NT - 02.10.1985, Blaðsíða 9

NT - 02.10.1985, Blaðsíða 9
verr en aðrir flokkar. Sérstak- lega vegna þess að hann hefur verið svo lengi við völd. Fram- sóknarflokkurinn má aldrei verða of heimakær í valdastól- unum, því það skapar hættu á spillingu og vafasömu atferli. Petta atriði hefur einnig átt stóran þátt í því að skapa þá neikvæðu ímynd af flokknum sem hér er til umfjöllunar. Þingmenn þekkja ekki stjórnar- andstöðu Lítum þá á fullyrðingu nr. 2 Framsóknarflokkurinn er staðnaður. Vitið þið, fundarmenn góðir hve margir þingmenn Fram- sóknarflokksins hafa setið í stjórnarandstöðu á Alþingi. Aðeins tveir. Munið þið góðir fundarmenn eftir því að núver- andi þingmenn Framsóknar- flokksins hafi geyst fram á völlinn í ræðu og riti þar sem ráðist er á kerfið og rifið kjaft. Ég man ekki slíkt. Þingflokk- urinn hefur haft það hlut- skipti að verja endalaust að- gerðir ríkissfjórna, því þing- mennirnir hafa alltaf verið stjórnarþingmenn. Flafi þing- menn flutt tillögur sem fela í sér skref fram á við, hafa þeir nær eingöngu kynnt þær á þingi og ef til vill í málgögnum sín um heima í héraði. I Reykja- vík veit fólk ekki hverjir þing- menn Framsóknarflokksins eru. Það man ekki eftir neinu nýju fersku og kröftugu frá þeim. Þeir eru gleymdir. Þið getið ímyndað ykkur þann að- stöðumun sem er á þeim og þingmönnum annarra flokka sem þó hafa verið í stjórnar- andstöðu og haft tíma til að hugsa fyrir nýjum málum, látið gamminn geysa í ræðu og riti meðan okkar þingmenn sitja hnípnir og uppteknir við að stjórna landinu og framkvæma mis vinsælar aðgerðir. Það er engin furða að flokkurinn fær það orð á sig að vera ófrjór og staðnaður. Þingkonuleysið hneisa Lítum þá á fullyrðinguna að flokkurinn sé gamaldags. Sá sem lítur yfir þinghjörð Fram- sóknarflokksins, sér að sjálf- sögðu ekkert unglingastóð, held ur menn sem flestir eru komnir yfir miðjan aldur. Það er ákaf- lega erfitt að ímynda sér að ungt fólk sjái einhvern sam- Miðvikudagur 2. október 1985 9 nefnara milli sín og þessara manna, ég tala nú ekki um ungar konur, sem alls ekki sjá neitt sameiginlegt sér og þing- flokknum. Frísklegurogungur þingflokkur karla og kvenna dregur eðlilega að sér miklu meiri athygli en aldraðir og ábúðarfullir menn. Stefnan þarfnast skerpingar Er Framsóknarstefnan úr sér gengin? Það er ótrúlega útbreiddur skilningur að stefnumál flokksins séu miðuð við allt annað þjóðfélagsástand en nú ríkir. Vissulega er margt í framsóknarstefnunni sem þarfnast endurskoðunar við. Framsóknarstefnan sem slík stendur 'þó fyrir sínu, því hún boðar framfarir, sam- vinnu, mannúðarsjónarmið og athafnafrelsi fyrirtækja og ein- staklinga. Hún er auk þess laus við öfga og ofstæki. Með öðr- um orðum stefnan er íslensk og heilbrigð sem flestir ættu að geta sætt sig við. Nei vanda- málið er ekki að Framsóknar- stefnan sé úrelt. Vandamálið er að margir aðrir flokkar hafa eða segjast hafa áþekka stefnu og er því erfitt fyrir fólk að greina einhvern valkost í Framsóknarflokknum. Það sem okkur skortir er að setja stefnuna fram á skýran einfald- an og afdráttarlausan