NT

Ulloq

NT - 02.10.1985, Qupperneq 11

NT - 02.10.1985, Qupperneq 11
Miðvikudagur 2. október 1985 11 Viðræður risavelda: Geimvopnakerfið verður ekki notað sem tromp - segir David Emery. varaforstjóri U.S. Arms Control And Disarmament Agency ■ David Emery sagði m.a. á blaðamannafundinum að Bandaríkjamenn teldu að Sovétmenn hefðu brotið svokallaðan ABM-samning um eldflaugavarnir með því að reisa gífurlega umfangsmikið radarkerfi í Sovétríkjunum. Á þessari teikningu sést Pushkino-radarinn sem er hluti af þessu kerfi. ■ „Það sem skilur að Banda- ríkjamenn og Sovétmenn í samningum um takmörkun vopna og almenn samskipti, er að Reagan-stjórnin vill að samið sé um áþreifanleg og heilsteypt atriði sem eru ekki háð góðvilja eða trúmennsku hverju sinni, en stjórnvöld í Kreml vilja hins vegar leggja mesta áherslu á víðfeðmar viljayfirlýsingar,“ sagði David Emery, varafor- stjóri ACDA (U.S. Arms Con- trol And Disarmament Ag- ency), í stamtali við blaðamenn á „beinni línu“ frá Washing- ton D.C. Fundur þessi var hald- inn í Menningarstofnun Banda- ríkjanna fyrir nokkru og snérust spurningar blaðamanna fyrst og fremst um afvopnunarmál. Er Emery var spurður um gildi þess að samningar tækjust milli risaveldanna um takmörk- un kjarnorkuvopna, í ljósi þess að margir aðilar innan Reagan- stjórnarinnar telja að Sovét- menn hafi ekki farið eftir bók- staf SALT-samninganna, þá hóf hann mál sitt með því að segja að ríkisstjórnum hlyti alltaf að bera skylda til að draga úr ófriðarlíkum og sérstaklega þar sem gereyðingarvopn eru ann- ars vegar. Hann sagði að fram- koma Sovétmanna varðandi ýmis svið SALT-samninganna hefði vissulega vakið áhyggjur margra í Washington t.d. mætti nefna nýbyggt og öflugt radar- kerfi þeirra sem Bandaríkja- menn teldu brot á ABM-samn- ingnum um bann við eldflauga- vörnum. Hins vegar sagði Em- ery að hægt væri að nefna marga samninga ríkjanna sem hefðu gefið góða raun og gagnkvæmur árangur fengist af. Því bæri að ganga þannig frá samningum að þeir væru raunhæfir með vel skilgreindum ákvæðum sem hægt væri að hafa eftirlit með. Aðspurður um það hvort almenn samskipti Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna væru á hættulegu stigi um þessar mundir, þá kvaðst Emery telja að svo væri ekki. Víst mætti telja upp einstök ágreiningsefni en þau væru í eðli sínu saklaus miðað við það sem hefði oft áður verið,t.d. deiluna um Berl- ín og Kúbudeiluna. I þeim til- vikum hefðu samskiptin verið á hættulegu stigi. Hann lagði áherslu á það að almenningur gerði greinarmun á áróðri og raunveruleika. Þó svo að kastað væri hnútum fylgdi oft lítil alvara máli og sérstaídega bæri að hafa í huga að það hefði lengi verið venja Sovétmanna að hefja miklar hræðsluáróðursherferðir ef það hentaði þeim við ákveðn- ar kringumstæður. Emery sagði að þvert á móti benti margt til þess að samskipti risaveldanna færu batnandi á næstu árum. Er talið barst að væntanlegum fundahöldum í Genf, hvort tveggja milli samninganefnda og leiðtoga, þá færðist Emery undan því að koma með