NT - 02.10.1985, Blaðsíða 3

NT - 02.10.1985, Blaðsíða 3
Tekjur af Flugleiðabréfunum til baka í skattafslætti ■ Áætla má að allar tekjur ríkis- sjóðs af sölu hlutabréfa sinna í Flug- leiðum næstu 3-4 árin (1985-1987 eða ’88) hverfi til baka úr ríkissjóði í formi skattaafslátta til starfsmanna og hluthafa Flugleiða - þ.e. ef þeir haga kaupum sinum á bréfunum, sem Flugleiðir bjóða þeim nú til kaups, „skynsamlega". Komist verðbólga næstu árin aftur á það stig sem hún var á síðasta áratug gæti niðurstaðan raunverulega orðið sú að ríkissjóður hafði að lokum ekki einu sinni einfalt nafnverð bréfanna - 7 millj. króna - út úr sölunni á þeim. Nær 33 millj. skattafsláttur á 2 árum Tekjur ríkissjóðs af sölu bréfanna á árunum 1985-1987 eru 14.850 þús. króna útborgun í ár og síðan tvær af alls átta 6.394 þús. króna ársgreiðsl- um (verðbóta- og vaxtalausum) eða samtals um 27,6 millj. króna. Skatt- afsláttur til kaupenda bréfanna á næstu tveim árum (1986-’87) geta numið 32,7 milljónum króna, eða um 5 millj. króna hærri upphæð en ríkis- sjóður hefur þá fengið greitt af bréfunum. Með núvirðingu allra upp- hæða. miðað við 25% verðbólgu, mundu tekjur og samanlagður skatt- afsláttur þessi 3 ár nánast standast á, þ.e. hvor upphæð væri um 22 millj. króna. Albert hefði geta orðið 8 milljónum í mínus næsta ár Raunar má fjármálaráðherra hrósa happi yfir að Flugleiðir ákváðu að dreifa sölu bréfanna í 2 ár, helming- inn hvort ár. Væru þau öll seld nú hefði skattaafsláttur á næsta ári getað numið allt að 29 millj. krónum sam- tals eða um 8 millj. krónu hærri upphæð en ríkissjóður væri þá búinn að fá greidda af andvirði bréfanna. Til að ná þeim hámarksskattafslætti hefðu t.d. rúmlega þúsund hjón þurft að kaupa sér hlut í félaginu. En starfsmenn og hluthafar eru nú um 5 þús. samtals. Frá árinu 1988 á ríkissjóður aðeins eftir að fá 6 óverðtryggðar og vaxta- lausar greiðslur af eftirstöðvabréfinu, sem að núvirði væru aðeins um 7,7 ■ Svo sem sjá má er húsið illa farið af völdum eldsvoðans. Var kveikt í barnaheimilinu? ■ Grunur leikur á að innbrot og íkveikja hafi valdið eldsvoðanum í barnaheimilinu Sólbrekku við Suður- stönd á Seltjarnarnesi í gær. Málið er nú í rannsókn hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Tilkynnt var um eldinn um klukkan 5:10 í gærmorgun og þegar slökkvilið- ið kom á staðinn logaði eldur upp úr þaki hússins og út um 'glugga á austurenda þess. Ljóst var að kalla þyrfti út aukastyrk og fóru alb fimm reykkafarar inn í húsið til að ganga úr skugga um að enginn væri þar inni og vinna að slökkvistarfi. Rjúfa þurfti þak hússins en slökkviliðinu tókst þó fljótlega að ráða niðurlögum eldsins. Mesta vinnan fólst þó í því, að rífa þurfti milliloft, milliveggi ogeinangr- un, þar sem í þau var komin mikil glóð. Skökkvistarfi var lokið um kl. 7 í gærmorgun, en vakt var höfð við húsið til hádegis og unnu menn við að ganga frá rústunum í gærdag. Húsið er mjög mikið skemmt og vafamál hvort það taki því að gera við það. Engin slys urðu á mönnum. ■ „Við teljum þetta mjög hagstæð kaup fyrir fólk - sérstaklega vegna skattafsláttarins," sagði Sigurður Helgason, forstjöri Flugleiða (fyrir miðju) á fundi með fréttamönnum í gær. „Ég lít á þetta sem jákvæð'an hlut,“ sagði Helgi Torfason, formaður starfsmannafélags Flugleiða. Lengst til hægri er Björn Theódórsson, fjármálastjóri félagsins. millj. króna samkvæmt útreikningum í dæmum Flugleiðamanna og er þá miðað við „aðeins” 25% verðbólgu að meðaltali allt tímabilið auk 10% raunvaxta. Hvers virði þær afborgunir raunverulega verða fer algerlega eftir verðbólgu á árunurn 1985-1993. Flugleiðir selja á sömu kjörum og ríkið Sem fyrr segir hafa Flugleiðir ákveð- ið að endurselja bréfin sem félagið keypti af ríkissjóði til starfsmanna og hluthafa félagsins (helming bréfanna til hvors hóps) á sömu kjörum og félagið keypti bréfin á . Þau kjör voru 22,5% útborgun í ár og af- gangurinn til 8 