hátt, það skýran að við getum bent á að hún er öðru vísi en stefna annarra flokka. Það vantar skerpinguna og að áherslu- atriðin séu dregin fram. Síðasta fullyrðingin sem ég nefndi í upphafi máls míns var að flokksstarfið væri í molum. Þetta er fullyrðing sem mað- ur heyrir mjög víða þessa mán- uðina. Flokksfélög kvarta yfir tengslaleysi við hjarta flokksins, þ.e. flokksskrifstof- una í Reykjavík, samstarf manna þar á að vera slæmt og allir vita að upp úr sauð milli SUF og framkvæmdastjóra flokksins í vor. Auðvitað eru þetta stóralvarleg tíðindi. Það felur hins vegar ekki í sér neina heildarlausn á vanda flokksins að skipta um menn í lykilstöðum. Þetta er ekki vandamál einstaklinga ein- vörðungu, heldur flokksins alls. Vandamálið er einfald- lega það að forystu skortir fyrir því að huga að innri málum flokksins, að skipu- leggja starfið frá grunni, vegna þess að kraftar manna fara í það að stjórna landinu. Hvaða vit er t.d. í því að drekkja ritara flokksins í vandamálum fjárlagagerðar, þegar hans hlutverk er að hafa forystu um öflugt flokksstarf, ásamt flokks- forystunni. Er lausn í hvíld frá stjórnarþátttöku? Góðir fundarmenn. Þær lausnir sem ég sé við þeim vandamálum sem ég hefi reynt að greina hér í máli mínu gætu þá orðið eftirfarandi: 1. Til að hrista af sér þann kerfisflokksstimpil sem flokk- urinn hefur fengið á sig þarf flokkurinn einfaldlega að fara í stjórnarandstöðu og því lengri sem hún er.því betra. Það er að mínu viti Fram- sóknarflokknum lífsnauðsyn að hvíla sig á stjórn landsins og eyða kröftunum í nokkur ár við að huga að innviðum sínum, skipulagi, stefnumálum og starfsháttum.Einnig er það mikilvægt út frá því sjónarmiði að kjósendur eru orðnir ein- faldlega of vanir því að Fram- sókn sé í stjórn og vita því ekki hvernig stjórn landsins án Framsóknar lítur út. í landinu eru til kynslóðir sem þekkja ekkert annað en Framsóknar stjórnir. 2. Lausnin á því vandamáli að flokkurinn sé staðnaður og gamaldags verður ekki leystur nema með endurnýjun þing- flokksins, sem auðvitað kemur af sjálfu sér í tímanna rás, en það er betra að það gerist í stjórnarandstöðu en er við eig- um aðild að stjórn. Þá er það hrein nauðsyn að flokkurinn manni sig upp og setji konur í örugg sæti þegar í næstu kosn- ingum. Það er hrein skömm og hneisa að Framsóknarflokkur- inn sé eini stjórnmálaflokkur- inn á íslandi sem ekki á konu á þingi og hefur það vafalaust sitt að segja um hvert viðhorfið er til flokksins. Að síðustu, með nýjum þingflokki og ferskari anda þá held ég að hægt verði að dusta rykið af Framsóknarstefnunni og klæða hana í nýjan búning sem gengur betur í kjósendur en núverandi áróðursaðferðir. Mikilvægast er að framsóknar- menn átti sig á því að stjórn- málamennirnir verða að fara til fólksins á vinnustöðum þess, en ætlast ekki til að fólkið komi til þeirra á fundum sem boðaðir eru í félagsheimilum og félagsmiðstöðvum. ngur________■ Þórhildur Jónsdóttir: Er sama dæmið á ykkar vinnustað? ■ Núna á döfinni er svokall- að kjarnanámskeið fyrir starfs- fólk Sóknar og stendur það frá 14. október til 28. nóvember. Kennt verður á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 15.30 til 19.00. í framhaldi af þessu námskeiði verða önnur nám- skeið þar sem fólk getur valið um þá grein sem það starfar við. Fyrir Sóknarfólk táknar þetta 2,4% hækkun við hvert námskeið (sem eru 2-3), eða u.