NT - 02.10.1985, Blaðsíða 12

NT - 02.10.1985, Blaðsíða 12
Miðvikudagur 2. október 1985 12 Áhorfandi að stjórnmálasög- unni í meira en hálfa öld Halldór á Kirkjubóli tekinn tali á 75 ára afmælinu ■ „Já, éger fæddur2. októher eins og þeir von Hindenburg og Gandhi. Þaö getur nú varla ólíkari menn en þá tvo, annar var prússneskur hershöfðingi en hinn einhver mesti friðarhöfð- ingi mannkynsins, að minnsta kosti á þessari öld.“ Halldór Kristjánsson frá Kirkjuhóli er 75 ára í dag. Hann lætur þessi orð falla um leið og h'ann býður blaðamanni til sætis á heimili sínu á Leifsgötunni. Hann bætir því við að þetta gefi sér til kynna að varlegt sé að spá miklu um líf manna eftir því hvaða dag þeir séu fæddir. „Nci ég tek ekki mikið mark á stjörnuspám. Það þarf að vita fleira um manninn en hvcnær hann er fæddur. Saga hans byrj- ar ekki við það. Ég hef alltaf haft gaman af sögulegum fróðlcik," segir Halldór. „Það er sagt að þaö sé liægt að læra af reynslunni og að því leyti er sagan hagnýt. En gerendurnir í sögunnar rás eru margir og það er því liægt að lesa úr hcnni á ýmsa vegu.“ Þú segir gcrcndurnir. Ertu þá að scgja að sterkir cinstaklingar nióti siiguna? „Einstaklingarnir eru miklir gerendur í sögunni cn auðvitað eru ýmsir þjóðfélagsstraumar sem þarblandast inn í. Þeirsem hafa lag á að nota sér þessa strauma vcrða sterkastir. Fyrir hinum fer eins og segir í kvæð- inu um Hákon Hlaðajarl Ef stríða incnn gcgn straumi aldar stcrklcga þótt vaði seggir ylir skclla unnir kaldar cngir brckann standast leggir. Nú var bróðir þinn kunnur sagnfræðingur og þú kunnur fyrir sagnfræðiáhuga og skrif um þau efni. Eru þctta áhrif frá æskuhcimili þínu? „Já, vafalaust. Þar var mikill áliugi fyrir sögufróðleik og elctri bræður mínir voru orðnir vel að sér í mannkynssögu þcgar ég byrja að muna eftir mér. Hvað við lásum. Ég held að við höfum lesið allt sem hönd á festi. Foreldrar mínir vour læsir á dönsku, en höfðu auðvitað ekki mikinn aðgang að bókum á þeirri tungu. Þó man ég eftir bókum á dönsku um landafræði og eðlisfræði í bókasafninu á Kirkjubóli.“ Bókmenntaáhuginn hefursvo vaknað samhliða? „Já, þannig var að það var nokkuð til af ljóðabókum heima og ég byrjaði snemma að glugga í þær. í bernsku hafði ég lang mestar mætur á séra Matthíasi Jochumssyni og mat hann skálda mest. Á unglingsárunum þokaði hann í skuggann í huga mér fyrir Stephani G. En það var ekki fyrr cn ég var orðinn full- orðinn maöur, sem ég lærði að meta Jónas Hallgrímsson að verðleikum." Er hann kannske í mestum metum af þeim öllum hjá þér? „Ég get nú ekki flokkað menn niður í númeraröð í þeim efnum en ætli þeir Jónas og Stephan G. séu nú samt ekki efstir á blaði. En þaö þýðir ekki að ég forsmái sr. Matthías á nokkurn hátt." Hvernig var skólagöngu þinni háttað? „Þegar ég var að alast upp var skólaskylda að nafninu til frá 10 til 14 ára aldurs. í niínu tilviki var um að ræða 8 vikna kennslu í tvo vetur. Við fengum far- kennara sem kenndi á þrem stöðum 2 vikur í senn á hverjum. Seinni veturna tvo af skólaskyldunni fólst kennslan aðeins í eftirliti með því að lesið væri heima. Kennslugreinarnar voru auðvitað lestur, reikningur og skrift og áhersla var lögð á að láta okkur krakkana skrifa stíla, og benda okkur á kosti og galla í rituðu niáli. Ég held að mun minni áhersla sé lögð á það í skólakerfinu á síðari tímum að gera nemendur vel stílfæra. Hins vegar var okkur kennd lítil málfræði og setningafræði var ekki minnst á. Og það er rétt að geta þess að hvorugur kennara minna í barnaskóla hafði kennsluréttindi sem nú er kallað. Eftir að skóíaskyldunni lauk var ég í tvo vetur í Núpsskóla, fyrri veturinn minn þar var síð- asti vctur séra Sigtryggs en seinni veturinn var sá fyrsti sem starfaði undir héraðsskóla- lögunum." Og eflir þctfa tckur bú- skapurinn við? „Já, ég hafði reyndar starfað að búinu með skólagöngunni." En fclagsmálaumsvifin, hóf- ust þau strax samhliöa búskapn- um? „Ég gekk í ungmennafélag minnarsveitarstrax á barnsaldri og störf mín að félagsmálum hófust innan ungmennafélags- skaparins. Á tímabili ferðaðist ég mikið um landiö á vegum Ungmennasambands Islands, þaö þótti mikilvægt að fá menn á fundi. Ég var það sem nú myndi vera kallað erindreki sambandsins. Égfórlangarleið- ir