NT - 14.09.1985, Page 18

NT - 14.09.1985, Page 18
Framsóknarfélag Garðabæjar Fundur veröur haldinn að Goðatúni 2, kl. 4 laugardaginn 14. september n.k. Umræðuefni: Komandi bæjarstjórnarkosning- ar. Stjórnin. Framsóknarfélögin í Reykjaneskjördæmi Formannsfundur verður haldinn í Kópavogi fimmtudaginn 19. september kl. 20.30. Stjórn Kjördæmissambands Reykjaness Verkafólk Rangárvallasýslu Aðalfundur verkalýðsfélags Rangæings verður haldinn sunn- udaginn 29. september n.k. í Verkalýðsfélaginu Hellu og hefst kl. 17.00. Á dagskrá venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. ^jRARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir að ráða starfsmann til starfa á framkvæmdaáætlana- deild stofnunarinnar. DEILDARSTJÓRI Starfið er fólgið í stjórn framkvæmdaáætl- anadeildar, m.a. gerð 2ja og 5 ára framkvæmda- áætlana, kerfisathugunum og hagkvæmnis- athugunum. Hér er um fjölbreytt og sjálfstætt starf að ræða sem krefst alhliða þekkingar á raforkukerfum. Leitað er að aðila með próf í raforkuverk- fræði/ - tæknifræði eða aðila með sambæri- lega menntun. Upplýsingar um starfið veitir yfirverkfræðing- ur áætlanadeildar, tæknisviðs RARIK í síma 91-17400. Umsóknum er greini menntun og fyrri störf ber að skila til starfsmannadeildar Rafmagns- veitna ríkisins, fyrir 1. október 1985. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi118 105 Reykjavík Sameining Fyrirtækin Endurskoðunarmiðstöðin h.f. - N. Manscher og Endurskoðunarskrifstofa Hall- gríms Þorsteinssonár og Þorvaldar Þor- steinssonar s.f. voru sameinuð 1. september 1985. Frá þeim tíma er rekstur þeirra í nafni Endurskoðunarmiðstöðvarinnar h.f. - N. Manscher og eru skrifstofur starfræktar á eftirtöldum stöðum: Reykjavík, Höfðabakka 9 sími 91 -685455 Keflavík, Hafnargötu 37A sími 92-3219 Húsavík, Garðarsbraut 17 sími 96-1865 Egilsstöðum, Selási 20 sími 97-1379 Endurskoðunar- miðstöóin hf. N.Manscher Höfðabakki 9 Pósthólf 10094130 REYKJAVÍK Bjöm St. Haraldsson Reynir Vignir Emil Th. Guðjónss. Símon Á. Gunnarsson Gunnar Sigurðsson Valdimar Guðnason Hallgrímur Þorsteinsson Valdimar Ólafsson Kristinn Sigtryggsson Þorvaldur Þorsteinsson löggiltir endurskoðendur Laugardagur 14. september 1985 18 fa ordid Nokkur orð um samvinnuhreyfinguna ■ Sá atburður varð í búvöru- deild S.í.s. á Kirkjusandi í júní s.l., að milli l() og 20 starfs- mönnum þar var sagt upp störfum með þriggja mánaða fyrirvara. Auðvitað voru það flest konur, sem uppsagnar- bréfið fengu. Tilgreind ástæða var skipulagsbreyting af hag- ræðingarástæðum. 1 engu til- felli rnun hafa verið látið að því liggja að uppsögninni ylli óánægja með störf þessa fólks, enda flest þeirra búið að starfa á vinnustaðnum svo árum, ef ekki áratugum skipti, þannig að gölluð vinnubrögð hefðu átt að vera komin fram fyrir löngu, a.m.k. í flestu falli. Því cr freistandi að álykta, að þetta fólk hafi yfirhöfuð staðið vel í stykkinu. Virðist og ekki liggja í augum uppi við lauslegan samanburð á þeim brottviknu og hinum, sem í náðinni sitja, að hér hafi endilega lélegasta eða afkastaminnsta fólkið verði sett út í kuldann, þótt hagkvæmnisástæður sýnist að krefðust þess. Hér er frálcitt verið að kasta rýrð á þá sem eftir sitja, aðeins bent á þetta vegna margnefndra hag- kvæmnisástæðna. Hitt væri forvitnilegra þeim, sem síður þekkja til vinnubragða sannra samvinnumanna nú til dags. að engin þeirra kvenna, sem brott var vikið, eiga sér „vin", maka, son, föður, eða annað venslalið í hópi verkstjóra eða annarra áhrifamanna þar í neðra. Þetta kann svo sem að vera tilviljun. Hitterogtrúlega tilviljun líka, að engin þeirra, sem eiga sér þarna hauka í horni á borð við áðurnefnda, engin þeirra fékk uppsagn- arbréf. Reglulega skemmtilegt að tilviljanir og hagkvæmni skuli eiga svona greiða sam- leið. Nú er það auðvitað gott og blessað að hressa upp á lakan rekstur fyrirtækis, með skipu- lagsbreytingu, jafnvel þótt hún hafi í för með sér fækkun á starfsfólki. Og trúlega hefðu nú þessar línur aldrei farið á blaðref nú birtust ekki dögum oftar auglýsingar í fjölmiðlum eftir nýjum