þ.b. 450-500 krónur sam- kvæmt Sóknartaxta. Með því að stunda þetta námskeið þarf því 100 kr. í strætisvagnafargjöld á viku eða 600 kr. allt námskeiðið. Hver er svo gróði Sóknarfólks af námskeiðinu? Jú, fólk heldur áfram að fá sinn kartöflupoka eða 450 krónurnar eftir nám- skeiðið, en missir vinnuálag þessar 6 vikur. Og hvað verður þess langt að bíða að Sókn stokki launaflokkakerfið upp eða að kaupkjör okkar hrapi niður á við? Hvað er hægt að láta bjóða sér svona nokkuð, lengi enn? Það vill svo til að fólk er vanafast og kann vel við sig í þeim störfum sem það iðkar, en ef svona strit á að standa lengi yfir þá teljum við að stöðvunarskylda okkar sé framundan. Við Sóknarfólk dagvistar- heimilisins Dyngjuborgar höf- um frá tæplega 17 þúsund krónum upp í 19 þúsund krón- ur í fastakaup á mánuði. Mis- munur felst í starfsaldri og launaflokkum. Þar af dregst frá kaupi okkar í lífeyrissjóð - hvernig svo sem við getum nýtt okkur hann nægilega vel - og greiðsla í starfsmannafélag, það var nefnilega það. Þessi hækkun færi von bráðar meira og minna í frádrátt. Svo við snúum okkur að ógiftum starfskrafti undir 26 ára aldri þá er einnig frádráttur í sparimerki - allt í lagi það er gott og blessað, en það dregst einnig frá þessum gífurlegu launum okkar. Samtals u.þ.b. 3-4 þúsund krónur á mánuði til eða frá. Þá kemur Sóknar- starfsmaðurinn með mánaðar- launinsín.frákr. 12-14 þúsund útborgað. Þá er eftir að greiða skatta og fæðiskostnað auk þess sem matarhlé er ekki greitt. Margar okkar og þá vel flestar einar leigja íbúðir eða herbergi. Sumar hverjar mega teljast heppnar með leigu- gjald, en það er á bilinu 8-14 þúsund krónur á mánuði. Nú spyrjum við: Hvar er svo peningur fyrir mat, fyrir bens- íni eða strætisvagnamiðum og fyrir rafmagni, hita og síma? Kannski eigum við að naga skóna okkar í annað hvert mál (Kínaskó í kaffinu varla efni á dýrari skóm). Munduð þið sem ekki vinnið hjá Sókn láta bjóða ykkur þessi laun? Eða er sama dæmið á ykkar vinnustað? Það sem bíður okkar nú er annaðhvort að ganga út og gera þá eitthvað í málinu eða lifa áfram í skuldum sem hlaða endalaust utan á sig. Eða jú, einn kosturinn gæti verið sá að finna sér vel launaða fyrir- vinnu, því okkur þykir slæmt að hverfa frá starfi okkarl! í lokin ef einhver hefur áhuga á því að athuga hvort við séum þess verðar að fá hærra kaup, þá er velkomið að kynnast starfseminni. Við not- um sýndarmennsku ekki sem aðalsmerki okkar eins og mörgum hættir til. Taki þeir til sín sem eiga. Reykjavík, 26.09.1985 Virðingarfyllst F.h. Sóknarstarfsfólks dagvistar- heimilisins Dyngjuborgar Þórhildur Jónsdóttir Nú spyrjum við: Hvar eru svo pening- ar fyrir mat, fyrir bensíni eða strætis- vagnamiðum og fyrir rafmagni, hita og síma? Það sem bíður okkar nú er