NT - 02.10.1985, Blaðsíða 24

NT - 02.10.1985, Blaðsíða 24
 Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu sem leiðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 Vinnustopp við upp- skipun úr Akureyrinni Hafnarverkamenn óánægðir með hlutskipti sitt, segjast hafa lægri laun en starfsbræður þeirra annarsstaðar við sambærilega vinnu ■ Hafnarverkamenn á Akur- eyri neituðu í g;er að skipa upp úr Akureyrinni, togara Sam- herja, nenia þeir fengju lagfær- ingu á launum sínum. Vilja þeir fá akkorð við vinnuna í staö tímakaups sem [leir vinna nú eftir. Gunnar Kristjánsson, trún- aðarmaður hafnarverka- manna, sagöi við NT í gær að menn heföu mjög lítið upp úr þessu og væru því óánægðir, einkum þar scm premíukerfið sem unniö er eftir hefði veriö afnumið annarsstaðar. Sagði liann að menn fengju visst á gáminn og skipti þá ekki máli hversu mikiö væri í honum. „Pað gengur ekki að menn við sömu störf liafi mishá laun cftir því hvar á landinu vinnan er framkvæmd." Gunnar sagði að verkalýðsfé- lagiö hcfði lofað að taka þetta mál upp og reyna að fá leiðrétt- ingu, en ekkert hefði verið gert í málinu. Vcrkamennirnir ákváðu því í gær að leggja niður vinnu til að þrýsta á úrlausn í málinu. Alls áttu ÍS manns að vinna við uppskipunina úr Akureyrinni og var algjör sam- staða meðal manna um að standa svona að málum. í gær var rætt við Þorstein Má Baldvinsson, framkvæmda- stjóra Samherja, ogætlaði hann að hafa samband við verkfalls- menn seinna um daginn. en hafði ekki gert það er NT hafði samband norður. Sagði Gunnar að í viöræöum við Þorstein hefði komið fram sú hugmynd að uppskipun úr togaranum yröi leyst með því að gera tilboð í verkið. NT reyndi að ná sam- bandi við Þorstein Má en tókst það ekki. Jón Helgason, hjá verkalýðs- félaginu Einingu, sagði að þessi óánægja meðal hafnarverka- manna væri mjög skiljanleg, að tæknivæðingin við uppskipun- ina væri orðin svo núkil að bónusinn hefði drcgist mikið saman og heildarlaunin því minnkað. Sagði hann að Eining hefði reynt að fá þessu breytt og skrifað Vinnumálasambandinu og VSÍ bréf um þetta en engin svör fengið. Kópavogur: Strætisvagnastjórar komast á ■ Kópavogsbúar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að komast ekki ferðarsinnar á föstudagskvöldið, þó svo að flestir strætisvagnabíl- stjóranna í bænum verði á Hótel Sögu um kvöldið að skemmta sér með öðrum starfsmönnum Kóapvogs- bæjar, en nk. föstudags- kvöld heldur starfsmannafé- lagið árshátíð sína. Karl Árnason, forstöðu- maður SVK, sagði að afleys- ingafólk ogsumarfólk hlypi í skarðiö. Mál þetta var tekið fyrir á síðasta bæjarráðsfundi. Sagði Karl að þetta væri í fyrsta skipti sem svona mál færi fyrir bæjarráð og hefði hann ekki orðið hvað minnst hissa sjálfur, enda búinn að leysa það áður en stjórn- málamennirnir fóru að vas- ast í þessu. Sagði hann að þátttaka strætisvagnastjór- anna væri óvenjumikil þetta árið og því hefði orðið að grípa til þess að fá sumarfólk til aðsetjast undirstýri þetta kvöld, yfirleitt hefði verið hægt að bjarga þessu með því að hliðra til vöktum. Biðstaða í fiskverðsmálum ■ I gær var haldimt fundur í yfirnefnd Verðlagsráðs sjávar- útvegsins unt almennt fiskverð. Samkvæmt lögunum skal stefnt að því að fiskverð liggi fyrir þann l. október, en ekkert samkomulag náðist í gær. „Hér var um að ræða fyrsta fund nefndarinnar og var oddamaður yfirnefndar að kynna sér hvern- ig málin stæöu." sagði Óskar Vigfússon einn fulltrúi seljenda í samtali við NT í gærkvöld. „Það eru margir cndar lausir ennþá og