starfskröftum að þessU'Sama fyrirtæki. Ég ansa ekki mótbárum á borð við það, að afurðasalan sé ekki sama fyrirtækið, enda undir sama þaki og iðulega lánað fólkið á milli þessara deilda þegar svo hefur boðið við að horfa. En ekki mun neinni hinna brottviknu hafa verið boðin hin nýju störf. Enda eru víst flestar þeirra komnar af léttasta skeiði og ekki giska mikil framtíð í þeim. Svo er obbinn af þeim, sökum langra starfa, kominn á háan launa- taxta, sé hægt að tala um liáan taxta hjá láglaunafólki, en hérna kann þó að brydda á „hagkvæmni". Og þótt þessar blessaðar hornrekur hafi sum- ar hverjar eytt drjúgum hluta manndómsára sinna í þágu .þessa síns eigin fyrirtækis og eigi nú ekki nema litlar leifar starfsorku fram að bjóða á nýjum vettvangi, og við ný og óæfð handtök, er það víst ekki lengur í anda samvinnuhreyf- ingarinnar að fáta í slíku. Meðal þeirra, sem þarna fengu blýantinn í hausinn, af hagkvæmnisástæðum og greinilega til að rýma fyrir nýjum starfskröftum, væntanl. karlkyns, eru t.d. þrjárekkjur, tvær þeirra á sextugsaldri, en sú þriðja rúml. fertug og með þrjú börn á framfæri, auk þess erfiðar íbúðarskuldir á öxlum. Hún er þar að auki búsett í næsta nágrenni við vinnustað- inn. Hinar eru flestar, eða a.m.k. margarhverjaráaldrin- um milli 50 og 60 ára og þó allt upp að hálfsjötugu, svo það er fremur ólíklegt að vinnumark- aðurinn rífist um þær sem nýliða. En hvað varðar mann- úðarstefnu samvinnuhugsjón- arinnar um svoddan nokkuð? Bísniss er bísniss, hr. Sís. Framkoma vinnuveitenda við starfsfólk sitt. slík sem hér er orðin, hefði maður ein- hverntímann talið að vera einkaréttur einkaauðvaldsins, og þó aðeins lakasta hluta þess. Enda hefur framferði af þessu tagi óspart verið gagnrýnt, og með réttu, ekki síst af samvinnumönnum, já, og á það bent að slíkt létu nú samvinnumenn ekki henda sig. Nokkuð er það, að hvergi sér maður í upplýsinga- og áróð- ursritum hreyfingarinnar hvatningu til forystumanna hennar, að akkúrat svona skuli koma fram við það fólk, sem urn langan tíma hefur unnið henni af trúmensku. Stundum hegg- ur sá er hlífa skyldi. Ekki hefur stéttarfélag margnefndra kvenna mér vit- anlega hrcyft neinum mótmæl- um við þessum vinnubrögðum, þetta er víst allt löglegt. Sagði einhver siðlaust? Eru þær systur, samvinnu- og verka- lýðshreyfing kannski á sömu braut? Á höfuðdaginn 1985, Hilmar Pálsson, Laugarnesvegi 94, Reykjavík ■ Kjötiðnaðarstöð Sambandsins á Kirkjusandi. Svör Búvörudeildar ■ Hvað varðar fyrirspurn blaðamanns NT vill kjötiðnað- arstöð Sambandsins greina frá eftirfarandi atriðum: 1. Landbúnaðarmál hafa ver- ið til mikillar endurskoðun- ar að undanförnu. Kjötiðn- aðarstöðin, sem hluti af þeim þætti, hefur ekki farið varhluta af þeim breyting- um. 2. Þegar til fólksfækkunar kom, var um að ræða fækk- un hjá öllum deildum verk- smiðjunnar. Hlutfall milli kynja var í samræmi við skiptingu milli kynjanna hjá verkafólki verksmiðjunnar. Það fólk sem sagt var upp starfi var á ýmsum aldri og með mismunandi langan starfsaldur. Það sama gildir um það fólk sem eftir starf- ar í verksmiðjunni, þannig að ekki er hægt að halda fram með haldbærum rök- um að vegið hafi verið að neinum ákveðnum aldurs- hópi í þessum aðgerðum. 3. Þegar þessar aðgerðir voru framkvæmdar, var leitast við að gæta þeirrar mannúðar sem hægt er að viðhafa við framkvæmd mála af þessu tagi. Upp-- sagnarfresturinn var hafður 3 mánuðir þótt stór hluti þessa hóps hefði ekki áunn- ið sér rétt til nema hluta þess tíma. Var haft í huga að gefa fólki góðan tíma til að leita sér starfa á öðrum vettvangi. 4. Sú hugmyndasmíð greinar- höfundar að fjölskyldu- tengsl eða vinátta hafi haft einhver áhrif á mál þetta er án nokkurra röksemda og er alfarið vísað á bug. 5. Fækkun starfsfólks í Kjöt- iðnaðarstöð Sambandsins var síðasti þáttur í röð að- gerða til að bæta rekstur fyrirtækisins. Engum aðila sem gert var að standa að uppsögnum var það geðfellt, en ekki þótti hjá þessu komist. Magnús G. Friðgeirsson framkvæmdastjóri búvörudeildar.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.