getgát- ur um hugsanlegar tillögur eða árangur. Tíminn yrði að leiða í ljós hvaða gagn yrði af fundun- um. Hann tók undir þá skoðun, sem m.a. Nixon fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur sett fram, að samningaviðræður í Genf verði að snúast um alla þætti samskipta ríkjanna, ekki einungis um takmörkun og niðurskurð vopna. Það yrði að fylgjast að spennufall og af- vopnun. Emery bætti við að þó svo að það tækist með einhverju móti að minnka kjarnorkuhætt- una, þá myndi t.d. hefðbundið stríð í Evrópu geta lagt álfuna gersamlega í rúst, þarsem slíkur vopnabúnaður væri nú með allt öðru móti en var í síðar heims- styrjöld. Af þeim sökum þyrfti að beina athyglinni að fleiru en einungis kjarnorkuvopnunum í komandi viðræðum. I framhaldi af svari sínu um fundina í Genf var Emery spurður um réttmæti þeirrar kröfu Sovétmanna að tekið yrði tillit til kjarnorkuvopna Breta og Frakka í framtíðarsamkomu- lagi. Hann sagði að sú krafa væri á allan hátt fráleit. í fyrsta lagi kæmi slíkt ekki til greina frá breskum og frönskum sjónar- hóli og í öðru lagi þá væri um fá og gömul kjarnorkuvopn að ræða. Hann sagði að þegar svo lítið hlutfall væri annars vegar þá væri augljóslega engin ást- æða til þess að gera slíkt að forsendu samninga eins og So- vétmenn ætluðu sér fyrir nokkru. Emery endurtók að áróðursbrögð gætu komið sér vel í skamman tíma en yrðu aldrei til þess að stuðla að varanlegum stöðugleika. Margt hefur verið rætt og ritað um möguleikann á því að Bandaríkjamenn noti hina svokölluðu „stjörnustríðsáætl- un“ sem tromp í Genfarviðræð- unum. Er Emery var spurður um þetta sagði hann af og frá að svo yrði. SDI-áætlunin (Stra- tegic Defense Initiativ) væri ein- ungis rannsóknaráætlun á blaði og að engin ákvörðun hefði verið tekin um að hefja fram- kvæmdir, enda væri slíkt enn sem komið er ógerlegt og ólög- legt samkvæmt fyrrnefndum ABM-samningi. Hins vegar sagði Emery að ef ákvörðun yrði tekin í fjarlægri framtíð um að hefjast handa við byggingu kerfisins þá gæti slíkt orðið til þess að frelsa mannkynið undan versta þættinum í kjarnorku- vánni þ.e. langdrægu eld- flaugunum sem hefðu mesta eyðingarmáttinn. Eldflauga- varnir í geimnum yrðu gagns- lausar gagnvart þeim flaugum sem færu ekki út úr gufuhvolf- inu á leið sinni að skotmarkinu, eins og t.d. Cruise-flaugum, en það væri auðveldara að eyða slíkum flaugum, en þeirn stóru, með hefðbundnum vopnum. Þeirri spurningu var beint til Emery hvort hugsanlegt væri að sovésk herskip er sigla um norðurhöf væru almennt búin kjarnorkuvopnum. í svari sínu sagði hann að það væri auðvitað ógerlegt fyrir hann að segja til um hvort einstök skip hefðu slík vopn um borð, en hins vegar væri það alls ekki ólíklegt að þau gætu a.m.k. tekið við slíkum vopnum ef þörf krefði. I framhaldi af því benti Emery á að hið svokallaða GIUK-hlið á Norður-Atlantshafi væri án efa eitt mikilvægasta hafsvæði í heiminum hvað sjóhernað varðar. Varnir á þessu svæði væru forsendan fyrir því að NATO gæti tryggt siglingar á Atlantshafi öllu. Utbreiðsla