ckki gott að segja hvaö gerist á næstu dögum," sagði Öskar aðspurður um sam- komulagshorfur. Næsti fundur verður haldinn á fimmtudag. Borgarspítalinn: Kaupir tæki frá Siemens -fyrir 12 milljónir ■ Borgarspítalanum hefur verið heimilað að festa kaup á tækjum til æðarannsókna sem fram- leidd eru hjá Sicmens og kosta I2 milljónir króna. Borgarráð heimilaði kaupin í gær en tvö lægri tilboð bárust sem þóttu ekki fullnægjandi. Kristján Pétursson borgarfulltrúi, sat hjá við afgreiðslu málsins í borg- arráðiog sagði hann í sam- tali við NT að honum hefði þótt ráðlegra að lægri tilboðin heföu verið athuguð betur. Hlaðvarpinn undir hamarinn? - vantar milljón upp í afborgun sem á að greiðast 5. október ■ „Við köllum saman þennan fund til að cggja konur lögeggj- an. því málin standa vægast sagt mjög iila. Við eiguin að borga 1,3 milljónir 5. október en eig- um aöeins 300.000 krónur og þar af fer cjtthyað af því fé í skuldir," sagði Sigrún Björns- dóttir í stjórn Hlaðvarpans, hlutafélagsins um kaup á hús- eigninni Vesturgötu 3 eða hús- unum þremur sem konur réðust í að kaupa fyrr í sumar. Fundurinn sem vcröur haldinn annað kvöld á Vesturgötunni er almennur kynningarfundur um framtíð Hlaðvarpans þar sem arkitektar munu meðal annars segja frá sögu og kvnna hug- myndir sínar um framtíðarnotk- un húsanna. Húsunum cr ætlað að finna konum allra stétta og flokka aðstöðu til að sinna hugðarefnum sínum, aðstöðu til fundarhalda, námskeiða- halds, aðstöðu til endur- menntunar og fræðslu og list- sýninga og leiksýninga. Kjall- araleikhúsið hefur þegar hafið sýningar í húsnæðinu þar sem Reykjavíkursögur Ástu eru sýndar fyrir fullu húsi, og fund- arherbergi í húsunum eru að komast í gagnið. En nú þegar komið er að annarri afborgun í húsunum bregður svo við að lítið hefur bæst við af nýjum hluthöfum. Kaupverð húsanna eru 9 mill- jónir króna og hvert hlutabréf kostar 1000 krónur. „Ef 100 konur safna 10 öðrurn ætti þetta að ganga. Og ef konur bregðast við af snarræði þá tekst þetta. Ef ekki eiguni við allt undir góövilja seljenda. En við vonum að einhver lausn finnist á þessu því við viljum helst ekki þurfa aö slá erfið lán sem gætu komið okkur í óviðráðanlega stöðu," sagði Sigrún og vildi í leiðinni hvetja allar konur til að taka saman höndum í máli þessu. Jón Óttar og Jón Helgason: Rætt um bjór - á opnum fundi JC í gærkvöld ■ „Á að leyfa sölu og bruggun á áfengu öli á ís- landi. Erástæðatilað banna sölu á bjórlíki?" Þessum kunnuglegu spurningum leituöust þeir Jón Óttar Ragnarsson dós- ent og Jón Helgason dóms- málaráðhcrra við að svara, hvor á sinn hátt, á JC fundi sem haldinn var á Hótel Borg í gærkvöldi. Umræðan var þannig skipulögð, að fyrst hélt hvor þeirra framsöguerindi sem ekki mátti vera lengra en 7 mínútur. Báðir fóru þeir þó yfir þann tíma, cn Ingimar Sigurðsson umræðustjóri sá um að áminna þá með því að slá í bjöllu. Næst skiptust þeir Jón- arnir á fyrirspurnum og svörum hvor til annars sem máttu vera 3 mínútur að lengd. Loks tóku þeir við fyrirspurnum úr sal og svar við hverri þeirra mátti vera ein mínúta. Eins og við var að búast urðu umræðurnar fjörlegar, þótt fátt nýtt kæmi fram í þessu margumfjallaða máli, en salurinn var þétt setinn og áheyrendur vörpuðu fram fjölda fyrirspurna sem þeir ræðumenn svöruðu frá ólíkum sjónarhornum. ■ Jón Óttar Ragnarsson dóscnt, Ingimar Sigurðsson umræðustjóri og Jón Helgason dómsniálaráðherra á JC fundinum í gær, þar scin uniræðurnar sncrust um bjórlíkið.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.