ára, verðbóta- og vaxtalaust. Flugleiðir benda starfsmönnum sínum og hluthöfum á að kaup á þessum bréfum falla undir skattalög nr. 75/1981, sem veita heimild til að draga fjárfestingu í atvinnurekstri frá skattskyldum tekjum að vissu marki. Gera megi ráð fyrir það það verði 31.500 kr. fyrir einstakling og 62.500 kr. fyrir hjón miðað við hlutabréfa- kaup og tekjur nú í ár. Þetta ásamt greiðslukjörum bréf- anna þýðir það, að hjón sem nú kaupa bréf fyrir 62.500 krónur þurfa aðeins að greiða um 14. þús. króna útborgun í ár (má dreifast á næstu 3 mánuði) en eiga í staðinn von á nærri tvöfaldri þeirri upphæð í skattalækk- un á næsta ári, eða 27.500 krónum, vegna kaupanna, þ.e. ef þau eru í 44% skattþrepinu sem í ár miðast við 400 þús. króna tckjur 1984. Af f jórföldu nafnverði borga kaupendur 1/4 en Albert 3/4 Fyrir þessar 62.500 kr. er hægt að kaupa hlutabréf að nafnverði 6.600 kr. í Flugieiðum. Miðað við útreikn- inga Flugleiðamanna er söluverð bréfanna að núvirði um 4,4 sinnum nafnverð þeirra, eða 28.870 kr. fyrir 6.600 króna bréf að nafnverði. Af því borga þeir scm nýtt geta sér fullan skattafslátt aðeins um 6.945 kr. að núvirði á næstu 9 árum, eða 1,05 sinnum nafnverðið. Ríkissjóðurgefur þeim á móti skattafslátt sem með sama núvirðisreikningi nemur 22 þús. krónum, eða rúmlega þrefalt nafn- verðið. Auk þess kom fram hjá for- stjóra Flugleiða í gær, að félagið vonaðist til að geta borgað eigendum bréfanna um næstu áramót um 10% í arð af nafnverði þeirra. Alltað 62 þús. kr. skattafsláttur til hjóna á 2 árum Sem áður segir ákváðu Flugleiðir að skipta sölu hlutabréfanna - sern eru 20% af heildarhlutafé Flugleiða - á tvö ár, fyrst og fremst með það í huga að kaupendur, þ.e. starfsfólk og hluthafar í Flugleiðum, geti notið skattafsláttarins tvö ár í röð. Miðað við 25% hækkun á skattafsláttarupp- hæðinni milli ára gætu hjónin í dæm- inu hér að framan eignast hlutabréf í félaginu að nafnverði uni 13 þús. króna og fengið út á það nær 62 þús. króna skattafslátt frá ríkissjóði á ár- unum 1986 og ’87. Að sögn Sigurðar Helgasonar, for- stjóra gera Flugleiðamenn ráð fyrir mjög góðum undirtektum, bæði með- al sinna 1.400 starfsmanna og um 3.600 hluthafa, við þessu sölutilboði félagsins. Áætlað er að halda fund með starfsfólki í næstu viku þar sem m.a. verður tekið við beiðnum um hlutafjárkaup. Sala á hlutabréfuin Flugleiöa. -3,5 milli. kr. nafnverð: Kaupvero hlutabréfa T.......................................... 33.000.000 Þ.a. staðgreitt................................................... 17.426.000 Þ.a. eftirst. til 8 ára........................................... 25.574.000 33.000.000 llámarks skattafsláttur........................................... 14.520.000 Nóvirðisreikningur: Núv. staðgreiðslu ................................................. 7.426.000 Núv. cftirstöðva .................................................. 7.859.000 = 15.285.000 Núv. hám. skattafsl........................................... - 11,616.000 Kostnaðarverð á núv........................................... = 3.669.000 Nafnverö sömu hréfa 3.500.000. Gengi = 1,05 ■ Útreikningur miöast hér við dæmi um sölu einstakra bréfa sem Flugleiðir hafa reiknað út til skýringar fyrir væntanlega kaupendur. Hámarksskattafsláttur miðast við það að fólk kaupi ekki stærri hluti en það getur nýtt sér skattafslátt fyrir. Kaupi einhver umfram það nýtist honum ekki afslátturinn frá ríkissjóði. * ]UN\ í tilefni af ári æskunnar hefur Þjóðdansafélag Reykjavíkur ákveðið að efna til ókeypis kynningarnámskeiðs í fjörugum og skemmtilegum þjóðdönsum frá ýmsum löndum. Reynt verður að sýna unglingum fram á að þjóðdansar eru ekki minna spennandi en aðrir nýrri dansar. Kennt verður í leikfimisal Vörðuskóla (minni salnum) áfimmtudögum kl. 20.00 og byrjað 10. október. Aldurstakmark er 13 árcj. Innritun og upplýsingar fást hjá Birnu í síma 687464.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.