annað hvort að ganga út og gera þá eitt- hvað í málinu eða lifa áfram í skuld- um sem hlaða endalaust utan á sig. Eða jú, einn kosturinn gæti verið sá að finna sér vel launaða fyrirvinnu, því okkur þykir slæmt að hverfa frá starfi okkar. meistarasambands bygginga- manna benti á þessa staðreynd í blaðaviðtali fyrir nokkru. Hann sýndi fram á með glögg- um rökum að mikilla nýbygg- inga væri ekki þörf, enda geng- ur illa að selja ný hús og íbúðir. Hann telur samt að byggingamenn þurfi ekki að kvfða atvinnuleysi. í öllu bygg- ingafárinu hefur gleymst að halda við og endurnýja eldri hús og er þar mikið verk óunn- ið. Byggingakostnaður er nú langt fyrir ofan markaðsverð á eldra húsnæði. Það segir okkur að lítið vit sé í að byggja. Steinsteypufjárfestingin er ekki lengur arðbær. Drauma- hallarinnar, sem kallaðar eru einbýlishús, eru þegar orðnar margar og of stórar. Bjartsýnir dugnaðarmenn hafa komið sér upp á þriðja tug verksmiðja sem framleiða einingahús. Þar að auki eru slík hús flutt inn. í fyrrgreindu viðtali segir Gunnar Björns- son, að forráðamenn eininga- húsafyrirtækja hafi sótt um lán fyrir 340 hús á síðasta ári. 1. sept s.l. var búið að skila inn fokheldisvottorðum fyrir 5 slík hús. Þarna sjá einhverjir sæng sína út breidda. Röng lánastefna Verð á eldra húsnæði hefur farið hríðlækkandi víða úti á landi og á Reykjavíkursvæðinu er einnig um mikla verðlækkun að ræða. Lætur nærri að verðið hafi staðið í stað miðað við krónutölu um tveggja ára skeið. Það fylgir því ekki verð- bólguþróuninni. Haraldur Blöndal lögmaður fjallar um þetta í grein í DV í síðustu viku og tekur dæmi af húsi sem selt hefur verið þrisvar á undanförnum árum. Á föstu verðlagi lítur dæmið þannig út að fyrst var húsið selt á 7 milljónir, síðan á 5,5 milljónir knog nú nýlega fyrir 4 milljónir kr. í Árbók Reykjavíkur sér maður svart á hvítu hve óhóf- lega hefur verið byggt. Við götur sem voru fullbyggðar á sjötta áratugnum búa nær alls staðar um helmingi færri íbúar nú, en fyrir 15 til 20 árum. Þetta þýðir að nýting íbúðar- húsnæðis er orðin helmingi lakari en á þeim tíma sem miðað er við. Samt er markað- urinn orðinn mettur. Það er eins gott að átta sig á því í tæka tíð hvernig komið er, rasa ekki um ráð fram í áframhaldandi nýbyggingagleði. Eitt af því sem örvar mjög til nýbygginga er húsnæðislána- kerfið. Lán til nýrra íbúða eru margfalt hærri en veitt er til kaupa á eldra húsnæði. Þetta hlýtur að breytast og það fyrr en síðar. Með tilliti til þess að hús- næðismarkaðurinn sé mettað- ur hlýtur að þurfa að taka allt húsnæðislánakerfið til endur- skoðunar. Skipulagsyfirvöld hljóta einnig að endurskoða sín mál og hyggja að íbúatölu og fólks- fjölgunarspám í sínum ráða- gerðum. Til þessa hefur verið í tísku að byggja en næsta tískufyrir- bæri í húsnæðismálum verður að halda við og.endurbæta og búa við það sem fyrir er. Komandi kynslóðir verða síð- an að ákveða hvort börn og fjölskyldulíf komast aftur í tísku, svo að hægt verði að nýta stóru íverugámana. Oddur Ólafsson I

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.