sjónarmið að koma fram sem erfitt er að meta hvað séu kostir eða ókostir. Hitt er aftur nokkuð víst að fjárhagur livers og eins ræður miklu um möguleika til að njóta þess sem boðið er upp á. Sífellt virðist breikka bilið milli þeirra sem minnst bera úr býtum og hinna sem virðast hafa takmarkalaus fjárráð. Hvorki ætla ég að halda því fram að hér á landi ríki fátækt í samanburði við þá fátækt sem þekkist víða um heim né heldur að halda því fram að hér sé það viðtekin venja að einstaklingar sópi að sér fjár- munum og flytji t' erlenda banka þótt eflaust megi finna dæmi um það ef að væri gáð. Hitt er aftur annað mál að sífellt fjölgar þeim sem þurfa að velta fyrir sér hverri krónu sem þeir afla til að sjá mögu- leika á því að halda heimili í samræmi við það sem almennt gerist og einnig virðist þeim fjölga sem hafa allt sitt á þurru ogekkisjáanlegtannaðen að þeir geti veitt sér hvað sem er hvað svo sem það kostar. Áður en þetta bil breikkar verða ráðamenn þjóðarinnar að stíga á bremsurnar og átta sig á því hvað er að gerast. Ekki vantar það að stjórn- málamenn úr öllum flokkum tali fjálglega um þessa hluti og séu sammála um að kjör þeirra lægst launuðu verði að bæta en þegar upp er staðið samninga eftir samninga kemur í ljós að ekkert hefur verið lagað, órétt- lætið heldur áfram í verri mynd en áður. Hin daglega mynd Hin daglega mynd þessa ástands birtist á marga vegu. Þau heimili sem minnstar ráðstöfunartekjur hafa, byrja á því að skera niður allt sem heitir "lúxus“ á þeirra mæli- kvarða, þar inni telst að fara út að borða, munaður eins og bíóferðir, leikhúsferðir, sumarfrí, bíltúrar á sunnudögum, símtöl út á land, endurnýjun á bil, að

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.