kjarnorkuvopna barst í tal og sagði Emery að sá vettvangur bæri því vitni að risaveldin gætu unnið saman á árangursríkan hátt. Bæði Banda- ríkjamenn og Sovétmenn hefðu unnið að því að koma í veg fyrir að kjarnorkuveldum fjölgi frá því sem þegar er og báðir aðilar hefðu lagt að þeim þjóðum sem ekki hafa viljað afsala sér kjarn- orkuvopnum að undirrita sátt- mála þar að lútandi. Emery benti á að á Kennedy-árunum var reiknað með því að eftir 25 ár yrðu 25-30 þjóðir með kjarn- orkuvopn í vopnabúrum sínum. Nú er þessi tími runninn upp og einungis 5-8 þjóðir teljast kjarn- orkuveldi, allt eftir því hvaða mælikvarði er notaður. Hann taldi að þetta væri árangur sem rétt væri að gleyma ekki þegar samskipti risaveldanna væru til umræðu. Hins vegar taldi Em- ery fulla ástæðu til þess að vera á verði gagnvart því að ákveðn- ar þjóðir eða leiðtogar fengju yfirráð yfir kjarnorkuvopnum. Slík vopn í höndum stjórnar Khomeinis eöa Ghaddafis væru t.d. ígildi mikillar ógæfu. ■ Emery lagði áherslu á að í öllum samningum um takmörkun eða niðurskurð vopna væri gert ráð fyrír nákvæmu eftirliti beggja aðila með vopnabúnaði hvors annars. n fm Iðntæknistofnun íslands og Fræðslumiðstöð iðnaðarins auglýsa: Námskeið á næstunni: Vökvakerfi: 60 tíma námskeið haldið dagana 1. t.o.m. 9. nóv. Ætlað járniðnaðarmönnum og vélstjórum. Málningarefnisfræði: Haldið 11. t.o.m. 15. nóv. Ætlað málurum. Grunnnámskeið í rennismíði og fræsingu: Haldið laugardagana 5. okt. t.o.m. 2. nóv. Ætlað járniðnaðarmönnum og nemum. Örtölfutækni 1: Nánar auglýst síðar. Ætlað tæknimönnum, verkfræðingum og öðrum sem áhuga hafa á notkun örgjörva í stýrutækni. Stofnun fyrirtækja: Haldið 21. og 22. október. Ætlað fólki sem nýlega hefur stofnað eða hyggst stofna fyrirtæki. Verkstjórn: Röð námskeiða ætluð verkstjór- um. Stöðugt í boði. Ráðstefna um stöðu og framtíð húsgagna iðnaðar: Haldin í Borgarnesi 4. t.o.m. 5. október. INSTA-bygg heldur námsstefnu um staðla- starfsemi á sviði byggingariðnaðar á Norðurlöndum að Keldnaholti 14. október. Málmsuða: Fræðilegt námskeið, haldið dag- ana 21. t.o.m. 24. okt. Ætlað verkstjórum. Stúfsuða á rörum: Haldið 14. t.o.m. 18. okt. Ætlað iðnaðarmönnum með a.m.k. 1 árs reynslu í rafsuðu. Stjórn vinnuvéla: Hefst í næsta mánuði. Upplýsingar og skráning í síma 687000. Útboð Bygging K á Landspítalalóð Tllboð óskast I að steypa upp og fullgera að utan 1. áfanga byggingar K á Landspítalalóð I Reykjavík með grunnlögnum og fyllingu að húsi. Byggingin er á fjórum gólfflötum auk inndreginnar þakhæðar og eru tvær neðstu hæðirnar niðurgrafnar. Heildarflatarmál gólfflata er 4576 m! og rúmmál þessa byggingarhluta alls 19060 m3. Þegar hefur verið grafið fyrir byggingunni og vinnusvæðið er afgirt. Verkinu skal að fullu lokið 31. desember 1986. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn, 23. október 1985 kl. 11.00. >l Sjúkraliðar og aðstoðarfólk óskast til starfa. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 29133 frá kl. 8-16. Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.