NT - 14.09.1985, Page 15

NT - 14.09.1985, Page 15
 Laugardagur 14. september 1985 15 Málflutningur í lögbannsmáli Rainbow í gær: Dómarinn tók sér umhugsunarfrest Málið snýst um verðlag á flutningum að mati dómara Frá Árna I*. Jónssyni, fréttamanni NT í Washington: ■ Kæra Rainbow Navigation skipafélagsins á hendur banda- rískum stjórnvöldum fyrir að bjóða út hernaðarflutninga milli Bandaríkjanna og íslands var tekin fyrir í undirrétti í Was- hington í gær en engin niður- staða fékkst í málinu. „Það gerðist ekki annað en það að málsaðilar lögðu fram gögn og dómarinn tók sér frest til að kanna þau frekar" sagði Hörður H. Bjarnason fulltrúi t íslenska sendiráðinu í Washing- ton í samtali við NT eftir réttar- höldin . Hörður sagði ómögulegt að segja hvenær vænta mætti niður- stöðu. „í>að gæti orðið eftir viku eða eftir mánuð.“ Hörður sagði að svo virtist sem dómarinn, Green að nafni, legði mikla áherslu á að málið snérist um verðlag, hvort rétt- lætanlegt væri að bjóða flutning- ana út þar sem verðið hefði verið of hátt. Verjandi hélt því fram að þar sem ákvörðun flotamálaráð- herra um útboð væri byggð á pólitískum grundvelli, væri það í raun ekki á valdi dómara að úrskurða í málinu. Lögmaður Rainbow skipafé- lagsins ítrekaði að málið snérist fyrst og fremst urn lagabók- stafinn. Hvort ákvörðun stjórn- valda um útboð stangaðist á við bandarísk lög frá 1904, sem kveða á um að allir bandarískir hernaðarflutningar skuli inntir af hendi af bandarískum fyrir- tækjum. Af hálfu stjórnvalda var bent á að flotamálaráðherra hefði stuðst við fyrirvara í lögum, þegar hann tók ákvörðun sína, sem segir að hægt sé að bjóða flutninga út ef farmgjöld séu óhófleg eða ósanngjörn. Fulltrúar Rainbow vörðu háa verðlagningu sína á flutningun- um með þeirn rökum að hún væri tilkomin vegna samkeppni tveggja íslenskra skipafélaga um markaðinn áður en Rain- bow tók við flutningunum á síðasta ári. Verðbólgan um 36% Um 4% verð- hækkun á mat ■ Vísitala framfærslukost- naðar hækkaði um 2,61% frá ágúst til september. Sú hækkun jafngildir 36,1% hækkun á heilu ári, sem er sama hækkun og í raun hefur orðið síðustu 12 mánuðina. Er það mesta hækkun á einu ári sem orðið hefur frá því í maí 1984. Rúmlega þriðjungur hækkunarinnar s.l. mánuð varð vegna3,92% hækkunar á matvörulið vísitölunnar. Sama hækkun varð á áfengi og tóbaki og heldur meiri, eða rúmlega 4% hækkun á Hafnarfjörður: Verður Riddar inn fluttur? ■ Þær sögur ganga nú fjöllum hærra í Hafnarfirði, að Sjöfn Gunnarsdóttir, eigandi veitingahússins Riddarans, hyggist losa húsið af grunninum og flytja það í annað hérað, þar sem skynsamlegri áfengispólitík ríkir. NT hafði samband við Sjöfn og bar þetta undir hana. „Þetta er í sjálfu sér óvitlaus hugmynd því eitthvað verð ég að gera við húsið, en ef satt skal segja þá frétti ég þetta sjálf fyrst utan af mér.“ Sjöfn sagði að mjög auðvelt væri að flytja húsið. f>að hefði ekki verið byggt á grunninum eins og yfirleitt tíðkast, heldur fært á hann eftir að það var fullsmíðað. Að sögn Sjafnar gengur reksturinn ekki sem skyldi því veitingahúsið væri byggt upp með vínveitingar í huga. Þó sagðist hún ætla að klóra í bakkann svo lengi sem hún gæti fjárhagslega, en það væri erfitt því húsið var mjög dýrt í byggingu. ( Um næstu mánaðamót opnar svo enn eitt veitingahúsið í Firð- inum, en það er Hansensbúð, sem nú hefur verið gerð upp. Hafa eigendur hússins fengið vilyrði bæjarstjórnar um vín- veitingaleyfi; hvort sem það nægir eður ei. „Auðvitað er þetta út í hött að Hafnfirðingar þurfi að sækja alla svona þjónustu til Reykja- víkur,“ sagði Sjöfn að lokum. fatnaði, húsgögnum og fleiru til heimilishalds. Af einstökum tegundum í matvöruliðnum varð mest hækkun á kartöflum 12,4% mjólkurvörum 8,3%, feit- meti 7,2%, kaffi og súkku- laðivöruin 6,6% og sykri 5,1%. Brauð hafa hækkað um 3,2% og kjöt og fiskur. um 2,3%. Hækkanir þessar valda því að „vísitölufjöl- skylda" sem komst af með 3 þús. krónur til helgarinn- kaupanna f ágústbyrjun verður nú að bæta um 120 krónum við. Forseti íslands: Ekið á konu ■ Kona var flutt á slysadeild í gærdag, eftir að bifreið hafði ekið utan í hana. Meiðsli konunnar voru óveruleg. Slysið varð í Lækjargötu um klukkan 16. Konan og ökumaðurinn halda þvi bæði fram að þau hafl farið yfír á grænu. Að sögn lögreglu voru vitni að óhappinu. NT-mynd: Ruiicn ■ Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, heldur á morgun utan í opinbera heimsókn. Fyrst mun Vigdís hafa viökomu á Spáni og hitta þar helstu ráðamenn þjóðarinnar. Frá Spáni held- ur Vigdís áleiðis til Hollands á miðvikudag. I Hollandi mun Beatrix 'Hollandsdrottning taka á móti henni. Dagskráin í Hollandi samanstendur af skoðunarferðum og fundar- höldum. Forsetinn mun dvelja í Kaupmannahöfn dagana 21.