NT - 14.09.1985, Síða 17
..... •.
Vinsældalistar
Rás2
1. (1) Dancing In The Street. Bowie & Jagger
2. (5) Rock Me Amadeus.............Falco
3. (2) Into The Groove.........Madonna
4. (3) Tarzan Boy..............Baltímora
5. (7) Shake The Disease... Depeche Mode
6. (8) Pepping Tom............. Rockwell
7. (5) Money For Nothing......Dire Straits
8. (4) We Don't Need Another Hero
Tina Turner
9. (10) In To Deep ....... DeadOrAlive
10. (-) Part Time Lover ...Stevie Wonder
Grammið
1. (-) Little Creatures....Talking Heads
2. (-) The Eternal Traveller
Niels Henning-Orsted Pedersen
3. (2) Kona...............Bubbi Morthens
4. (1) Low Life...............NewOrder
5. (9) Don’t Forget That Beat... Fats Comet
6. (-) Fables Of The REM ..........REM
7. (3) Skemmtun............. Með Nöktum
8. (4) Theams Two.............Psychic TV
9. (10) The Dream Of The Blue Turtles. Sting
10. (8) First Circle......... Pat Metheny
Fálkinn: 12tommur
1. (1) Dancing In The Street. Bowie & Jagger
2. (2) Tarzan Boy...........Baltimora
3. (3) Running Up That Hill..... Kate Bush
4. (7) We Don’t Need Another Hero
Tina Turner
5. (8) Live Is Life....................Opus
6. (5) Lavendre...................Marillion
7. (-) Endless Love .........Time Bandits
8. (-) I Know The Bride ........... NickLow
9. (6) Shouldn’t DoThat................Kaja
10. (-)This Is Not America
David Bowie & Pat Metheny
fílí Laugardagur 14. september 1985 17
Ll W Popp
píanisti. Tæknin sem þessi maður
býr yfir er með ólíkindum, Úr léttri
laglinunni renndi hann sér í flókinn
takt og margslungin sóló, en húmor-
inn sveif alltaf yfir vötnunum, bæði
í leik þeirra félaga og fettum og
brettum Tetes við píanóið.
Meðan Niels dundaði við sín
makalausu og að því er virtist fyrir-
hafnarlausu sóló, stappaði Tete
taktinn með fótunum, smellti fingr-
um og klappaði saman lófunum.
Stundum snart hann nótnaborðið,
eitt andartak, eins og það væri
sjóðandi heitt og Niels brosti að
þessu öllu saman. Já, þetta er maður
sem kann sitt fag.
Niels var sjálfum sér líkur og
rólegur að vanda. Hann sat með
bassann sinn og töfraði fram tóna
sem engin annar nær, þessa löngu
drjúpandi bassatóna. Hendurnar
þutu um hljóðfærið, en sjálfur sat
hann, rétt eins og hann hefði ekkert
fyrir þessu. Já, þeir voru frábærir og
illt að þeir spiluðu einungis í 40
mínútur.
Etta og tríóið
Það komhlé, en það var stutt. Við
eigum ekki tónlistarhús, en úr því
rætist og ógrynni happdrættismiða
seldust í hléinu, því enginn vill láta
bíómyndir skemmileggja góðan
jazzkonsert.
Svo kom Etta Cameron. Hún
lofaði góðu í sjónvarpinu og ekki
var hún síðri á sviðinu. Tríóið sem
lék undir með henni var heldur ekki
skipað neinum byrjendum. Ole
Kock Hansen lék sér að píanóinu,
Niels Hennig plokkaði bassann og
íslendingurinn Pétur Östlund lamdi
trommur.
Etta náði tökum á áhorfendum
um leið og hún opnaði munninn.
Konan kann að syngja og tæknin er
mikil. Hún söng jöfnum höndum
hefðbundin jazzlög, blues og stund-
um mátti greina rokkkennda frasa
hjá hljómsveitinni.
Áhorfendur klöppuðu táktinn og
margir fylgdust sveittir með klukk-
unni sem hélt því miður ótrauð
áfram og tíu mínútur í ellefu var allt
búið. Pessi frábæra söngkona var
farin af sviðinu, áhorfendur klöpp-
uðu og vanræðalegur benti Ole
Kock Hansen á klukkuna, bíóið var
að byrja. Áhorfendur létu það ekki
aftra sér og Etta kom aftur á sviðið,
hún hafði tvær mínutur og þeim var
vel varið.
Hljómsveitin stóð sig vel. Pað var
búið að hækka í bassanum og sándið
var annað, en það leyndi sér ekki
hver lék á hljóðfærið. Ole Kock
Hansen átti góðan leik og fallega
spilaði hann þegar þau léku dúett
Etta og hann. Pétur okkar Östlund
varð sér ekki til skammar, nei, það
er langt frá því. Hann bögglaði sig
saman í hnút og spilaði eins og
engill, hvort sem hann notaði kjuða,
eða lét fingurna dansa um settið.
Það er vel þess virði að hlusta á
þessa menn spila tríó.
í dag og á morgun
Afmælishátíð Jazzvakningar
heldur áfrant. í dag klukkan 14.00
leikur Mezzoforte ásamt Dale Bar-
low og Jens Winter í Háskólabíói.
Þá um kvöldið verður Jazzklúbbur
á Hótel Sögu, þar verða Ófétin og
Emphasis on Jazz.
Á morgun verður hádegisjazz á
Hótel Loftleiðum. Um kvöldið
verður Jazzklúbbur á Hótel Sögu.
Þar verður Tríó Guðmundar Ing-
ólfssonar, Jazzmiðlarar, Léttsveit
Ríkisútvarpsins og Emphasis on
Jazz. Klúbburinn hefst klukkan 19
og stendur til klukkan 01.
■ Bowie og Jagger skipa
toppsæti vinsældalista um víða
veröld. Þeir eru í fyrsta sæti á
rásarlistanum og 12 tommu
listanum.
segir Dagbjartur Guðjónsson að Lyngum í Meðallandi sem setti
Barkar þakeiningar á fjárhúsið sitt
„Við vorum aðeins tvo daga að smella þakeiningunum á og
unnum þó bara milli mjalta. Síðan er fjárhúsið allt miklu hlýrra
og fyrir vikið get ég vetrarrúið og fengið þannig greiða og fína
ull sem flokkast betur og gefur hærra verð. Ég er hæstánægður
með að hafa valið Barkar þakeiningar,“ segir Dagbjartur
Guðjónsson.
Burðarþol Barkar þak- og veggeininga er mikið og
uppsetning auðveld og fljótleg.
Barkar þak- og veggeiningar henta mjög vel í flestum
byggingum, einkum atvinnu- og geymsluhúsnæði, ekki
síst þar sem mikils hreinlætis er krafist, s.s. í tengslum
við verslun, matvælaiðnað og landbúnað. Barkar hús-
einingar tryggja ótvíræðan sparnað í byggingu, viðhaldi
og rekstrarkostnaði.
Hafið samband og kynnist af eigin raun kostum
Barkar þak- og veggeinínga
• •
BORKUR hf.
HJALLAHRAUNI 2 ■ SÍMI 53755 • PÓSTHÖLF 239 • 220 HAFNARFIRÐI