NT - 14.09.1985, Side 10

NT - 14.09.1985, Side 10
Laugardagur 14. september 1985 10 Evrópumót íslenskra hesta í Svíþjóð: Umsjón Gylfi Þorkelsson Misjafnt gengi Islendinganna sumir komu á óvart - öðrum gekk miður ■ Dagana 15.-18. ágúst síðastliðinn fór fram í Svíþjóð Evrópumót fyrir eigendur íslenskra hesta, eins og flestir hestaáhugamenn eflaust vita. Pegar hefur verið fjallað nokkuð um mótið í öðrum fjöhniðlum, en betra er seint en aldrei. Sjö hestar, og knapar, tóku þátt í mótinu fyrir íslands hönd. Hreggviður Eyvindsson sat Fróða frá Kolkuósi. Kristján Birgisson sat Hálegg frá Syðra-Dals- gerði, Eiríkur Guðmundsson sat Hilding frá Hofstaðaseli, Lárus Sig- mundsson sat Hörð frá Bjóluhjáleigu, Sigurbjörn Bárðarson sat Neista frá Kolkuósi, Aðalsteinn Aðalsteinsson sat Rúbín frá Stokkhólmi og Bene- dikt Þorbjörnsson sat Styrmi frá Seli. Auk þessara sat Sigurbjörn Bárðar- son hryssuna Hildu frá Ólafsvík á kynbótasýningu sem nú var í fyrsta skipti meðal atriða í Evrópumóti. Hilda var eina hrossið sem íslend- ingarnir fóru með til að taka þátt í þessari sýningu. Hún stóð efst af hryssunum og vakti mikla athygli. Margir töluðu um hana sem besta hrossið á þessu Evrópumóti. Við sem heima sátum munum cftir henni frá Fjórðungsmóti Sunnlendinga sem haldið var í Reykjavík í sumar en þar lenti hún í 2. sæti í flokki einstakra hryssa 6 vetra og eldri. Ein önnur hryssa hlaut fyrstu vcrð- laun á Evrópumótinu. Það var Hrafnscy frá Syðra-Vallholti, dóttir Hrafns 802 og Gjóstu 3782. Stóðhestarnir sem dæmdir voru, voru 8 talsins, tveimur fleiri cn hryss- urnar. Tveir af þeim hlutu fyrstu verðlaun. Gáski frá Gullberastöðum, sonur Bægifótar 840 og Bliku 5883 frá Vallanesi fékk 8,25 og Prati frá Hlöðutúni, sonur Hrannars frá Sel- fossi og Nætur 3711 frá Hlöðutúni fékk 8,10. Aðrirvoru nokkuð neðar. Það er óhætt að segja að frammi- staða Benedikts Þorbjörnssonar hafi komið mest á óvart en hann sigraði í 5-gangi á Styrmi frá Seli. Eftir for- keppnina voru þeir Benedikt og Jó- hannes Hoyos á Fjölinni frá Kvía- ■ Benedikt Þorbjörnsson á Styrmi vann flmmganginn. NT-mynd: Karl Guðlaugsson bekk hæstir með 58,80 stig en Bene- dikt tryggði sér öruggan sigur í úr- slitunum, hlaut þá 65,70 stig. Hoyos datt hinsvegar niður í fjórða sæti en Piet Hoyos, bróðir Jóhannesar, varð annar á Sóta frá Kirkjubæ. í B-úrslitum sigraði Sigurbjörn Bárðarson á Neista frá Kolkuósi með 61,70 stig en það er aðeins meira en neðsti hestur í A-úrslitum fékk. Það er rétt að taka það fram að fimm efstu komast í A-úrslit. Aðalsteinn Aðal- steinsson lenti í 10. sæti á Rúbín. voru einu íslensku keppendurnir sem komust á blað í Dressúr, lenti í 10. sæti og Hreggviður Eyvindsson náði 4. sæti í víðavangshlaupi á Fróða. Benedikt náði og lengst í gæð- ingaskeiði, lenti í 6. sæti með 62,5 stig. Þeir Aðalsteinn Aðalsteinsson og Eiríkur Guðmundsson voru dæmdir úr leik. Aðalsteinn fyrir að mæta ekki á réttum tíma er hann var kallaður upp og Eiríkur fyrir að hafa ekki hjálm á hausnum. Það dugar ekkert „elsku mamma" í þessari keppni. Ef þú ert ekki mættur og gerir ekki það sem þú átt að gera þegar þér er sagt að gera það, er alveg eins hægt að gleyma frekari þátttöku. Sem dæmi má taka að Walter Feldm- ■ Sigurbjörn Bárðarson komst í A-úrslit í tölti á Neista frá Kolkuósi. NT-mynd: Karl Guölaugsson ■ Johannes Hoyos varð Evrópu- meistari í flmmgangsgreinum á Fjölni frá Kvíabekk. NT-mynd: Karl Guðlaugsson ■ í hindrunarstökkinu þurftu hestarnir að stökkva yfir víkingaskip. NT-mynd: Karl Guðlaugsson Kristján Birgisson náöi lengst ís- lendinganna í fjórgangi. Hann sat Hálegg frá Syðra-Dalsgerði og hlaut 54,40 stig og fimmta sæti. Lárus Sigmundson náði 8. sæti á Herði og Hreggviður og Fróði lentu í 14. sæti. Sigurvegarinn í fjórgangi varð hins- vegar Þjóðverjinn Daniela Schmitz á hestinum Seifi frá Kirkjubæ sem er sonur Glóblesa 700 frá Hindisvík og Glóðar frá Kirkjubæ. 1 tölti gerðust þau stórmerki að Sigurbjörn Bárðarson komst í A-úr- slit á Neista frá Kolkuósi og lenti í 6. sæti af 7. Hann vareini íslendingurinn sem komst í úrslit í tölti. Það voru Þjóðverjarnir sem einok- uðu töltið, eins og svo oft áður. Þeir áttu fjóra efstu í A-úrslitum. Sigur- vegarinn var Wolfgang Berg á Funa sem er sonur Varðar 615 frá Kýrholti og Han-Georg Gundlach varð annar á Skolla. Benedikt Þorbjörnsson og Styrmir ■ Þesssir kepptu fyrir íslands hönd: Frá vinstri Aðalsteinn á Rúbín, Sigurbjörn á Hildu, Hreggviður á Fróða, Kristján á Háleggi, Eiríkur á Hildingi, Bcnedikt á Styrmi og Lárus á Herði. NT-mynd: Karl Guðiaugsson ■ Eiríkur Guðmundsson á Hildingi. NT-mynd: Karl Guðlaugsson ■ Lárus Sigmundsson á Herði NT-mynd: Karl Guðlaugsson

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.