NT - 02.10.1985, Blaðsíða 23

NT - 02.10.1985, Blaðsíða 23
— sjónvarp Sjónvarp kl. 20.40: Frá fegurðarsam- keppni Norðurlanda - þar sem íslensk stúlka sigraði ■ í kvöld 'kl. 20.40 verður sýnd mvnd frá fegurðarsam- keppninni um titilinn ungfrú Skandinavía. Keppni þessi var haldin í Helsinki í Finnlandi þann 15. september síðastlið- inn. Sigurvegarinn í keppninni var enginn annar en fulltrúi íslands, Sif Sigfúsdóttir en hún hafði fyrr á þessu ári tekið þátt í fegurðarsamkeppni íslands, þar sem hún hreppti þriðja sætið. Eflaust verður spennandi að fylgjast með keppninni í kvöld og gaman að sjá góða Islands- kynningu á erlendri grund. Rúvak, Rás 1 kl. 15.15: Sveitin mín - spjallað við bændur ■ Sif Sigfúsdóttir, sem hlaut titilinn ungfrú Skandinavía, fyrr í þessuin inánuði. s2kl. 18. ■ í dag kl. 15.15, mun hefja göngu sína nýr þáttur frá Ríkisútvarpinu á Akureyri, sem ber nafnið „Sveitin mín", og er í umsjá Hildu Torladótt- ur. „í þáttunum stefni ég að því að fá í heimsókn til mín ein- hverja góða sveitamenn hverju sinni sem ég spjalla þá við um sveitina þeirra", sagði Hilda Torfadóttir aðspurð um þáttinn. „Síðan vcrða flutt Ijóð eða söngvar um þá sveit sem á við hverju sinni. Pessi fyrsti þáttur verður hins vegar nokkuð frábrugðinn þeint sem eftir koma, í honum ætla ég eingöngu að taka fyrir ljóð og söngva eftir norðlensk skáld, ogþá í tengsl- um við landið, „Landið mitt", væri því raunar réttnefni fyrir þennan fyrsta þátt." Knattspyrnulýsingar - frá leikjum á Evrópumótum ■ í dag kl. 18.00-21.30 verð- Evrópumótum í knattspyrnu. ur aukaútsending frá Rás 2 Ingólfur Hannesson,- vegna leikja íslenskra liða á íþróttafréttamaður lýsir leik ■ Frá fyrrí leik Fram og Glentoran sem fór fram á Laugardal- svelli í september s.l. Myndin sýnir Viðar Þorkelsson skora 2. mark Fram, en leikurinn fór 3-1 fyrir Fram. Frani og Glentoran í Evrópu- keppni bikarhafa í Belfast á Norður-írlandi. Hilmir Elís- son segir tíðindi af viðureign Nantes og Vals í Evrópu- keppni félagsliða í Frakklandi og Jón Gunnlaugsson verður á leik Aberdeen og í A í Evrópu- keppni meistaraliða í Skot- landi og segir fréttir af þeim leik. Þá fara fram sama kvöld, á milli 70 og 80 leikir á Evrópu- mótum og mun Samúel Orn Erlingsson, íþróttafréttamað- ur tíunda úrslit urn leið og þau berast til Fréttastofunnar. Stjórnandi í hljóðstofu Rás- ar 2 verður Þorgeir Ástvalds- son. ■ Hilda Torfadóttir stjórn- andi hins nýja þáttar sem ber nafnið „Sveitin mín“. Miðvikudagur 2. október 1985 23 Hinn fallni engill Fallen Angel^^H Aðalhlutverk: Dana Hill, Mclinda Dillon, Richard Masur, Ronny Cox. Leikstjóri: Robert Lewis Lengd: 91 niínúta Bandaríkin, 1981 ■ Aðalsöguhetja myndarinnar er hin 12 ára gamla Jennifer Philips (Dana Hill). Hún er á hinu svokallaða gelgjuskeiði og þolir illa við hjá fjölskyldu sinni sem samanstendur af móðurinni Sherry (Melinda Dillon) og nýja manninum hennar Frank (Ronny Cox). Sherry vinnur myrkranna á milli á matsölustað og hefur lítinn tíma til að sinna barninu. Frank reynir að vinna vináttu stúlkunnar, en hún bægir honum frá sér á þeirri forsendu að hann hafi stolið móður sinni frá sér. í þessari ringuireið kynnist Jennifer Howie Nichols (Richard Masur) og vingast við hann. Howie er skemmtilegur, hælir henni á hvert reipi og dekrar við hana á allan hátt. Hann þjálfar stúlkur í hornabolta auk þess sem hann stundar þá vafasömu iðju að útvega börn í klámmyndir. Honum tckst að koma þeirri skoðun inn hjá Jennifer að allir foreldrar séu illgjarnir og vilji ekkert með börn sín hafa. Jennifer trúir honum og strýkur að heiman. Howie tekur henni opnum örmum og fær