-25. þ.m. Að þeim tíma liðnum er ferðinni heitið til Björgvinjar í Noregi. Forsetinn kemur heim sunnudaginn29. september. Þrjú skip Hafskips á nauðungaruppboð? Alger handvömm segir stjórnarformaðurinn ■ Þrjú af skipum Hafskips hf. ingablaðinu í gær. Um er að eru auglýst á nauðungarupp- ræða skipin: MS Langá, MS boði þann 10. október næst- Laxá og MS Selá. Krafan er komandi, að beiðni Trygginga- tæpar 700 þúsund krónur í hvert stofnunar ríkisins. Auglýsingin skip. birtist í þriðja sinn í Lögbirt- NT hafði samband við Ragn- Þyrla Landhelgisgæslunnar: Enn dregst afhendingin ■ Enn dregst að Landhelg- isgæslan fái nýju Dolphin þyrluna afhenta. Nú hafa þær upplýsingar borist frá Frakklandi, þar sem verk- smiðjurnar eru staðsettar, að líklega verði hún tilbúin til afhendingar undir lok mán- aðarins. Jón Pálsson yfirflugvirki hjá Landhelgisgæslunni sagði í samtali við NT í gær að það væri betra að fá þyrluna nokkru seinna, og þá í 100% ásigkomulagi, heldur en fyrr. Jón benti hinsvegar á, að því nær sem liði vetri yrði meiri hætta samfara flugi yfir opið haf á leið heim. Afhending þyrlunnar hef- ur dregist, fyrst og fremst vegna tæknilegra vandamála sem komu upp við ísetningu radars í þyrluna. Þá hefur verið leystur smávægilegur vandi, sem upp kom við ísetningu innrauðu mynda- vélarinnar. Sá vandi er nú þegar yfirstiginn. Þrír menn á vegum gæslunnar fara utan til þess að taka við þyrlunni. Tveir flugmenn og einn flug- virki. „Við förum ekki fyrr en við höfum fengið ákveðna ‘ dagsetningu, og getum geng- ið að þyrlunni tilbúinni,“ sagði Jón. ar Kjartansson stjórnarformann hjá Hafskip. Hann sagði að það væri misskilningur og klúður að þetta hefði farið í Lögbirtinga- blaðið. „Þetta er vegna lífeyris- greiðslna í Lífeyrissjóð sjó- manna. Það voru alger mistök og klúður sem urðu þess vald- andi að auglýsingin datt inn í Lögbirtingablaðið, vegna van- skila af okkar hálfu, eða ekki hafði verið staðið nákvæmlega við samning. Þetta er alger handvöntm, en ég veit að nú er verið að ganga frá þessu,“ sagði Ragnar. Arni Gunnarsson lögfræðing- ur hjáTryggingastofnun ríkisins sagði í samtali við NT í gær að ástæðan fyrir því að sama upp- hæð væri á öllum skipunum væri að þetta væri gömul skuld fyrir- tækisins sem hefði veriö deilt niður á skipin þrjú. „Það er verið að ganga frá þessu og þeir eru að nálgast það að verða í lagi. Þetta verður að hafa sinn gang í kerfinu. Ég á ekki von á að þetta fari !engra,“ sagði Árni. Hjálparsveitir skáta: 17 sveitir leita í Vest- mannaeyjum ■ Sautján hjálparsveitir víðsvegar af landinu héldu til Vestmannaeyja í gær. Um klukkan 21 í gærkvöldi hófst umfangsmikil leitar- æfing í Vestmannaeyjum. Ekki bara Heimaey, heldur líka öðrum eyjum í grennd- inni. Bátar, hundar og mannfjöldi setja svip sinn á æfingarnar. Þær stóðu í alla nótt og búist var við því að leitarlok yrðu í kringum ellefuleytið nú í morgun. Alls eru um 250 manns sem þátt taka í ieitinni. Magnús Þorsteinsson sveit- arforingi Hjálparsveitar skáta í Vestmannaeyjum vildi ekki tjá sig mikið um að hverju yrði leitað og hvar bæri að leita. „Þetta er enn leyndarmál. Við undir- búum æfinguna og sveitirn- ar sem koma leita að fólk- inu.“ Hann sagði einnig að eyjaskeggjar spyrðu mikið en lítið væri gefið upp. Megnið af sveitunum sem þátt taka í æfingunni er frá Hjálparsveitum skáta, en einnig er Björgunarsveitin Stakkur frá Vík í Mýrdal með í leitinni ásamt Flug- björgunarsveitum frá Ak- ureyri og Reykjavík. Mikið var um að vera í Eyjum í gær. Herjólfur fór aukaferð og flug var í meira lagi. í kvöld verður síðan fagn- aðarhóf í tilefni tuttugu ára afmælis Hjálparsveitar skáta í Vestmannaeyjum.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.