gangandi þegar ég var í þessu starfi, t.d. gekk ég úr Fljótum í Skagafirði heim í Kirkjuból á útmánuðum 1940, nema hvað að ég var ferjaður frá Reykja- skóla yfir Hrútafjörðinn. Á Suðurlandi fór ég lengst austur í Mýrdal og fyrir norðan austur á Tjörnes. Á þessu lærði ég mikið í landafræði íslands. enda eru slíkar ferðir mjög heppileg- ar til þess." En ekki einskoröaöir þú félags- málaþátttöku þína við ung- mennafélagshreyfinguna? „Nei, ég var snemma orðinn virkur í félagsskap framsókn- armanna og hef vcrið á öllum flokksþingum þcirrasíðan 1937. Þannig að ég hef verið áhorfandi að stjórnmálasögunni alllengi." Þú hcfur skrifaö nokkuö uin þau efni, t.d. mjög ítarlegan ritdóm um ævisögu Olafs Thors eftir Matthías Johannessen. Hefurðu haldiö til haga miklu af gögnuni og heimildum? „Nei, ég hef verið draslari með það. En hins vegar veit ég nokkuð um hvar heimilda er að leita. Nei, minninu treysti ég með gát. Ég get sagt þér sögu um það hversu varasamt getur verið að treysta minninu í blindni. Dr. Gunnlaugur Þórðarson sagði einhvern tíma í blaðagrein að Halldór á Kirkjubóli hefði lagt fram tiltekna tillögu um bindindis- mál á flokksþingi framsóknar- manna og hafði það að ég held upp úr ævisögu Bernharðs Stef- ánssonar. Satt að segja var ég farinn að trúa þessu sjálfur og hélt að ég hefði gert það í raun og veru. En um síðir uppgötvaði ég eftir að hafa kannað fundar- gögn, að ég hafði hvergi komið nálægt þeirri tillögu sem þeir Gunnlaugur og Bernharður kenndu mér." Áhorfandi aö stjórnmálasög- unni segir þú. Hvað ber hæst í viðburðum sögunnar þann tíina sem þú hcfur verið áhorfandi? „Þar ber lýðveldisstofnunina sjálfsagt hæst." Og livaða stjórnmálamcnn eru þér minnistæðastir frá þess- um tínta? „Þegar ég fór að starfa innan Framsóknarflokksins voru þeir Hermann og Eysteinn að koma fram sem leiðtogar hans. Þeir eru ógleymanlegir menn. Þótt ég teldi alla tíð að ég mæti Hermann mikils, þá fór mér ekki að þykja vænt um hann fyrr en eftir kjördæma- breytinguna 1959, en eftir hana jókst samstarf okkar til mikilla muna. Hermann var fágætur foringi þegar mikið lá við." Ertu þá með eitthvað sérstakt atvik í huga? „Ég get nefnt sem dæmi, þegar Framsóknarflokkurinn var að gera upp við sig afstöð- una til lýðveldisstofnunarinnar á flokksþinginu 1941. Þá var Jónas Jónsson frá Hriflu ennþá formaöur flokksins. Hann var hraðskilnaðarmaður sem kallað var, hann vildi slíta sambandinu við Dani þá strax. Hermann vildi fara áhættuminni leiðina. Hann vildi ekki slíta konungs- sambandinu við Dani fyrr en þau 25 ár væru liðin sem kveðið var á um í sambandslögunum frá 1918. Þau sjónarmið sem Hermann túlkaði urðu ofan á innan flokksins eins og reyndar meðal þjóðarinnar eins og allir vita nú. Svo voru auðvitað ýmsir. ágætir íslendingar lögskilnaðar- menn, en það er önnur saga." Taliö berst að blaðamennsku og Halldór segir frá því að á árunurn 1946 til 1951 starfaði hann við Tímann sem blaða- maður. og náinn samstarfsmað- ur Þórarins Þórarinssonar. Síð- ustu þrjá mánuði ársins 1952 gegndi hann störfum Þórarins sem þann tíma sat allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna. Síð- an lá leiðin aftur heim í Kirkju- ból þar til fyrir 10 árum að þau hjónin Halldór og Rebekka fluttust til Reykjavíkur. Þá rit- stýrði hann Sunnudagsblaði Tímans í nokkrar vikur, eða þar til það blað var lagt niður. Þá gerðist hann starfsmaður Al- þingis og er það ennþá. „Upphaflega réðist ég til þess verkefnis að aðstoða við vinnslu alþingismannatals sem þá var á lokastigi. Þcgar því verki lauk gerðist ég þingvörður, fyrst í Vonarstræti 12 en síðan í Þórs- hamrí. Alþingi er skemmtilegur vinnustaður. Þingmenn eru flestir þægilegir og skemmtilegir nienn, þegar þeir gefa sér tíma. En þeir eru mjög önnum kafnir menn." Og hvcrnig finnst þér þeim hafa tekist upp? „Það hefur sótt á huga minn að undanförnu að launþega- hreyfingin ætti að ráða kaup- gjaldi í landinu einhliða. For- ustumenn hennar myndu þá e.t.v. átta sig á að það þarf að taka tillit til ýmissa þátta þegar launin eru ákveðin. Stéttarfélögin hafa valdið og eiga þá að hafa ábyrgðina líka. Hvenær hefur nokkur farið vel með vald ef því hefur ekki fylgt ábyrgð?"

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.