hana til að láta mynda sig í ástarleikjum við önnur börn. Jennifer er að vonum treg til í fyrstu, en hún elskar Howie og hann elskar hana. Sherry leitar að Jennifer og finnur hana að lokum hjá Howie, en hvort henni hefur tekist að bjarga sálarheill bamsins skal ósagt látið. Þegar myndin var sýnd árið 1981 vakti hún fólk til umhugsunar um hið svokallaða barnaklám, þ.e. þegar börn eru pínd til ástarleikja án líkamlegs eða andlegs þroska, öfuguggum til fróunar. Eflaust hafa flestir gert sér grein fyrir að slíkt er stundað í stórum stíl, en með tilkomu myndarinnar og umræðu í kjölfarið fór fólk að líta sér nær og hugleiða að slíkur harmleikur gæti einnig hent þeirra eigin börn. Þegar fjalla á um svo viðkvæmt mál sem þetta verður úrvinnsla að vera varfærnislcg. Það hefur tekist í þessari mynd, því aldrei falla aðstandendur í gryfju lágkúrunnar. Sálarstríð litlu stúlkunnar er túlkað afar vel af Dönu llill og persónan Howie er sannfærandi í höndum Richard Masur. Menn hafagott af því að sjá þessa mynd, því hún hefur boðskap að færa og þá ekki einungis í samiiandi viö misnotkun á börnum heldur vekur hún til umhugsunar um samskipti foreldra og barna á þessum erfiöu unglingsárum. Hitt er svo annað mál að myndin er daufleg á köflum, einsog oft er raunin á með sjónvarpsmyndir, en á móti kemur að skapgerðarleikarar fá að njóa sín og sagan líka. MJA Vidbjóður í vönd uðum umbúðum Miðvikudagur 2. október 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin 7.20 Leikfimi. Tilkynningar. 8.00 Fréttir Tilkynningar 8.15 Veðurlregnir. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Sætukoppur“ eftir Judy Blume Bryndís Víglundsdóttir les þýðingu sina (5) 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleik- ar, þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál Endurtekinn þátt- ur Sigurðar G. Tómassonar frá kvöldinu áður. 10.10 Veöurfregnir 10.30 Lesið úr forustugreinum dag- blaðanna. 10.40 Land og saga Umsjón: Ragnar Ágústsson 11.10 Úr atvinnulífinu - Sjávarút- vegur og fiskvinnsla Umsjón: Gísli Jón Kristjánsson. 11.30 Morguntónleikar a. Konsert í C-dúr op 7. nr. 3 fyrir óbó og strengjasveit eftir Jean Marie Leclair. Heinz Holliger leikur með Ríkishljómsveitinni í Dresden. Vitt- orio Negri stjórnar. b. Branden- borgarkonsert nr. 31 Gdúr eftir J.S. Bach. Hljómsveitin „The English Consert" leikur. Trevor Pinnock stjórnar. 12.00 Dagskrá Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar 13.30 Inn og út um gluggann Umsjón: Sverrir Guðjónsson. 14.00 „Á ströndinni“ eftir Nevil Shute Njörður P. Njarðvík les þýðingu sina (9). 14.30 Óperettutónleikar a. „Skáld og bóndi“, forleikur eftir Franz von Suppé. Sinfóníuhljómsveitin í Fíla- delfíu leikur Eugene Ormandy stjórnar. b. Dúett úr „Die Czardas- furstin" eftir Emmerich Kálman. Fritz Wunderlich og Renate Holm syngja með hljómsveit undir stjórn Franz Marszaleks. c. Þættir úr óperettunni „Kátu konurnar frá Windsor" eftir Otto Nicolai. Edith Mathis, Kurt Moll o.fl syngja með hljómsveit Ríkisóperunnar í Berlín. Bernard Klee stjórnar. 15.15 Sveitin min Umsjón: Hilda Torfadóttir. RúvAk. 15.45 Tilkynningar. Tónleikar 16.00 Fréttir. Dagskrá 16.15 Veöurfregnir 16.20 Síðdegistónleikar Fiölukons- ert í D-dúr op. 77 eftir Johannes Brahms. Zino Francescatti leikur með Fílharmoniusveitinni í New York. Leonard Bernstein stjórnar. 17.05 Barnaútvarpið Stjórnandi: Kristín Helgadóttir. 17.40 Síðdegisútvarp Sverrir Gauti Diego. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.45 Málræktarþáttur Sigrún Helgadóttir flytur. 19.50 Tónleikar. 20.00 Popphólfið 20.30 íþróttir Umsjón: Ingólfur Hann- esson. 20.50 Hljómplöturabb 21.30 Flakkað um italíu Thor Vil- hjálmsson flytur frumsamda ferða- þætti (5). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundags- ins. 22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins. 22.25 Bókaþáttur. Umsjón: Njörðúr P. NJarðvík. 23.05 A óperusviðinu. Umsjón: Leif- ur Þórarinsson. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Miðvikudagur 2. október 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórn- andi: Kristján Sigurjónsson 14.00-15.00 Eftir tvö Stjórnandi: Jón Axel Ólafsson 15.00-16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórn- andi: Gunnar Salvarsson .16.00-17.00 Chicago, Chicago, Stjórnandi: Ásgeir Tómasson. 17.00-18.00 Úr kvennabúrinu Hljómlist flutt og/eða samin af konum. Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. Þriggja minútna fréttir sagöar klukkan: 11.00,15.00,16.00 og 17.00 Miðvikudagur 2. október 19.25 Aftanstund Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. i Sögu- horni segir Anna Sigríður Árna- dóttir norskt ævintýri um Drenginn og norðanvindinn. Myndskreyt- ing er eftir Svend Otto S., Maður er manns gaman og Forðum okkur háska frá - teiknimynda- flokkur frá Tékkóslóvakíu um það sem ekki má I umferðinni. Þýðandi Baldur Sigurðsson, sögumaður: Sigrún Edda Björnsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður 20.35 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Fegurðardrottning Norður- landa Mynd frá fegurðarsam- keppni um titilinn Ungfrú Skandi- navía. Keppnin var haldin I Hel- sinki í Finnlandi þann 15. septem- ber síðastliðinn. 21.30 Dallas Elsku mamma Banda- riskur framhaldsmyndaflokkur. Þýðandi Björn Baldursson. 22.20 Þjóðverjar og heimsstyrjöld- in síðari (Die Deutschen im Zweit- en Weltkrieg) 4. Undanhald á öllum vígstöðvum. Nýr þýskur heimildamyndaflokkur i sex þátt- um sem lýsir gangi heimsstyrjald- arinnar 1939-1945 af sjónarhóli Þjóðverja. Þýðandi Veturliði Guðnason. Þulir: Guðmundur Ingi Kristjánsson og Maria Mariusdótt- ir. 23.50 Fréttir í dagskrárlok. Chained Heat ★ Aðalhlutverk: Linda Blair, John Vernon, Sybil Danning, Tamara Dobson, Stella Stevens Leikstjóri: Paul Nicholas Lengd: u.þ.b. 100 mínútur ■ Þessi mynd fjallar um dvöl fanga í stóru kvennafangelsi. Flestar hafa konurnar hlotið langa dóma fyrir alvarlega glæpi. í fangelsinu ræður ofbeldið ríkjum, en spillingunni er stjórn- að af fangelsisstjóranum sjálfum og starfsmönnum hans. Fylgst er með nýliðanum i hópnum, sem leikin er af Lindu Blair. Hún er venjuleg stúlka í fyrstu og lítur á fangelsisvistina sem martröð, sem hún og er. Þegar fram í sækir verður þessi stúlka eins og hinar, hörkukvendi sem svífst einskis í þessum harða hcimi. Myndin fjallar sem sagt um eiturlyf, nauðganir, morð og ýmiss konar ónáttúru. Hún gerir það aukinheldur á mjög sánnfærandi hátt, þannig að áhorfandi verður agndofa um stund og spyr sig hvað hefur vakað fyrir kvikmyndagerðarmönnunum. Myndin er tæknilega afbragðsgóð, en það gerir viðfangsefnið enn óhugnanlegra. Þeir sem hafa ánægju af því að horfa á varnarlausar konur niðurlægðar og myrtar finna hér svo sannarlega eitthvað viö sitt hæfi, en hinir ættu að láta þessa mynd fram hjá sér fara. Því að kynlíf og ofbeldi hafa hvert um sig hlutverki að gegna í kvimyndum við ákveönar aðstæður, en þegar þetta tvennt fer saman þá verður útkoman versta tegund af klámi. Að vísu rísa konurnar upp að lokum og drepa nokkra karla á hinn hroðalegasta hátt, en það gerir myndina ekki á nokkurn hátt geðslegri. Sem sagt, hér er á ferðinni viðbjóður í vönduðum umbúðum. MJA

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.